Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ N áttúruauðlindir og réttlæti HAGKVÆMNI og réttlæti eru mikilvæg hugtök, en merkja þó ekki það sama. Ragnar Arnason, prófessor í fiskihagfræði, hefur nú skorið úr um að engin hagfræðileg rök eru fyrir auðlindaskatti á sjávarútveg- inn, hvorki fyrir sjávarútveginn sjálfan né hagkerfið í heild. Fram- búðar hagkvæmni er fólgin í eðli aflahlutdeildanna. Þær skulu vera framseljanlegar; þannig hámark- ast arðurinn á hveijum tíma. Þær skulu vera varanlegar; þannig er besti aðlögunarferill að hagkvæ- mustu flotastærð tryggður og hvati aukinn til góðrar umgengni um auðlindina. Eftir stendur spurningin um réttlæti núverandi skipanar gegn því að ríkið innheimti einnig auð- lindaskatt. Fullnýting auðlindar Mannskepnan hefur frá ómuna- tíð nýtt náttúruauðlindir. Gjarnan hefur nýting hverrar auðlindar verið án sérstakrar stýringar með- an hún hefur enn verið vannýtt, enda enga sérstaka nauðsyn þá borið til. Þegar kemur að þeim vendipunkti að auðlind er fullnýtt geta fleiri ekki bæst við hóp nýt- enda án þess að annað tveggja komi til. Annað er að haldið sé áfram að auka nýtinguna og að lokum er meira nýtt en hagkvæmt -v er- Slíkt fyrirkomulag getur jafnvel leitt til hruns auðlindarinnar. Hin leiðin er að hemja nýtinguna, skipta auðlindinni í hlutfalli við fyrri nýtingu og þeir sem síðar koma kaupa þá út sem fyrir voru. Mörg dæmi eru til um slíkt fyrir- komulag, svo sem landnám. Þar nam hver landnámsmaður sinn varanlega skika sem hann gat svo skipt upp og ráðstafað að vild. Nýlegra dæmi er úthafsveiðar þar sem þjóðlönd skipta með sér hlut- deildum af heildarnýtingu vissra svæða, byggt á veiðireynslu hvers lands. Hið íslenska aflamarkskerfi er eins hugsað. Auðlindin var orðin fullnýtt, hámarksafli var skilgreindur og fest var í sessi sú aflahlutdeild sem hver útgerð hafði nýtt. Sjálfsagt má deila um viss útfærsluatriði við upphaf kerfisins, s.s. hve langt aftur í tímann ætti að miða veiði- reynsluna. Þeirri meginreglu var þó fylgt, að þeim sem höfðu fj ár- fest í tækjum, tíma og þekkingu við að nýta auðlindina skyldi fest sama hlutfall af heildarafla og þeir höfðu verið að nýta. Þessi hlutdeild er kölluð kvóti. Útgerðirnar fjárfestu í nýtingunni Á þeim tímapunkti sem auðlind- in er fyrst fullnýtt hefst réttlæt- isumræðan; eiga allir landsmenn jafnan rétt á að fá til sín hlutdeild af auðlindinni eða mega þeir sem námu sína hlutdeild ráðstafa henni? Per- sónulega geri ég ekki tilkall til hlutdeildar í afnotum af þeirri auð- lind sem útgerðar- menn fjárfestu í. Mér er nægt réttlæti að rekið sé hagkvæmt kerfi sem hámarkar arðinn af auðlindinni og verður mér því til hagsbóta gegnum verðmætasköpun og næga atvinnu. I slíku kerfi ráð- stafa þeir arðinum sem annaðhvort námu kvótann eða keyptu hann af öðrum og skulu um leið standa straum af stjórnkerfi_ fiskveiðanna og rannsóknum. Ég vil þó ekki gera lítið úr réttlætistilfinningu annarra sem telja að sér beri beinn hluti í arðinum. Hins vegar er mikilvægt Mér nægir það réttlæti, segir Orri Hauksson, að fískveiðar séu reknar með hámarks arði, ráð- stafað af þeim er námu kvótann eða keyptu hann af öðrum. að gera sér grein fyrir hvað slík krafa þýðir í raun. Er réttlæti ekki algilt? Það er öllum mikilvægt að vera sjálfum sér samkvæmur í mál- flutningi. Sölumönnum réttlætis er þetta nauðsynlegt. Sé það rétt- lætismál að allir íslendingar ráð- stafi arði af fiskveiðiauðlindinni hlýtur slík sanngirniskrafa um leið að eiga við annað sem fellur úr náttúrunnar skauti við landið og miðin. Enginn eðlismunur er á afnotum af landi eða fiskveiðiauð- lind, laxveiðiá eða jarðvarma, út- sýnisstað eða vindorku. Það er einungis mislangt síðan lands- menn hófu nýtingu þessara auð- linda. Samkvæmt fylgismönnum auðlindaskatts mega útgerðar- menn, sem námu hlutdeild í fisk- veiðiauðlindinni og fjárfestu i nýt- ingu hennar og þekkingu á henni, hvorki nýta né selja þennan af- notarétt fyrr en allir landsmenn hafa fengið sömu hlutdeild. Hví gera þessir sömu fylgismenn auð- lindaskatts þá ekki ágreining um að ábúendur nýti, selji eða leigi afnot af laxveiðiá? Er það vegna þess að flestir bændur hafa keypt land sitt af einhverjum öðrum en ekki erft það frá þeim sem upphaf- lega námu skikann með ánni? Þess ber þá að minnast að einungis á rúmum áratug hefur allt að helm- ingur þorskkvótans verið seldur frá þeim sem upphaf- lega námu. Er þá rétt að rukka núverandi handhafa kvóta, sem að miklum hluta hafa keypt hann af öðrum, eða þá sem stunduðu útgerð þegar kvótinn var upphaflega festur í sessi? Lögin um sameign þjóðarinnar í lögum um fisk- veiðistjórnun segir að fískveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar, en slík klausa er ekki til um land. Þetta hafa ýmsir for- mælendur auðlindaskatts notað sem rök fyrir því að öðru máli gegni um fiskveiðiauðlindina en aðrar auðlindir Islendinga. Þá virðist horft framhjá því að þessi grein var sett í lög á síðasta ára- tug og er eins umdeilanleg og hvert annað mannanna verk. I þessum lögum er einnig kveðið á um að aflaheimildir séu framselj- anlegar. Mætti þá ekki með sömu rökum byggja allan sinn málflutn- ing á að slíkt sé nú leyfílegt og okkur beri því um ómunatíð að breyta samkvæmt því? Núverandi lög hafa einfaldlega enga sérstaka þýðingu í rökræð- unni um réttlæti mismunandi fisk- veiðistjórnunarkerfa. Að auki hef- ur sameignarákvæðið ekki haft nein áhrif á afnot önnur en þau að ríkið hefur tekið að sér að reka stjómkerfi fiskveiðanna á hag- kvæman og réttlátan hátt fyrir þjóðina. Hvernig á að útdeila réttlæti? Athyglisvert er hversu misdreift réttlætið mun verða á landinu, verði hinn nýi auðlindaskattur settur á. Atvinnuvegir eru með ijölbreyttustum hætti á höfuð- borgarsvæðinu og skattheimtan verður því hlutfallslega þyngst á landsbyggðinni. Þá veikir það rétt- lætiskröfu auðlindaskattssinna hve óhagkvæmur sá milliliður er, sem fengið er að útdeila þessu réttlæti. Það eru 63 stjórnmála- menn við Austurvöll í Reykjavík. Hvernig fær þjóðin afhent þetta réttlæti? I formi helstu áhugamála þess stjórnmálaafls sem ríkir á hveijum tíma? Eina réttlætið sem gæti hugsanlega staðið undir nafni væri skattalækkun og þó yrði slíku réttlæti alltaf misdreift eftir því hvaða skattar yrðu fyrir valinu. Stórfelld skattalækkun er reyndar vart annað en skemmtileg uppá- stunga. Bitur reynslan hefur kennt okkur að nýir skattar auka jafnan umfang ríkisins, en valda nær aldrei lækkun annarra skatta. Höfundur er verkfræðingur og varnformaður Hcimdallar. Orri Hauksson $íö:RNA J Síöustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. **• 10 ára ábyrgð >*• Eldtraust **■ 10 stærðir, 90 - 370 cm **• Þarf ekki að vökva «'»■ Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar >»- Ekkert barr að ryksuga >» Traustur söluaðili í*. Truflar ekki stofublómin » Skynsamleg fjárfesting BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA Nýja skólastefnan ÞETTA er sú fyrri af tveimur greinum um ríkjandi skólastefnu á Islandi. Hér verður rætt um ástæð- ur gagnrýni minnar á stefnuna, en í síðari greininni fjalla ég um uppeldisfræðina (sálfræðina) sem þá „valdastofnun" í þjóðfélaginu sem tók forystu í upp- eldis- og kennslumál- um hér á landi á sjö- unda áratug aldarinn- ar. Fyrir rúmum þrem- ur árum skrifaði ég greinaflokk í Lesbók Morgunblaðsins um skólastefnuna sem var lögfest hér á landi með grunnskólalögum 1974. Ég greindi frá uppruna hennar, hveij- ir hefðu verið öflug- ustu talsmenn hennar og hvert væri megin- inntak hennar. Tilefni greinaflokksins var vonbrigði mín með þessa stefnu, en ég var einn hinna ungu kenn- ara í upphafi áttunda áratugarins sem bundu miklar vonir við nýju uppeldisfræðina. Hún boðaði vissu- lega betri tíð fyrir lítilmagnann í skólanum; fyrir sjö ára börnin sem grétu að vori af því að þau fengu bara 1,5 í lestri, fyrir átta ára börnin sem voru miður sín af því að þau gátu ekki dregið frá, fyrir níu ára börnin sem biðu lægri hlut í stafsetningarkeppninni og fyrir tíu, ellefu og tólf ára börn sem kviðu því að falla á barnaprófi. Þessi veruleiki var alltof sár fyrir litlu börnin mín og þó að ég væri ung og reynslulítil fannst mér samt að ýmislegt mætti gera til að draga úr sárasta sviðanum. En svo voru það öll hin börnin sem blómstruðu í skólanum. Þau voru í miklum meirihluta og þeim leið vel. Svo kom nýbylgjan eins og frels- andi engill að ég hélt. Um sama leyti hætti ég kennslu í barnaskóla til að afla mér frekari menntunar, en hóf að því búnu kennslustörf í Menntaskólanum í Kópavogi. Það var árið 1982, en einmitt sama ár bauðst skólinn til að taka við svo- kallaðri fornámsdeild fyrir ungl- inga sem féllu á grunnskólaprófi. Löng hefð var fyrir slíkum deildum við annan eða báða gömlu gagn- fræðaskólanna í bænum, Víghóla- skóla og Þinghólsskóla. Fyrsta árið var ekki hugað að fornámsnemendunum neitt um- fram aðra nemendur skólans. En árið eftir var ég, sökum sálfræði- menntunar minnar, ráðin í hluta- starf sem námsráðgjafi. Þá fór ég að sinna þessum unglingum og hitti þá aftur litlu börnin mín sem ég hafði fundið svo sárt til með tuttugu árum áður. Þau höfðu „fallið“ á grunnskólaprófi og voru vansæl af því að þau höfðu ekki náð tökum á námsefninu. Þetta var að vísu minnihlutahópur en alltof stór samt, allt að þriðjungur af árgangi. Hvað hafði gerst? Ég hef skrifað um þessa reynslu mína í bókunum Aðgát skal höfð (1989) og Skóli í kreppu (1992) og vísa í þær um frekari upplýs- ingar um sögu og þróun forná- msdeildarinnar í MK og hvaða hugmyndum kennslan byggir á. Eg ætla hins vegar að segja frá því hér hvað gerðist þegar ég fór að hafa orð á þessu við háttsetta menn í skólakerfínu. Nei, það var ekkert að hugmyndum nýju upp- eldisfræðinnar. Þar var allt á hreinu, almennur þroski barna, samskiptahæfni þeirra og vellíðan var æðsta keppikefli nýja skólans. Námsgreinarnar skiptu minna máli enda mátti alltaf deila um hvað átti að kenna og hvers vegna. Hins vegar hefði nýja stefnan ekki verið útfærð nógu vel. Ennþá væru gamlir draugar að flækjast fyrir svo sem of mikil ítroðsla og sumir kennarar væru jafnvel enn að kenna með gamaldags aðferðum. Auk þess skorti peninga, sér- kennsla og sálfræðiþjónusta væri af skornum skammti og ekki mætti gleyma því að nú færu fleiri í lang- skólanám en áður þegar aðeins „landsprófselítan" fór í mennta- skóla. Ég yrði að hafa þetta í huga, fomámsbörnin mín væru best komin í „einhveiju verklegu,“ þau væm ekki fallin til bóknáms. Skólinn ætti að laga sig að þeim og hætta að troða í þau bóklegri þekkingu sem þau hefðu hvort eð er ekk- ert með að gera. Satt að segja kom þetta yfir mig eins og köld vatnsgusa. Mér hafði aldrei komið til hugar að neitt væri athugavert við „börn- in mín“ í gamla daga, börnin sem voru sett í „tossabekki“ og voru kölluð sein- þroska. Það var ekkert að vitsmun- um þeirra. Þau voru heilbrigð og falleg eins og öll hin börnin og vildu umfram allt læra. Til þess voru þau komin í skóla. Kennsla mín og annarra kennara bar hins vegar ekki alltaf nógu góðan árangur og það olli mér hugar- angri. Þá vissi ég ekki að tauga- kerfi sumra barna þroskast ekki í takt við það sem algengast er, einkum þær taugabrautir sem gera fólki kleift að greina á milli hljóða í orðum. Fyrir þeim er t.d. enginn Sannast sagna talaði ég, segir Helga Signr- jónsdóttir, í þessari fyrri grein sinni, fyrir steindaufum eyrum skólakerfisins. munur á einföldum og tvöföldum samhljóðum, f og v, falla saman; p og d sömuleiðis og fleiri ein- kenni „dyslexíu“ mætti nefna. Þessi þroskafrávik valda erfiðleik- um í hefðbundnu skólanámi. Senni- lega er stutt í það að raunvísindin sanni með óyggjandi rökum að ein- mitt þroskafrávik af ýmsu tagi greini fyrst og fremst að þau börn sem gengur vel í skóla og hin sem gengur illa. Einstaklingsmunur á meðfæddum námsgáfum er trú- lega miklu minni en haldið hefur verið hingað til. Eins og áður segir reyndi ég í nokkur ár að tala máli þessara barna við ýmsa háttsetta menn innan skólakerfisins. Sannast sagna talaði ég fyrir steindaufum eyrum. Löng og árangursrík kennslureynsla okkar kennaranna í fornámsdeild MK hafði ekkert að segja. Uppeldisfræðin (sálfræð- in) vissi betur og uppeldisfræðin (Sálfræðin) hafði völdin. En það var ekki nóg, innan tíðar fann ég að skoðanir mínar virtust reita marga til reiði, ekki síst eftir að ég skrifaði áðurnefndar greinar um skólamál í Lesbók Morgunblaðsins, en þær birtust í blaðinu í febrúar og mars 1993. Þær vöktu mjög mikla athygli og eru enn umtalað- ar. Þó að margir kennarar reiddust hygg ég þó að hinir hafi verið fleiri sem fögnuðu skrifum mínum og þökkuðu mér þau. Þeir kváðust hafa styrkst í starfi við málflutning minn, t.d. hafi þeir þorað hér eftir að hlusta á röddina í eigin brjósti þegar hún af veikum mætti andæfði einhverri nýjunginni sem verið var að halda að þeim í það og^það skiptið. I næstu grein ræði ég frekar uppeldisfræðina sem „valdastofn- un.“ Höfundur er kennari og námsráðgjafi. Helga Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.