Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samtök opinberra
starfsmanna
Hugsanlegt samstarf Flugleiða og Flugfélags Norðurlands
Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson
BIÐRÖÐ íslendinga við bíl Guðmundar.
Biðröð eftir íslenskum fiski
Á NOKKURRA vikna fresti má
sjá á Rasmus Rask stúdentagörð-
unum í Óðinsvéum í Danmörku
langa röð af Islendingum. sem
komnir eru til að kaupa fisk af
landa sínum, Guðmundi Guð-
mundssyni. Hann hefur búið í
Danmörku síðastliðin 11 ár og
vinnur sem verkstjóri í saltfisk-
verkun í Lemvig á Jótlandi.
Guðmundur sér um að útvega
íslendingum víða í Danmörku
lostæti úr hafinu við Island og
hefur það mælst vel fyrir. Síðast-
liðin fimm ár hefur hann ekið
reglulega með fullan bil af fiski
til Álaborgar, Árósa, Horsens,
Óðinsvéa og fleiri staða þar sem
eftirspurn eftir góðum fiski er
mikil. Það eru ekki aðeins Islend-
ingar sem versla við Guðmund,
t.d. finnst Grænlendingunum
harðfiskurinn sælgæti.
„Þetta er nú eiginlega bara
tómstundagaman hjá mér,“ sagði
Guðmundur þegar ljósmyndari
smellti af honum mynd við fisksöl-
una á sunnudaginn. Eftir kaffi-
sopa ók Guðmundur rakleitt heim
til að blanda pækil fyrir mánu-
dagsmorgun og það er greinilegt
að þar fer maður sem hefur í
mörg horn að líta.
Krefjast
bóta fyrir
glötuð
réttindi
BSRB, KÍ og BHM krefjast þess
að fá bætur vegna réttinda sem
samtökin segja að hafi verið tekin
af þeim með lögunum um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð-
ingur BSRB, segist gera ráð fyrir
að samtök opinberra starfsmanna
muni fylgja þessari kröfu eftir með
því að kreijast viðbótarlaunahækk-
unar.
Lögin um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna voru harð-
lega gagnrýnd af BSRB, KÍ og
BHM, en samtökin telja að með
þeim hafi ýmis kjaraleg réttindi
þeirra verið skert. í haust náðu
samtökin samstöðu um að leggja
fram sameiginlega kröfugerð á
hendur ríkinu um að það bætti þeim
í kjarasamningum það sem þau
kölluðu glötuð réttindi. Þar er m.a.
átt við lengingu á uppsagnarrétti
og breytingar á biðlaunarétti.
Rannveig sagði að samtök opin-
berra starfsmanna hefðu ekki
reiknað út hvað þessi skerðing á
réttindum vigtaði þungt í launaum-
slagi opinberra starfsmanna, enda
væri hætt við að það leiddi til þess
að kjaraviðræðurnar snerust upp í
viðræður um forsendur.
Ákvæði frestað
Samtök opinberra starfsmanna
hafa auk þess óskað eftir viðræðum
um veikindarétt, fæðingarorlof,
starfsöryggi og fleira. Rannveig
sagði að samtök opinberra starfs-
manna vildu að samið yrði um svo-
kölluð viðbótarlaun, sem kveðið er
á um í 9. grein laga um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna.
Samtökin hefðu óskað eftir að
gildistöku greinarinnar yrði frestað
og teknar upp viðræður á samn-
ingstímanum um hvernig hún yrði
framkvæmd.
Af hálfu samninganefndar ríkis-
ins hafa verið settar fram hug-
myndir um breytt launakerfi, breyt-
ingar á vinnutíma og breytingar á
endurmenntun.
Umræður um fjáraukalög
Hækkun vegna líf-
eyris bankastjóra
SAMKVÆMT frumvarpi til
fjáraukalaga, sem tekin voru til ann-
arrar umræðu á Alþingi í gær, er
meðal annars gert ráð fyrir, að fjár-
máiaráðuneytið fái 25 milíjóna kr.
aukafjárveitingu vegna endurmats á
eftirlaunagreiðslum fyrrverandi
bankastjóra Útvegsbanka íslands
fyrir tímabilið desember 1993 til
ágústmánaðar 1996 og að ríkissjóður
muni vegna þessa endurmats bera 7
millj. kr. kostnað á ári til viðbótar
við það sem þegar hefur verið gert
ráð fyrir í fjárlögum.
Ofbýður réttlætiskennd
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað-
ur Alþýðubandalags, gagnrýndi
ýmsa þætti frumvarpsins og fór fram
á að ráðherra útskýrði, hvers vegna
gert væri ráð fyrir þessu kostnaðars-
ama endurmati á eftirlaunum fyrr-
verandi bankastjóra. Kristín Hall-
dórsdóttir, Kvennalista, sagði það
ofbjóða réttlætiskennd sinni, að út-
völdum einstaklingum væru tryggð
ríkuleg eftirlaun með þessum hætti
á sama tíma og almennur ellilífeyrir
lækkaði.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra greindi frá því, að fjármála-
ráðuneytið fari með málefni Útvegs-
bankans gamla, þ.e. eftirlaunakjör
fyrrum bankastjóra hans. Sam-
kvæmt upplýsingum Friðriks voru
eftirlaun bankastjóranna til ársins
1993 miðuð við laun hæstaréttar-
dómara, en þá var því fyrirkomulagi
breytt þannig, að laun bankastjóra
Landsbankans, sem ákveðin eru af
bankaráði, voru lögð til grundvaliar.
Seðlabankinn gerði á þessu ári,
að beiðni fjármálaráðuneytisins, út-
reikninga á því, hvaða áhrif þessi
breyting hefði á eftirlaunagreiðslur
þeirra 15 einstaklinga, sem enn eiga
rétt á ejftirlaunum sem fyrrum starfs-
menn Útvegsbankans eða eftirlifandi
makar þeirra. Niðurstaða þessa end-
urmats varð sú, að á umræddu tíma-
bili hefðu greiðslurnar átt samtals
að vera um 24,7 milljónum kr. hærri.
Þess vegna kæmi þessi upphæð ekki
fram fyrr en á fjáraukalögum nú.
Sorpurðun
á Vesturlandi
Úrskurður
kærður til
ráðherra
ÁBÚENDUR nokkurra jarða í ná-
grenni Fíflholta í Hraunhreppi,
Borgarbyggð, hafa kært til um-
hverfisráðherra úrskurð Skipulags
ríkisins varðandi fyrirhugaða sorp-
urðun þar.
Samkvæmt úrskurði Skipulags
ríkisins um mat á umhverfisáhrifum
framkvæmdanna, sem fyrir lá 24.
október sl., var fallizt á hina fyrir-
huguðu urðun sorps í Fíflholtum,
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Að mati kærenda var í úrskurðinum
ekki tekið tillit til nokkurra um-
hverfisþátta, sem þeir telja að hafi
ekki verið kannaðir sem skyidi og
hafi slíka þýðingu, að urðun sorps
á staðnum sé ekki réttlætanleg.
Samkvæmt ákvæðum laga um
mat á umhverfisáhrifum frá 1993
hefur umhverfisráðherra átta vikna
frest til að kveða upp úrskurð. Mun
sá úrskurður geta fallið á þijá vegu.
í fyrsta lagi getur ráðherra ákveðið
að staðfesta úrskurð Skipulags rík-
isins óbreyttan, í öðru lagi farið fram
á að nánari könnun verði gerð á
þeim þeim þáttum sem kærendum
þykir ábótavant og í þriðja lagi get-
ur hann hafnað því að jörðin Fífl-
holt þjóni sem sorpurðunarstaður.
Lögin um mat á umhverfisáhrif-
um kveða einnig á um, að áður en
framkvæmdaaðila sé heimilt að
hefja urðun á tilteknum stað verði
rekstrarleyfi frá Hollustuvernd rík-
isins að liggja fyrir. Slíkt leyfi mun
að sögn Lúðvíks Gústafssonar hjá
þeirri stofnun aðeins verða gefið
út að því tilskildu, að það verði
tryggt, að sigvatn frá urðunar-
staðnum verði hreinsað í samræmi
við ákvæði mengunarvarnareglu-
gerðar.
Lengi leitað að
nýjum urðunarstað
Samtök sveitarfélaga á Vestur-
landi hafa lengi leitað nýs urðunar-
staðar fyrir heimilissorp í kjördæm-
inu, en það er nú urðað á fimm
stöðum sem dreifðir eru um kjör-
dæmið og þykja mjög mishentugir
til að gegna hlutverki urðunarstaða,
ekki sízt frá sjónarmiðum umhverf-
is- og mengunarverndar.
Auk Fíflholta hefur jörðin Jörvi
í Kolbeinsstaðahreppi einnig verið
til könnunar sem hugsanlegur urð-
unarstaður. Þar munu minni vand-
kvæði tengd umhverfisverndarsjón-
armiðum vera því til fyrirstöðu að
sá staður verði fyrir valinu, en hags-
munir í ferðaþjónustu munu vera
nokkrir í næsta nágrenni.
i
t
I
I
I
ÝSA, rækja og humar eru ofarlega á lista hjá íslendingum en
það var enginn með skötu í ár.
Fokkervélamar yrðu áfram
í rekstri í innanlandsflugi
FOKKER-flugvélar Flugleiða yrðu
áfram í rekstri í innanlandsflugi
jafnvel þótt á yrði sú breyting næsta
sumar að Flugleiðir hætti innan-
landsflugi og Flugfélag Norðurlands
taki það alfarið að sér. Að sögn
Páls Halldórssonar, yfirmanns inn-
anlandsflugs hjá Flugleiðum, verður
einni af fjórum Fokkei"vélum félags-
ins þó væntanlega skilað, en vélin
er í leigu hjá Maersk-Air í Dan-
mörku.
Eins og greint var 'frá í Morgun-
blaðinu í gær hafa Flugleiðir að
undanförnu átt í viðræðum við ís-
landsflug og Flugfélag Norðurlands
um hugsanlegt samstarf um innan-
landsflug. Hefur meðai annars verið
til umræðu að Flugleiðir hætti
innanlandsflugi og Flugfélag Norð-
urlands taki það alfarið að sér.
Páll Halldórsson sagði að þessa
dagana verið væri að kanna allar
mögulegar leiðir til að sjá hvernig
innanlandsfluginu yrði best borgið,
og reynt yrði að hraða þeirri vinnu
eins og hægt væri. „Ég held að það
muni skýrast mjög fljótt hvort við
förum þessa leið eða höldum þessu
óbreyttu. Við erum með ákveðna
starfsemi hér á Reykjavíkurflugvelli
og ég held að hvernig sem fari þá
verði ekki mikil breyting á því,“
sagði hann.
Áhrif á störf flugmanna
Kristján Egilsson, formaður Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna,
sagði að félaginu hefði ekki borist
neinar upplýsingar þess eðlis varð-
andi hugsanlegar breytingar á inn-
anlandsfluginu að ástæða þætti til
þess í dag að eyða mikilli vinnu í
að velta vöngum yfir því.
„Satt að segja bíðum við ósköp
rólegir hér á þessum bæ gagnvart
þessu því við höfum heyrt þetta oft
áður,“ sagði Kristján. Hann sagði
að viðbúið væri að töluverðar breyt-
ingar yrðu hvað varðar starf flug-
manna hjá Flugleiðum taki Flugfé-
lag Norðurlands alfarið að sér
innanlandsflugið.
„Hins vegar eiga menn töluverð
réttindi miðað við okkar núgildandi
kjarasamning hjá Flugleiðum, þann-
ig að það verður sjálfsagt jafnflókið
mál og það var á sínum tíma að
setja saman tvö flugfélög. Við höf-
um hins vegar hvorki haft tíma né
vilja til að setja okkur inn í þessi
mál fyrr en það liggur ljósar fyrir
hvað er verið að tala um,“ sagði
Kristján.