Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Um mengfunarból
í Hvalfirði
HELGI Þór Ingason, verkfræð-
ingur, sendir mér tóninn í Morgun-
blaðsgrein þann 16. nóvember
1966. Tilefnið er grein, er ég ritaði
í Dag-Tímann þann 6. nóvember.
Þar setti ég fram rök fyrir þvi, að
með álveri á Grundartanga væri
verið að fórna meiri hagsmunum
fyrir minni, að álverið ætti að reisa
á öðrum stað (t.d. í Straumsvík),
að náttúrufar í Hvalfirði ætti áfram
að fá að vera óspillt, enda blasir
það við, að á næstu öld verður það
svæði eftirsótt til búsetu.
Mökkur verður að
meinlausri gufu
Ég taldi og tel að mengun muni
berast yfir fjörðinn frá reykspúandi
mengunarbóli á Grundartanga og
spilla umhverfi í Kjós. Til að árétta
það nefndi ég, að einatt legði reyk
frá járnblendiverksmiðju yfir fjörð-
inn. I hægri vestanátt síðastliðið
sumar kom fyrir að reykur lagðist
,frá jámblendinu yfir Kjósina. Það
sá ég með eigin augum og þarf
ekki frekar vitna við um það. En
verkfræðingurinn segir þetta mest-
an part vera meinlaust andrúmsloft
og gufur. Með því
gengur hann í berhögg
við staðreyndir.
Fleiri heimildir eru
um það. Vorið 1996
sendi Jón Sigurðsson,
forstjóri járnblendisins,
nágrönnum jámblend-
isins bréf. Þar segir:
„Verði þrýstingur of
mikill eða hitastig í út-
blæstrinum of hátt,
þannig að ryksugupok-
arnir gætu skemmst,
er reykhreinsivirki sleg-
ið út sjálfvirkt og reyk
hleypt beint út úr skor-
steinum verksmiðjunn-
ar... Hættast er við
þessu á hlýjum hægviðrisdögum að
sumrinu, þegar kælirör eru af eðli-
legum ástæðum óvirkust... Þegar
það gerist, fer það ekki framhjá
neinum, sem sér til. Sjónmengunin
er mikil...“ Þetta staðfestir það
sem ég ritaði. En hvað er í reykn-
um? Forstjórinn skrifar:
„Talsverður reykur getur orðið
til í ofnhúsinu án þess að sá búnað-
ur, sem settur hefur verið upp nái
að fanga hann ...
Þessi innanhússreykur
verður ekki meðhöndl-
aður með öðram hætti
en að dæla hinu
óhreina lofti út úr hús-
inu. Þessi er skýringin
á bláleitum eimi, sem
stundum og við sérstök
veðurskilyrði sést upp
af verksmiðjunni.“ „í
öðru lagi er svo sá
vandi, sem mest hefur
hrjáð okkur undan-
farna mánuði og jafn-
vel misseri, að reyk-
hreinsivirkin hafa ein-
ungis að hluta til verið
virk vegna bilana.“
Forstjórinn viðurkennir að reyk-
hreinsivirkin hafi „næstum linnu-
laust snúist í 16 ár“ og kalli „því
á eðlilegt viðhald“. Þeim hefur
semsé ekki verið haldið við í þessi
16 ár. „Reykurinn sjálfur, sem berst
út er kísilryk, - mjög fíngerðar
kúlur. . . Með kísilrykinu í út-
blæstrinum er lítið eitt af ósýni-
legri lofttegund, brennisteinstvíildi.
í hægum vindi má stundum merkja
Arnór
Hannibalsson
LUXOR
1100Hz, 28" skjár, Black Invar myndlampi
með Combi Filter (skarparimynd)
1 Sjálfvirk stöðvaleitun og uppröðun
1 Tvö scart tengi
1 Upplýsingar á skjá er hægt að hafa á 12
mismunandi tungumálum • Hraðtextavarp
án biðtíma.
Luxor
lifi I I
stgr.
LOEWE. Pianus 29"
■ Myndlampi (SUPER BLACK LINE)
' Stækkun á mynd (ZOOM).
■ (MULTI SYSTEM].* Hljóðmagnari I
Nicam víðóma (STEREO) 2 x 25 w
• Upplýsingar á skjá á mismunandi [
tungumálum.allar aðgerðir auð-
veldar • 100Hz - Flöktfrí mynd
■ Svartur flatur skjár »Stækkanleg
mynd
LOEWE .wm-
stgr.1
100Hz
sem standa
undir nafni
Komið í nýja bljómtœkjadeild
Sjón ersogu ríkári
100Hz
+ PIP
BEKO 28“
• Myndlampi (BLACK MATRIX]
• 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá
• Inntengi (SCHART) • Fjarstýring • Aukatengi
fyrir hátalara • íslenskt textavarp
BEKD 6Z900,- (citt vcrd)
SHAkp ztr
• 100 Hz Flökt frí mynd
• PIP- mynd 1 mynd (hægt er að horfa á
tvær myndir t senn)
• 29" (72cm| SUPER BLACK LINE svartur
glampafrír skjár. Sá skerpu mesti.
» Hljóðmagnari 2x 25w Nicam Stereo
(3D- Digi Turbo Sound) aukin dýpt og
Surround hljóðblöndun.
• (AL-OPC) Sjálfvirk stilling á litskerpu
og birtubreytingum (herberginu
• SCART tengi 21 pinna og tengi fyrir
„Camera" myndavél að framan
• Islenskt textavarp (Multi Text Decoter)
» Sjálfvirk stöðvaleitunog uppröðun
• (ON and Off timer) hægt er að láta tækið
kveikja og slökkva á sér sjálft
sharp 149300,-
stgr.
VISA
EURO og VISA raðgreiðslur
BRÆÐURNIR
ípORMSSON
Lógmúla 8 • Sími 5 3 3 2 8 0 0
LOEWE Profile 2170 Nicam 28“
• Myndlampi (SUPER BLACK LINE).
Flatur skjár
• Beint inntengi (SCHART) sem
gerir mynd frá myndbandstæki
eða afruglara mun skarpari.
• Hljóðmagnari Nicam viðóma (STEREO)
• Textavarp LOEWE. 99300,-
stgr.
LOEWE. Arcada 72 -100 PIP. 29“
» Flatur skjár 100 Hz.
» Stækkun á mynd (ZOOM). Myndímynd
• í tækinu eru öll sjónvarpskerfi
(MULTI- SYSTEM).
» Upplýsingar á skjá á mismunandi
tungumálum,
• Allar aðgerðir eru mjög auðveldar.
» Myndlampi (SUPER BLACK LINE)
• Inntengi (SCHART) einnig er
hægt að tengja inn S- VHS.
» Hljóðmagnari Nicam víðóma
(STERÍÓ) 2 x 40.
» Fjórir innbyggðir hátalarar eru í tækinu
»Textavarp
lQBNt.189300,-
stgr.
SHARR
LOEWE. Calida 72 Nicam 29“
tækinu eru öll sjónvarpskerfi
(MULTl SYSTEM).
Myndlampi (SUPER BLACK LINE)
Einnig eru tvö inntengi (SCHART)
Hljóðmagnari • Nicam víðóma
(STERE0)2x25 w
Textavarp
LOEWE. 129.900r
stgr.
þessa lofttegund sem fnyk, sem
öllu heldur finnst sem bragð en
lykt... Hins vegar hagar svo til...
að megnið af þessu efni berst út
yfir sjó ...“
Við þetta má athuga tvennt: 1.
Helgi Þór Ingason, verkfræðingur,
segir að þetta „lítið eitt“ hafi verið
540 tonn árið 1995. Af orðum hans
má ráða að þetta magn megi enn
minnka. 2. Það sem berst af Grund-
artanga „út yfir sjó“ stanzar ekki
við fjörana sunnanmegin. Það berst
einatt yfir land í Kjós.
Ef Helgi Þór Ingason, verkfræð-
ingur, kæmi nú að máli við Jón
Sigurðsson, járnblendiforstjóra,
myndi forstjórinn vafalaust leyfa
Ég skora á alla þá, sem
láta sig umhverfismál
varða, segir Arnór
Hannibalsson, að
mótmæla áður en
frestur rennur út.
verkfræðingnum að lesa ofannefnt
bréf, enda er hann kunnur fyrir að
vera maður kurteis og altillegur.
Um rannsóknir á mengun af
járnblendinu: Rannsóknir voru
gerðar 1979-1980. Engar rann-
sóknir hafa verið gerðar síðan sam-
kvæmt fastri rannsóknaáætlun.
Þessvegna sagði ég: Síðan ekki sög-
una meir. Nokkrar athuganir voru
gerðar 1983 og 1985-6. Engar
heimildir finnast um rannsóknir í
landi Kjósarhrepps. Um þetta segir
í svokallaðri frummatsskýrslu
Hönnunar hf. um álver á Grundar-
tanga, bls. 56: Ailítarlegar rann-
sóknir voru gerðar „á ástandi svæð-
isins áður en járnblendiverksmiðjan
hóf starfsemi. Þessum rannsóknum
hefur ekki verið fylgt eftir með
samanburðarathugunum eftir að
járnblendiverksmiðjan hóf starf-
semi.“ í tillögum Hollustuverndar
um starfsleyfi fyrir álver á Grund-
artanga frá 11.11. 1996 segir svo
um bakgrunnsmælingar á Grund-
artangasvæðinu: „Galli við flestar
þessar mælingar er að þær fóru
fram aðeins einu sinni og lítill eða
enginn samanburður hefur verið
gerður“. Um þetta er ekki við járn-
blendið að sakast. íslenzk yfirvöld
hafa ekki aflað sér heimilda til að
skylda járnbiendið til að halda uppi
varanlegri rannsóknaáætlun.
Ég neyðist til að láta þess getið,
að ég hef aldrei og hvergi „flaggað
stöðu minni við háskólann". Það er
siður ritstjóra Morgunblaðsins að
láta getið hvaða störfum þeir menn
gegna, er senda blaðinu greinar.
Vonandi skilur Helgi Þór Ingason,
verkfræðingur, það.
Ég óska járnblendimönnum alls
velfarnaðar og þess að þeim takist
í fátæktarbasli sínu á „hættulegum
vinnustað“ (orð forstjórans) að
safna sér fyrir viðhaldskostnaði við
reykhreinsivirkin.
Rökþrota ráðherra
Ég hef í nokkrum blaðagreinum
beðið alla þá, sem láta sig umhverf-
ismál á Islandi nokkru skipta, að
íhuga hvað er fyrirhugað á Grund-
artanga. Það á að reisa þar meng-
unarból, 60.000 tonna álver sem á
að þrefalda. Mengun frá þessu ál-
veri mun berast víða, ekki hvað sízt
suður yfir Hvalljörð og koma niður
á allri byggð þar um ókomna fram-
tíð. Ég hef spurt, hvaða ástæða er
fyrir því að demba þessu iðjuveri
niður í mitt blómlegt landbúnaðar-
hérað? Ef nauðsyn er að setja þetta
upp hér á landi, hví þá ekki að reisa
það í Straumsvík, þar sem er bæði
rafmagn og höfn. Hvaða áhrif hefur
þetta til með að hafa á ímynd ís-
lands sem ferðamannalands?
Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð-
herra, vék að málflutningi mínum
í viðtali á Rás 2 þann 24.11. 1996.
Þar segir hann: „Notað álver frá
Þýskalandi. Það hefur engum
manni dottið það í hug.“ í „frum-
matsskýrslu“ Hönnunar hf. stendur
á bls. 9: „Columbia Aluminium
Corporation hefur keypt af þýska
álfyrirtækinu Vereinigte Alumi-
nium-Werke búnað úr 60.000 árs-
tonna álveri frá Töging í suður
Þýskalandi sem hætt hefur rekstri."
„CAC er umhugað að koma ijár-
festingu sinni í verð sem fyrst. ..“
þar sem hægt verður að „nýta hluta
úr álverinu frá Töging". „A Grund-
artanga verður notuð sama vinnslu-
tækni og í Töging-álverinu.“ Af
þessu verða ekki dregnar aðrar
ályktanir en þær, að annaðhvort
hefur ráðherrann ekki lesið „frum-
matsskýrsluna" og veit þar af leið-
andi ekki, hvað hann er að ana út
í, eða hann segir Hönnun hf. fara
með fleipur. Hafi Hr. Peterson ný-
lega ákveðið að flytja inn færri
parta hins notaða álvers hingað en
áður var ætlað, hefði verið nær að
segja það. í viðtali K. Petersons við
Mbl. þann 17. nóv. segir hann það
ætlan sína að koma með hluta af
hinu þýzka álveri hingað. Þá segir
ráðherrann í nefndu útvarpsviðtali
(og stílsnilldin ieynir sér ekki):
„Menn mega náttúrlega ekki
leyfa sér, það er náttúrlega alvar-
legt að menn sem telja sig vera; -
starfandi menn við háskólann, að
menn skuli leyfa sér að fara með
svona hluti og kenna sig svo við
háskólann um leið og láta iiggja
að því að þetta sé í raun og veru,
og vegna þessa þá taka menn þessu
alvarlega, því menn kenna sig við
háskólann." Mega menn, sem starfa
við háskólann, ekki leyfa sér að
hafa aðra skoðun á umhverfismál-
um en Finnur Ingólfsson? Ég hef
aldrei og hvergi borið það fyrir mig
í þessari umræðu, að ég starfa við
háskólann. Það eru rökþrota menn,
sem gripa til þess ráðs að reyna
að sverta mannorð andstæðingsins.
í fréttum hefur það verið haft eftir
Financial Times í Lundúnum, að
álverð muni lækka um aldamótin
sökum aukinnar framleiðslu. Fer
þá ekki á sömu leið hér og fór um
járnblendið: Reykhreinsivirki ganga
úr sér og verksmiðjan blæs meng-
uninni beint út; og íslendingar
verða að borga rafmagnið handa
verksmiðjunni? Umhverfisráðherra
hefur nú leyft framkvæmdir við
Hágönguvirkjun, þrátt fyrir að full-
nægjandi rannsóknir hafi ekki verið
gerðar. Hvernig fer, ef flóð verður
þar við gos í Bárðarbungu, sem er
alls ekki útilokað?
Nú hefur Hollustuvernd ríkisins
auglýst (í 123. tbl. Lögbirtingablaðs
1996) að fyrir liggi tillögur um
starfsleyfi fyrir Álverksmiðju Col-
umbia Ventures Company, Grund-
artanga, og skuli athugasemdir
berast Hollustuvernd ríkisins (Ár-
múla la, 108 Reykjavík) fyrir 23.
desember 1996.
Ég skora á alla þá, sem bera
umhverfismál fyrir brjósti, að
kynna sér málið og senda Hollustu-
vernd ríkisins athugasemdir og
mótmæli áður en frestur til þess
rennur út.
Höfundur er prófessor.
andunnh skavtynvip
Gpilfnr- orj r/itllrknrlr/riiiir
ni('d írlcuxkiiiii iiríllímixlciiiiiiu,
licrliiin ar/ Dc/iiöiiliiin
ÉÁR/Á
Skólavörðustíg 10 S: 561 1300