Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍJjjafir ^ fyrir myndlistarfólk í miklu úrvali Sendum í póstkröfu. Skólavörðustíg 14 og 16 sími 552 1412 C/WJoftfWPtíK Gæða húsgögn á góðu verði Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275, 568 5375 Reiki- heilunar og sj álfsty r kingar námskeið Hvaðfáþátttakendur út úr slíkum námskeiðum? • Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. • Læra að breyta hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggjandi hátt, í staðinn fyrir að breyta henni til niðurrifs. • Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið í Reykjavík 7.-8. des. 2. stig helgamámskeið 9.-11. des. 1. stig kvöldnámskeið Sáttmálinn minn, hugræktar- og hamingjunásmkeið Þú kemst ekki hjá því að verða jákvæðari, umburðarlyndari og sterkari í daglegri tilveru þinni. 14.-15. des. Helgamámskeið 16.-18. des. Kvöldnámskeið Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari Euro raðgfr. (ii allí að 36 mánaða. Visa raðjjr. 61 a 111 að 36 mánaða. Stórglæsilegir hornsófar 2ja+hom+3ja sæta með leðri á slitfleti Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt. Verð aðeins kr. 139.000 stgr. Líttu á verðið! (1 I DAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti ungl- inga 20 ára og yngri sem lauk nýlega í Medellin í Kólumbíu. Kínverjinn Zhang Zhong (2.425) hafði hvítt og átti leik, en Kacheishvili (2.515), Ge- orgíu, var með svart. 27. Hxb7! - Kxb7 ingar ekki fulltrúa á mót- inu, en þegar við sendum síðast mann árið 1994, sigr- aði Helgi Áss Grétarsson. Atskákmót Reykjavík- ur 1996 fer fram um helg- ina í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi og tíma- mörkin eru 25 mínútur á keppanda. Mótið er öllum opið. Keppni hefst báða dagana kl. 14. Verðlaun: 15 þús., 9 þús. og 6 þús. 28. Ba5! og svart- ur gafst upp. Eftir 28. - Hcc8 29. Hbl+ - Ka7 30. Bb6+ - Ka8 31. Dxc6+! — Hxc6 32. Bxc6+ vinnur hvítur drottning- una til baka og verður þá að minnsta kosti manni yfir. Emil Sútovskí frá Israel varð heimsmeistari unglinga. Eins og í fyrra áttu íslend- b c d • t a h HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu COSPER ÞETTA kalla ég svindl og svínarí. í auglýsingunni lá ung stúlka í rúminu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Skjalataska tapaðist SVÖRT gamaldags leðurskjalataska með gylltum lási tapaðist sl. þriðjudag, líklega í kringum Skipholt. Ef einhver hefur orðið var við hana liggjandi ein- hvers staðar er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 562-2439 eða í vinnusíma 563-3890 á milli kl. 9 og 17. Pakki tapaðist KASSI merktur Pósti og síma tapaðist í pósti. Heimilisfangið á kassan- um, sem var sendur frá Árbæjarpósthúsi til Dal- víkurpósthúss, var Hofsárkot í Svarfaðar- dal. Sá sem átti að koma pakkanum til viðtak- anda hefur líklega skilið hann eftir við póstkassa sem er nokkuð frá bæn- um og hann gæti því hafa fokið burtu. Viti einhver um kassann er hann vinsamlega beðinn að hringja í Póst og síma á Dalvík. Utigalli fannst RAUÐUR útigalli fannst á miðjum Álfhólsvegi sl. fimmtudag. Eigandinn má vitja hans í síma 588-9989. Gæludýr Köttur á flækingi STEINGRÁ einlit smá- vaxin læða (líklega) með óljóst eymamark var hirt upp í bíl nálægt Ármúla þar sem hún átti fótum sínum fjör að launa á veginum. Kannist ein- hver við þennan kött er hann beðinn að hafa samband í síma 562-9246. Farsi (feora tóhst aJclre/oi lesa a/Ca m 'mnis- rnTocmcL s/'na. d. -fostudag/nn.. Víkverji skrifar... SEINT verður sagt að íbúar Þingholtanna njóti sérstaks velvilja borgaryfirvalda í bíla- stæðamálum. A virkum dögum fyllast bílastæði við íbúðarhús í Þingholtunum af bifreiðum fólks, sem starfar eða verzlar í Miðbæn- um og íbúarnir komast hvergi að, jafnvel ekki þegar þeir skreppa heim í hádeginu. Víkveiji dagsins, sem býr í Þingholtunum, hugðist fyrir stuttu flytja þungt húsgagn úr bfl sínum og inn í hús sitt um miðjan dag. Lögleg bílastæði við götuna voru öll full, þannig að Víkveiji leyfði sér að stöðva bílinn hálfan uppi á gangstétt framan við útidyrnar og halda á húsgagn- inu inn. Þegar Víkveiji svo kom út á stéttina aftur, var virðulegur stöðuvörður rétt búinn að stinga sektarmiða undir rúðuþurrkuna. xxx VÍKVERJI hélt sig geta út- skýrt kringumstæðurnar fyrir stöðuverðinum, en fékk þau svör að það væri ekki hluti af starfi hans að athuga hvort einhveijar sérstakar ástæður væru fyrir því að bílum væri lagt ólöglega og þótt slíkar ástæður kæmu fram hálfri mínútu eftir að sektarmiðar væru skrifaðir, skipti það heldur ekki máli, stöðuvörðum væri ekki heimilt að taka mark á slíkum upplýsingum. Víkveiji var ekki alls kostar sáttur við þessi svör og hringdi í Bílastæðasjóð. Þar fékk hann enn kostulegri svör, til dæmis var honum ráðlagt að leggja bílnum bara í næstu götu ef hann þyrfti að halda á þungum húsgögnum heim til sín! Fyrir nú utan það að þennan dag var fljúg- andi hálka í borginni og menn leika sér hvort sem er ekki að því að halda á þungum hlutum á milli gatna í bænum, er það nú oft svo að í næstu götu eru heldur engin bílastæði um miðjan dag. NÚ ER Víkveiji búinn að skrifa Bílastæðasjóði og von- ar að yfirvaldið taki mið af út- skýringum hans. Jafnvel í mann- drápsmálum taka dómarar tillit til kringumstæðna sem geta kom- ið hinum seka til góða. Getur verið að árvökulir stöðuverðir og yfirmenn þeirra hjá Bílastæða- sjóði geti ekki skilið að stundum þurfa menn að stelast til að leggja uppi á gangstétt í fimm mínútur? Hins vegar myndi Víkveiji gjarn- an vilja heyra einhver svör frá æðri borgaryfirvöldum um það, hvað á að gera í bílastæðamálum gömlu hverfanna. Hvernig er hægt að tryggja íbúum þar stæði við hús sín allan daginn? Er kannski kominn tími til að fara að merkja ákveðnum húsum stæði við göturnar, til þess að menn losni við ofsóknir Bílastæða- sjóðs?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.