Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 22

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ F ramkvæmdstj órn ESB lætur undan hagsmunaaðilum í sjávarútvegi Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur lagt fram tillög- ur um ieyfilegan afla í fiskveiðilög- sögu sambandsins á næsta ári. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar fram- kvæmdastjórnarinnar, um að mikill niðurskurður á kvóta og veiðigetu flotans væri nauðsynlegur, er gert ráð fyrir litlum niðurskurði í tillög- unum. Hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi í aðildarríkjunum hafa þrýst á stjórnmálamenn að samþykkja ekki jafnróttækan niðurskurð og fram- kvæmdastjórnin lagði upphaflega til. Tillögurnar eru ekki endanlegar, þar sem viðræðum við Noreg um veiðar á sameiginlegum stofnum í Norðursjó er enn ekki lokið. Togstreita „ósættanlegra sjónarmiða" „Framkvæmdastjórninni ber ekki einvörðungu ... að vernda fiskstofn- ana, heldur einnig að gæta efna- hagslegrar og félagslegrar velferð- ar fiskimanna," segir David Arm- strong, yfirmaður fiskveiðistjórnun- ardeildar framkvæmdastjórnarinn- ar. í maí síðastliðnum varaði fram- Tillögur um lítinn niður- skurð fiskafla kvæmdastjórnin við afieiðingum þess að alltof mörg skip væru að eltast við sí- fellt færri fiska og lagði til að veiðigeta flotans yrði minnkuð mjög og afli skorinn niður um alit að 40% á næstu sex árum til að bjarga fiskstofnunum og tryggja viðgang sjávarútvegs í ríkjum sambandsins til frambúðar. Þessar tillögur mættu harðvít- ugri mótspyrnu hagsmunaaðila í sjávarútvegi og mikilvæg fiskveiði- ríki á borð við Bretland og Spán settu sig upp á móti þeim. Armstrong segir að tog- streita sé á milli „ósættanlegra sjónarmiða", annars vegar fis- kverndar og hins vegar efnahags- legra hagsmuna sjávarútvegsins, og leita verði málamiðlunar. Niðurskurður í Norðursjó Framkvæmdastjómin hefur nú lagt fram meira en 100 tillögur um leyfilegan hámarksafla af ákveðnum físktegundum á ákveðnum veiði- svæðum. Að sögn Armstrongs er kvótinn yfirleitt sá sami og á og *★★★* EVRÓPA% þessu ári. Lagt er til að kvóti í Norðursjávarsíld, sem skorinn var niður um helming og varð 156.000 tonn á þessu ári, verði aukinn á ný, um 3.000 tonn. Þá leggur fram- kvæmdastjórnin til að sólflúruafli í Norðursjó verði minnkaður um helming, niður í 12.000 tonn. Það fer eftir niðurstöðu samningavið- ræðna við Norðmenn um nýtingu skarkolastofnsins í Norðursjó hver heildaraflinn í þeirri tegund verður, en vísindamenn hafa miklar áhyggj- ur af ástandi stofnsins, eins og reyndar flestra stofna í Norðursjó. Stuttur ráðherrafundur? Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkj- anna munu ræða tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar á fundi 19.-20. desember. Hefð er fyrir því að til að friða þrýstihópa í sjávarút- vegi samþykki ráðherrarnir heildar- afla, sem er talsvert umfram tillög- ur framkvæmdastjórnarinnar og langt umfram ráðgjöf vísinda- manna. Í Ijósi þess hversu lítinn niðurskurð framkvæmdastjórnin fer fram á að þessu sinni telja embættismenn að næturfundur ráð- herranna geti orðið stuttur að þessu sinni. Kohl o g Chirac undirbúa leiðtogafund Evrópusambandsins í Dublin Leggja áherzlu á ytra og ínnra öryggi sambandsins Reuter HELMUT Kohl og Jacques Chirac voru kampakátir er þeir fengu sér gönguferð í miðborg Niirnberg. Fundi þeirra lauk hins veg- ar án samkomulags um stöðugleikasáttmála vegna EMU. NUrnberg, London. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, og Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, hittust í þýzku borginni Nurnberg á mánudag til að sam- ræma stefnu ríkisstjórna sinna fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hefst í Dublin á föstudag. Leið- togarnir gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu, þar sem lögð er áherzla á breytingar í þágu ytra og innra ör- yggis Evrópusambandsins. „Við lítum svo á að innra og ytra öryggi, ásamt umbótum á stofnunum Evrópusambandsins, skipti sérstak- lega miklu máli,“ segir í yfirlýsingu leiðtoganna. Ef okkur tekst ekki að taka sameiginiegar ákvarðanir um þessa málaflokka munum við stofna allri smíði nýrrar Evrópu ! mikla hættu og bregðast ábyrgð okkar gagnvart komandi kynslóðum." Efling utanríkisstefnu Leiðtogarnir ræða um nauðsyn nýrra stofnana til að efla sameigin- lega utanríkisstefnu Evrópusam- bandsins. Þeir leggja til að komið verði á fót greiningar- og skipulags- miðstöð í Brussel, sem hafi skipu- lagningu sameiginlegra aðgerða ESB-ríkja á alþjóðlegum vettvangi með höndum. Yfirmaður stofnunar- innar verði hátt settur embættismað- ur „með nægilega pólitíska vigt“, sem sjái um að tala máli ESB í utan- ríkismálum. Leiðtogarnir eru þó ekki sammála um það hvernig eigi að velja í þetta starf. Chirac vill að ráð- inn verði sérstakur „herra utanríkis- (Qs SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina - Forysturíki Evrópusam- bandsins, Frakkland og Þýzkaland, hafa sam- ræmt stefnu sína fyrir leiðtogafund ESB í Dublin í vikulokin og leggja áherzlu á að auka innra og ytra öryggi sambandsins. Ríkin deila hins vegar enn um ákvæði sáttmálans, sem á að tryggja stöðugleika nýrrar Evrópumyntar. stefna" eins og það hefur verið kall- að. Kohl vill hins vegar að fram- kvæmdastjóri ráðherraráðsins (sem nú er lítt þekktur þýzkur embættis- maður) taki verkefnið að sér í auka- vinnu. Kohl og Chirac leggja til að meiri- háttar ákvarðanir í utanríkismálum, verði teknar samhljóða af leiðtogum aðildarríkjanna. Hins vegar megi greiða atkvæði í ráðherraráðinu um nánari útfærslu stefnunnar. Ríki, sem væru á móti ákveðnum ákvörð- unum í utanríkismálum, gætu þá gert fyrirvara við samþykktir ráðsins án þess þó að hindra þær. Leiðtog- arnir leggja jafnframt til að ríki, sem ekki vilja taka þátt í sameiginlegum aðgerðum ESB á alþjóðlegum vett- vangi, skuldbindi sig til að grafa ekki undan þeim á nokkurn hátt. í yfirlýsingunni er gert ráð fyrir að Vestur-Evrópusambandið verði í áföngum sameinað Evrópusamband- inu, þannig að leiðtogar ESB geti á fundum sínum ákveðið grundvallar- stefnuna, sem VES fylgi. Bretland og fleiri ríki, þar á meðal aukaaðild- arríki VES, Island, Noregur og Tyrk- land, hafa lagzt gegn hugmyndum af þessu tagi. „Sameiginlegl dómsmálasvæði" Hvað málefni innra öryggis varðar leggja leiðtogarnir til að komið verði á fót „evrópsku dómsmálasvæði" með því að samræma í áföngum stefnu aðildarríkja ESB í glæpa- og fíkniefnamálum, efla sameiginlegu lögreglustofnunina Europol og fjölga í áföngum atkvæðagreiðslum um dóms- og innanríkismál í ráðherrar- áðinu. Kohl og Chirac tilgreina þó ekki nákvæmlega hvaða hluti mála- flokksins eigi að falla undir yfirþjóð- lega málsmeðferð, en eins og nú háttar til þarf samhljóða samþykki aðildarríkjanna fyrir öllum ákvörðun- um í dóms- og innanríkismálum. Leiðtogarnir leggja til að landa- mæraeftirlit verði samræmt, svo og vegabréfsáritanir og stefna í málefn- um innflytjenda og umsækjenda um pólitískt hæli. Loks leggja Kohl og Chirac til að atkvæðavægi aðildarríkjanna í ráð- herraráðinu verði breytt, þannig að það taki meira tillit til íbúafjölda en nú er. Loks telja þeir að fækka verði framkvæmdastjórnarmönnum og tengja þjóðþing aðildarríkja ESB nánar við ákvarðanatökuferli sam- bandsins. Ekki samkomulag um stöðugleikasáttmála Kohl og Chirac ræddu á fundinum um undirbúning fyrir gildistöku Efnahags- og myntbandalags EMU, en nokkur skoðanamunur hefur kom- ið fram á milli Frakka og Þjóðverja í því efni. Alain Juppé, forsætisráð- herra Frakklands, gagnrýndi í við- tali við Financial Times á mánudag áherzlu Þjóðveija á ströng skilyrði í svokölluðum stöðugleikasáttmála, en samkvæmt honum verða ríki EMU sektuð fyrir of mikinn ijárlagahalla. „Á meðal Þjóðverja virðist vera ótti um að evróið verði ekki eins gott og þýzka markið og þess vegna vilja þeir öryggisákvæði alls staðar," seg- ir forsætisráðherrann. „Ég held að þetta ætti að leysa með traustvekj- andi aðgerðum, ekki með alltof stífu reglukerfi." Juppé sagði jafnframt að stjórn- málamenn ættu að hafa einhver áhrif á Evrópska seðlabankann (ECB), sem verður settur á fót um leið og EMU gengur í gildi eftir tvö ár. I Maastricht-sáttmálanum er hins veg- ar gert ráð fyrir sjálfstæði seðlabank- ans og þeirrar skoðunar eru Þjóðveij- ar einnig. Heimildarmenn Reut- ers-fréttastofunnar sögðu að Kohl og Chirac hefði orðið lítið ágengt í viðræðum um skoðanamun ríkjanna á fundinum í Nurnberg. Kohl sagði á blaðamannafundi að löndin tvö hygðust leggja fram sameiginlega tillögu á fundi flármálaráðherra ESB-ríkjanna á fimmtudag, þar sem reynt verður að ná samkomulagi um grundvallaratriði stöðugleikasátt- málans. Enn væri hins vegar verið að vinna í málinu. Sænskt og danskt hikog tvískinn- ungnr Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞÓTT bæði Danir og Svíar geti glaðst yfir að í drögum forsætis- ríkisins írlands að breytingum á stofnsáttmála Evrópusambandsins sé komið til móts við ýmis sjónar- mið þeirra, eiga bæði Danmörk og Svíþjóð í erfiðleikum með að taka undir tillögur, sem styrkja samrun- ann um of, enda er ekkert lát á ESI3-tortryggni þessara landa. í Maastricht-samningaviðræðun- um var samið um flóknu og erfiðu málin á lokasprettinum. Vísast verður sama uppi á teningnum næsta sumar, þegar ráðgert er að ljúka ríkjaráðstefnunni og það veld- ur ESB-andstæðingum áhyggjum, því að þá er erfiðara að fá yfirsýn yfir niðurstöðurnar. Bæði í Dan- mörku og Svíþjóð eru uppi raddir um þjóðaratkvæði um nýja samn- inginn. Aðstaða Svía og Dana ólík Bæði danska og sænska stjórnin fagna því að tekið er á hjartansmál- um þeirra eins og atvinnusköpun, umhverfismálum, baráttu gegn svindli með ESB-fé og auknu Iýð- ræði. Niels Helveg Petersen utan- ríkisráðherra Dana segir margt gott í drögunum, en í þeim séu einn- ig atriði, sem ekki séu viðunandi. Ljóst er að aukið samstarf á réttar- sviðinu er ekki að smekk Dana, sem hafa undanþágu frá því samkvæmt svokölluðu Edinborgar-samkomu- lagi og yfirleitt allar hreyfingar í átt til aukins yfirþjóðlegs valds. Aðstaða Svía er öll önnur, því að þeir hafa staðfest Maastricht-sátt- málann eins og hann leggur sig. Hins vegar er ESB-andstaðan út- breidd og þar er því fylgst grannt með dönsku afstöðunni. Svo virðist sem stefnt sé að því aðskilja varnar- og öryggismál og lét Niels Erboll aðalsamningamaður Dana að því liggja að þar með gæti Dönum gefist færi á að taka þátt í öryggismálasamstarfi, sem áður hefði eindregið fallið undir undan- þágu þeirra um þátttöku í Vestur- Evrópusambandinu. Helveg Peters- en undirstrikar hins vegar að Danir muni eftir sem áður halda sig utan þessa samstarfs, þar sem í fram- kvæmd muni reynast ómögulegt að greina svo á milli þessara sviða að það stangist ekki á við undanþág- una. Segja eitt í Brussel, annað í Stokkhólmi Eftir því sem dregur á samruna- þróunina verður æ erfiðara fyrir Dani að fóta sig í Evrópusamstarf- inu. Danskir stjórnmálaleiðtogar eru sér meðvitaðir um að undirbúningur- inn undir sáttmála ríkjaráðstefnunn- ar mun felast í að reyna annars vegar að vera sem mest með en hins vegar að halda sig innan ramma undanþáganna. Sænska stjórnin þarf að glíma við ESB-andstöðu heima fyrir, um leið og þeir reyna af fremsta megni að sannfæra hin ESB-löndin um ein- lægan samstarfsvilja. Árangurinn hefur þegar orðið sá að stjórnin er gagnrýnd heima fyrir fyrir að segja eitt í Brussel og annað í Stokkhólmi. Þó danski forrsætisráðherrann reyni í lengstu lög að halda í að enn sé óljóst hvort leggja þurfi nýja sátt- málann fyrir þjóðaratkvæði, því óvíst sé hvort i honum felist frekara full- veldisafsal, þá fara bæði hægri- og vinstri flokkar fram á það. í Svíþjóð eru einnig uppi raddir sem krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og and- rúmsloftið er nú í þessum löndum er öldungis óvíst hver niðurstaða verður. | i I I i \ \ I & i I i 1 t | í I t í í í I I í ■ ! 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.