Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 45
\
I
I
<
í
i
(
(
(
(
(
(
(
I
I
BRYNDIS
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Bryndís Kristj-
ánsdóttir fædd-
ist á Húsavík 11.
desember 1964.
Hún lést í Landspít-
alanum 2. desem-
ber 1996 síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Krist-
ján Sigurðsson frá
Lundarbrekku í
Bárðardal, f. 22.
júlí 1942, og fyrsta
kona hans, Ragn-
hild Hansen, frá
Halldórsstöðum í
Laxárdal, S-Þing.,
f. 19. apríl 1943. Krislján og
Ragnhild skildu. Hann er nú
bifvélavirki í Borgarnesi,
kvæntur Ragnhildi Guðrúnu
Guðmundsdóttur frá Brjáns-
læk, f. 5. júlí 1943. Ragnhild
Hansen býr í Reykjavík.
Systkini Bryndísar eru: 1)
Sigurður, f. 1961, maki, Sigríð-
ur Einarsdóttir, eiga þijú börn
og búa í Reykjavík. 2) Krist-
jana, f. 1969 maki, Örn Árna-
son, eiga eitt barn, búsett í
Reykjavík. 3) Páll Þór, f. 1972,
ókvæntur, býr með móður sinni
í Reykjavík.
Eiginmaður
Bryndísar var Gísli
Rafn Jónsson, f. 20.
apríl 1964. Foreldr-
ar hans: Jón Árni
Sigfússon, f. 23.
október 1929, bif-
reiðarsljóri, Víkur-
nesi, Vogum í Mý-
vatnssveit, og kona
hans, Þorbjörg Sig-
ríður Gísladóttir, f.
27. nóvember 1930,
d. 4. júlí 1996 frá
Helluvaði í Mý-
vatnssveit. Bryndís
og Gísli Rafn eiga
Arnar Rafn, f. 26.
1991, og Fannar
Rafn, f. 11. maí 1996. Bryndís
og Gísli Rafn höfðu byggt sér
íbúðarhús, Arnarnes í Voga-
hverfi í Mývatnssveit. Hann er
í samstarfi með föður sínum í
rekstri langferðabíla og þau
hugðust byggja afkomu sína á
þeim rekstri og ferðaþjónustu.
Bryndís lærði félagsráðgjöf og
hafði starfað sem félagsráð-
gjafi á Akureyri.
Utför Bryndísar fór fram frá
Reykjahlíðarkirkju 7. desem-
ber.
tvo syni:
desember
Áratugurinn 1960-1970 var tími
framfara og bjartsýni í Bárðardal.
Undir lok þess áratugar áttu heima
á Lundarbrekku milli 20-30 manns.
Elst af þessu fólki voru annars
vegar hjónin Marína Baldursdóttir
frá Lundarbrekku og Sigurður
Sigurgeirsson frá Stafni í Reykja-
dal. Hins vegar tengdamæðgurnar
Jónunna Jónasdóttir og Guðrún
Kristjánsdóttir frá Húsavík. Einka-
sonur Jónunnu og eiginmaður Guð-
rúnar var Sigurður Baldursson,
synir þeirra eru Kristján og Jónas.
Sigurður lést af slysförum 1955.
Hann var hálfbróðir Marínu og þau
voru jafnframt systrabörn.
Næsta kynslóð voru börn og
tengdabörn þeirra systkina, Marínu
og Sigurðar Baidursbarna. Þriðja
kynslóðin voru barnabörnin þeirra.
Tólf voru þau, sem samtímis áttu
heima á Lundarbrekku, fædd á
árunum 1958-1969. Mikill sam-
gangur og tengsl voru milli fjöl-
skyldnanna og barnahópurinn stóri
lék sér stöðugt saman, ekki
árekstalaust alltaf. En innan hóps-
ins mynduðust sterk vináttubönd
sem aldrei hafa rofnað. Mér hefur
orðið minnisstæður Þorláksmessu-
dagur 23. desember 1971. Yngsta
dóttir mín, Guðrún var þá 5 ára. Á
Þorláksmessu var venja á þessum
árum að þvo allt og þrífa eftir föng-
um og skreyta svo að kvöldinu.
Mér þóttu þetta einatt langir og
lýjandi dagar. En nú brá útaf van-
anum. Litla heimasætan, 7 ára
gamla, hún Bryndis sem átti heima
„uppi á Hól“ bankaði upp á strax
að morgni. Hún var að heimsækja
Guðrúnu frænku sína og fá hana
til að syngja með sér jólalög sem
hún var búin að læra. Sú yngri
kunni miklu minna, en hún var fljót
að læra og þessar litlu söngkonur
eltu mig herbergi úr herbergi og
sungu jólalög allan daginn. Sú eldri
skrapp heim í mat og drykk en kom
jafnharðan aftur því sönggleðin var
ótakmörkuð. Satt að segja varð ég
heldur ekki leið á að hlusta og er
ekki viss um að ég hafí hlustað á
skemmtilegri söngskrá um dagana.
Fyrr en varði var dagur að kvöldi
kominn og allt orðið hreint og fág-
að. Bryndís litla fór heim með þakk-
læti okkar fyrir vel heppnaðan dag.
Næsta vor, 1972, fluttu svo fjöl-
skyldur frændanna Kristjáns og
Hjartar til Húsavíkur. Fundum
fækkaði og fólkinu á bæjunum líka.
Nú ríkir sorg og söknuður í huga
okkar. Framundan þó jólin, hátíð
ljóss og friðar, en það voru einmitt
þau sem voru kveikjan að söngnum,
sem Bryndís leiddi á Þorláksmessu-
dag 1971.
Góður guð, léttu byrðarnar, sefaðu sorgina,
mildaðu sársaukann. Gefðu trú, von og
kærleika.
Eiginmanni, litlu drengjunum,
tengdaföður, föður og móður,
systkinum og öðrum aðstandend-
um, vottum við Sigurgeir og dætur
okkar, Friðrika, Marína og Guðrún,
dýpstu samúð.
Hjördís Krístjánsdóttir.
Þegar skammdegismyrkrið er sem
svartast lýsum við upp í kringum
okkur með birtu aðventuljósanna og
búum okkur undir komu hátíð ljóss
og friðar. Annan desember síðast
liðinn þegar mér bárust fregnir af
láti frænku minnar, Bryndísar Kristj-
ándóttur, lagðist dimmur skuggi
myrkurs og sorgar yfir og bjarmi
ljósanna náði ekki að lýsa inn í huga
minn. Ég eins og fleiri spyr, hvers
vegna er hún hrifin burt svo hastar-
lega frá ungum sonum og ástríkum
eiginmanni. Ég veit að svara er ekki
að vænta, trúin og minningarnar
verða að lýsa upp hugann og með
tímanum verða þær bjartar og ýta
myrkrinu á braut._
Elsku Biyndís. í dag, 11. desem-
ber, var afmælið þitt, þá ríkti gleði
og tilhlökkun í huga okkar bamanna
á Lundarbrekku þegar við vorum
að alast upp. Þá var fyrsti laufa-
brauðsdagurinn á Lundarbrekku og
við komum öll saman og skáram í
kökumar og sungum jólalögin. Minn-
ingamar frá glöðum æskuáram birt-
ast mér hver af annarri, fullar gleði
og miklum söng. Ifyrstu átta æviárin
þín ólumst við upp hlið við hlið og
áttum saman sælar og sárar stundir
æskunnar. Þannig vora mynduð vin-
áttu- og frændsemisbönd sem voru
sterkari en svo, að fjarlægð og að-
skilnaður næði að slíta þau. Við vor-
um nánar á þann hátt sem uppran-
inn tengdi okkur. Síðastliðið vor átti
ég því láni að fagna að vera samtíða
þér á fæðingardeild FSA, þegar
Fannar Rafn fæddist. Þær stundir
sem við áttum þá vora mér dýrmæt-
ar, dýrmætari en þig granaði.
Á erfiðum stundum sast þú hjá
mér og hlustaðir, þú miðlaðir til mín
kjarki og hlýju á þinn sérstæða hrein-
skilna hátt sem einkenndi þig. Fyrir
þessa daga vil ég sérstaklega þakka,
sem og allar aðrar samverastundir.
Elsku frænka, megi minningin
um dugnað þinn, kjark og æðru-
leysi létta þunga sorgar og myrk-
urs úr hugum ástvina þinna.
Kom, huggari, mig hugga þú
kom, hönd og bind um sárin,
kom, dögg og svala sálu nú,
kom, sól og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð bak við árin.
(V. Briem.)
Góður guð styðji og styrki ykk-
ur, Gilli, Arnar og Fannar. Krist-
ján, Stjana, Siggi, Palli, Ragga og
fjölskyldur, aðrir ástvinir allir; inni-
legar samúðarkveðjur.
Marína Sigurgeirsdóttir.
Allt í einu er hvundagurinn ekki
lengur hvundagur, heldur rofinn
af símtali með slæmum fréttum.
Fréttum af láti ungrar konu sem á
lítil börn og eiginmann. Ungrar
konu sam ætlaði að gera svo margt
með fjölskyldunni í framtíðinni á
nýju heimili. Maður situr hljóður,
dofinn við símann. Horfir á að-
ventuljósin í glugganum sem spá
gleði jólanna, gleði barnanna.
Allt er breytt. Tárin renna niður
kinnarnar, vegna lífsins. Af hverju
Bryndís? Minningarnar streyma
fram í hugann líkt og myndir.
Bryndís í háskólanum. Ég á aldur
við mömmu hennar, en það mynd-
aðist leyniþráður á milli okkar.
Stundum héldum við að hann hefði
orðið af því að við vorum í sama
stjörnumerki, en nú veit ég að hann
varð til vegna væntumþykju.
Bryndís á kaffistofunni í Odda.
Hnarreist með brúnu augun glamp-
andi, hlý, falleg, svolítið kærulaus.
Vandamál dagsins urðu að smá-
málum. Alltaf til í að gera eitthavð
skemmtilegt.
Við Bryndís og Harpa á Birki-
melnum yfir kaffi og rúnstykkjum
að ræða lífið og tilverana.
Bryndís að segja frá Gilla. Aug-
un eins og stjörnur, hann var svo
æðislegur. Hélt að hún hefði fært
aðeins í stílinn, en hann var æðis-
legur. Við Bryndís í verknámi í
Danmörku. í hláturskasti þegar
erfiðleikarnir virtust óyfirstígan-
legir. Hamingjan þegar Gilli kom
í heimsókn. Að fara með þeim til
Hamborgar og Kaupmannahafnar.
Eins og að fylgjast með hamingjup-
ari í brúðkaupsferð. Bryndís í Búlg-
aríu í skólaferðalagi - að skála í
kampavíni af því að hún náði síma-
sambandi við Gilla.
Bryndís móðir. Hún hefði ekki
trúað því að það væri svona yndis-
legt. Bryndís að segja frá framtíð-
inni, húsinu sem þau voru að
byggja, öll börnin sem hún ætlaði
að eiga, allt sem hún ætlaði að
gera í sveitinni með Gilla sínum.
Og nú er ekkert, engin framtíð.
Elsku Gilli og litlu börnin ykkar.
Megi ljós minninganna lýsa ykkur
í myrkri sorgarinnar. Ástvinum
votta ég einlæga samúð.
Kristjana Sigmundsdóttir,
Svíþjóð.
Ég varð felmtri sleginn þegar
ég fletti Morgunblaðinu á laugar-
daginn var og las minningargreinar
um Bryndísi Kristjánsdóttur skóla-
systur mína.
Við Bryndís vorum saman í nem-
endaráði Ármúlaskóla, fyrir einum
þrettán eða fjórtán árum, ásamt
þeim Eiríki, Rögnu og Guðjóni, og
það er skrýtið hvernig lífið leiðir
stundum saman alls ólíka einstakl-
inga. Þetta var skemmtilegur vet-
ur, fullur af ævintýrum, sem sum
hver voru bijálaðri en önnur. Mér
kemur í hug rómverska skikkju-
veislan, sem við héldum um hávet-
ur í félagsheimili nærri höfðuborg-
inni, nú eða þegar við kynntum
skólaball, með því að höggva í
sundur melónur með sveðju á svo
til hveiju einasta borði stofnunar-
innar. En þessi vetur var ekki bara
hreinasta skemmtun, heldur voru
skoðanaskiptin oft snörp, það var
jafnvel rifist heiftarlega á fundum
nemendaráðsins og stundum fannst
okkur námið taka full mikinn tíma
frá félagsstarfinu. Þannig er það,
þegar maður er ungur og hjartað
að springa af lífsþrótti og núna,
þessum árum síðar, fínnst mér við
enn vera ung og nægur tími fram-
undan. Þess vegna var það mikið
áfall, að sjá að hún Bryndís væri
dáin, horfin burt frá fjölskyldunni
sinni, Gísla Rafni Jónssyni, og
drengjunum sínum tveimur. Ég
votta þeim samúð mína og bið Guð
að styrkja þá á þessari efiðu
stundu. Ég er þakklátur fyrir sam-
verustundirnar með Bryndísi á
skólaárunum, og brosið hennar.
Þorsteinn J.
Hver minning dýrmæt perla að iiðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingiþj. Sig.)
í dag hefði kær vinkona okkar
orðið 32 ára og langar okkur því
til að minnast hennar með nokkrum
orðum.
Við erum afar þakklátar fyrir
þau kynni sem við höfðum af henni,
þó við hefðum kosið að hafa þau
lengri.
Bryndís og Gilli fluttu inn í sitt
nýja glæsilega hús fyrir einu og
hálfu ári og við það jukust kynni
okkar frá því sem áður var. Alltaf
var gott að koma í Arnarnes, okk-
ur ætíð tekið fagnandi og af mik-
illi gestrisni.
Með tilkomu Bryndísar inn í
þetta litla samfélag okkar jókst
samgangur og samheldni unga
Vogafólksins og má þar nefna
matarveislur okkar, þar sem allir
lögðu eitthvað af mörkum. En þó
Bryndís sé ekki hér á meðal okkar
lengur, þá munum við halda áfram
að koma saman og með því getum
við heiðrað minningu hennar því
hún var aðalfrumkvöðull í því sam-
bandi.
Bryndís lagði mikla áherslu á
að rækta frændgarðinn og efla vin-
áttuna. Hún var mikil fjölskyldu-
manneskja og aðdáunarvert var að
sjá hversu samheldin þau hjón voru
í hveiju því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Heimili þeirra bar þess
merki og var það sérstaklega
smekklegt og hlýlegt.
Þó að Bryndís sé farin frá okkur
munum við halda áfram að fara í
Arnarnes og heimsækja Gilla og
drengina og eiga ljúfar stundir þar
eftir sem áður.
Bryndísi þökkum við allar ljúfu
samverustundirnar sem við áttum
með henni. Stórt skarð hefur verið
höggvið í vinahópinn og eigum við
eftir að sakna hennar sárt.
Elsku Gilli, um leið og við og
íjölskyldur okkar vottum þér, Arn-
ari Rafni og Fannari Rafni okkar
innilegustu samúð þá veistu að þú
getur alltaf leitað til okkar ef þú
þarft á að halda.
Hrafnhildur og Gunnhildur.
Ó, Jesú bróðir besti
og bamavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(P. Jónsson.)
Hún Bryndís er dáin, okkur
finnst það svo ótrúlegt, svo órétt-
látt. Það er svo stutt síðan við
Vogakonur sátum saman í Arnar-
nesi og funduðum um undirbúning
fyrir hinn árlega Slægjufund. Það
var létt yfir okkur og mikið spjallað
og hlegið, jafnvel látið að því liggja
að við myndum líka sjá um Slægju-
fund að ári, það yrði okkur tilefni
til að hittast oftar og eiga notaleg-
ar kvöldstundir saman.
Eins og alltaf var gott að koma
í Arnarnes, vel á móti okkur tekið
og myndarlega veitt. Bryndís tók
því vel að vera kynnir á Slægju-
fundi og skilaði því með miklum
sóma og skörungsskap þó að senni-
lega hafi sá sjúkdómur sem leiddi
hana til dauða eitthvað verið farinn
að þjá hana.
Bryndís var ákaflega hreinskipt-
in og sagði sínar skoðanir. Hún var
líka ákveðin driffjöður í hópnum
og var farin að tala um að við
Vogakonur ættum endilega að hitt-
ast að Slægjufundi loknum og
gleðjast yfir því hversu vel tókst
til hjá okkur. Þegar röðin kemur
að okkur næst að sjá um undirbún-
ing Slægjufundar munum við
eflaust minnast Bryndísar með
söknuði og notalegra samveru-
stunda okkar Vogakvenna í Amar-
nesi.
Við þökkum Bryndísi yndislegar
stundir. Fullvissar þess að við eig-
um eftir að funda saman síðar. Við
vitum að nú er Bryndis í góðum
höndum hjá Obbu tengdamóður
sinni sem kvaddi okkur fyrir aðeins
tæpu hálfu ári síðan.
Élsku Gilli og litlu drengirnir
ykkar tveir. Við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð. Megi guð styrkja
ykkur i ykkar miklu sorg.
Vogakonur.
HELGIEIRÍKSSON
+ Helgi Eiríksson fæddist í
Reykjavík 28. febrúar 1954.
Hann lést i Reykjavík 24.
nóvember siðastliðinn og fór
útför hans fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 3. desember.
Gilwell, liður kvöld yfir vatnið
ágúst - bláskuggar lyftast
lita sjóndeildarhring
og ljósið það seytlar bak við
Úlfljótsvatnsfjall
en töfrar yfir
og allt um kring.
En ugla vakir
glottir hrafn
hamast spæta í leynum
sig hreiðra gaukar
en dúfan baukar
og dvergar smíða í steinum.
Ilmvatn, dregur fossa af íjalli
leyfir jörðinni að anda
angar gróður og lyng
og þokan hún læðist að um
lágnættisbil
en ljósið kveður og fer í hring.
(Sigurður Júlíus Grétarsson)
Þegar við Gilwellungar 1996
fengum þær sorgarfréttir að Helgi
Eiríksson hefði orðið bráðkvaddur
vorum við öll harmi slegin. Ekki
hefði okkur dottið í hug vikuna sem
við áttum saman að Úlfljótsvatni,
í ágústlok, að nú tæpum 3 mánuð-
um síðar væri hann ekki lengur á
meðal okkar.
Það sem við munum aldrei
gleyma er þegar Helgi yfirkennari
kom úr daglega skokkinu sínu
ásamt skólastjóranum, Sigurði Júl-
íusi, sæll á svip og kláraði það með
því að sýna sérstök afbrigði af
Miiller og frábrugðnum teygjum.
Kvöldin voru ekki síðri en dag-
arnir. Á kvöldvökunum sem þá voru
haldnar sungum við hátt og snjallt
undir styrkri stjórn þeirra Helga
og Sigurðar skólastjóra þar sem
spekúlerað var út í það óendanlega
um tóntegundir og slíkt á meðan
við hugsuðum: „Á aldrei að byija
að syngja?“ Er við minnumst þess-
ara kvöldvaka lifir hæst er Helgi
stjórnaði Von Spiro. Allt lék á reiði-
skjálfi og barist var við að grípa
hlutina sem hrundu af skápnum.
Þar sem húsið hristist og við hlógum
okkur máttlaus hélt Helgi „Von
Spiro“ ótrauður áfram með einsöng
sinn, og það var ekki fyrr en eftir
sönginn að hann tók eftir öllum
hlutunum þar sem þeir voru á víð
og dreif um herbergið.
Við munum sakna þín sárt en í
hjarta okkar býr vissan um að þú
sért kominn heim.
Við vottum aðstandendum Helga
okkar dýpstu samúð.
Með skátakveðju,
Gilwellungar 1996.