Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 34

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 35 JlgrripmM&lrit* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓllI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GJAFIR TIL FORSETA ÍSLANDS RÍKISENDURSKOÐUN lýsir þeirri skoðun í skýrslu um ríkisreikning síðastliðins árs, að halda beri skrá yfir allar gjafir til forseta íslands og að setja beri skriflegar reglur um það hverjar gjafanna skuli teljast eign þjóðarinn- ar og hverjar persónuleg eign forsetans. Það er fyrir löngu tímabært, að slíkar reglur verði settar, bæði að því er varð- ar gjafir til forseta íslands og til embættismanna og stjórn- málamanna. Auðvitað hljóta gjafir til forseta í flestum tilvikum að vera gjafir til íslensku þjóðarinnar. Einu undantekningarnar þar á ættu að vera ákveðnar tækifærisgjafir, „að verðmæti ekki meira en gerist almennt um slíkar gjafir,“ eins og segir í leiðbeiningum ríkisskattstjóra á bls. 34. Þar kemur fram að allar aðrar gjafir séu skattskyldar tekjur. Það er svo annað mál, hvort þeim reglum hefur verið framfylgt. í ýmsum nálægum löndum ríkja strangar reglur um þetta efni. Þar má ekki sízt nefna Bandaríkin, þar sem mikil áherzla er lögð á, að nákvæmum reglum sé framfylgt til hins ýtr- asta. Hvað eftir annað hafa komið upp mál, sem leitt hafa til afsagna háttsettra embættismanna, sem hafa ekki gætt sín sem skyldi. Umræður um þetta efni komu upp í Bret- landi fyrir liðlega tveimur árum og vildu breskir kjósendur, að siðferðið í stjórnkerfinu yrði rannsakað, settar yrðu strangar reglur sem takmörkuðu rétt stjórnmálamanna til að þiggja gjafir eða greiða frá mönnum sem ættu hagsmuna að gæta. Hingað til hefur sú kvöð verið lögð á fráfarandi forseta hverju sinni, að hann sjálfur leggi mat á það hverjar af þeim gjöfum, sem hann hefur veitt viðtöku á embættisferli sínum, skuli teljast opinber eign og hverjar persónuleg eign. Með þessu fyrirkomulagi er fráfarandi forseti settur í óþol- andi aðstöðu, eins og allir sjá. í Morgunblaðinu í dag upplýsir forsetaritari að til sé eigna- skrá yfir allar eignir forsetaembættisins og frá 1. ágúst sl. hafi allir nýir munir verið og muni verða skráðir. Eðlilegt er í framhaldi af því, að settar verði skriflegar reglur um ráð- stöfun gjafa, hvort sem er til forseta hverju sinni eða ann- arra háttsettra embættismanna og ráðherra. EES-REGLUR OG SAMKEPPNI FYRSTI dómur íslenzks dómstóls, þar sem stuðzt er við ákvæði samningsins um Evrópskt efnahagssvæði um bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Samkvæmt dómnum var byggingarnefnd Borgarholtsskóla í Grafarvogi óheimilt að gera það að skilyrði við útboð að þakeiningar skólabygg- ingarinnar skyldu smíðaðar hér á landi. Þessi dómur skerðir ekki samkeppnisstöðu íslenzkra fyrir- tækja, eins og einhverjum kynni að virðast við fyrstu sýn. Þvert á móti styrkir hann hana. Evrópskar reglur um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis þýða að íslenzk fyrir- tæki geta boðið í framkvæmdir hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu og keppt við fyrirtæki í öðrum aðildarríkj- um EES á jafnréttisgrundvelli. Þessar reglur ýta undir sam- keppni og eru þess vegna vel reknum og framsæknum fyrir- tækjum til framdráttar. Vafamál er hvort það sama megi segja um EES-reglur um umbúðamerkingar, sem senn ganga í gildi hér á landi. Reglurnar kveða á um að merkja skuli allar vörur sam- kvæmt ákveðnum staðli. Þetta þýðir að ekki má selja vörur, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum og merktar með þar- lendum staðli, í verzlunum í EES-löndum, þar á meðal hér á landi. Bandarísku merkingarnar taka, líkt og þær evr- ópsku, mið af neytendaverndarsjónarmiðum. Það má því halda því fram að EES-reglur, sem útiloka þær, séu hindrun í vegi samkeppni og frjálsrar verzlunar. Staðlar af þessu tagi eru einmitt eitt af þeim málum, sem Bandaríkin og Evrópusambandið hyggjast taka á í viðræðum samkvæmt Atlantshafsstefnuskránni svokölluðu, sem undirrituð var fyrir ári, en meðal markmiða hennar er að fækka viðskipta- hindrunum. Hins vegar er furðulegt að íslenzk stjórnvöld hyggist túlka EES-reglurnar þrengra en stjórnvöld í ríkjum Evrópusam- bandsins og gera strangari kröfur en sjálf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). í Morgunblaðinu í gær kemur fram að það fullnægi kröfum ESA að hillumerkingar samkvæmt evrópsk- um staðli séu við bandarískar vörur. Hvers vegna er sú leið ekki farin? , MÁLÞIIMG UM RAUNGREINAKENNSLU Morgunblaðið/Ásdís NOKKRIR fyrirlesaranna og fleiri tóku þátt í pallborðsumræðu að loknum erindum. Frá vinstri eru Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, Geir Þórarinn Zoega, framkvæmdastjóri tæknisviðs ísaga, Helgi H. Jónsson fréttamaður og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor. Morgunblaðið/Golli BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra var meðal fjölmargra gesta á fundi sem Félag raungreinakenn- ara og Verkfræðingafélag Islands stóðu fyrir í Norræna húsinu í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni „Menntamál til framtíðar“. Miðluii fagþekkingar hefur vikið fyrir uppeldishlutverki Félag raungreinakennara og Verkfræðingafé- lag íslands stóðu fyrir fundi í Norræna húsinu í gær undir yfirskriftinni „Menntamál til fram- tíðar“. Jóhannes Tómasson og Helgi Þor- steinsson fylgdust með fyrirlestrum og um- ræðum um úrbætur í raungreinakennslu. Morgunblaðið/Golli DORIS Jorde, prófessor við Háskólann í Ósló, segir frá niðurstöðum nefndar sem fjallar um vanda raungreinakennslu í grunnskólum. NORSKAR rannsóknir benda til þess að kennsla í raungreinum í yngri bekkjum grunnskóla sé í raun sáralítil þó að námskrár geri ráð fyrir að hún sé helmingur námsefnis. Kennslubækur fjalla aðeins að fjórð- ungi um raungreinarnar, og kennarar hneigjast til að sleppa þeim köflum. Talið er að raungreinar séu aðeins tíu prósent námsefnis sem kennt er. Ein af skýringunum er að konur eru í miklum meirihluta kennara, og þær eru óöruggari, áhugalausari og verr menntaðar í raungreinum en karlar. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem fjallað hefur um vanda raun- greinakennslu í grunnskólum í Nor- egi. Hún var skipuð árið 1994, en þá þegar áttuðu Norðmenn sig á að staða raungreinakennslu væri slæm. Einn nefndarmanna, Doris Jorde, pró- fessor við Háskólann í Ósló, er nú stödd hér á landi til að ráðleggja ís- lendingum. Kennarar illa menntaðir í raungreinunum í Noregi eru raungreinar kenndar með ýmsum samfélagsgreinum. Það gefur kennurum möguleika á að sleppa þeim þáttum úr kennslunni. Margir kennaranna eru illa menntaðir í raungreinum og forðast þær. Astæður þessa má rekja til þeirra eigin skólagöngu, því allt frá grunn- skólanum upp í kennaraskóla er hægt að velja burt raungreinar. í efri bekkjum grunnskóla og menntaskólum eru raungreinar kenndar með allt öðrum hætti. Þunga- miðjan verður fagið en ekki nemend- urnir. Kröfur eru meiri og einkunnag- jöf strangari en í öðrum fögum. Vís- indin eru kynnt á sinum eigin forsend- um, en ekki sett í víðara samhengi. Afleiðingin er sú að nemendur forð- ast raungreinarnar eftir fremsta megni. Þróunin í framhaldsskólum hefur verið í þá átt að auka val- frelsi, og því geta nemendur nánast því útilokað raungreinarnar úr náms- efninu. Hættur fyrir samfélagið Norsku rannsóknarmennirnir benda á nokkrar hættur sem felast í lélegri eða lítilli raungreinakennslu á grunnskólastigi. í fyrsta lagi er fyrir- sjáanlegur skortur á vísindamönnum og verkfræðingum og gæti það haml- að efnahagsþróun í landinu. I öðru lagi vekur það áhyggjur um stöðu kvenna að það virðist sem ásókn þeirra í hefbundnar karlagreinar sé aftur að minnka. I þriðja lagi er bent á hættuna af því að fólk þekki ekki og sé jafnvel fjandsamlegt tækninni sem nú er orðin stór hluti af störfum og frítíma þess. Næsta haust verður unnið eftir nýrri námskrá í norskum grunnskól- um. Raungreinarnar verða gerðar að sérstöku fagi og útilokað að kennarar geti sleppt því að kenna þær. Jafn- framt verður endurmennt- un kennara aukin. Ásta Þorleifsdóttir, for- maður félags raungreina- kennara, segir að grunn- skólarnir bregðist ekki við og noti eðlilega forvitni barna sem eru að byrja í grunnskóla. „Börnin okkar koma inn í skólana full af eftirvæntingu. Þau þyrstir í svör við spurningum sem flestar snú- ast um umhverfið. „Af hveiju er hi- minninn blár“, „hvar er sólin um nætur" og svo framvegis. Þarna er kjörið tækifæri til að hefja raun- greinanámið strax á fyrsta degi. En hið áhugasama barn kemur að luktum dyrum. Þegar ioks á að svara á fyrsta eða öðru ári framhaldsskólans er áhuginn horfinn, því áherslan í skól- anum er á félagsleg gildi og viðmið á kostnað fagþekkingar," segir Ásta. Ásta segir skýringuna þá að for- eldrar hafi falið skólunum að taka við uppeldishlutverkinu og geymslu barnanna, því sjálfir hafi þeir ekki tíma til þess að sinna þeim. „Ótal greinar hafa verið skrifaðar um nauð- syn þess að fá einsetinn, heilsdags- skóla en í þeim er hvergi minnst á þörfina fyrir meiri kennslu, engin umræða um inntak námsins," segir Ásta. Uppeldishlutverk skólanna sé ein skýring þess hversu mikil áhersla er lögð á uppeldisfræði í kennara- menntuninni. Draga þarf úr lögverndun kennarastarfsins Björn Bjarnason menntamálaráð- herra telur að lausn á vanda raun- greinanna sé síst að leita í breytingum á lögum og reglugerðum. Hann segir fjölda nemenda í þessum greinum ráðast af öðrum lögmálum, til dæmis vísbendingum frá vinnuveitendum og jafnvel sjónvarpsþáttum. „Eg hef heyrt að ein skýring á áhuga á hefð- bundnum greinum á borð við lög- fræði og læknisfræði séu sjónvarps- þættir á borð við Matlock og fleiri sem íjalla um þessi störf. Það væri kannski ráð til að auka áhuga á verk- fræði og raungreinum að búa til sjón- varpsþætti þar sem jarðganga- eða stíflugerð kæmi við sögu.“ Björn telur að draga þurfi úr lög- verndun kennarastarfsins til að styrkja stöðu leiðbeinenda með mikla fagþekkingu. Hann telur einnig að huga þurfí að lengingu kennaranáms, enda sé það styttra en í nágranna- löndum. Jafnframt þurfi að draga úr vægi uppeldisfræði en auka fag- kennslu. Hann telur einnig að kenn- aramenntun þurfí að auka. Samkeppni milli skóla ^ Þórarinn Viðar Þorarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, ræddi áherslur at- vinnulífsins og gat um ( stefnu og markmið VSÍ á sviði menntamála. Sagði hann nauðsynlegt að leggja áherslu á sjálfstæði skóla og stjórnun- arhlutverk skólastjóranna. Taldi hann til bóta að koma á árangurstengdu Kjörsvið (vai) nemenda við Kennaraháskóla íslands 1974-1996 Grein Fjöldi Konur Karlar Líffræði 429 80% 20% Efna- og eðlisfr. 123 50% 50% Stærðfræði 281 67% 33% Samtals 833 -eða um 23% afrúmlega 3500 útskrifuðum kennurum. Umsóknir til KHÍ vorið 1996 eftir námsbrautum í framhaldsskóla Félaqsfræði 34% i Mála 19% f Haq- oq viðskiptafr . . 14%) Náttúrufræði 13% I íþróttafræði 7% í Uppeldisfræði 6% } Eðlisfræði 2% r Heilbrigðisbraut____________2% j Aðrar brautir_______________4% j Umsækjeridur árið 1995 voru 319, þar af 43 (15%) afnáttúru- og eðlisfr.brautum, 26 þeirra hlutu skólavist. launakerfi, að kennurum sem ná ár- angri sé umbunað en að þeir njóti ekki aðeins hækkunar með aukinni reynslu. Sagði hann það eiga við um árang- ur bæði með afburðanemendur og árangur hinna sem þyrftu sérstakan stuðning. Þórarinn sagði að fjölga þyrfti kennslustundum og auka fram- leiðni í skólastarfi, skólana þyrfti að reka eins og hvert annað fyrirtæki með markmiðum um árangur og góða þjónustu. Einnig sagði hann nauðsyn- legt að koma á samkeppni milli skóla og bera þá saman. Foreldrar ættu að geta valið börnum sínum þann skóla sem stæði sig vel og að slíkur skóli ætti að njóta þess í fjárveitingu. Sagði hann það geta orðið til marks um áhuga foreldra á námi barna sinna ef þeir veldu sér búsetu eftir því hvernig skólar stæðu sig. Einnig minnti Þórarinn á að auka þyrfti tengsl atvinnulífs og skóla og að það væri liðin tíð að skólastarf skyldi taka mið af sauðburði eins og verið hefði á árum áður. Geir Þórarinn Zoéga, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs ÍSAGA, sagði frá helstu þáttum í starfi fyrir- tækisins sem framleiðir ýmsar teg- undir af lofti og loftblöndum til notk- unar í margs konar iðnaði, á rann- sóknastofum og sjúkrahúsum. Fyrir- tækið rekur einnig sérstaka rann- sóknastofu. Þá greindi hann frá stuðningi og þátttöku þess í hug- myndasamkeppni ungs fólks í vísind- um og tækni, hugvísi. Er hún haldin á vegum ESB og er studd af yfírvöld- um hér og fagfélögum á sviði vísinda og tækni. Þátttakendur geta verið á aldrinum 15 til 20 ára og velja nemendur sér verkefni og setja fram nýstárlegar niðurstöður með eða án aðstoðar kennara. Geta þessi verkefni verið á sviði vísinda og tækni, endurbætur á lausnum eins og líftækni, tjáningarm- iðlum, efnafræði, orku- og umhverfis- málum svo nokkuð sé nefnt. Of fáir í verkfræði Júlíus Sólnes prófessor fjallaði um spurninguna hvort kröfur verkfræði- deildar væru of strangar. Sagði hann menn lengi hafa haft áhyggjur af því hversu fáir legðu fyrir sig verkfræði- nám en sú væri einnig reynsla margra annarra Evrópuþjóða. Áðeins 3% af árgangi hefðu síðustu árin lokið námi á raungreinasviði og þar af aðeins 1% í verkfræði. Hann sagði einstaka árganga sem kæmu í verkfræðinám mjög misjafna og taldi að leita yrði skýringa á fáum nemendum í raun- greinum í öðru en því að kröfur væru of miklar. Ljóst væri að eitthvað væri að í undirbúningi framhaldsskólanna, stærðfræðin reyndist nemendum ein- att of erfið en gera yrði eitthvað til að hægt yrði að fjölga nemendum í raungreinum og verkfræði. Kennaranám verði fjögur ár Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, vara- formanni Kennarasam- bands íslands, var falið að ræða hvort skólastefnan væri á villigötum. Drap hún á niðurstöður TIMSS-rann- sóknarinnar, sagði að vinna þyrfti nánar úr þeim og velti fyrir sér hvar skýringa á slæmu gengi væri að leita. Væri það í gáfna- fari nemenda, lélegum kennurum, slæmri kennaramenntun eða skóla- stefnu og framkvæmd yfirvalda? Sagði hún ljóst að gera þyrfti átak í endurmenntun kennara og lengja kennaranámið í fjögur ár eins og yfir- völd menntamáía hefðu samþykkt fyrir löngu en ekki hrundið í fram- kvæmd. Með því móti einu gæfíst nægur tími til að veita kennaraefnum góða menntun í faggrein sinni og uppeldis- og kennslufræðum. Þá sagði hún fjárveitingar til endurmenntunar kennara of litlar, þeir gætu ekki sinnt þeirri skyldu sinni að sækja tveggja vikna endurmenntunarnámskeið ann- að hvert ár. Hún taldi rétt að auka svigrúm og sjálfstæði skóla en kvaðst andvíg samkeppni milli skóla. Þá sagði hún að bæta þyrfti kjör kennara til að menn gætu einbeitt sér að því sem fullu starfi og markmiðið þyrfti að vera að gera kennarastarf eftirsókn- arvert. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, ræddi um náttúru- fræðigreinar og grunnskólann. Sagði hún nauðsynlegt að nota gögn úr TIMSS-rannsókninni til að velta fyrir sér nýtingu á fjármagni í skólakerfinu og til frekari þróunarstarfa. Sagði hún hijómgrunn fyrir aukinni áherslu á náttúrufræðigreinar, m.a. hefði komið fram áhugi hjá borgarfyrir- tækjum á að styðja við námsefnis- gerð, t.d. hjá Rafmagsnveitu Reykja- víkur vegna orku- og umhverfismála. í pallborðsumræðum að loknum erindum kom fram að TIMSS-könn- unin væri vísbending um að gera þyrfti betur á ýmsum svið- um skólamála og taka þyrfti þessar niðurstöður alvarlega en minnt var einnig á að hér væru nem- endur um það bil ári á eft- ir jafnöldrum sínum víða erlendis. Bent var á að foreldrar litu ekki á uppeldi barna sinna sem forgangs- verkefni m.a. vegna mikillar vinnu beggja foreldra utan heimilis og því vantaði iðulega hvatningu heimil- anna. Ekki væri raunhæft að gera sömu kröfur til þeirra og víða erlend- is þar sem námstíminn væri þriðjungi skemmri. Raungreinar aðeins 10% námsefnis Huga þarf að lengingu kennaranáms Greinargerð norska utanríkisráðuneytisins til ESA vegna Más-málsins Islendingnm ber innan við 5.0001 kvóti í Smugnnni NORSKA utanríkisráðuneytið held- ur því fram, í greinargerð sem það hefur sent Eftirlitsstofnun ■ EFTA (ESA) vegna Más-málsins svokall- aða, að íslendingum beri innan við 5.000 tonna kvóti í Smugunni í Barentshafi. í samningaviðræðum íslands, Noregs og Rússlands um Smuguveiðarnar hefur hins vegar verið togazt á um kvótatölur á bil- inu 12.000 til 15.000 tonn. Greinar- gerð Norðmanna er að öðru leyti ýtarleg málsvörn í Más-málinu á 32 blaðsíðum. Norsk stjórnvöld meinuðu Má að leggjast að bryggju í Honningsvág í Norður-Noregi í júlí í fyrra. Togar- inn var á þessum tíma að veiðum í Smugunni í Barentshafi en kom til Noregs til að fá skorið úr skrúf- unni. Norðmenn neituðu skipinu um þjónustu, meðal annars á þeirri for- sendu að ekki væri um neyðartil- felli að ræða. Útgerð Más, Snæfell- ingur hf., kærði þessa ákvörðun til ESA stuttu eftir atvikið og taldi aðgerðir norskra stjórnvalda bijóta í bága við III. kafla EES-samnings- ins, sem fjallar um frelsi í þjónustu- viðskiptum. Breytt röksemdafærsla ESA sendi í haust norskum stjórn- völdum formlega athugasemd, þar sem fram kemur að stofnunin hafi rökstuddan grun um að Noregur hafí með aðgerðunum gagnvart Má brotið 36. grein EES, en þar segir að engin höft skuli vera á frelsi ríkis- borgara EES-ríkja til að veita þjón- ustu á yfírráðasvæði samningsaðila, þótt þeir hafí staðfestu í öðru aðild- arríki en sá sem þjónustan er ætluð. Norsk stjómvöld höfðu í fyrri bréfum sínum til ESA haldið því fram að EES-samningurinn tæki ekki til fiskveiðimála og ætti því ekki við um þetta tilvik. Nú er hins vegar dregið í land með þá afstöðu og þvert á móti bent á að aðgerðir Norðmanna hafí samrýmzt 33. grein EES-samningsins, en þar segir að ákvæði kafla samningsins um stað- festurétt og ráðstafanir í samræmi við þau útiloki ekki „að beitt verði ákvæðum í lögum eða stjórnsýslu- fyrirmælum um sérstaka meðferð á erlendum ríkisborgurum er grund- vallast á sjónarmiðum um allsheijar- reglu, almannaöryggi eða almanna- heilbrigði." Brotið gegn alþjóðalögum og almannareglu Norðmenn halda því fram að með veiðum íslendinga í Smugunni, þar með töldum veiðum Más, hafi al- mannareglu verið ógnað. Gagnvart norskum skipum, sem hafi með svip- uðum hætti gengið gegn almanna- reglu, hafí verið beitt álíka áhrifarí- kum aðgerðum og gegn Má. Vitnað er til dóms Evrópudóm- stólsins, þar sem fram kemur að ekki megi hindra ríkisborgara aðild- arríkis í að fara inn á landsvæði annars aðildarríkis nema nærvera hans eða framkoma sé „raunveruleg og nægilega alvarleg ógnun við al- mannareglu" og hafí áhrif á „grund- vallarhagsmuni samfélagsins“. Norska utanríkisráðuneytið telur ekki fara á milli mála að veiðar Más hafí fullnægt þessum skilyrðum. Þær hafi verið brot á alþjóðalögum, m.a. hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisamningi SÞ. Þessi skoðun er rökstudd í löngu máli og m.a. bent á að ísland hafí ekki uppfyllt þá skyldu, sem lögð sé á það samkvæmt alþjóðalögum, að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til verndar fískstofnum á úthafinu, sem íslenzk skip nýta. Veiðar ís- lenzkrá skipa í Smugunni hafi verið að mestu léyti óheftar. Norðmenn telja að hefði Má verið hleypt til hafnar og leyft að fá þjón- ustu, sem gerði skipinu kleift að halda ýeiðum áfram, hefði Noregur verið orðinn aðili að lögbroti skips- ins. Aðgerð til að forðast slíkt rétt- lætist af ákvæðum um almanna- reglu í 33. grein EES. Hafnbannið hafi verið eina leiðin, sem Noregi hafi verið fær til að hindra brot Más á alþjóðalögum. í EES-samningnum séu ekki nein ákvæði um sameiginlega fiskveiði- stefnu, líkt og í Rómarsáttmála Evrópusambandsins. EES-ríki verði því að áskilja sér rétt til að bregð- ast við samkvæmt ákvæðum í al- . mennum þjóðarétti í því skyni að veija hagsmuni sína í sjávarútvegs- málum. í mesta lagi 2% þorskstofnsins tilheyra Smugunni í greinargerð Noregs er lagt mat á hversu stór hluti þorskstofnsins í Barentshafí haldi sig að jafnaði í Smugunni og er niðurstaðan sú að í um 1% af þeim þorski, sem leyfilegt er að veiða, eða 7.000 tonn af 700.000, tilheyri Smugunni, sam- kvæmt vísindalegum rannsóknum. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir víðum í skekkjumörkum, sé ekki hægt að | gera ráð fyrir að meira en 14.000 f tonn af þorski, sem leyfilegt sé að I veiða, dreifíst á Smuguna. Það sé ! því ljóst að afli íslendinga í Smug- ! unni sé miklu meiri en þessi dreifíng gefi tilefni til. Sömuleiðis er því haldið fram að sá kvóti, sem íslendingum bæri í Smugunni, gæti aldrei orðið meiri en sá kvóti, sem Rússlandi og Nor- egi ber sem strandríkjum. Sé litið framhjá réttindum annarra úthafs- veiðiríkja en íslands, geti hlutur ís- lands í leyfilegum hámarksafla í Smugunni aldrei orðið meiri en þriðj-' ungur. „Jafnvel þótt leyfilegur há- marksafli í Smugunni yrði ákveðinn 2% (14.000 tonn) af heildarhá- marksaflanum (700.000 tonnum) — sem væri alltof mikið — yrði hlutur íslands í hámarksaflanum minni en 5.000 tonn,“ segir í greinargerðinni. Þar segir jafnframt að samkvæmt grein 11 e) í úthafsveiðisamningi SÞ skuli taka tillit til „þarfa strand- ríkja ef efnahagur þeirra er í mjög miklum mæli háður nýtingu lifandi auðlinda hafsins.“ Útanríkisráðu- neytið segir að þótt þetta kunni að eiga við um íslenzkt efnahagslíf, eigi það ekki við í Smugumálinu. „Astæðan er að ísland er ekki strandríki gagnvart þorskstofninum í Barentshafí, þar sem stofninn gengur ekki inn í lögsögu íslands,“ segir í greinargerðinni. Bent er á að ísland hafi staðfest þennan skiln- ing á því hvað átt sé við með strand- ríki í úthafsveiðisáttmálanum. Gegn ákvæðum um umhverfisvernd Norska utanríkisráðuneytið held- ur því loks fram að Smuguveiðar íslands gangi gegn ákvæðum EES- samningsins um að samningsaðilar * einsetji sér „að varðveita, vernda j og bæta umhverfið og sjá til þess j að náttúruauðlindir séu nýttar af j varúð og skynsemi, einkum á grund- f velli meginreglunnar um sjálfbæra | þróun og þeirrar meginreglu að f grípa skuli til varúðarráðstafana og í fyrirbyggjandi aðgerða."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.