Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Spáð kólnandi veðri Þingvellir Mælt með séra Heimi Steinssyni ÞINGVALLANEFND hefur samþykkt að mæla með séra Heimi Steinssyni í embætti staðarhaldara á Þingvöllum. Áður hafði biskup íslands, herra Ólafur Skúlason mælt með sr. Heimi í stöðu sóknar- prests á Þingvöllum. Embætti þingvallaprests heyrir undir tvö ráðuneyti; kirkjumálaráðuneytið skipar í stöðu sóknarprests að fenginni tillögu biskups en forsætis- ráðuneytið ræður í stöðu stað- arhaldara samkvæmt tillögu þingvallanefndar. Að sögn Sigurðar K. Odds- sonar framkvæmdastjóra þingvallanefndar mun sr. Heimir taka til starfa 15. des- ember, að því tilskildu að dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið samþykki tillögu biskups íslands. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu verður tekin ákvörðun um ráðningu sóknarprests á allra næstu dögum. Þingvallanefnd skipa Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sem er formaður nefnd- arinnar, Guðni Ágústsson al- þingismaður og Össur Skarp- héðinsson alþingismaður. Staðarhaldari á Þingvöllum hefur umsjón með fræðslu sem veitt er af landvörðum, sér um móttöku gesta og sinnir fræði- störfum. SKÓLAKRAKKARNIR hafa notið frímínútnanna undan- farna daga enda hefur verið frekar hlýtt í veðri. Snjórinn er þó ekki horfinn úr Reykjavík en þar voru þessi börn að leika sér við Hlíðaskóla þegar Ijós- myndarinn átti leið hjá. Veður- stofan spáir því að árdegis í dag lægi heldur og létti til vestan- lands og síðar annars staðar á landinu. Spáð er kólnandi veðri og að það frysti um mest allt land í dag. A morgun telja veð- urfræðingar að frost verði á austanverðu landinu en slydda eða snjókoma suðvestan- og vestanlands. Leiguíbúðir Reykjavíkurborgar Niðurgreiðslur á leigu 240 milljónir króna á ári * I borgarstjórn hefur veríð samþykkt að fela nefnd um sölu borgareigna að undirbúa stofnun hlutafélags um rekstur leiguíbúða Reykjavíkurborgar. Helgi Þorsteinsson kannaði félagslega leigumarkaðinn í borg- inni og fyrirhugaðar breytingar á honum. IÐURGREIÐSLUR Reykjavíkurborgar vegna 1.168 leiguíbúða á hennar vegum nema um 240 milljónum króna á ári. Leigutekjur standa undir um 43-57% kostnaðar við reksturíbúð- anna, mismunandi miklu eftir teg- und húsnæðis. Til þess að fjárfest- ingin í leiguhúsnæðinu skilaði 3% arðsemi þyrfti að hækka húsaleig- una um 78%, en til að ná 6% arð- semi um 91%. íjárveitingar til við- halds leiguhúsnæðisins hafa aðeins verið um 60% af áætlaðri þörf og víða er aðkallandi að ráðast í kostn- aðarsamar viðgerðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem Þórarinn Magnússon verkfræðingur vann fyrir borgarstjórann í Reykja- vík. Á grundvelli þessara upplýs- inga og úrbótatillagna hans hefur verið ákveðið að færa umsjón allra leiguíbúða á vegum borgarinnar til sjálfstæðs félags, Fasteignasýsl- unnar hf. Fásteignasýsla að norrænni fyrirmynd í skýrslu sinni leggur Þórarinn til að allar fasteignir borgarinnar verði færðar til sérstaks félags með takmarkaðri ábyrgð borgarsjóðs. Byggir hann þar á fyrirmyndum frá Norðurlöndum, þar sem húsnæði á vegum sveitarfélaga hefur að miklu leyti verið fært til sjálfstæðra fé- laga. Þessu fyrirkomulagi fylgi ýmsir kostir, til dæmis samræmt heildarskipulag, húsaleiga byggð á raunkostnaði, bætt viðhald, ódýrari yfirstjórn, sjálfstæður rekstur án tengsla við óskylda starfsemi, sam- keppni og aðhald frá markaðnum, réttur til hagstæðra langtímalána frá Húsnæðisstofnun vegna við- halds og arður til eiganda af eign- unum. Þórarinn segir að í núverandi kerfi skorti heildaryfirsýn yfir rekstur kaupleiguíbúðanna. Fjöl- margar stofnanir komi að honum og skortur sé á skilgreindri ábyrgð og samræmingu, til dæmis varðandi húsaleigu. Hún sé byggð á göml- um forsendum og óljóst eftir hvaða atriðum hafi þá verið far- ið. Lítið sam- ræmi sé milli leigutekna og raunkostnaðar við rekstur íbúð- anna. Ástand lóða er víða slæmt og umgengni misjöfn. „Enginn hvati stuðlar að bættri umgengni íbúa. Þvert á móti er t.d. líklegt að lélegt ástand lóða - og seinvirk afgreiðsla á réttmætum beiðnum um úrbætur stuðli að hinu gagn- stæða,“ segir í skýrslunni. 60% leigjenda lengur en 4 ár I greinargerð með tillögu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra um stofnun Fasteignasýslu er bent á að leigukjör í íbúðum á vegum borgarinnar séu svo hag- stæð að leigutakar reyni að halda í þær í lengstu lög, þó að aðstæður þeirra breytist til batnaðar. Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar sér um úthlutun íbúða á vegum borgarinnar. í könnun sem stofnunin vann á högum leigutaka árið 1995 kom fram að rúm 60% leigjenda höfðu búið í borgarhús- næði í fjögur ár eða lengur og tæp 40% í tíu ár eða lengur. Erfitt að fylgjast með högum leigjenda Birgir Ottósson, forstöðumaður húsnæðisdeildar Félagsmálastofn- unar, segir að erfitt sé að fylgjast með breytingum á högum allra leigjenda og að núverandi rekstrar- form geri það að verkum að erfitt sé að bregðast við breyttum að- stæðum leigjenda. „Við höfum heimild til að kanna tekjur leigj- enda og gerum það stundum. í framhaldi af könnuninni sem gerð var árið 1995 var 22 leigutökum sagt upp og þeir eru nú farnir. Á síðustu 10-12 árum hafa tvisvar áður verið gerðar slíkar kannanir." Um næstu áramót taka gildi nýjar reglur um úthlutun. „Hingað til hefur þetta verið mikið til hug- lægt mat starfsmanna. Með þess- um nýju reglum er þeim hluta að mestu leyti eytt. Á síðustu árum hafa félagsráðgjafar á hverfaskrif- stofum séð um mat á félagslegum aðstæðum umsækjenda og út frá því hefur verið úthlutað," segir Birgir. Aukið samstarf við Búseta? Húsnæðissamvinnufélagið Bú- seti í Reykjavík hefur lýst áhuga á að kaupa leiguíbúðir af Reykja- víkurborg og endurselja henni bú- seturétt í þeim. Að-sögn Reynis Ingibjartssonar, formanns félags- ins, er þegar komin nokkur reynsla á þetta fyrirkomulag, því borgaryf- irvöld hafa keyþt búseturétt í 6-8 íbúðum Búseta fyrir skjólstæðinga sína. Einnig hefur Búseti tekið að sér viðhald á hundrað leiguíbúðum Reykjavíkurborgar. Reynir segir að félagið eigi í viðræðum við fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samstarf í húsnæðismálum og nefnir Hafnarfjörð sem dæmi. Önnur umræða fjárlaga Tafir gagn- rýndará þingi GAGNRÝNT var á Alþingi á mánudag að ekki skuli enn hafa verið staðið við að taka ijárlögin til annarrar umræðu, eins og ráðgert hafði verið skv. starfsáætlun þingsins að gert yrði fimmtudaginn 5. desember sl. Gísli S. Einarsson, sem sæti á í íjárlaganefnd, riljaði upp orð þingforseta úr setn- ingarræðu hans 1. október sl., um að ætlunin væri að koma í veg fyrir of langa þingfundi á síðustu dögum fyrir jól. Sagði Gísli alla hlut- aðeigandi hafa staðið við sitt til að sett tímaáætlun gæti staðizt, nema ríkisstjórnin. Bryndís Hlöðversdóttir og fleiri stjórnarandstöðuþing- menn tóku undir gagnrýni Gísla. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði ríkis- stjórnina hafa mælzt til að fá tíma til að skoða nánar ákvæði um opinberar ijárfest- ingar á næsta ári, með tilliti til teikna sem hún teldi vera á lofti um hættuna á aukinni þenslu; þetta hafi „sett tíma- planið aðeins úr skorðum," en vonir stæðu til þess að takast mætti að hefja aðra umræðu ijárlaganna fyrir vikulokin. Nýr sýning- arsalur fyr- ir Audi-bíla HEKLA hf. fagnar aðventu á fimmtudaginn með sérstakri kynningu á Mitsubishi Pajero og Audi um leið og fyrirtækið opnar nýjan sýningarsal fyrir Audi-bifreiðir. Áður hefur Audi deilt rými með Volkswagen-bifreiðum í sal Heklu en nú hafa Audi-bif- reiðir eignast sitt sérstaka sýningarsvæði. Hekla kynnir meðal annars Audi A4 langbakinn ásamt stallbaknum í ýmsum vélaút- færslum. Einnig verða aðrar gerðir Mitsubishi kynntar. Sýningin hefst kl. 17.30. Nýtt apótek í Hafnar- firði BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar Jiefur samþykkt fyrir sitt leyti umsókn Guðríðar Kolka Zop- haníasdóttur 'lyijafræðings, um lyfsöluleyfi fyrir fyrirhug- aðri lyíjabúð við Staðarberg 2-4. í bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til bæjarráðs er óskað eftir umsögn um umsókn Guðríðar og samþykkti bæjarráð veit- ingu leyfisins fyrir sitt leyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.