Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MIIVININGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SIG URÐSSON
+ Sigurður Sigurðsson fædd-
ist á ísafirði 29. október
1916. Hann lést í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 1. desember síð-
astliðinn og fór útför hans
fram frá Dómkirkjunni 10.
desember.
Að eiga góða frændur er stór
gjöf. Skemmtilegasti frændi minn
hefur kvatt okkur og skilur eftir
dásamlegar minningar. „Viltu upp-
stroku eða niðurstroku?" spurði
hann og þú varðst að velja þótt
hvorugt væri þægilegt. Þetta var
eitt af hans ómótstæðilegu
stríðnisbrögðum, því enginn var
eins skemmtilega stríðinn og Siggi
ffændi. Við börnin vorum bókstaf-
lega sólgin í stríðni hans.
Sigurður frændi minn ólst upp
á Sauðárkróki- í stórum systkina-
hópi, sex bræður og þijár systur
náðu öll fullorðinsaldri, nú eru
fjögur þeirra látin. Að loknu stúd-
entsprófi stundaði hann listnám í
Kaupmannahöfn. Þar kynntist
hann konu sinni Önnu Kristínu
Jónsdóttur úr Skaftafellssýslu. Þau
eignuðust ekki börn, en öl! frænd-
'r börn Sigurðar áttu greiðan aðgang
að umhyggju þessara barngóðu
hjóna og dvöldu hjá þeim í lengri
eða skemmri tíma. Bæði höfðu
sérstakt lag á að umgangast börn.
Glettni og virðing eru líklega orðin
sem lýsa þessu lagi best. Það var
sérstakt ævintýri að fá að búa hjá
þeim í vistlegum bragganum við
Suðurlandsbraut, þar sem ilmurinn
af litum Sigurðar og niðurinn frá
saumavélinni hennar Önnu báru
_ iðju þeirra vitni. Þau lögðu sig fram
við að skemmta okkur smáfólkinu
að norðan. Til að mynda var farið
i gömlu Sundlaugarnar og frændi
minn kenndi okkur hundasund með
slíkum tilþrifum að okkur lá við
drukknun af hlátri.
Síðan reistu Siggi og Anna sér
heimili í Kópavogi, þar sem þau
ræktuðu garðinn sinn fallega.
Skagafjörður átti alltaf mikil ítök
í Sigurði og þau hjónin dvöldu oft
um tíma fyrir norðan á heimili afa
míns, sem þá var líka mitt heimili.
Það ríkti alltaf mikil eftirvænting,
þegar von var á þeim hvort sem
var um jól eða á sumrin. Sigurður
var mikill sögumaður og í sögunum
■> naut sín vel hin góða og græsku-
lausa kímnigáfa hans.
Sigurður og Anna áttu þvi láni
að fagna að eignast uppeldisdótt-
ur, Stellu Kluck, sem hefur reynst
þeim sem besta dóttir. Ég votta
þeim mæðgum innilega samúð
mína. Með okkur öllum lifir minn-
ingin um góðan dreng og þakklæti
fyrir samveruna.
Stefanía Arnórsdóttir.
Kynni okkar Sigurðar Sigurðs-
sonar urðu nánust á þeim löngu
liðnu dögum, þegar báðir voru
ungir, ómótaðir og leitandi. Þá
stofnaðist með okkur vinátta sem
dauðinn einn gat bundið enda á.
Og nú er Sigurðurtil grafar borinn.
Þegar ég sem þetta skrifa kom
í Menntaskólann á Akureyri
snemma á árinu 1933, 15 ára að
aldri, var ég víst dálítill einfari.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
blómaverkstæði
INNA
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
Ég var svo miklu yngri en systkini
mín þijú, að þau voru að mestu
farin að heiman þegar ég mundi
fyrst, heyrðu raunar til annarri
kynslóð og urðu mér síðar nánast
sem aðrir foreldrar. Ég hafði þann-
ig alist upp næstum eins og ein-
birni og litið umgengist jafnaldra
mína.
Það voru mér því mikil viðbrigði
að koma í þann stóra „systkina-
hóp“ sem á þessum árum byggði
heimavistina í gamla skólahúsinu
á Akureyri. Þar var líka gamla
góða bekkjakerfið enn í fullu gildi,
og í daglegri samveru í námi og
leik stofnaðist vinátta sem hefur
orðið dýrmæt á langri ævi, þótt
oft hafi á seinni árum liðið langt
milli funda.
Sigurður var bekkjarbróðir
minn, og einn sá er ég tengdist
traustustum vináttuböndum frá
fyrstu kynnum okkar. Við höfðum
dálitla sérstöðu í hópnum, höfðum
báðir meiri hug á fögrum listum
en hefðbundnum námsgreinum,
sem við stunduðum þó báðir svo
að ásættanlegt var. En Sigurður
mun þá þegar hafa markað sína
stefnu, sjálfur var ég miklu reik-
uili í ráði. Það fór aldrei á milli
mála að hann mundi helga sig
myndlistinni, eins og ótvíræðir
hæfileikar hans kröfðust.
Að loknu stúdentsprófi fórum
við báðir til Reykjavíkur og inn-
rituðumst í háskólann, Sigurður í
guðfræði, ég í lögfræði. Hjá báðum
var þetta heldur alvörulítill biðleik-
ur, Sigurður beið færis til utanfar-
ar hið fyrsta, en ég stundaði aðal-
lega Tónlistarskólann. Og hann var
síteiknandi og málandi. Hér á vegg
fyrir framan mig hangir svartkrít-
armynd sem mér þykir vænt um,
enda fyrsta „portrett“ sem af mér
var gert, merkt „S.S. 1938“ og
teiknað í kjallaraherbergi Sigurðar
á Gamla Garði snemma á því ári.
Þennan vetur héldum við upp-
teknum hætti frá Akureyri, hitt-
umst nær daglega og áttum saman
margar góðar stundir. Og ógleym-
anlegt var að gista um sumarið
hið glaðværa æskuheimili hans í
sýslumannshúsinu á Sauðárkróki,
þar sem hann var næstelstur í
hópi níu systkina, eftir ævintýra-
lega bílferð norður yfir veglausan
Kaldadal.
En síðan skildi leiðir. Um haust-
ið hóf Sigurður nám sitt við Kon-
unglega listaháskólann í Kaup-
mannahöfn og dvaldist þar öll
stríðsárin. Þegar hann kom heim
var ég farinn til náms í Ameríku,
svo að nærfellt áratugur leið án
þess að fundum bæri saman. Þeir
urðu nú stijálli en áður, en engu
síður fagnaðarefni hverju sinni.
Sigurður fylgdi staðfastlega
þeirri braut sem hann hafði mark-
að sér ungur. Hann mun hafa
fylgst vel með stefnum og straum-
um í listgrein sinni, en hann forð-
aðist allar öfgar og afkárahátt í
listinni, og tók ekki þátt í þeim
formbyltingum sem flestir jafn-
aldrar hans og lítið eitt eldri list-
bræður stóðu fyrir um og eftir
miðja öldina. Hann vann sitt verk
í kyrrþey, barst lítið á og greip
aldrei til örþrifaráða til að vekja á
sér athygli. Eflaust hafði hann
orðið fyrir mikilsverðum áhrifum í
danska listaháskólanum og í náms-
för til Frakklands 1951, en allt
þetta aðlagaði hann þeim myndlist-
arstíl og þeirri myndhugsun sem
hann mótaði með sér ungur og
átti ef til vill dýpstar rætur í mál-
verkum Jóns Stefánssonar. Þannig
var hann um langt árabil á síðari
hluta aldarinnar einn fremsti —
ef ekki hinn allra fremsti — þeirra
manna sem hér máluðu „hefð-
bundnar" landslags- og manna-
myndir. Og þótt hann gerði engar
byltingar í listinni mótaði hann sér
persónulegan stíl, svo að listaverk
hans urðu jafnan auðkennileg þótt
jafnframt væru þau mjög fjöl-
breytt og blæbrigðarík.
Þótt Sigurður ætti ekki samleið
með listbræðrum sínum að þessu
leyti naut hann jafnan trausts
þeirra og virðingar. Hann var for-
maður Félags íslenskra mynd-
listarmanna í áratug, einmitt á því
tímaskeiði sem sviptingar voru
einna harðastar í þeirra hópi. Og
meira en þijátíu ár, frá 1948 til
1980, var hann áhrifamikill kenn-
ari við Handíða- og myndlistarskól-
ann í Reykjavík, lengst af yfir-
kennari.
En fyrst og fremst helgaði hann
sig listsköpun sinni, og er ævistarf
hans orðið bæði mikið og fagurt.
Hann hélt sjálfstæðar sýningar hér
á landi og tók þátt í samsýningum
víða um lönd, og málverk eftir
hann eru á söfnum hér og á Norð-
urlöndum.
Að minnsta kosti framan af
ævinni fórnaði Sigurður mjög
borgaralegum þægindum fyrir list-
ina. Hann var kvæntur maður,
þegar hann kom heim frá Dan-
mörku. Eftirlifandi kona hans,
Anna Kristín Jónsdóttir frá
Hörgsdal í Vestur- Skaftafells-
sýslu, bar með honum byrðarnar.
Mörg fyrstu árin þjuggu þau í
gömlum hermannabragga, sem
Sigurður hafði raunar með eigin
höndum breytt í furðu vistlegt
heimili og vinnustofu. Um 1960
fluttust þau í nýreist einbýlishús
með ágætri vinnuaðstöðu i Kópa-
vogi, og hygg ég að þar hafi farið
ágætlega um þau og fósturdóttur
þeirra, Stellu Henryettu Kluck.
Kópavogsbúar munu hafa kunnað
vel að meta þann styrk sem kaup-
staðnum var að þessum mikilhæfa
listamanni, og um árabil átti hann
sæti í stjórn Lista- og menningar-
sjóðs Kópavogs.
Það voru 33 stúdentar sem
brautskráðust úr Menntaskólanum
á Akureyri vorið 1937, og var það
fjölmennasti hópurinn sem þaðan
kom allt fram til 1940. í hópnum
voru þijár stúlkur og þrjátíu pilt-
ar. Þær eru allar á lífi, en af piltun-
um eru nítján horfnir yfir móðuna
miklu. Við sem eftir lifum minn-
umst Sigurðar Sigurðssonar með
djúpum söknuði og sendum eftirlif-
andi ástvinum hans innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jón Þórarinsson.
Kveðja frá
Listasafni íslands
Sigurður Sigurðsson var aldurs-
forseti íslenskra listmálara og einn
merkasti fulltrúi hins hefðbundna
íslenska landslagmálverks. Hans
verður einnig minnst sem eins
helsta portrettmálara landsins.
Sigurður valdi sér aðrar Ieiðir í
myndlistinni en þorri samtíðamál-
ara hans og lét umbrot og átök í
íslenskum listheimi lítt á sig fá.
Hann lýsir viðhorfi sínu svo í við-
tali við Hannes Pétursson:
„Kjarni málaralistarinnar er
ávallt hinn sami, hvaða aðferð sem
valin er: samleikur lita og línu. Svo
koma fram ýmsar stefnur, ismar,
en það er barnaskapur að meta list
einvörðungu með hliðsjón af þeim,
segja að einn isminn sé öðrum
betri.“
Þó að Sigurður fylgdi ekki meg-
instraumi samtímans naut hann
fyllsta trausts starfsbræðranna sem
marka má af því að þeir fólu honum
forystu samtaka sinna á löngu ára-
bili. Þar komu til einstakar vinsæld-
ir hans, fordómaleysi og persónu-
töfrar sem gerðu hann kjörinn
sáttasemjara andstæðra viðhorfa.
Sigurður stundaði listnám í Dan-
mörku og hóf þar sýningarferil sinn
sem málari, enda var hann einn
þeirra mörgu íslendinga sem lokuð-
ust inni í Danmörku af völdum
stríðsins.
Um hálfrar aldar skeið, allt frá
árinu 1943, tók hann þátt í fjölda
sýninga innan lands og utan. Lista-
safn Islands efndi til yfirlitssýning-
ar á verkum hans, bæði landslags-
og portrettmyndum, árið 1987.
Ekki má láta þess ógetið að Sig-
urður var rúma þijá áratugi kenn-
ari við aðallistaskóla landsins og
átti því ólítinn þátt í mótun og upp-
eldi íslenskra listamanna.
Að leiðarlokum vill Listasafn ís-
lands þakka Sigurði samfýlgdina
og ómetanlegan skerf til íslenskrar
myndlistar.
Bera Nordal.
Kveðja frá Félagi íslenskra
myndlistarmanna
Sigurður Sigurðsson sótti sér
löngum viðfangsefni í íslenska nátt-
úru. Hann var þó ekki einungis
landslagsmálari. Hann málaði jöfn-
um höndum uppstillingar og port-
rettmyndir og á tímabili heillaðist
hann af abstraktmálverkinu. Lík-
lega er Sigurður þó þekktastur fyr-
ir landslagsmálverk sín, þar sem
hann tvinnaði saman í órofa streng
tignun sína á hinu smágerða og
viðkvæma í íslenskri náttúru og hið
stórgerða og eyðilega. Þannig voru
það ekki bara hinir gróðursælu
lundir landsins sem urðu málaran-
um Sigurði Sigurðssyni griðland
heldur einnig hijóstrið sem endur-
speglaði hverfulleika fegurðarinnar
í öllu sínu veldi.
Í viðtali við Hannes Pétursson
skáld frá árinu 1965 er að fínna
skemmtilega frásögn af Sigurði í
faðmi náttúrunnar. „Öðru sinni var
það að ég fór upp fyrir Kálfárdal
í Gönguskörðum og rakst þar á
laut þar sem ég lagði mig niður og
steinsofnaði. Þegar ég vaknaði taldi
ég fjölmargar blómategundir í
kringum mig, sem ég hélt að væru
ekki þarna í Skörðunum. Það er
nefnilega gott að hafa allan gróður-
inn í sömu hæð og augað, blómin
verða stór, auðvelt að athuga þau
vel og maður sér ýmislegt nýtt. Ég
hugsa að ég gleymi aldrei þessari
laut, ber til hennar sérstakar tilfinn-
ingar.“ í kankvísi sinni og einfald-
leika endurspeglar þessi stutta lýs-
ing Sigurðar á sjálfum sér hinn
rómantíska náttúruunnanda.
Manninn, sem leggst í dúnmjúkt
grasið og lætur aftur augun og
sofnar inn í landið.
Þeim sem þekktu til Sigurðar
Sigurðssonar, bæði nemendur hans
og samstarfsmenn aðrir, ber saman
um það, að þar fór sérstakt ljúf-
menni. Fyrir Félag íslenskra mynd-
listarmanna vann Sigurður Sigurðs-
son mikið og óeigingjarnt starf.
Hann gegndi formennsku í félaginu
í áratug og starfaði í sýningarnefnd
félagsins í mörg ár. Fyrir þau störf
var hann gerður að heiðursfélaga
Félags íslenskra myndlistarmanna.
Það er með þakklæti og virðingu
sem við kveðjum félaga okkar Sig-
urð Sigurðsson listmálara og send-
um fjölskyldu hans og ástvinum
innilegar samúðarkveðjur. Minn-
ingin um manninn og list hans lifir
þó hann hverfi sjálfur á brott.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir,
formaður Félags íslenskra
myndlistarmanna.
Sigurður Sigurðsson málari safn-
aðist til feðra sinna í býti fullveldis-
dagsins, sem nú var einnig fyrsti
sunnudagur í aðventu. Þann dag
tendra kristnir eitt ljós til minning-
ar um þá fæðingu sem þeim er
kærust. Sigurður ólst upp á Sauðár-
króki í stórum systkinahópi barna
sýslumannshjónanna Stefaníu Arn-
órsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar
frá Vigur og varð stúdent frá MA
1936. Alveg er það með ólíkindum
hve margir málarar hafa komið frá
Sauðárkróki, þótt ekki sé það tíund-
að hér. Hann kvæntist árið 1943
Önnu Jónsdóttur frá Hörgslandi á
Síðu. Sigurður lærði langa hríð á
akademíunni í Kaupmannahöfn og
kom heim að stríði loknu og fór þá
fljótlega að kenna við Handíðaskól-
ann, sem varð hans starfi síðan.
Margir eru þeir málarar orðnir sem
hafa verið hans lærisveinar.
Fyrr á þessu ári var yfirlitssýning
á verkum hans í Listasafni Kópa-
vogs. Þar gætti árdagsbliks og
bjartsýni í sumum myndanna eins
og ríkti á dögum fyrsta ráðherrans
okkar. Fornar dyggðir í hávegum,
gæddar ögun, kunnáttu og list-
fengi, sem sameina form og liti í
eitt.
Sigurður var maður skemmtinn
og skemmtilegur og vinsæll af fé-
lögum sínum. Hann var afturhalds-
samur, og í skoðunum þar á hring
sem afturhald og róttækni mætast.
Hann var líkur frændum sínum í
Heiðarætt, dökkur á brá og suð-
rænn. Drengur góður, viðkvæmur,
maður stemmninga en umfram allt
maður gleðinnar. Þeirrar gleði sem
lengst í sefa situr. Slíkum er mann-
bætandi að kynnast. Sigurður er
vísast löngu kominn upp úr lífsins
Gönguskörðum og farinn að sjá
sólskinsblett í Heiði. Sigurður faðir
hans orti svo um vetrarsólstöður,
er margt var mótdrægt:
Að lokum þrýtur lengstu vetrarnótt,
og lífsins þrá er endurvakin skjótt.
Sjá, Ijós á himni lágt í suðri skín
og litli geislinn kyssir augu þín.
Ég sendi Önnu og fósturdóttur
þeirra samúðarkveðjur.
Einar Þorláksson.
Siggi var sá yndislegasti frændi
sem nokkurt barn gat óskað sér. —
Hávaxinn, glæsilegur með klass-
ísku derdúfuna sína. Sannur „Mon
Oncle". Það var dásamiegt að fá
hann í heimsókn til okkar í Kaup-
mannahöfn og vera hjá honum og
Önnu í Kópavoginum, þegar við
komum til Islands.
Allt sem Siggi hafði í kringum
sig var svo fallegt og sérstakt.
Garðurinn hans var hreinasta para-
dís og hann gat látið vaxa þar hvað
sem var. Eplin, sem reyndar uxu
ekki á eplatrénu, batt hann einfald-
lega á það — til að leika á okkur!
Jarðarberin sem hann bauð upp á
voru að sjálfsögðu ræktuð með eðli-
legum hætti í eigin garði.
Siggi fór með okkur út í náttúr-
una og auðgaði með margvíslegum
hætti upplifun okkar á íslandi.
Hann hafði alltaf tíma til að tala
við okkur, leika við okkur — stutt
í grín og galsa. Hann sagði okkur
allskyns furðusögur, fullar af nota-
legri kímni, gat með hugarflugi sínu
gert hvað sem var trúverðugt og
ljóslifandi.
Við munum öll sakna Sigga
frænda og minnast með þakklæti
allra yndislegu samverustundanna
sem við áttum með honum. — Önnu
og Steilu sendum við hjartanlegar
samúðarkveðjur.
Kristín, Edda, Arne, Tora,
Kaupmannahöfn.
Sigurður Sigurðsson listmálari
lést sunnudaginn 1. desember sl.,
áttræður að aldri.
Ég kynntist Sigurði árið 1943,
er við vorum báðir nemendur á
Listaháskólanum í Kaupmannahöfn
hjá próf. Kræsten Iversen. Sigurður
valdi Kaupmannahöfn til að hljóta
þar sína listmenntun og dvaldi hér
í Danmörku öll stríðsárin. Sumarið
1945, í stríðslokin, hvarf hann aftur
heim til íslands, þar sem hann á
komandi árum ruddi sér braut sem
listamaður.
Ég kvæntist Guðrúnu, systur
Sigurðar, eignaðist þannig hlutdeild
í hlýrri og elskulegri vináttu hans
í gegnum árin.
Börnin okkar nutu þess alltaf að
fá að hitta hann og vera með honum
— hlökkuðu mikið til. Og það var
hrein hátíð, full af gleði, leik og
litum að heimsækja hann og Önnu
á Islandi.
Sigurður leiddi okkur á vit hinnar
dýrlegu íslensku náttúru sem hann
sjálfur unni mjög og túlkaði svo
fallega í list sinni. Hann átti mikinn
fjölda vina, sem virtu hann og þótti
vænt um hann, þar á meðal fjöl-
margir nemendur hans í Handíða-
og myndlistarskólanum.
Sigurður var sérstakur persónu-
leiki, hafði ríka kímnigáfu og auga
fyrir því skrýtna og fjarstæðu-
kennda í tilverunni. Það var alltaf
heil upplifun að vera samvistum við
hann.
Nú er hann horfinn — en hann
lifir áfram í hugum okkar.
Jens Urup Holte, Danmörku.