Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kaupþing hf. og sparisjóðirnir kaupa Alþjóða líftryggingafélagið hf.
Ahersla á tengsl langtíma-
spamaðar og líftrygginga
KAUPÞING hf. og sparisjóðimir
hafa keypt allt hlutafé í Alþjóða líf-
tryggingafélaginu hf. Iðgjöld félags-
ins á síðasta ári námu 91 milljón
króna og hefur félagið verið rekið
með hagnaði síðustu níu ár. Sigurð-
ur Einarsson, forstjóri Kaupþings,
segir að rekstur verðbréfafyrirtækis
eins og Kaupþings og líftryggingafé-
laga sé í raun nátengdur og lögð
verði áhersla á samtengingu lang-
tímasparnaðar og líftrygginga.
Sigurður benti á að Kaupþing
ræki lífeyrissjóðinn Einingu og
margvísleg tengsl væru á milli
reksturs af þessu tagi. „Við sjáum
fyrir okkur ýmsa nýja möguleika
til hagræðingar og hagsbóta fyrir
viðskiptavinina. Við getum þróað
nýja þjónustuþætti og síðast en
ekki síst er hægt að nýta sparisjóð-
ina og nálægð þeirra við viðskipta-
vini sína til þess að markaðssetja
og selja þessa þjónustuþætti sem
Alþjóða líftryggingafélagið hefur
verið með,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að þeir væru að kaupa
mjög öflugt fyrirtæki. Það væri með
umtalsverð viðskipti og trausta eig-
infjárstöðu. Markaðshlutdeild þess á
sínu sviði væri 20% og það væri
með yfír átta þúsund viðskiptavini.
Alþjóðleg þróun
Sigurður sagði að í nágranna-
löndunum hefði sú þróun átt sér
stað í auknum mæli að boðið væri
upp á heildarlausnir fyrir viðskipta-
vini á þessum vettvangi. Þeir teldu
að þróunin yrði sú sama hér á landi.
„Þó líftryggingamarkaðurinn sé
tiltölulega lítill hér á landi enn sem
komið er, borinn saman við markað-
inn í nágrannalöndunum, þá er
þetta kannski sá markaður sem
mun vaxa hvað hraðast á næstu
árum,“ sagði Sigurður ennfremur.
I fréttatilkynningu sem gefin var
út vegna kaupanna segir að með
sameiginlegum rekstri gefist marg-
þættir möguleikar á hagræðingu til
hagsbóta fyrir viðskiptavini. „í þeim
efnum munu Kaupþing hf. og spari-
sjóðirnir leggja sérstaka áherslu á
samhæfingu lífeyrissparnaðar og
persónutrygginga og kappkosta að
veita einstaklingum úrvalsþjónustu
á því sviði. Vonast er til þess að
styrkur Kaupþings hf. auk reynslu
Alþjóða líftryggingafélagsins hf.
fari saman og efli félögin í vaxandi
samkeppni á íjármála- og trygg-
ingamarkaðnum, en auk líftrygg-
inga hefur félagið lagt sérstaka
áherslu á sjúkdómatryggingar."
Rekstur Alþjóða líftryggingafé-
lagsins verður með óbreyttu sniði
þrátt fyrir þessa breytingu á eignar-
aðild. Hjá félaginu hafa starfað
fimm manns auk umboðsmanna og
mun Ólafur Njáll Sigurðsson áfram
gegna stöðu forstjóra.
Hlutabréf Póls Rafeindavara á OTM
Að mestu
íeigu
einnar
fjölskyldu
HLUTABRÉF Póls Rafeindavara
hf. á ísafírði verða skráð á Opna
tilboðsmarkaðnum og má búast
við að einhver tilboð um sölu bréfa
komi fram í kjölfarið. Fyrirtækið
er nú að stærstum hluta í eigu
einnar fjölskyldu, þ.e. Harðar Ing-
ólfssonar með 45,8% hlut, Ingólfs
Eggertssonar með 16,8% og Arnar
Ingólfssonar með 16,7%, en hlut-
hafar eru alls 25 talsins.
Póls Rafeindavörur voru stofn-
aðar af 12 fyrrum starfsmönnum
Póls Tækni í janúar 1991, en starf-
semin var upphaflega í sérstakri
deild sem sett var á stofn í Pólnum
árið 1978. Fyrirtækið hefur þróað
og framleitt tölvuvogir og var
Póls tölvuvogin raunar fyrsta ís-
lenska tölvuvogin.
Helstu vörur fyrirtækisins eru
skipavogir og samvalsvélar, en þar
að auki framleiðir það ýmsar aðrar
vélar og vogir t.d. flokkara, pall-
vogir, stimpilklukkur, pósthúsvog-
ir o.fl.
Stærstur hluti
framleiðslunnar fluttur út
Stærstur hluti framleiðslunnar
hefur verið fiuttur út, einkum til
Noregs, Nýja-Sjálands, Danmerk-
ur, Bandaríkjanna, Portúgals og
Japans. Fyrirtækið réðst í útflutn-
ingsátak fyrir þremur árum og
Póls
Rafeindavörur hf.
Tíu mánaða uppgjör
Milljónir króna
Rekstrarreikn.
Rekstrartekjur
Rekstrargjöld
Hagnaður án vaxta
Fjármagnsgjöld
Hagnaðurt. skatta
Hagn. at regl. starfs
Hagnaður tímabils
Efnahagsreikn.
Eignir: \
Veltufjármunir
Fastaljármunir
Eignir samtals
Jl/1-31/10[
1996
112,7
99,0
13,7
(2,4)
11,3
6,4
' 31/10
1996
1995
122,3
120,6
1,7
iML
ÍL6L
m
31/12 1
1995
1 Sku/dlr oo eigiOtó: i
Skammtímaskuldil 26,0
Langtímaskuldir 30,7
Eigið fé
Skuldir og eigið fé
Sjóðstremi
Veltufé frá rekstri 8,8 1,6
30,8
88,7
22,0
75,9
Jl/1-31/10
19961995
hefur salan aukist um 29% að
meðaltali á ári undanfarin fjögur
ár.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
fyrstu tíu mánuði ársins námu alls
tæpum 113 milljónum borið saman
við 122 milljónir allt sl. ár. Hagn-
aður tímabilsins nam alls um 7,4
milljónum, en á sl. ári varð um
900 þúsund króna tap. Eigið fé
var í lok október tæplega 31 millj-
ónir króna. .
VIB seldi 12%
hlut í Nýherja hf.
Bréf sem ekki seld-
ust í almennu hluta-
flárútboði 1995
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís-
landsbanka hf. seldi í gær nánast
allan sinn hlut í Nýheija hf. að
nafnvirði 28,8 miiljónir króna á
genginu 2,51 eða fyrir um 72,3
milljónir. Þetta er um 12% af heild-
arhlutafé fyrirtækisins. Þá áttu sér
stað viðskipti með nokkra smærri
hluti í Nýherja og seldust samtals
bréf að nafnvirði tæpar 30 milljón-
ir í gær fyrir tæpar 75 milljónir.
VIB eignaðist bréfin á árinu
1995 þegar Nýheiji hf. bauð út
nýtt hlutafé að nafnvirði 40 millj-
ónir króna á genginu 1,95. Fyrir-
tækið veitti sölutryggingu í útboð-
inu og þurfti að leysa til sín þau
bréf sem ekki seldust á almennum
markaði.
Kepptu við Opin kerfi hf.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var gengið frá kaupun-
um í gær til hóps fjárfesta, en eng-
inn einn var með afgerandi stóran
hluta bréfanna. Meðal þessara aðila
voru nokkrir af eldri hluthöfum fyr-
irtækisins sem vildu koma í veg
fyrir að Opin kerfi hf., keppinautur
Nýhetja, eignaðist stóran hlut í fyr-
irtækinu og gæti gert tilkall til
stjórnarsætis. Þessi hópur sendi inn
tilboð í bréfín sem reyndist mun
hagstæðara en tilboð Opinna kerfa.
Umtalsverð hækkun varð á gengi
bréfanna í þessum viðskiptum ef
miðað er við gengi bréfanna síðustu
daga á Opna tilboðsmarkaðnum.
Hafa bréf verið seljast á genginu
2,20-2,25.
Viðskipti með hlutabréf í
Hraðfrystistöð Þórshafnar
6.-10. desember1996
Nær þre-
földun
á gengi
HLUTABRÉF í Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar hf. hafa nær þrefaldast í
verði á síðustu fimm dögum eða frá
því fyrirtækið var skráð á Opna til-
boðsmarkaðnum á föstudaginn var.
Fyrstu viðskipti með bréfín áttu sér
stað á genginu 1,25 á föstudaginn,
en þar var um að ræða bréf að nafn-
verði 2 milljónir króna. Um hádegi
í gær seldust hins vegar bréf að
nafnverði 37 þúsund krónur á geng-
inu 3,55.
Samanlögð viðskipti með bréf í
félaginu á Opna tilboðsmarkaðnum
til þessa nema tæpum níu milljónum
að nafnvirði og markaðsverðið er
rétt rúmar 16 milljónir króna. Til
viðbótar áttu sér stað þrenn við-
skipti utan markaðar á mánudag,
og námu þau alls að nafnvirði 754
þúsund krónum, en markaðsvirðið
var tæpar 1.400 þúsund krónur.
Ellefu kauptilboð í hlutabréf í félag-
inu voru inni á Opna tilboðsmark-
aðnum í gær og voru þau á gengi
frá 1,00 og upp í 3,35 hæst. Fjögur
sölutilboð voru inni á markaðnum á
genginu 3,75 og upp í 4,00.
Landsbréf undirbjuggu skráningu
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar á
Opna tilboðsmarkarkaðinn. Loftur
Ólafsson hjá Landsbréfum sagði að
þessi mikla hækkun sýndi mikinn
áhuga á hlutabréfum í félaginu og
að framboðið hefði verið lítið. Hann
sagði að viðskipti með hlutabréf í
félaginu til þessa hefðu dreifst á
marga aðila.
Yankee-bréf ríkissjóðs skráð
í kauphöllinni íLúxemborg
SKULDABRÉF ríkissjóðs, sem
gefín voru út árið 1994 á Banda-
ríkjamarkaði, hafa verið skráð í
kauphöllinni í Lúxemborg. Bréfín
voru gefin út til 10 ára á hinum
svonefnda Yankee-markaði fyrir
útgefendur utan Bandaríkjanna í
febrúar 1994 og nam fjárhæð
þeirra 200 milljónum dala. Bréfín
bera fasta vexti 6 ‘A% til loka láns-
tímans.
Að sögn Ólafs ísleifssonar,
framkvæmdastjóra alþjóðasviðs
Seðlabankans, voru bréfin voru
skráð í Lúxemborg fyrir atbeina
bandaríska verðbréfafyrirtækisins
Merrill Lynch, sem stóð ásamt
öðrum að útgáfunni á sínum tíma,
og er skráningin gerð til að auð-
velda viðskipti með bréfin. Banda-
ríska Iögfræðifyrirtækið Shear-
man & Sterling annaðist hina laga-
legu hlið málsins. Ólafur bendir á
að með skráningunni breikki hópur
þeirra fjárfesta sem geti keypt
bréfin. Nú bætist við fjárfestar
sem setji það skilyrði að bréf séu
skráð í kauphöll í Evrópu. Skrán-
ingin geri bréfin söluhæfari og
bæti því stöðu eigenda bréfanna.
Hún sé því jafnframt til hagsbóta
fyrir ríkissjóð sem útgefanda
þeirra.
Sparisjóður vélstjóru myndavélaveeðistl
tm9 m/m m m tmmm %Jr tLr w/m m Wf Wmd m mrm m Wrm m m m 9 m m mrm m/m W mm* m 4/íí ** ** ■
m (# to&r Æ
Securitas og Sparisjóður vélstjóra gerðu nýlega samning um
að myndavélavœða útibú bankans.
Securitas býður mjög öruggar lausnir á viðráðanlegu verði.
Öryggi í viðskiptum Sparisjóðsins hefur verið aukið
til muna með myndavélaeftirliti
Veldu öryggi í stað áhættu -
veldu Securitas
9%
Siðimúla 23 ‘108 Reykjavtk
Sími: 333 5000
Hallgrímur Jónsson frá SparisjóÖi vélstjóra
og Sigurður Erlingsson frá Securitas handsala samninginn.