Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sendiráð Islands í
Washington
Nýr ráð-
gjafi ráðinn
SENDIRÁÐ íslands í Washington
hefur ráðið sér nýjan ráðgjafa um
samskipti íslands og Bandaríkj-
anna í stað Stephens J. Boyntons,
sem hefur verið í þjónustu sendi-
ráðsins um rúmlega eins árs skeið.
Nýi ráðgjafínn heitir Van Hipp
og rekur ráðgjafarfyrirtæki á sviði
varnarmála, sem kallast American
Defense International. í banda-
rísku fréttabréfí um almanna-
tengsl, O’Dwyer’s Washington
Report, segir að Hipp, sem er fyrr-
verandi starfsmaður bandaríska
vamarmálaráðuneytisins, muni
m.a. hafa það hlutverk að stuðla
að því að efla vitund bandarískra
ráðamanna um mikilvægi íslands
í vörnum Vesturlanda. Meðal ann-
ars muni bandarískum þingmönn-
um verða boðið að vera viðstaddir
heræfínguna Norðurvíking, sem
haldin verður hér á landi næsta
sumar. Þá muni Hipp stuðla að
því að koma á tengslum við aðstoð-
arvarnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna í því skyni að ræða þátttöku
íslands í leitar- og björgunarað-
gerðum á Norður-Atlantshafi.
Ekki
áherzlubreyting
Einar Benediktsson, sendiherra
íslands í Washington, segir að með
ráðningu Hipps sé ekki um neina
sérstaka áherzlubreytingu að
ræða í störfum sendiráðsins, en
Boynton hafði ekki sízt þekkingu
á sjávarútvegs- og umhverfísmál-
um. Sendiráðið hafí verið ánægt
með störf Boyntons. „Menn eru
að leita fyrir sér og sjá hvernig
eitt kemur út frekar en annað. Á
Washington-mælikvarða er þetta
lítil starfsemi,“ segir Einar.
Hipp fær greidda 1.000 dollara
á mánuði fyrir þjónustu við ís-
lenzka sendiráðið, um 67.000
krónur, fyrir þjónustu sína. Það
er sama upphæð og Boynton var
greidd.
Einar tekur fram að einungis
sendiherrann og starfslið hans
komi fram fyrir hönd sendiráðsins
og útskýri málstað íslands.
VSÍ vill átak í mál-
efnum skólans
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Vinnuveitendasambands íslands
hvetur til víðtæks samstarfs um
átak í málefnum grunnskólans og
segir lélegan árangur munu hafa
neikvæð áhrif á samkeppnishæfni
og lífskjör á komandi áratugum.
Ólafur B. Ólafsson, formaður
VSÍ, hefur sent Birni Bjarnasyni,
menntamálaráðherra, bréf þessa
efnis. Þar segir ennfremur að niður-
stöður alþjóðlegrar samanburðar-
könnunar á frammistöðu grunn-
skólanema í raungreinum og nátt-
úrufræði séu með þeim hætti að
ástæða sé til að óttast að íslenska
skólakerfið verði ekki að óbreyttu
fært um að tryggja þá mennun og
hæfni sem atvinnulífið þurfi á að
halda á næstu öld.
Námsárangur
og lífskjör
„Góður árangur í raungreina-
kennslu er forsenda tækniþróunar
og góð tungumálakunnátta er
nauðsynleg öllum þeim sem fylgj-
ast vilja með nýjungum og taka
þátt í alþjóðaviðskiptum. Árangur
nemenda á þessum sviðum mun
ráða mestu um það hvort lífskjör
muni fara batnandi hér á næstu
áratugum eða dragast aftur úr því
sem gerist með nálægum þjóðum.
Það er því ekki hvað síst árangur
,í menntakerfum landa sem ræður
því hversu ákjósanleg lönd þykja
til búsetu og starfa,“ segir í bréf-
inu.
Þá segir að VSÍ telji það ábyrgð-
arhluta að árin líði án skipulags-
breytinga sem miði að aukinni
framleiðni íslenska grunnskóla-
kerfisins. Ekkert eitt skýri að fullu
slakan árangur íslenskra grunn-
skólanema í raungreinum og nátt-
úrufræði en alvarleiki málsins gefi
fullt tilefni til að efna til víðtæks
samráðs og samstarfs um bættan
árangur grunnskólans.
„Vinnuveitendasamband Íslands
hvetur því til átaks í málefnum
grunnskólans með árangur og
metnað að leiðarljósi. Að því sam-
starfi er Vinnuveitendasambandið
reiðubúið að koma og leggja því
lið,“ segir orðrétt í lok þessa bréfs
formanns VSÍ til menntamálaráð-
herra.
Morgunblaðið/Golli
HORFT niður Bústaðaveginn á Landspítalann og ljósadýrðina.
Aburðarverksmiðjan í Gufunesi verður auglýst til sölu
Biðlaun eins og
hjá SR-mjöli
MAGNÚS Pétursson ráðuneytisstjóri
segir fjármálaráðuneytið viðurkenna
biðlaunarétt starfsmanna Áburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi, sem aug-
lýsa á til sölu, komi upp sambærileg
mál og hjá starfsmönnum SR-mjöls
hf. eftir einkavæðingu þess. Hæsti-
réttur kvað upp þann dóm í byrjun
nóvember að kona, sem áður starf-
aði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins
en hélt starfi sínu þegar fyrirtækið
var einkavætt, ætti rétt á biðlaunum.
Dómurinn byggðist á því að
starfsmaðurinn nyti ekki sambæri-
legra réttinda og ríkisstarfsmenn
þótt hann hefði ekki lakari launa-
kjör og væri áfram í lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins. Segir Magnús
litið svo á að um prófmál hafí verið
að ræða og að samskónar réttur
verði viðurkenndur hjá öðrum
starfsmönnum í sambærilegri stöðu
hjá Áburðarverksmiðjunni og hugs-
anlega Sementsverksmiðjunni.
Tíu starfsmenn SR-mjöls hf. eiga
rétt á biðlaunum í 6-12 mánuði og
hefur sá sem sótti mál sitt fyrir
dómstólum fengið hálfs árs biðlaun
greidd. Reiknað er með að útgjöld
ríkisins vegna biðlauna fyrr-
greindra starfsmanna verði 7-8
milljónir kr.
Fulltrúar í húsnæðisnefnd Garðabæjar báðu um frí um óákveðinn tíma
Telja sig skorta starfsgrundvöll
FULLTRÚAR í húsnæðisnefnd
Garðabæjar vilja að nefndinni verði
gefíð frí frá störfum um óákveðinn
tíma þar sem ekki sé grundvöllur
fyrir starfsemi hennar. Tillagan var
tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar
21. nóvember og felld og segir í
greinargerð að nefndin hafi ekki
getað sinnt því hlutverki sínu að
byggja og kaupa félagslegar íbúðir
á almennum markaði þar sem verð
íbúða í Garðabæ sé hærra en við-
miðunarmörk Húsnæðisstofnunar
geri ráð fyrir.
„Á meðan þetta ástand varir er
hvorki unnt að byggja félagslegar
íbúir sakir lóðaskorts, né kaupa þær
á markaði sakir misræmis markaðs-
verðs og viðmiðunarverðs Hús-
næðisstofnunar verður ekki séð að
ástæða sé til þess að halda verk-
lausri nefnd starfandi," segir í
greinargerðinni.
Ingimundur Sigurpálsson bæjar-
stjóri segir að sveitarstjórn hafí
ekki heimild til þess að leggja störf
nefndarinnar af en að fulltrúum
hennar sé í sjálfsvald sett hversu
oft fundir séu haldnir. „Á verksviði
hennar er líka að leita eftir íbúðum,
þess vegna notuðum, kanna þörfína
fyrir félagslegar íbúðir og meta
nýja umsækjendur þegar þær
losna,“ segir hann.
Mikil eftirspurn
í Garðabæ
Ingimundur segir að ekki hafi
verið til lóðir í bænum til þess að
úthluta nefndinni og því lögð
áhersla á að leitað væri eftir lausum
íbúðum á fijálsum markaði. Þær
séu nokkrar en vandinn hins vegar
sá að markaðsverð ibúða í Garðabæ
sé hærra en Húsnæðisstofnun ríkis-
ins samþykki. „Það er ekki nema í
einstaka tilfellum að okkur hefur
tekist að fá samþykki stofnunarinn-
ar fyrir íbúðum sem við höfum vilj-
að kaupa," segir hann.
Bæjarstjórinn segir mikla eftir-
spurn eftir íbúðum í Garðabæ og
að markaðsverð þar sé í hærri kant-
inum. „Svona hefur þetta verið í
mörg ár og við því óskað eftir því
við Húsnæðisstofnun að tillit yrði
tekið til þess. í lögunum er gert ráð
fyrir að miða við markaðsaðstæður
á hveijum stað. Garðabær er flokk-
aður með höfuðborgarsvæðinu í
heild sinni sem við teljum ómaklegt
því þetta er sjálfstætt bæjarfélag,"
segir hann.
Loks segir Ingimundur að óskað
verði eftir því áfram við Húsnæðis-
stofnun að viðmiðunarverð á íbúð-
um í Garðabæ verði metið í sam-
ræmi við markaðsverð.
Doktor í
markaðs-
fræðum
•ÁRNI Þór Arnþórsson varði ný-
verið doktorsritgerð sína í markaðs-
fræðum við South Carolina háskólann
í Columbia. Ritgerð-
in, sem heitir „The
Used Goods Market
and the Endowment
Effect“, flallarum
verðlagningu a not-
uðum vörum, og er
byggð á rannsókn-
um er fóru fram á
tveggja mánaða
tímabil í South Bend, Indiana og
Greenville, Norður-Karolínu. Há-
skólanemendur voru notaðir sem
rannsóknarefni og svöruðu þeir marg-
víslegum spurningum varðandi hegð-
un sína við kaup og sölu á notuðum
vörum.
Mikil vöntun er á skilningi og
umfjöllun um verðlagningu á notuð-
um vörum. Hundruðum milljóna doll-
ara er eytt í heiminum á ári hveiju
í kaup á bílum, bátum, húsgögnum
o.fl. I Bandaríkjunum einum er talið
að allt að 200 milljónum dollara sé
eytt í kaup á notuðum vörum. Rit-
gerðin fjallar um hegðun kaupenda
og seljenda sem eru þátttakendur á
þessum sérstaka markaði. Niðurstöð-
ur voru margvíslegar. Kaupendur og
seljendur vita oftast nær mjög lítið
um vörur sem ganga kaupum og söl-
um. Margir kaupendur borga of mik-
ið fyrir notaðar vörur og margir selj-
endur verðleggja vörur sínar of lágt.
Kaupendur virðast leita upplýsinga,
en oft er ekki hægt að fínna upplýs-
ingar um hvað er sanngjamt verð
fyrir ýmsar vörur. Kaupendur þurfa
þá oft að taka áhættu og vera í þeirri
trú að seljandi viti hvað er sanngjarnt
verð.
Seljendur skiptast í tvo hópa. Fyrri
hópurinn eru þeir seljendur, sem verð-
leggja of lágt og er nokkum veginn
sama hvað fæst fyrir vöruna, svo
fremi sem þeir losna við hana. Seinni
hópurinn em þeir seljendur sem vilja
hagnast á viðskiptunum og verð-
leggja eftir því. I þessum hópi em
annars vegar seljendur sem bíða eftir
kaupanda sem veit lítið og kaupir án
þess að vita að hann er að borga of
mikið. Hins vegar seljendur sem verð-
leggja of hátt vegna vankunnáttu, eða
vegna þess að þeir ofmeta virði vör-
unnar. Þetta ofmat byggist á því að
seljendur eiga góðar minningar um
marga notaða hluti og gætu jafnvel
saknað vörannar seinna meir. Rann-
sóknin leiddi í ljós að mikill munur er
á verðlagningu og fer það mikið eftir
aðstæðum hvemig verðið er ákvarð-
að. Til að mynda ef seljendur hafa
tilfinningalegt samband við muninn
þá hafa þeir tilhneigingu til að setja
verðið hátt. Ef seljendur höfðu ekki
þetta tilfinningalega samband þá
lækkaði verðið vemlega. Verðmat
seljenda var 5-40% hærra en verð-
mat kaupenda fyrir sama hlut og fór
munurinn eftir fyrrgreindum ástæð-
um. Rannsóknin Ieiddi til þeirrar nið-
urstöðu að meiri menntunar og
fræðslu er þörf fyrir bæði kaupendur
og seljendur á markaði notaðra vara.
Umsjónarprófessor og formaður
prófnefndar var Joel E. Urbany sem
kennir við Notre Dame háskólann í
South Bend, Indiana. Aðrir í nefnd-
inni vom Trence A. Shimp, William
O. Bearden og Thomas P. Cafferty
allir frá South Carolina háskólanum.
Ámi Þór er fæddur í Reykjavík
1963 og lauk stúdentsprófí frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti veturinn
1982. Hann fórtil náms haustið 1984
við háskóla South Carolina og lauk
þaðan BS gráðu í markaðsfræðum
árið 1987 og hóf síðan doktorsnám
eftir það. Hann kennir nú og stundar
rannsóknir við St. Francis háskólann
í Joliet, Illinois skammt fyrir utan
Chicago. Auk þess vinnur hann við
ráðgjöf í markaðsfræðum, samskipta-
málum á vinnustöðum (communicati-
ons) ogjafnréttismálum (munticultur-
al diversity). Foreldrar hans em hjón-
in Arndís Arnadóttir og Arnþór
Sigurðsson, búsett í Reykjavík.