Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Plastkort = verðbréf Kúgun SÖGUSVIÐIÐ er sem fyrr sölu- turn á íslandi árið 1996. Tvær ung- ar stúlkur keyra upp að lúgunni. Kaupmaðurinn: Góðan dag, get ég aðstoðað? Bílstjórinn: Við ætlum að fá tvær pylsur. Önnur á að vera með öllu en hin á að vera með tómat, sinn- epi og steiktum. Kaupmaðurinn: Gjörið svo vel, eitthvað fleira? Bílstjórinn: Bítur í aðra pylsuna. Tvær gos í gleri. Kaupmaðurinn: Á ég að opna? Bílstjórinn: Já. Kaupmaðurinn: Fleira? Bílstjórinn: Fær sér sopa af gos- inu. Já einn sígarettupakka. Kaupmaðurinn: Gjörðu svo vel. Skynsamir menn gera bragarbót, segir Sig- urður Lárusson, lítt skynsamir þumbast áfram. Fleira? Bílstjórinn: Nei takk. Kaupmaðurinn: Það gera þá 692,- krónur. Bílstjórinn: Hér er kortið mitt. Kaupmaðurinn: Við tökum ekki kort. Bílstjórinn: Þetta er debet. Er það ekki sama og staðgreiðsla? Kaupmaðurinn: Nei, því miður. Þetta er einungis verðbréf. Bílstjórinn: Við eigum ekkert annað! Söknuður Kæri Finnur: Ég sakna þess að hafa ekki fengið svör frá þér varð- andi þær spurningar sem ég lagði fyrir þig í grein minni í Morgunblað- inu þ. 27. nóv. sl. Ég sakna þess að heyra ekkert frá þér um þann lagalega grunn sem plastkprtanotk- unin ætti að byggjast á. Ég sakna þess að fá ekki málefnaleg svör frá þér eða bankakerfinu. Ég sakna þess að fá ekki rökstudda umræðu um kostnað vegna verðbréfamiðl- unar (plastkortanotkunar). Eða er þetta óþægilegt umræðuefni og eitthvað sem verður að fela? Meiri þjónusta Notkun plastkorta er vissulega þægilegur greiðslumáti. Ég ber ekkert á móti því og almenningur vill nota þessa leið. Hitt er annað að meirihluti almennings, trúi ég, vill standa beinn í baki við notkun þessa greiðslumiðils. Handhafi kortsins er reiðubúinn til að greiða sjálfur þann kostnað sem notkun- inni fylgir. Hann vill standa fyrir framan kaupmanninn án þess að sú hugsun fylgi honum. Ég skal versla við þig ef þú borgar þann kostnað sem fylgir því að ná pening- unum úr bankanum. Handhafi kortsins vill ekki að sú hugsun fylgi honum að kostnaður vegna kortanotkunar lendi á þeim sem notar ódýrari greiðslumiðil, eins og t.d. reiðufé. Krafan er að handhaf- ar plastkorta greiði sjálfir fyrir þá viðbót- arþjónustu sem þeir vilja fá. Ábyrgð stjórnenda Almenna reglan um ábyrgð stjórnenda er einhvern veginn á þá leið að hún verður meiri ef um ásetning eða meðvitað- an vilja er að ræða. Það hvarflar ekki að mér sú hugsun að meiri- hluti stjórnenda í starfsliði bankakerfis- ins og greiðslukorta- fyrirtækjanna geri sér ekki grein fyrir þeim veikleikum sem á plastkortanotkuninni hvílir. Nóg er af lög- fræðingum, viðskipta- fræðingum, hagfræð- ingum og endurskoð- endum innan banka- kerfisins. Ábyrgð þeirra er mikil. Ekki er þó víst að allir þeir sem ábyrgðina bera hafi gert sér fulla grein fyrir stöðu máls- ins. Það eru tilmæli mín til þeirra að þeir skoði mál þetta frá grunni og endurmeti af- stöðu sína. * Þetta er ekki löglegt. * Þetta er siðlaust. * Þetta er ekki réttlátt. Stofnanir í eigu opinberra aðila eins og ríkisins eða sjálfseignar- stofnanir i umsjá sveitarfélaga hljóta að hlíta lögum og bera af öðrum í réttlæti og siðferði. Stjórnarmenn í þessum stofnun- um hafa ríkar skyldur gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi. Þeim ber skylda til að setja sig inn í þessi mál og taka afstöðu. Betra fyrr en seinna. Orsök og afleiðing Skynsamir menn viðurkenna mistök sín og gera bragarbót. Lítt skynsamir menn þumbast áfram og fall þeirra verður mikið. Höfundur er kaupmaður. Sigurður Lárusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.