Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 11. DESUMBER 1996 4 7 JÓN HÓLMGEIR JÓHANNSSON + Jón Hólmgeir Jóhannsson fæddist á Kirkju- bóli í Múlasveit, 25. desember 1912. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 1. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurðsson og Guð- rún Bæringsdóttir. Systkini hans eru: Guðný Jóhanna, (látin), Sigríður, (látin), Guðmundur, (látinn), Ólafur, (látinn), Böðvar, (látinn), móðir þeirra var Guðríður Jóhanna Guðmundsdóttir; Jóhannes, (látinn), Guðríður Jóhanna, Guðmunda Jóhanna, (látin), Þorbjörg, (látin), Guðbrandur Theódór, (látinn), Bæring Val- geir, Gunnar (látinn), og Val- borg Pálína. Utför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar með nokkrum orðum að minnast góðs frænda míns, Jóns Jóhannssonar. Jón var ellefti í röð fjórtán barna þeirra hjóna Jóhanns Sigurðssonar og Guðrúnar Bæringsdóttur. Árið 1963 fluttu Jón og systkini hans þijú, Gunnar, Guðmunda og Val- borg, til Hafnarfjarðar og héldu saman heimili í Brekkuhvammi 1, þar sem þau hafa búið æ síðan, eða þar til maðurinn með ljáinn knúði dyra og er nú Valborg ein eftir og saknar systkina sinna sárt. Alltaf var svo gott að koma í Hvamminn og sitja við eldhúsborð- ið, þiggja kræsingar og spjalla við Jón frænda um alla heima og geima. Hann var vel að sér í öllum þeim málum sem bar hæst hveiju sinni og sérstakan áhuga hafði hann á öllu sem viðkom húsbygg- ingum, er við hjónin vorum að standa í slíku. Nú er skarð fyrir skildi og stóllinn hans auður við eldhúsborðið. Jón var smiður góður. Allt tré- verk lék í höndum hans og er skemmst að minnast gamla rokks- ins sem hann gerði upp fyrir mig og er sannkallað augnayndi. Flest- um stundum var hann í smíðaskúrn- um sínum og töfraði þar fram ýmsa fallega muni. Hógvær var hann frændi minn og er ég leit inn í skúrinn til hans og spurði hvað hann væri nú að smíða, var svarið ætíð: „Ja, ég er nú að juða þetta eitthvað svona.“ Barngóður var Jón með afbrigð- um og hafði hann mikla ánægju af því þegar stór og smá frænd- systkini hans litu inn. Oftast var hundrað krónum smeygt í lítinn lófa. Það er sárt til þess að hugsa að lúin hönd klappar ekki lengur á lít- inn koll eða strýkur litla kinn, en nú er hann Jón frændi farinn til fundar við systkini sín. Elsku Valla, Bæring og amma, Guð blessi ykkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Birna. í dag kveðjum við hjónin góðan vin okkar, Jón Jó- hannsson frá Kirkjubóli í Múla- sveit. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til Jóns og þakka honum samveruna á lífsleiðinni. Ég kynntist Jóni fyrst þegar ég var í barnaskóla á Bæ. Ég hafði að vísu séð Jón áður og heyrt hans getið og þá sérstaklega fyrir það hve laginn smiður hann væri. Mörg voru heimilin fyrir vestan sem höfðu að geyma fallega stofuskápa sem Jón hafði smíðað. Garðar, eigin- maður minn, hafði þekkt Jón frá því hann kom níu ára gamall sem snúningastrákur í sveit til þeirra systkina á Kirkjubóli. Gunnar bróð- ir Jóns hafði þá nýtekið við búi á Kirkjubóli. Þau bjuggu þar fjögur systkinin, Guðmunda, Valborg, Jón og Gunnar ásamt foreldrum sínum sem þá höfðu hætt búskap. Sveita- dvöl Garðars á Kirkjubóli varð nokkuð löng því hann var hjá þeim öll sumur fram yfir fermingu. Sýn- ir það hve vel honum leið hjá þeim systkinum og tengslin hafa haldist alla tíð síðan. Munda var þó í burtu alla vetur því hún var kennari í Múla- og Gufudalssveit. Jón fékkst mikið við smíðar og var oft í þeirri vinnu víðs vegar um sveitina, meðal annars á æskuheimili mínu á Deild- ará. Eftir að systkinin fluttust í Hafn- arfjörð árið 1963 vann Jón mikið við smíðar á innréttingum en hann kom sér upp góðri aðstöðu til smíða í bílskúrnum við í húsið í Brekku- hvammi. Þangað fluttu þau systkin- in fljótlega eftir komuna hingað suður. Eftir Jón eru smíðaðir allir skápar í mörgum húsum ættingja og vina sem hann smíðaði innrétt- ingar fyrir. Jón var að vísu hættur stærri smíðum seinustu árin en allt fram að andláti sínu rölti hann í skúrinn og dundaði sér við smíðar. Ekki eru liðin nema tvö ár síðan hann smíðaði fallegar litlar kom- móður og smáhluti. Svo til í hverri viku eftir að þau systkinin fluttu suður kom ég til þeirra í kaffi. Jón kom þá inn úr skúrnum og bar þar margt á góma. Oft voru fjörugar samræður yfir kaffinu þegar hin daglegu mál voru rædd og rifjaðir voru upp gömlu dagarnir fyrir vest- an. Jón hafði gaman af að slá á létta strengi og gera að gamni sínu. Alltaf hélt hann tryggð við æsku-. stöðvar sínar þar sem hann var fæddur og alinn upp í stórum systk- inahópi. Ég mun sakna þess að geta ekki oftar glest við Jón við kaffiborðið hjá þeim systkinum. Fyrst komið var á leiðarenda var gott að Jón fékk að sofna í síðasta sinn heima í rúminu sínu í Brekkuhvammi. Hann hefur eflaust átt góða heim- komu hjá Guði, eins góður maður og hann var. Systkinum hans og öðrum ástvin- um vottum við jnnilega samúð. Ásta Jónsdóttir. Jón ólst upp í stórum systkina- hópi á Kirkjubóli í Múlasveit. Það má nærri geta að mikið hefur þurft til heimilishalds á svo mannmörgu heimili, bæði í mat og fatnaði. Auk þess var þar alltaf mikill gestagang- ur, ekki síst úr Breiðafjarðareyjun- um meðan þær voru allar í byggð. Leiðir margra lágu til Kirkjubóls enda gestrisnin með afbrigðum hjá þeim hjónum, Jóhanni og Guðrúnu. Á þeim árum þekktust ekki barna- bætur eins og nú. Það varð hver að hjálpa sér sjálfur. Þegar maður lítur yfir þá sögu löngu liðinna ára, þá er það merkilegt hvað barnmarg- ar fjölskyldur gátu komið til manns stórum barnahópi án nokkurrar hjálpar. I þeim hópi voru hjónin á Kirkjubóli. Jón átti því ekki langt að sækja dugnað og verklagni, enda bar snemma á því að hann gæti tekið til hendinni við byggingar, sérstak- lega smíðar. Hann byggði vítt um sveitir bæði íbúðarhús og penings- hús, og brást ekki gott handbragð. Allt kom rétt út. Hann var einnig mikill afkastamaður og allt lék í höndunum á honum, eins og sagt var. Jón fór aldrei í skóla og hafði því engin réttindi. Hefði hann haft þau hefði hann getað tekið að sér stórverkefni. Jón bjó ásamt systkinum sínum þremur á Kirkjubóli til ársins 1973, er þau fluttust til Hafnarfjarðar. Þar keyptu þau stórt einbýlishús og bjuggu þar við mikla rausn og myndarskap. Þar hafði Jón gott verkstæði og smíðaði aðallega inn- réttingar í hús. Á þetta heimili þeirra systkina í Hafnarfirði hafa margir komið, bæði kunningar að vestan og nýir kunningjar, og setið þar við veisluborð. Þau nutu þess að taka á móti gestum, tóku með sér gestrisnina að vestan, en æsku- heimil þeirra þar er í eyði eins og sveitin þeirra öll. Þar sést ekki leng- ur ljós í glugga, heldur er allt hljótt. Ég vil votta systkinunum sem eftir lifa dýpstu samúð mína vegna fráfalls Jóns. Þar hefur brostið sterkur hlekkur. Um leið þakka ég Jóni frænda mínum góð kynni og vinskap á liðnum árum. Að síðustu kveð ég hann með þessum ljóðlínum Jóhannesar úr Kötlum: Margs er að minnast, margt er enn á seyði, bleikur er varpinn, bærinn minn í eyði. Fljúga þó ennþá svanir fram á heiði. Jóhannes Arason. JON GUNNAR HELGASON + Jón Gunnar Helgason fædd- ist á Höfn í Hornafirði 6. júní 1955. Hann fórst með báti sínum 13. október síðastliðinn og fór minningarathöfn um hann og félaga hans fram frá Hafnarkirkju 30. nóvember. Vinur okkar er horfinn og sorgin nístir hjartað. Það hellast yfir okkur minningar liðinna ára og margt af því sem brallað hefur verið kemur upp í hugann. Við brosum í gegnum tárin þegar rifjaðar eru upp minn- ingar eins og þegar skipstjórinn frá Höfn hóf upp raust sína og reynd- ist vel mæltur á þýska tungu, okk- ur ferðafélögunum til mikillar undr- unar og meira að segja kyijaði þýska söngva á ókunnum bar í Þýskalandi við mikla kátínu nærstaddra. Þessi vinátta hefur ætíð verið okkur mik- ill gleðigjafí og það var ætíð fyrsta hugsunin þegar rennt var inn á æskustöðvamar að koma við hjá skipstjórahjónunum á Höfn. Minnisstæðastar eru þó síðustu samverustundirnar þegar feðurnir fóru í haust sem leið í fjörðinn með litlu stelpurnar sínar, þar sem þeim var veitt hlutdeild í æskuminning- um feðranna, þegar þeir sem smá- pollar fóru í fjörðinn til að veiða. Einnig leitar á hugann sú minning þegar setið var og spilað á gítar og sungið á heimili þeirra hjóna og mátti vart á milli sjá hvor var stolt- ari sonur eða faðir yfir gítarleik hvor annars. Við munum minnast Jóns Gunnars sem góðs vinar sem ætíð mun hafa sess í hjarta okkar. Hann mun lifa áfram í börnum sín- um og minning hans mun ætíð fylgja okkur því vandaðri mann var vart hægt að finna. Elsku Edda, Bryndís, Auður, Natan og Vala, sorg ykkar er mik- il. Og Edda, þú sem stóðst ætíð sem stytta við hlið eiginmanns þíns, fylgdir honum í blíðu og stríðu, þú sem vannst með honum í fyrirtæki ykkar, þið voruð sem eitt, við vitum að hann treystir þér fyrir öllu því sem hann skildi eftir hér á jarðríki og hann mun vera með ykkur í anda. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Geir, Hlíf, Ýrr, Auður, Arnar og Björn. t Eiginmaður minn, JÓN S. HJARTARSON, Álfheimum 70, Reykjavík, lést á Landspítalanum 9. desember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Ingibjörg Daðadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVERRIR SIGURÐSSON, Goðabyggð11, Akureyri, sem andaðist fimmtudaginn 5. des- ember, verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Inga Björnsdóttir, Björn Sverrisson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Ármann Sverrisson, Kristín Sigurðardóttir, Sólveig Sverrisdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Valgerður Valsdóttir, Ingimundur Sigfússon, Valur Valsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Valur Ingimundarson, Sigfús Ingimundarson, Ragnar F. Valsson. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við frá- fall elskulegs sonar okkar, föður og bróður ÓLAFS ANDRÉSSONAR, Ástúni 2. Hjartans þakkir til skipshafnarinnar á varðskipinu Tý og Sjómanna- félags Reykjavíkur. Guð veri með ykkur öllum. Halldóra Jóhannsdóttir, Andrés Ásgrímsson, Berglind Ósk Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, bræður og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTI'NAR AÐALHEIÐAR JÓHANNSDÓTTUR, Bjarkarbraut 15, Dalvík. Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks Dalbæjar fyrir aðhlynningu hennar. Rannveig Hjaltadóttir, Karl Geirmundsson, Anna Bára Hjaltadóttir, Trausti Þorsteinsson, Kristrún Hjaltadóttir, Óskar S. Einarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og sam- býliskonu, HULDU JÓHANNESDÓTTUR, Rauðagerði 18, Reykjavik. Þorsteinn V. Viggósson, Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir, Jóhannes Viggósson, Ragna Fróðadóttir, Lárus K. Viggósson, Ása Ólafsdóttir og barnabörn, Ólafur Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.