Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 27
KRISTINN Árnason.
Þegar ástín er sjúkleg
NORMA E. Samúelsdóttir rithöf-
undur gefur út bókina „Bniises in
the Colours of a Rainbow" fyrir
þessi jól en áður hefur hún komið
út á íslensku undir titlinum Mar-
blettir í öllum regnbogans litum.
Þýðandi bókarinnar er móðir
Normu, Hulda V. Ritchie, og mynd
á bókarkápu er eftir Klöru D. Sig-
urðardóttur, dóttur Normu. Bókin
er þriðja ljóðabók höfundar en
einnig hefur hún gefið út þijár
skáldsögur.
Ljóð úr bókinni birtust fyrst í
bókinni Full Strength Angels -
New Writing Scotland, sem kom
út fyrr á þessu ári, en Norma á
ættir að rekja til Skot-
lands. „Sú bók er gefin
út af háskólaforlagi í
Glascow en sama for-
lag var fyrst til að gefa
söguna Trainspotting
út, sem síðar var gerð
umtöluð bíómynd eftir.
Ljóð mín komust inn í
þessa bók því faðir
minn er skoskur og ég
er þarna með sem
skoskur höfundur,“
sagði Norma í samtali
við Morgunblaðið en
hún hefur einnig átt
ljóð í fleiri erlendum
Norma E.
Samúelsdóttir
ritum með fjölþjóðleg-
um ljóðum. Norma
segir ljóð sín vera
mikið byggð á eigin
reynslu. „Ég var í
sambandi við mann
sem átti við vímuefna-
vanda að stríða og
bókin segir í raun
sögu af því sambandi.
íslensk útgáfa bókar-
innar er þó frábrugðin
ensku útgáfunni að
því leyti að þar heldur
konan tryggð við
manninn en í þeirri
ensku skiljast leiðir
þeirra. Þetta er því töluvert endur-
skoðuð útgáfa. Ég hef þroskast
töluvert síðan ég skrifaði bókina
fyrst. Bæði maðurinn og konan eru
nú sigurvegarar í lokin og þau
fara sínar eigin leiðir. Ég er í raun-
innni að vinna mig aftur út úr
þessu sambandi." Norma segist
hafa skáldsögu í smíðum þar sem
hún vinnur enn meira úr samband-
inu og taki það þar fyrir ásamt
tveimur öðrum samböndum manns
og konu. „Ástin hjá þessu fólki á
það sammerkt að vera sjúkleg.
Konufjallið og sumarblómin smáu
á sú bók að heita,“ sagði Norma.
Kristinn
Arnason leik-
ur í Laugar-
neskirkju
í TILEFNI af nýútkomnum geisla-
diski heldur Kristinn Árnason tón-
leika í Laugarneskirkju á morgun,
fimmtudaginn 12. desember. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20.30.
Kristinn lauk BM-gráðu frá Man-
hattan School of Music og lærði auk
þess í Englandi og á Spáni. Hann
hefur haldið fjölda einleikstónleika
á íslandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og
í Wigmore Hall í London. Hann
hefur hljóðritað fyrir útvarp, leikið
með Kammersveit Reykjavíkur og
hefur þegið starfslaun listamanna
frá íslenska ríkinu.
Diskurinn sem nú kemur út er
annar geisladiskur Kristins. Á hon-
um er að finna verk eftir F. Sor
og M. Ponce. Fyrsti diskur Krist-
ins, sem kom út í fyrra, var tilnefnd-
ur til íslensku tónlistarverðlaun-
anna, auk þess sem Kristinn var
tilnefndur til menningarverðlauna
DV fyrir 1995.
------» ♦ ♦------
Nýjar plötur
• ÚT er kominn hljómdiskur með
Lnufeyju Sigurðardóttur fiðlu-
leikara og Páli Eyjólfssyni gítar-
leikara. Þau eru bæði starfandi tón-
listarmenn í Reykjavík og hafa
komið víða fram á Islandi og er-
lendis.
Á hljómdiskinum eru eingöngu
verk eftir ítalska höfunda en það
eru sónötur eftir Coreili, Tartini
og Paganini.
Grein í bæklingnum sem__fylgir
hljómdiskinum er eftir dr. Önnu
M. Magnúsdóttur og Reyni Axels-
son hefur þýtt á ensku. Hljómdisk-
urinn var tekinn upp í Áskirkju í
sumar. Upptökustjóri var Haíldór
Víkingsson.
Skref gefur diskinn út en Japis
sér um dreifingu. Verðið er 1.699 kr.
------».---------
Englar
og hörpur
HÖRPULEIKARARNIR Domenica
Cifarelli og Marion Herrera leika
tónlist í húsnæði Kvennakórs
Reykjavíkur, Ægisgötu 7, í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30.
Þá munu Guðrún Bergmann og
Helga Jónsdóttir lesa englasögur við
kertaljós. Aðgangseyrir er 400 kr.
árgerð
1997
Þýsk framleiðsla
KIA Sportage, árgerð 1997, er
kominn frá Þýskalandi þar sem
hann er framleiddur í hinum
þekktu Karmann bílaverksmiðjum.
KIA Sportage er jeppi sem hentar vel
íslenskum aðstæðum og er hlaðinn
þægindum. Hann er duglegur utan
vega og mjög lipur í borgarakstri. Að
auki er hann stærri en þig grunar!
♦ »~»
Jólasamsöngur
KVENNAKÓR Reykjavíkur, Létt-
sveitin & Senjoríturnar standa fyrir
jólasamsöng á Ægisgötu 7 fimmtu-
dagskvöldið 12. desember kl. 20.30.
Seldar verða léttar veitingar og
er aðgangur ókeypis.
Allir eru velkomnir.
KIA Sportage kostarfrá:
2.030.000
0
HEKLA