Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 49

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 49 MINNINGAR GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON + Guðmundur Þórarinsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1924. Hann lést á Land- spitalanum 29. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. desember. íþróttafrömuðurinn Guðmundur Þórarinsson er látinn. Þegar maður lítur yfir farinn veg og afskipti af íþróttamálum sl. 20 ár, kemur nafn Guðmundar sterkt upp í hugann. Guðmundur var eldhugi sem ekkert var óðviðkomandi er að málefnum íþróttanna laut. Hans verður minnst af frjálsíþróttafólki fyrir geysimikið og fórnfúst starf í þess þágu. Hver man t.d. ekki eftir hinu sigursæla frjáisíþróttaliði ÍR til margra ára? Þar voru kraftar Guðmundar öðrum fremur að baki. Guðmundur lagði einnig lið sitt lyftingaíþróttinni og var m.a. formaður Lyftingasam- bandsins um hríð. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman og áttum við náið og gott samstarf til margra ára. Er mér til að mynda minnis- stæð ferð okkar saman á Ólympíu- leikana í Moskvu þar sem Guð- mundur var fararstjóri lyftinga- manna. Á þeim leikum kom reynsla Guðmundar sem fararstjóra erlend- is að góðum notum. Ekki einasta var hann aðstoðarmaður okkar lyft- ingamanna heldur nutu félagar okkar, Óskar Jakobsson og Hreinn dyggrar aðstoðar hans. Þau voru mörg málin sem við unnum saman að í þágu lyftingaíþróttarinnar á árum áður og koma upp í hugann t.d. Norðurlandamót 1980 og 1983, er haldin voru hér á landi, og margt fleira mætti telja. Við gamlir lyftingamenn færum Guðmundi þakkir fyrir mikið og fórnfúst starf í okkar þágu. Ég þakka gefandi samstarf sem aldrei féll skuggi á. Birgir Þór Borgþórsson. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íþróttir hverskonar byggj- ast mestmegnis á þrotlausri vinnu hugsjónamanna. Það eru dýrmætar perlur þjóðarinnar þeir einstakling- ar sem helga ævi sína íþróttum og unglingastarfi. Einn mikilsvirtasti slíkra var einmitt vinur okkar Guð- mundur Þórarinsson. í áratugi starfaði hann að þjálfun frjáls- íþrótta með þann einbeitta ásetning að gera sem best öðrum til handa. Sýndi það glöggt skilning hans á eðli íþrótta að snemma á þjálfunar- ferli sínum áttaði hann sig á því að lyftingar eru grunnur allra at- gervisíþrótta. Slíkt þykir í dag ekki merkileg speki en í þá gömlu daga voru hreint ekki allir sammála um það. En til happs fyrir lyftinga- íþróttina tengdist Guðmundur henni sterkum böndum sem aldrei slitn- uðu. Tók hann _að sér formennsku í lyftingadeild ÍR af myndarskap. Nú í dag er sú deild öfiugasta lyft- ingadeild landsins. Þó Guðmundur hafi verið farinn að draga nokkuð úr störfum núna þegar uppgangur deildarinnar hefur verið sem mestur síðustu tvö árin, verður ekki gleymt að hann hélt starfinu gangandi í mörg erfið ár. Og vart hefði verið gerlegt að rífa deildina upp hefðum við ekki notið ráðlegginga hans og sambanda. Einnig tók hann að sér mikil trúnaðarstörf fyrir Lyftinga- samband íslands, sat í stjórn þess árum saman. Ekki ber okkur síður að þakka honum allt það sem hann lagði til þar. Því sendum við honum hér hinstu kveðju með þakklæti fyrir þau ómetanlegu spor sem hann markaði fyrir okkur. Öllum ástvin- um hans sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. F.h. Lyftingadeildar ÍR og Lyft- ingasambands íslands, Valbjörn Jónsson og Guðmundur Sigurðsson. Það er aldrei auðvelt að kveðja góða menn sem yfirgefa þennan heim að afloknu dijúgu dagsverki. Og þegar hópur manna hefur átt farsæl samskipti í áraraðir við mann eins og Guðmund Þórarinsson, án þess að þekkja nema brot af sögu hans og lífshlaupi, verða kveðjorðin kannski fátæklegri en menn vildu. Fyrir 13 árum hóf hópur manna úr Knattspyrnufélaginu Val æfing- ar í íþrótt sem ýmist kallast skalla- blak eða skallabolti. Við Ieit að hentugu húsnæði barst leikurinn á Túngötuna, í gamalt íþróttahús sem þar stendur við hlið kaþólsku kirkj- unnar, skáhallt gegnt Landakots- spítala. Þar var við stjórnvölinn Guðmundur nokkur Þórarinsson, sem við félagarnir þekktum allir af afspurn, sem mikinn íþróttaleið- toga og þjálfara í fremstu röð. Guðmundur var umsjónarmaður ÍR-hússins og sem slíkur hafði hann af okkur mikil afskipti í 12 ár. Þeir sem fyrstir mættu á laugar- dagsæfingarnar, kíktu gjarnan við hjá Guðmundi, spurðu fregna af stöðu mála í ensku knattspyrnunni og spjölluðu við karl um daginn og veginn, ekki síst íþróttir. Guðmund- ur fylgdist vel með og innti menn sem enn voru í eldlínu íþróttanna, sem þjálfarar, leikmenn eða stjórn- armenn, um það hvernig gengi og hvað væri framundan. Okkur var öllum einstaklega hlýtt til Guð- mundar og fannst hann óijúfanleg- ur hluti þeirra sterku heildar sem þessi félagsskapur okkar var og er. Því fannst okkur öllum það miður á síðasta vetri að tilkynning kom frá rekstraraðilum ÍR-hússins við Túngötu að Guðmundur væri hætt- ur störfum sem umsjónarmaður vegna breytinga á rekstri. Við höf- um saknað Guðmundar þetta ár sem liðið er síðan leiðir okkar hættu að liggja saman og þykir miður að hafa orðið of seinir að færa honum þá kveðjugjöf sem okkur fannst hann eiga skilið fyrir góða þjónustu og frábært samstarf í gegnum árin. í staðinn munum við minnast samskiptanna við Guðmund með söknuði og eftirsjá, en einnig miklu þakklæti fyrir allt og allt. Minning hans mun ávallt lifa meðal okkar. Við sendum eftirlifandi ættingjum Guðmundar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Fyrir hönd Skallagríms, Skalla- boltafélags íslands, Hörður Hilmarsson. Genginn er góður maður og ljúf- ar minningar rifjast upp um ánægjulegar samverustundir með manni sem helgaði líf sitt æsku- lýðs- og íþróttamálum. Það var á mildum og fallegum vordegi árið 1957 sem fundum okk- ar Guðmundar heitins Þórarinsson- ar íþróttakennara bar fyrst saman á gamla Melavellinum við Suður- götu. Þangað var ég kominn ásamt um áttatíu ungum sveinum þeirra erinda að taka þátt í fijálsíþrótta- námskeiði fyrir byijendur hjá íþróttafélagi Reykjavíkur, ÍR. Á undraskömmum tíma lauk Guð- mundur, þessi broshýri, þéttvaxni en ótrúlega sporlétti stjórnandi námskeiðsins, við að skrá niður nöfn og heimilisföng þátttakenda. Innskriftinni fylgdu ýmsar léttar athugasemdir frá honum út og suð- ur sem vöktu kátínu. Fas hans og framkoma vakti traust á manninum og bersýnilegt að hann vissi hvern- ig ætti að ná til og umgangast unglinga og vera jafnframt félagi þeirra. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, lýð- veldisárið 1944, fór Guðmundur í íþróttaskólann á Laugarvatni. Það- an lá leiðin til Svíþjóðar. Þar nam hann íþróttir, - sund, fijálsar og handbolta. Eftir heimkomuna 1948 réðst hann sem íþróttakennari til Stykkishólms og síðar á Akranes. Um tíma var hann fijálsíþrótta- þjálfari hjá Glímufélaginu Ár- manni, þar næst hjá Ungmennafé- lagi Reykjavíkur (UMFR) og einnig á sama tíma hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu (UMFA) í Mosfells- sveit. Árið 1951 hugðist Guðmundur hætta öllum þjálfunarstörfum. Hafði þá hafið störf sem sendibíl- stjóri og var um tíma framkvæmda- stjóri sömu stöðvar og hann ók hjá. Þá um haustið fékk Finnbjörn Þor- valdsson Guðmund með sér á æf- ingu upp í ÍR-hús við Túngötu. Þessi heimsókn varð til þess að Guðmundur hóf störf sem fijáls- íþróttaþjálfari hjá ÍR, en Baldur Kristjónsson, sem verið hafði þjálf- ari um nokkurt skeið, hafði óskað eftir því að láta af störfum. Þetta var upphafið að starfi Guð- mundar fyrir IR sem hann gegndi í um íjörutíu ár með miklum ágæt- um að undanskildum árunum 1961-66 er hann starfaði við góðan orðstír sem frjálsíþróttaþjálfari í Norrköping í Svíþjóð. Eftir heimkomuna 1967 starfaði Guðmundur, samhliða starfí sinu fyrir IR, sem kennari við ýmsa skóla í Reykjavík. Þrek Guðmundar og afköst voru með ólíkindum. Engu var líkara en hann gæti verið á mörgum stöðum á sama tíma út um alla borg - oftast gangandi, og þegar aðrir reyndu að einbeita sér að einu verki og skila því þokkalega á ekkert allt of löngum tíma, hafði Guð- mundur ótal járn í eldinum samtím- is og skilaði öllu af sér með sóma. Lengst af vann Guðmundur án launa sem þjálfari hjá ÍR. Þegar ungverski þjálfarinn Simonyi Gabor kom til starfa hjá ÍR árið 1959 (í fyrra skiptið) lagði Guðmundur á sig mikla vinnu við að afla tekna svo unnt væri að standa við gerða samninga um launagreiðslur til Gabors. Það skipti Guðmund hins- vegar minna máli þótt sjálfur væri hann án nokkurra launa. Um tíma, eða í tvo-þijá vetur, fór Guðmundur iðulega úr ÍR-hús- inu síðla kvölds eftir kvöldæfíngar út á Hrólfsskálamela á Seltjarnar- nesi beint inn í 30 gráðu frost í frystklefa ísbjarnarins. Þar vann hann til morguns og stundum leng- ur, ef þurfti, við að handstafla freð- fiski í stæður eða losa út úr klefan- um í útskipun. Með þessari vinnu aflaði hann sér tekna í staðinn fyr- ir launalaust þjálfarastarfið. Og ef hann átti fé aflögu, varði hann því oft til áhalda- og tækjakaupa fyrir félagið, eða til viðgerða og endur- bóta í ÍR-húsinu við Túngötu. Guðmundur var eftirminnilegur og góður þjálfari, vinur og félagi. Fórnfýsi hans og hjálpsemi var ein- stök og þrek hans með ólíkindum. Þegar aðrir gengu um bæinn kapp- klæddir í vetrarhörkum og gaddi var það ekki ósjaldan að maður rakst á hann á peysunni á förnum vegi, alltaf á „fullri" ferð fyrir fé- lagið. Margir hafa unnið íþróttum og æskunni hér á landi vel. Guðmund- ur var þar í flokki með þeim fremstu og bestu og hans er og verður minnst sem eins mesta og besta velgjörðarmanns íþróttafélags Reykjavíkúr. Persónulega þakka ég Guðmundi fyrir góða þjálfun og uppeldi á sín- um tíma og ánægjulega samfylgd og vináttu í fjörutíu ár. Börnum hans, Jóhannesi og Ingu Stínu, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum votta ég samúð við fráfall hans. Guð blessi minningu Guðmundar Þórarinssonar. Jón Þ. Ólafsson. VILHJÁLMUR FRIÐRIKSSON + Ingiberg Ólafs- son var fæddur í Reykjavík 20. apríl 1926. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Ólafsson, f. 2. mars 1889, d. 23. apríl 1934, sjómað- ur og Margrét Torfadóttir, f. 30. ágúst 1900, d. 4. ágúst 1945. Ingi- berg átti þrjú systk- ini. Þau eru: Torfi, f. 26. nóvember 1921, Steinunn Hilma, f. 26. apríl 1923, og Ólaf- ur, f. 19. desember 1927, d. 8. febrúar 1959. Hinn 23. júlí 1955 kvæntist Ingiberg eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Björnsdóttur, f. 18.4. 1932. Jarðarför Ingibergs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Það verður erfitt að sætta sig við að þú skulir vera horfinn af þessu jarðsviði. Þú hefur verið til síðan ég man fyrst eftir mér og minningarnar eru margar. Ég veit að það er þér ekki að skapi að ég skrifi minningarorð um þig, en þú fyrirgefur mér það eins og svo margt annað. Þú varst ekki allra. Þú sagðir þína meiningu og varst ekki með neitt fals eða tilgerð. Ef fólk gat ekki tekið áliti þínu á sér varð bara að hafa það. Það nægði þér að hafa Maddý þína í kringum þig en hún hefur staðið eins og bjarg við hlið þína í gegnum lífshlaup þitt sem var stundum erfitt. Það var þér stór biti að kyngja að missa heils- una og verða að hætta að vinna. Lífið var þér snautt hin síðustu ár og ég veit að þú verður hvíldinni feginn. Hafðu þökk fyrir allt og friður guðs sé með þér. Elsku stóra systir, guð gefí þér styrk á þessum erfiðu tímum. Elfa Vilborg Björnsdóttir. Mig langar að minnast ástvinar míns Ingibergs Ólafssonar með nokkrum orðum. Ingiberg var giftur móðursystur minni, Margréti Björnsdóttur, sem lifir mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið saman en þess í stað opnuðu þau hjörtu sín og heimili á Nýlendugötu 7 fyr- ir börnum systra Margrétar. Ég og Björn bróðir minn urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga okkar ann- að heimili hjá þeim. Ég var aðeins hálfs mánaðar gömul þegar ég dvaldist fyrst hjá þeim en ég sótti á unga aldrei stíft í návist þeirra. Þar var farið með mig eins og litla prinsessu og þau umvöfðu mig ást sinni og kærleik. Margs er að minn- ast, allra ferðalaganna, hallarferð- anna, eða þegar við sátum og spjöll- uðum heima á Nýlendugötunni. Engin hjón þekki ég sem voru eins samrýnd og Maddý og Ingi- berg. Ingiberg missti heilsuna fyrir nokkrum árum og varð að hætta að vinna í kjölfarið. Eftir það varð lífið fábrotnara hjá honum, en það gerði lítið til því hann hafði Maddý sína sér við hlið og það nægði hon- um. Ingiberg var maður sem kom hreint og beint fram. Hann sagði fólki sína skoðun á því og oft var ekkert skafíð utan af hlutunum. Hann var þó ekki ósanngjarn og studdi dyggilega við bakið á fólki ef þess þurfti við. Hann hafði gam- an af glensi og gamni og ef fólk gat svarað fyrir sig var það að hans skapi. Ingiberg var ætíð mjög áhuga- samur um framtíðaráform mín. Hann hvatti mig áfram og samgladdist mér innilega þegar vel gekk. Ég á honum mikið að þakka sem seint verður launað. Ingiberg hefur nú fengið hvíldina og er fijáls úr líkama sínum sem var orðinn honum fjötur um fót síð- ustu árin. Þótt við söknum hans sem sitjum eftir í þessu jarðlífí getum við einnig glaðst fyrir hans hönd að þjáningar hans séu á enda. Við sameinumst öll á ný þótt við vitum ekki hvenær það verður. Elsku Maddý mín, missir þinn er mikili, enda voruð þið hvort öðru allt. Ég bið góðan Guð að veita þér styrk til að halda áfram. Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir. + Vilhjálmur Friðriksson fæddist í Reykjavík hinn 16. ágúst 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 6. des- ember. Mig langar að kveðja þig, Villi minn, með nokkrum orðum. Minn- ingarnar koma upp í hugann og minnist ég þess þegar þið Gunna leyfðuð mér að koma með ykkur í ferðalag um Snæfellsnesið þegar ég var krakki. Umhyggjusemi ykk- ar var svo mikil og vilduð þið allt fyrir mig gera. Þið frædduð mig um allt sem fyrir augu bar og vor- uð þið svo samhent um að gera ferð þessa skemmtilega fyrir mig enda er hún mér ógleymanleg. Villi minn og Gunna mín, þakka ykkur báðum fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig í gegnum árin. Einnig á ég góðar minningar frá Ránargöt- unni, þær voru margar næturnar sem ég gisti hjá ykkur. Þá var eins og ég væri lítil prinsessa, þið voruð mér bæði svo góð og gerðuð allt til að gleðja mig. Þakka ykkur fyr- ir þann góða tíma en honum gleymi ég aldrei. Sjaldan hef ég kynnst eins þakklátum manneskjum og ykkur hjónunum. Það var sama hve lítill greiði ykkur var gerður eða hve smátt ykkur var fært eða bara að heimsækja ykkur, alltaf voruð þið svo þakklát fyrir allt. Það er svo ánægjulegt að gera eitthvað fyrir svóna manneskjur sem eru svona þakklátar. Gunna mín, ég bið Guð að varðveita þig og styrkja á þessari erfiðu stundu. Þú ert ekki ein, Gunna mín, Guð og engl- ar hans vaka yfir þér. Þakka þér, Villi minn, fyrir allt sem þú og Gunna hafið gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Guð blessi þig og varð- veiti. Anna. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. INGIBERG OLAFSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.