Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 4

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ofbeldi meðal unglinga rætt utan dagskrár á Alþingi Yfirvöld skortir heimildir til fullnægjandi úrlausna ; „ -• AUKIÐ agaleysi í þjóðfélaginu á undanförnum árum og áratugum er ein af orsökum aukins ofbeldis með- al unglinga, samkvæmt mati Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem hann lét í ljósi í umræðum um mál- ið utan dagskrár á Alþingi í gær. Hann dregur hins vegar í efa, að það myndi breyta miklu um lausn vandans að hækka sjálfræðisaldur úr 16 árum í 18, eins og máls- hefjandi, Rannveig Guðmundsdóttir, lagði til í framsögu sinni. Að hennar mati skortir íslenzk yfirvöld heimild- ir til að grípa til fullnægjandi úr- lausna þegar unglingar undir 18 ára aldri bijóta alvarlega af sér. í máli sínu benti Rannveig á, að lengst af hafi 2-3 unglingar verið dæmdir til refsivistar fyrir ofbeldis- brot á ári hveiju, en á síðustu tveim- ur árum hafi þessi tala tvöfaldazt. Sagði Rannveig barnaverndarlög duga skammt í þessu samhengi; þau fjalli fyrst og 'fremst um börn sem þolendur, ekki gerendur. Síbrotaunglingar „Það vantar heimildir til að grípa til aðgerða og stöðva síbrotaungl- inga,“ sagði Rannveig. Sagði hún þörf á sérstökum meðferðarúrræð- um fyrir 16-18 ára unglinga, með það að markmiði, að ekki komi til fangelsisafplánunar. Að sögn Rann- veigar væri hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 í 18 ár ein leið til úrbóta. „Það myndi hjálpa yfirvöldum að grípa inn á réttum tíma og auðvelda á allan hátt meðferð þessara mála,“ sagði Rannveig. Forsætisráðherra tók fram, að hækkun sjálfræðisaldurs gæti bætt möguleika á að koma unglingum á þessum aldri, sem ættu við fíkni- efnavanda að stríða, í meðferð. En hann sagðist samt ekki sannfærður um að rétt væri að hækka þessi ald- ursmörk; þar með yrðu 10.000 ungl- ingar „sviptir sjálfræði sínu“, til að yfirvöld geti náð betri tökum á vanda 50-100 unglinga. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði ekkert eitt úrræði vera til þess fallið að leysa vandann, en sér fyndist koma vel til greina að hækka sjálfræðisaldurinn, m.a. með tilliti til þess, að þar með væri starfsfólki sjúkrahúsa skylt að til- kynna það aðstandendum, ef ungl- ingar á þessum aldri koma inn á spítalana eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi eða vegna fíkniefnaneyzlu. Sólveig Pétursdóttir, formaður allsheijarnefndar, benti á að röð nýrra laga og reglugerða, sem sum hefðu þegar tekið gildi og önnur væru enn í undirbúningi, legðu sitt af mörkum til að bæta ástandið. Ein þessara laga eru ný lög um vernd barna og unglinga, sem nú eru í smíðum í félagsmálaráðuneytinu. Göngubrú við Kringluna VERIÐ er að leggja lokahönd á smiði göngubrúar sem tengir verslunarmiðstöðina Kringluna við Hús verslunarinnar og hús Sjóvár-Almennra að Kringlunni 5. Fyrirhugað er að taka brúna í notkun á föstudag. Aðkoma að verslunarmiðstöð- inni verður auðveldari með til- komu brúarinnar, en fyrst og fremst er hún þó öryggisþáttur fyrir gangandi vegfarendur, að sögn Einars Halldórssonar verk- efnisstjóri framkvæmda við Kringluna. Kostnaður er áætlaður við brú- arsmíðina um 22,5 milljónir en Reykjavíkurborg endurgreiðir hluta kostnaðarins að sögn Ein- ars. Ingimundur Sveinsson arki- tekt teiknaði brúna. en Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar sá um verkfræðiþáttinn. . _ ,.j ™ JSWHIHBI f , V WkWSIf Morgunblaðið/Ásdís Samkomulag við danska Ríkisspítalann um líffæraflutninga undirritað Sparnaður o g styttri dvöl ytra SAMKOMULAG um líffæraflutn- inga var undirritað af fulltrúum Tryggingastofnunar ríkisins, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins og Ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn á Hótel Sögu í Reykjavík í gærmorgun. Gert er ráð fyrir að samkomulagið hafi í för með sér nokkurn sparnað og styttri dvöl ís- lenskra sjúklinga erlendis en raunin var þegar líffæraflutningarnir fóru fram á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Þó að samkomulagið sé nú gengið í gildi geta þeir sjúklingar sem þegar eru komnir í samband við Sahlgrenska sjúkrahúsið lokið meðferð sinni þar. Samningi við Sahlgrenska sjúkra- húsið var sagt upp fyrr á þessu ári. Ein ástæða þess var sú að íslenskir sjúklingar sem fóru í aðgerð þang- að, þurftu oft að bíða svo mánuðum skipti í Gautaborg fyrir aðgerðina og liggja lengi á sjúkrahúsinu eftir hana. Þjónustan var einnig talin nokkuð dýr, þar sem íslendingum var gert að greiða 12 prósenta auka- gjald til viðbótar við það sem upp var sett fyrir sænska ríkisborgara. Þar ofan á voru lögð 10% í stjórnun- arkostnað, sem.fór til einkafyrirtæk- is sem hafði milligöngu um samning- inn. Enn einn kosturinn sem Trygg- ingastofnun sér við það að leita frek- ar til Dana með líffæraflutningana er sá að til Kaupmannahafnar er beint flug tvisvar á dag en ekkert til Gautaborgar. Njóti sömu kjara og Danir 1 samningnum við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn er kveðið á um að íslendingar skuli njóta sömu kjara og Danir og þar sem samið er milli- liðalaust við spítalann verður ekki um að ræða stjórnunarkostnað á borð við þann sænska. Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar var heildarkostnaður við líffæraflutninga íslendinga á síð- asta ári rúmar 162 milljónir króna og er þá meðtalinn kostnaður vegna fargjalda og dagpeninga sjúklinga. Sjö einstaklingar fengu ný líffæri á árinu en alls fóru 21 líffæraþegi utan til rannsókna, aðgerða og eftirlits. í Gautaborg leigði Trygginga- stofnun íbúð fyrir líffæraþega og aðstandendur þeirra en í Kaup- mannahöfn munu þeir dvelja á sjúkrahóteli við Ríkisspítalann. Séra Birgir Ásgeirsson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn og er sérmenntað- ur sem sjúkrahúsprestur, hefur verið ráðinn í hlutastarf til þjónustu við íslensku sjúklingana. Mjólkurfram- leiðsla Dregst saman um milljón lítra Arnarneshreppur. Morgunblaðið. INNLÖGÐ mjólk hjá mjólk- urbúum landsins fyrstu þrjá mánuði verðlagsársins, það er frá byrjun september til loka nóvember, var 952 þúsund lítr- um minni en á síðastliðnu ári. Þetta gerist þrátt fyrir að fram- leiðsluréttur hafi aukist um eina milljón lítra á yfirstandandi tímabili. Á síðastliðnu ári var búið að framleiða um 24% umrætt tímabil á móti aðeins 22,2% á yfirstandandi ári. Samdráttur er á öllu svæðinu frá Blönduósi og austur og suður um land. Aðeins um vestanvert landið er framleiðslan eðlileg. Þetta ástand hefur haldist síðan í maí í vor. Þrátt fyrir þetta eru enn nægar birgðir mjólkurafurða í landinu. Tæknimönn- um fækkað á Stöð 2 STÖÐ 2 hefur ákveðið að fækka starfsmönnum á tæknideild fyr- irtækisins um sjö. Hreggviður Jónsson fjármálastjóri sagði að ráðningarsamningar við fimm tæknimenn, sem ráðnir voru í sumar, rynnu út um áramót og ákveðið hefði verið að end- urnýja þá ekki. Að auki hefði einum fastráðnum tæknimanni verið sagt upp störfum. Hafliði Sívertsen, talsmaður tæknimanna, sagði að Stöð 2 hefði ákveðið að færa tækni- vinnslu í auknum mæli út fyrir fyrirtækið og nýta sér þjónustu sjálfstæðra fyrirtækja á sviði kvikmyndagerðar. Það væri meginskýringin á fækkun tæknimanna. Landsbankinn Staða banka- stjóra auglýst BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu bankastjóra við Landsbankann, en ráðningar- tími Halldórs Guðbjarnasonar bankastjóra rennur út um næstu áramót. í auglýsingu kemur fram að heimilt sé að endurráða þann sem þegar gegnir starfinu ef ekki sé um að ræða stöðu bankastjóra sem sé laus vegna ákvæða laga um starfslok opin- berra starfsmanna. Þrír banka- stjórar skipa bankastjóm Landsbankans og er hámarks- ráðningartími fímm ár. Op/'ð í clúg 10-18,:30 Sumar verslanir opnar lengur KRINGMN Jrá morgni tií kvölds Guðjón Guðmundsson alþingismaður Kvótaviðskiptin eru nótulaus GUÐJÓN Guðmundsson alþingis- maður furðar sig á því að viðskipti með kvóta skuli fara fram án þess að kvittanir séu út gefnar vegna þeirra. Nefndi hann dæmi um þetta í umræðum um frumvarp sitt og Guðmundar Hallvarðssonar en það miðar að því að útiloka svokallað kvótabrask. Jafnframt sagði hann vert að íhuga hvernig þessi við- skipti skiluðu sér til skatts. „Það er önnur hlið á kvótabrask- inu sem sjaldan er nefnd, en vert er að íhuga, en það er hvernig þessi miklu viðskipti skila sér til skatts," sagði Guðjón. „Ég hitti útgerðar- mann vestur á fjörðum nýlega, sem gerir út kvótalítinn vertíðarbát og hann hefur leigt til sín talsvert af kvóta en sagðist aldrei fá svo mikið sem kvittun, hvað þá reikning fyrir þessum viðskiptum, sem skipta mörgum milljónum á ári. Það eina sem hann hafði í höndunum væri afrit af bankakvittunum sem sýndu að hann hefði lagt tiltekna upphæð inn á reikning einhvers manns í einhveiju bankaútibúi einhvers staðar á landinu. Þessi maður hafði miklar efasemdir um að þessi við- skipti skiluðu sér til skatts að fullu. Ekki skal ég leggja dóm á það og ekki vil ég ætla mönnum skatt- svik en það er auðvitað ótrúlegt að öll þessi gríðarlegu viðskipti skuli fara fram nótulaust á sama tíma og gerð er krafa um að allir sem stunda einhvers konar verzlun og viðskipti skrái þau, annað hvort með útgáfu reiknings eða í gegn um sjóðsvélar. Og jafnvel þeir sem reka smá sölubás í Kolaportinu komast ekki hjá því og ég tek það fram að mér finnst það reyndar sjálfsagt," sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.