Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRG
EYJÓLFSDÓTTIR
+ Björg Eyjólfs-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 1. apríl
1930. Hún lést á
heimili sínu,
Austurströnd 4, Sel-
tjarnarnesi, 28. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 5. desember.
Hún Gagga frænka
er látin. Móðursystir
okkar hefur loks fengið
frið eftir stranga og
erfiða lífsgöngu síð-
ustu árin. A þessari stundu streyma
minningarbrotin fram í hugum okk-
ar. Við munum svo vel hvernig hún
tók okkur inn á heimili sitt í Brekku-
hvammi í Hafnarfirði. Tvo litla
snáða sem hún tók að sér að passa.
Þar leið okkur eins og við værum
hennar eigin synir. Alltaf var ákveð-
in eftirvænting að fá að gista hjá
Göggu frænku. Við minnumst þess
enn fremur þegar hún kom í sínar
mörgu heimsóknir í Sigluvoginn og
kallaði fram bros á hveiju andliti á
þeim bæ. Hún Gagga var alltaf svo
skemmtileg. Hún var húmoristi af
Guðs náð.
Þegar við uxum úr grasi áttum
við eftir að njóta nærveru hennar
sem uppeldismóður. Það var ekki
bara að Gagga kenndi okkur hvern-
ig við áttum að haga okkur á möl-
inni. Hún kynnti okkur einnig fyrir
sveitarómantíkinni. Það gerði hún
austur á Þórustöðum í Ölfusi. Þar
fannst okkur stórkostlegt að koma
og fá að gista, og ekki má gleyma
hinum fjölmörgu jólaboðum sem þar
voru haldin með öllum sínum
sjarma.
Gagga frænka hafði
einstaka eiginleika.
Þrátt fyrir að hafa
yfrið nóg á sinni könnu
gaf hún sér alltaf tíma
til að fylgjast með
systurbörnum sínum.
Hún fylgdist vel með
okkar högum, hvað við
höfðum fyrir stafni og
hvernig okkur liði.
Þannig sýndi hún
hversu mikið henni
þótti vænt um okkur
öll. Og svo var það
tónlistin. Tónlistin
fylgdi henni í gegnum
lífið og var í raun hennar lífselexír,
og tónlistargleðinni miðlaði hún oft
til annarra. Það er ekki svo langt
síðan að hún heiðraði okkur með
nærveru sinni og miðlaði þvílíkri
gleði og skemmtilegheitum að það
mun aldrei gleymast. Þar fór kona
sem engan gat grunað að ætti við
alvarleg veikinda að stríða. Hún
mætti hnarreist og skemmti sér en
þó sér í lagi öðrum með píanóleik
langt framm á kvöld. En svona var
Gagga. Hún bar ekki raunir sínar
á torg.
Enn sýndi hún styrk sinn er hún
af veikum mætti ferðaðist austur
til Kirkjubæjarklausturs á ættarmót
í sumar sem leið. Henni þótti jú
mjög vænt um þessa sveit. Dvaldi
hún oft að Fossum í Landbroti hjá
Köru og Davíð. Það læðist að okkur
sá grunur að hún hafi vitað hvert
stefndi og þrátt fyrir veikindin vilj-
að fá að kveðja góðan stað. Um-
hverfi þar sem hún og Vilhjálmur
áttu yndislegar stundir saman. Við
kveðjum þig Gagga frænka og þú
berð kveðju fyrir okkur.
Kæra móðursystir, við minnumst
þín ekki bara sem Göggu frænku,
heldur líka sem Göggu á píanóinu,
Göggu móður, Göggu menningar-
vita, Göggu íslenskufræðings og
ekki síst sem Göggu sem kom okk-
ur svo oft í gott skap.
Vilhjálmur, Einar, Stefán, Auð-
ur, Trausti og fjölskyidur, við send-
um ykkur dýpstu samúðarkveðjur
og megið þið öðlast styrk í sorginni.
Hans og Kristján.
Elsku Björg.
Þú varst alltaf svo hugrökk að
við trúðum því fram á síðustu
stundu að þú myndir sigra, en nú
verðum við að horfast í augu við
raunveruleikann. Heimurinn er svo
miklu litlausari og snauðari þegar
þú ert horfin með þennan ótrúlega
kraft til að yfirstíga erfiðleikana
og framkvæma það sem þú ætlaðir
þér.
Þú barst alltaf með þér ferskan
blæ athafnakonunnar. Hress og kát
og svo yndislega skemmtileg og
uppörvandi.
Eg _man þegar ég kynntist þér
fyrst. Ég kveið svolítið fyrir að hitta
svona heimskonu eins og mér
fannst þú vera, en sá ótti var
ástæðulaus með öllu. Ég kynntist
fínlegri og fallegri konu sem tók
okkur opnum örmum, ekki síst dótt-
ur minni, sem þú leist alltaf á sem
þína eigin dóttur og reyndist henni
sem önnur móðir, tókst hana upp
á arma þína þegar hún fór til náms
til Reykjavíkur og gættir þess vel
að það samband rofnaði aldrei.
Fyrir hana og börnin hennar var
þetta góða samband við ykkur Villa
ómetanlegt.
Sár söknuður lamar nú fjölskyldu
þína og vini. Þú skilur eftir þig svo
mikið tómarúm, því þú fylltir svo
vel út í tilveruna, og varst svo lif-
andi að maður trúir ekki að þú sért
farin án þess að segja „sjáumst“.
Hafðu þökk fyrir allt.
Erla.
OLAFUR
GUÐMUNDSSON
Ólafur Guð-
mundsson
fæddist í Kaup-
mannahöfn 15.
mars 1943. Hann
lést í Bandaríkjun-
um hinn 30. nóvem-
ber síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Guð-
mundar Arnlaugs-
sonar rektors við
Menntaskólann við
Hamrahlíð, f. 1.
september 1913, d.
9. nóvember 1996,
og Halldóru Ólafs-
dóttur hjúkrunarkonu, f. 20.
júlí 1915, _d. 12. október 1978.
Systkini Ólafs eru Arnlaugur
Guðmundsson tæknifræðingur,
f. 21. júlí 1945, kvæntur Önnu
Kristjánsdóttur prófessor, f.
14. október 1941, og Guðrún
Guðmundsdóttir tónlistarkenn-
ari, f. 19. mars 1947, gift Björg-
vin Víglundssyni verkfræðingi,
f. 4. maí 1946.
Ólafur kvæntist í janúar
1972 Nancy Knudsen, f. 25.
nóvember 1946. Þau skildu.
Dætur þeirra eru Elfrida Jo-
hanna, f. 5. nóvember 1973,
Örlögin eru óræð og það tekur
stundum langan tíma að átta sig
raunverulega á því hvað þau hafi
fært okkur eða frá okkur tekið.
Þannig varð mér við er okkur barst
dánartilkynning mágs míns, Ólafs
Guðmundssonar stýrimanns, sem
háskólanemi, og
Erika Jean, f. 30.
maí 1983, grunn-
skólanemi. Síðari
kona Ólafs er Liz
Gudmundsson, f.
26. október 1941.
Ólafur fór til sjós
að afloknu gagn-
fræðaprófi og
gegndi margvísleg-
um störfum á ís-
lenskum og erlend-
um skipum. Hann
tók farmannapróf,
þriðja stigs, frá Stý-
rimannaskólanum í
Reykjavík árið 1970 og starfaði
einkum eftir það sem stýrimað-
ur, aðallega á erlendum skip-
um.
Árið 1973 fluttu Ólafur og
fyrri kona hans ásamt eldri
dóttur frá íslandi til Bandaríkj-
anna og var hann búsettur þar
síðan, fyrst á Long Island, en
síðustu sex ár í Williamsport í
Pennsylvaniu. Þaðan var útför
hans gerð sl. fimmtudag.
Minningarathöfn um Ólaf
fer fram í Kapellu Fossvogs-
kirkju í dag og hefst klukkan
13.30.
búsettur hafði verið í Bandaríkjun-
um tæpan aldarfjórðung. Tárin
brutust ekki út fyrr en mörgum
dögum síðar.
Hann hafði kvatt okkur tíu dög-
um áður í lok veru sinnar hér heima
með eldri dóttur sinni til að kveðja
föður sinn á banabeð og fylgja
honum til grafar. Við áttum þá
saman ljúfar stundir þótt sárar
væru og tengslin urðu á allan hátt
sterkari og traustari. í gestabók-
inni okkar lofar hann að koma
aftur og dveljast lengur að sumri.
Þegar við sjáum sól baða haf og
land í geislum sínum næsta sumar
munum við hugsa til hans og rifja
upp minningar um ánægjuleg sam-
skipti og gleðistundir.
Mágur minn var ekki hávær
maður heldur hlýr og einlægur og
það var gott að vera nálægt hon-
um. Við umgengumst aldrei mikið
þótt við hefðum tengst fyrir ná-
lægt þremur áratugum. Hann var
lengi fjarri íslandi, fyrst á sjó víðs
vegar um heim og nú tæpan aldar-
fjórðung búsettur vestan hafs. En
þótt hann væri ekki mikið fyrir
bréfaskriftir var hann frændræk-
inn og duglegur að blanda geði við
fjölskyldu sína í hvert skipti sem
hann kom hingað.
I Bandaríkjunum bjó Ólafur alla
tíð nálægt skyldfólki sínu í móður-
ætt. Náfrænkur móður hans, þær
Guðrún Rútsdóttir, sem er látin,
og Bergljót Lára Rútsdóttir Walsh,
ráku þar um árabil hjúkrunar- og
vistheimili fyrir aldrað fólk og
þriðja systirin, Halldóra Rútsdóttir,
sem einnig er látin, starfaði á veg-
um íslensku utanríkisþjónustunn-
ar. Þær og böm Bergljótar Láru
mynduðu sterkan og glaðværan
fjölskyldukjama þarna vestan hafs
sem margir hér á landi þekkja og
inn í þann hóp flutti hann, settist
að og fjölskyldan óx. Nokkmm
sinnum áttum við þess kost að
heimsækja hann, bæði á Long Is-
land og síðar í Williamsport og
njóta þar gestrisni og góðra sam-
vista.
Á kveðjustund leitar hugurinn
vestur um haf til eiginkonu, dætr-
anna og alls skyldfólksins þar og
þeim eru sendar einlægar sam-
úðarkveðjur. Hér heima lifir með
okkur minning um góðan dreng;
bróður, mág og frænda.
Anna Kristjánsdóttir.
Handrit afmæiis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl(a^centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grcinunum.
SÆMUNDUR
SIG URÐSSON
+ Sæmundur Signrðsson var
fæddur í Reykjavík 28. júlí
1909. Hann lést 1. desember
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Langholtskirkju 9.
desember.
Heiðursmaðurinn Sæmundur
Sigurðsson er genginn á vit feðra
sinna á ókunnri strönd.
Kannski er honum þessi för
kærkomin en hin síðari ár dró
mikið af Sæmundi líkamlega og
andlega og er ekki ólíklegt að
maður með jafn hvatlegar og frjó-
ar hugsanir og létt líkamlegt at-
gervi hafi átt erfitt með að sætta
sig við slíka niðursveiflu.
Sæmundur var Reykjavíkurbarn
í orðsins fyllstu merkingu, hér
fæddist hann og hér var hans
starfsvettvangur á langri ævi.
Borgin var honum kær og fram-
ganga hennar og málefni hugleikin
enda fáir sem jafnlengi tóku púls
hennar og stöðu og fylgdust með
þróun hennar úr bæ í borg í ár-
anna rás.
En þó Reykjavík væri Sæmundi
kær var hann mikill heimsmaður
í eðli sínu. Það kom greinilega í
ljós á hinum íjölmörgu þingum og
ráðstefnum sem Sæmundur sótti
sem fulltrúi sinnar stéttar erlendis
og hér heima.
Oftar en margur annar var
Sæmundur fulltrúi íslenskra mái-
arameistara á þingum okkar mál-
arameistara, Nordisk Malermester
Organisasion (N.M.O), sem haldin
eru annað hvert ár í einhveiju Norð-
urlandanna.
Þar lét hann mikið að sér kveða
og þar eignaðist hann marga góða
kollega og kæra vini sem hann
hélt mikla tryggð við í gegnum árin.
Á þessum þingum og öðrum fag-
ráðstefnum kom einnig greinilega
fram hversu mögnuð félagsvera
Sæmundur var. Ekkert var honum
óviðkomandi og öll mál hans stéttar
voru honum þýðingarmikil. Hann
var með afbrigðum tillögu- og ráða-
góður og flutti mál sitt af skörungs-
skap og festu enda ólatur í ræðu-
stólinn.
Menntamál sinnar stéttar vom
Sæmundi afar hugleikin og má
segja að hann ásamt fleiri góðum
mönnum hafi mótað þá umgjörð
sem menntun málaranema er í dag
en allt frá árinu 1952 hefur verkleg
kennsla í málaraiðn farið fram í
tengslum við Iðnskólann í Reykja-
vík og er með elstu verklegum deild-
um innan Iðnskólans.
Við uppbyggingu á Málaraskól-
anum sem svo var kallaður framan-
af höfðu menn til hliðsjónar verk-
lega skóla á Norðurlöndum og þá
helst í Danmörku en þangað sóttu
ungir málarasveinar mikið á 4. ára-
tugnum og var Sæmundur Sigurðs-
son einn þeirra.
Það var mikill akkur hinum ný-
stofnaða Málaraskóla að til hans
völdust strax í byijun miklir hug-
sjónamenn og má þar nefna þá
Kristin Andrésson, August Haa-
konsen, Jón Björnsson og Sæmund
Sigurðsson. Allt voru þetta fyrir-
taks fagmenn og kunnir af verkum
sínum jafnt meðal kollega sinna og
annarra borgara.
Sæmundur starfaði við kennslu
Málaraskólans fram til ársins 1979.
í æðum Sæmundar rann mikið
listamannsblóð og fékkst hann mik-
ið við frístundamálum, sérstaklega
fyrr á árum.
Var Sæmundur einn af stofnend-
um Félags frístundamálara og hélt
sá félagsskapur uppi kennslu í list-
málun og teikningu um árabii. Hin
síðari ár fékkst Sæmundur meira
við postulínsmálun og leiðbeindi
mörgum í þeirri grein ásamt eigin-
konu sinni Sigríði. Einnig vann
hann að málun og skreytingu hús-
gagna á verkstæði sínu þegar um
fór að hægjast í kennslunni því
sjaldan féll Sæmundi verk úr hendi.
Okkur Sæmundi var vel til vina
og fyrir utan starfið voru áhuga-
mál okkar nokkuð svipuð þó svo
aldursmunurinn væri nokkrir ára-
tugir. Ég þakka honum samfylgd-
ina og tel mér það til tekna að
hafa fengið að kynnast honum og
starfa með honum.
Hans einstöku eiginkonu Sig-
ríði, börnum og afkomendum
þeirra vottum við Svanfríður okkar
dýpstu samúð.
Þessum ágæta forvera mínum í
starfi og vini bið ég guðs blessun-
ar á ókunnri strönd.
Blessuð sé minning Sæmundar
Sigurssonar.
Helgi Gretar.
„Er þetta hún Katarína?" Þetta
var það sem ég bjóst við að heyra
hann afa minn kalla þegar ég opn-
aði hurðina á Feijuvoginum þann
6. desember síðastliðinn. En það
var ekki afi sem tók á móti mér í
þetta sinn heldur minningarnar um
hann og það voru þær, svo sterk-
ar, sem gerðu það að verkum að
ég heyrði þessa kveðju hans svo
greinilega.
Ég held að það sé óhætt að segja
að ég hafi alla tíð verið mikil afa-
stelpa. Við Sæmafi vorum miklir
mátar og okkur leið vel í návist
hvors annars. Sex ára gamalli leist
mér alls ekki á blikuna þegar
amma stakk upp á því við afa, að
mér heyrandi, að þau flyttu út á
land. Ég bað hana ömmu mína
háalvarleg um að fara ekki með
hann afa minn í burtu - hann átti
að vera hjá mér. Ekki fóru þau,
sem betur fer, og saman eyddum
við miklum tíma. Eins og til dæm-
is á mínum Ieikskólaárum, þá hafði
afi oft það hlutverk að ná í mig í
skólann. Oftar en ekki komum við
við í Skalla í Lækjargötunni og
fengum okkur ís með dýfu, rúntuð-
um um bæinn, skoðuðum mannlífið
og athuguðum hvort það væri
bræla á tjörninni. Við spjölluðum
líka um og veltum fyrir okkur lita-
vali landans á húsum bæjarins en
um það hafði afi ávallt eitthvað
að segja. Þegar ísinn var búinn var
tími til kominn að ná í ömmu í
vinnuna. Ef ég fékk að fara með
þeim heim í Miðtúnið þá fór ég
eins og blátt strik inn í eldhús þar
sem ég settist á gólfið fyrir framan
kexskápinn og maulaði ískex í gríð
og erg. Afi vissi vel að ískex var
í miklu uppáhaldi hjá mér og sá
alltaf til þess að það væri að
minnsta kosti til einn pakki fyrir
mig. Hann afi sá svo sannarlega
vel um sína.
Þegar ég eltist settist ég á skóla-
bekk í Menntaskólanum við Sund.
Það að sá skóli er staðsettur rétt
hjá ömmu og afa hafði mikið að
segja þegar hann varð fyrir valinu.
Það leið heldur ekki sá skóladagur
að ég kæmi ekki við hjá þeim.
Annaðhvort drakk ég með þeim
kakó og við borðuðum snúða með
glassúr eða þá að dauðþreyttur
námsmaðurinn lagði sig í sófanum
hjá þeim í dálitla stund. Þá klikk-
aði aldrei að afi eða amma breiddu
yfir mig teppi og pökkuðu tánum
vel inn, en það fannst afa einmitt
svo notalegt líka.
Aldrei leið mér betur en þegar
ég, amma og afi sátum inni í
postulínsherbergi og dunduðum
okkur við að mála um leið og við
spjölluðum um lífið og tilveruna.
Það var eins og að koma inn í
annan heim, allar áhyggjur og
daglegt amstur varð léttara við
þessar aðstæður og því gleymi ég
aldrei. Elsku besti afi minn, við,
sem þú kenndir, höldum áfram að
mála. Ég veit að þú munt alltaf
vera hjá okkur og leiðbeina okkur
við handbragðið. Það þykir mér
ómetanleg tilhugsun.
Þín afastelpa,
Katrín Brynja.