Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björn er sagður blekkja Fimmtán hundruö katl menntamálaráöherra Skorað er á menntamálaráð- herra að gera grein fyrir for- sendum útrcikninga sinna á bankakostnaði námsmanna. ÞAÐ þýðir ekkert að þrasa við hann. Hann hlýtur að vera einn af þeim sem lentu í þessu alþjóða stærðfræðiúrtaki . . . Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna um klám og ofbeldi Hugmyndir um merk- ingar efnis skoðaðar FRAKKAR hyggjast taka upp við- vörunarmerki tii að vara foreldra við klámi og ofbeldi í sjónvarpi. Forráða- menn íslensku sjónvarpsstöðvanna segja hugmyndir þar að lútandi þess virði að skoða betur. Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, segist forðast að sýna ofbeldi og klám í ríkissjónvarpinu og því þurfi sjaldan að vara við slíku. Hins vegar sé réttmætt að athuga hugmyndir sem lúta að því að merkja slíkt efni með sérstökum táknum, eins og m.a. sjónvarpsstöðvar í Frakklandi hafa gert. „Við höfum ekki hugleitt þetta sérstaklega en sjálfsagt er að kanna möguieikann nánar þegar hann fær- ist nær okkur og mér heyrist málið íhugunar/ert,“ segir Heimir. Jón Ólafsson, stjórnarformaður Islenska útvapsfélagsins og sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, segir umrædd- ar merkingar hafa verið skoðaðar innan fyrirtækisins eftir að umræða þar að lútandi hófst fyrir nokkrum misserum í Bandaríkjunum. Sömu- leiðis hafi málið borið á góma þegar útsendingar Stöðvar 2 hófust fyrr á daginn, því þá hafi komið í ljós að sumt það efni sem sýnt var reyndist innihalda óviðurkvæmilega þætti, og hafi snarlega verið komið í veg fyrir að framhald yrði á. „Við höfum talsvert lengi verið að leita leiða til að koma til móts við heimilin að þessu leyti, og við viljum gera það með einhveijum hætti. Ef til vill hefur ekki tekist nægjanlega vel að benda fólki á að hægt er að nota myndlykilinn til að loka fyrir það efni sem börn eiga ekki að sjá og því þarf sennilega að finna árangursríkari aðferðir," segir Jón. Markvissari leiða leitað Hann kveður nokkurn kostnað samfara því að merkja sjónvarpsefni með sama hætti og t.d. Frakkar hafa gert og menn vilji frekar ráð- stafa þeim fjármunum í dagskrár- gerð. Hann vilji þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Hins vegar séu aðrar aðferðir hugsanlegar. „Við höldum að þær merkingar sem við höfum í dag séu mjög leiðbeinandi fyrir heimilin, en erum að vinna að öðrum aðferðum við framsetningu þeirra sem miða að því að gera þær mark- vissari og skýrari," segir hann. Einar Kristinn Jónsson, stjórnar- formaður Islenskrar margmiðlunar hf. og sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, seg- ir fyrirtækið hafa markað þá stefnu að sýna ekki gróft efni fyrir kiukkan 22 á kvöldin, sem feli í sér yfirlýs- ingu um viðhorf þess. Einnig sé lögð áhersla á að kynna vandlega efni af þessu tagi áður en að útsendingu þess kemur. „Okkur finnst þær hugmyndir sem menntamálaráðherra bryddar upp á koma vel til greina og erum tilbúnir til að skoða þær nánar,“ segir hann. Reynsla annarra athuguð Einar Kristinn segir þessum sjón- armiðum hafa verið varpað fram nýlega og því sé ekki búið að nagl- festa nein áform í því sambandi. „Við myndum athuga reynslu ann- arra þjóða af slíkum merkingum, en að óathugðu máli tel ég þessa lausn góða, eins og margar aðrar. í tengsl- um við væntanlega afruglara Stöðv- ar 3 er þannig verið að skoða þann möguleika að bjóða fólki upp á sér- staka lykla til að læsa ákveðnu efni, ekki síst þegar börnin eru einsömul heima.“ „Mér fínnst sjálfsagt að skoða raeð jákvæðum huga hvort ástæða sé: til að nierkja það efni sem um ræðir, en það hefur hins vegar ekki verið gert að neinu marki," segir Gestur Jónsson, sjónvarpsstjóri Sýnar. Hann segir forráðamenn Sýnar ekki hafa undirbúið eða kannað til hlítar réttmæti slíkra merkinga, en þær komi hins vegar vel til greina. Dagsbrún gengur frá kröfum STJÓRN Dagsbrúnar hefur gengið frá tillögum að kröfum um hækkun á kauptaxta félagsmanna í komandi kjarasamningum og verða tillög- urnar lagðar fyrir samninganefnd félagsins næstkomandi þriðjudag. Forsvarsmenn Dagsbrúnar vilja ekki að svo stöddu upplýsa hversu mikilla kauphækkana verður krafist. Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, segir forystu félagsins frekar andsnúna hugmyndum sem settar hafa verið fram um gerð vinnustaðasamninga. Hann segir að félagið hafi þó aldrei lagst gegn því að atvinnurekendur og starfs- menn ræði saman og finni einhveij- ar lausnir úti í fyrirtækjunum, m.a. um breytilegan vinnutíma, eins og fjölmörg dæmi séu um að undan- förnu. „En við teljum okkur hafa reynslu fyrir því að erfitt er að láta svona samkomulag inni á vinnustaðnum halda, því það hefur ekki ígildi kjara- samnings," segir Halldór. Reiðubúnir að semja til 26 mánaða Hann er þeirrar skoðunar að erf- itt muni reynast að koma á sam- floti innan verkalýðshreyfmgarinnar í komandi kjaraviðræðum. Dagsbrún hefur lýst áhuga á að gildistími næstu kjarasamninga verði 26 mán- uðir. Alnæmissjúkir og HlV-jákvæðir Ein veröld — ein von EIN veröld - ein von er yfirskrift hins al- þjóðlega baráttu- dags alnæmissjúkra og HlV-jákvæðra sem haldinn er 1. desember ár hvert. Undanfarin átta ár eða síð- an Alnæmissamtökin voru stofnuð hafa þau staðið fyrir því að kynna baráttu- mál ainæmissmitaðra og HlV-jákvæðra á þessum degi. Innan Alnæmissam- takanna eru rúmlega þijú hundruð félagar af báðum kynjum á aldrinum 18-60 ára. Samtökin reka Félags- miðstöð á Hverfisgötu 69 og hafa framkvæmdastjóra í hálfu starfi. Hverju ætla Alnæmis- samtökin að brydda upp á á alþjóðlega baráttudegin- um til að vekja athygli á máistað sínum? „í tengslum við þennan dag verður farið af stað með auglýs- ingaherferð þar sem vakin er at- hygli á málstað okkar sem er að beijast gegn útbreiðslu alnæmis og vinna að réttindamálum al- næmissjúkra og HlV-jákvæðra. í samvinnu við ungmennadeild Rauða kross íslands munum við einnig dreifa rauða borðanum í alla framhaldsskóla. Rauði borð- inn er tákn um samstöðu gegn útbreiðslu alnæmis og er til að vekja fólk til umhugsunar um vandann. Klukkan tvö á sunnu- daginn verður svo messa í Frí- kirkjunni. Þar verður meðal ann- ars minnst látinna félaga. Við at- höfnina leikur bandarísk kona, Jo Going, tónlist eftir bróður sinn sem lést úr alnæmi. Going ferðast um heiminn til að kynna þessa tónlist og vekja athygli á málstað alnæmissjúkra. Eftir messu verð- ur boðið upp á kaffi í safnaðar- heimili kirkjunnar. Seinna um daginn erum við svo með opið hús í félagsmiðstöðinni okkar á Hverf- isgötu, þar sem gestum og gang- andi verður boðið upp á kaffi.“ Til hvers vísar kjörorð dagsins, „Ein veröid - ein von“? „Það vísar til vonarinnar um lækningu, vonar um að sem fæst- ir smitist af alnæmi og vonar um að fordómarnir hverfí." Hvaða málefnum hafa Alnæm- issamtökin verið að vinna að að undanförnu? „Samtökin stóðu að norrænni ráðstefnu um alnæmisvandann að Kirkjubæjarklaustri nú í haust. Eitt hundrað og níu manns sóttu ráðstefnuna, þar af voru tuttugu íslendingar. Meðal þess sem tekið var til umræðu voru sálræn vanda- mál alnæmissjúkra og HlV-smit- aðra, lyfjagjafir og ýmis réttinda- mál þeirra. Athyglisverðasta mál- ið á ráðstefnunni ----------------------- tengdist málefnum ýr hræðslu HlV-smitaðra sem j umburðar- orðnir eru öryrkjar. ís- land og Svíþjóð eru einu löndin sem viður- Ingi RafnHauksson ► Ingi Rafn Hauksson er vara- formaður í stjórn Alnæmissam- takanna. Hann er fæddur 10. september 1962 í Bæ á Höfða- strönd. Ingi Rafn útskrifaðist úr Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1982. Hann hefur unnið sem þjónn á ýmsum veitingastöðum borgarinnar. Nú starfar hann sem rekstrarstjóri á veitinga- staðnum 22. lyndi mér kerfið gallað að því leyti að ef menn geta eitthvað unnið og gera það þá falla bæturnar sjálf- krafa niður. Má segja að þetta fyrirkomulag sé aumingjahvetj- andi.“ Hvernig fjármagnið þið starf- semi Alnæmissamtakanna? „Við fáum íjárframlög frá ýms- um félagssamtökum. Rauði Kross íslands hefur verið einstaklega duglegur að styðja okkur. Ýmis kvenfélög bæði í Reykjavík og ekki síst úti á landi hafa einnig verið okkur góður bakhjarl. Allt starf innan samtakanna er sjálf- boðavinna nema starf fram- kvæmdastjórans." Hvað gerið þið til að styrkja félagana innbyrðis? „Við leggjum á það áherslu að halda vel hópinn. Við tölum saman um vandamál okkar og svo skemmtum við okkur saman. Ef einhver úr okkar hópi verður veik- ur, förum við í heimsóknir til við- komandi, kaupum inn fyrir hann, þrífum eða styðjum hann á annan hátt.“ Hafa viðhorf almennings til aI- næmissjúkra og HlV-jákvæðra ekki breyst töluvert undanfarin ár? „Jú, þau hafa breyst úr hræðslu í umburðarlyndi. Það eru þó alltaf einhveijir sem þykjast eiga hönk -------- upp í bakið á okkur. Það eru sérstaklega tveir sértrúarsöfnuðir, Kross- inn og Betel, sem hafa opinberað skoðanir sín- ar á okkur í harðorðum kenna að HlV-sjúkdómurinn geti leitt til fötlunar og greiða örorku- bætur. Samnorræn nefnd um ör- orkumál, sem stofnuð var af ör- yrkjabandalögum á Norðurlönd- unum, viðurkennir ekki nauðsyn örorkubóta. Hún telur að með þeim sé verið að mjólka kerfið. Þetta er auðvitað alrangt. Það er ekki fyrr en í óefni er komið að menn fá örorkubætur. Þá er það læknir viðkomandi sjúklings sem úrskurðar um líkamlegt ástand hans og gefur Trygingastofnun skýrslu þar að lútandi. Trygginga- læknir ákveður hvort bætur verða greiddar eða ekki. Annars finnst greinum í dagblöðunum. Þeir kalla alnæmi refsingu fyrir syndir okk- ar.“ Hvað er það einkum sem hefur breytt skoðunum fólks? „Mikil umfjöllum i fjölmiðlum sem hefur leitt til aukins skilnings á sjúkdómnum." Eigið þið von um lækningu? „Ég líki alnæmi oft við krabba- mein. Það er ekki til afgerandi lækning á þessum sjúkdómum enn sem komið er. í ýmsum tilfellum er hægt að halda alnæmissjúk- dómnum í skefjum. Hann er ekki lengur þessi ógurlegi dauðadóm- ur, það er því hægt að vona.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.