Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU AUGL YSINGAR
_______MENNTASKÓLINN 1 KÓPAVOGI_
Ferðamálaskólinn - Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn
Digranesvegur • IS 200 Kópavogur • ísland
Slmi / Tel: 544 5530, 544 5510 • Fax: 554 3961
Rekstur mötuneytis
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir mat-
reiðslumanni frá áramótum til að taka að sér
rekstur á nýju mötuneyti fyrir nemendur og
kennara skólans.
Opnunartími er frá 09.00-14.00 og miðað
er við 2-3 starfsmenn.
Allur búnaður er fyrir hendi í skólanum.
Nánari upplýsingar veitir skólameistari
eða deildarstjóri matreiðsludeildar
í síma 544 5510.
Skólameistari.
Löglærður fulltrúi
Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa
við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki.
Laun eru skv. kjarasamningi opinberra
starfsmanna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist sýslumanninum á Sauð-
árkróki fyrir 1. janúar 1997.
Sauðárkróki 9. desember 1996.
Ríkarður Másson.
Skólastjóra vantar
við Grunnskóla Djúpavogs til afleysinga frá
1. febrúar 1997 eða fyrr og út þetta skólaár.
Skólinn er með um 100 nemendur og er hann
í fögru umhverfi.
Nánari upplýsingar gefur Anna, skólastjóri,
í síma 478 8836.
Umsóknarfrestur er til 20. desember nk.
Djúpavogshreppur
Fangelsismálastofnun ríkisins
auglýsir
8 embætti fanga-
varða á Litla Hrauni
laus til umsóknar.
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður
er vísað til reglugerðar nr. 11 frá 8. janúar
1996.
Umsóknarfrestur er til 31. desember 1996.
Fangelsismálastofnun ríkisins,
9. desember 1996.
Þroskaþjálfi
í Hofsstaðaskóla vantar áhugasaman
þroskaþjálfa eða starfsmann með sambæri-
lega menntun í rúmlega hálft starf frá 1. jan-
úar 1997.
í starfinu felst að sinna fötluðum nemanda
og aðstoða bekkjarkennara við kennslu og
nám nemenda sem af ýmsum ástæðum þurfa
sérstakan stuðning.
Umsækjendur þurfa að geta unnið á PC tölvu.
Upplýsingar um starfið veita skólastjórnendur
í síma 565 6720 og grunnskólafulltrúi
í síma 565 8066.
Umsóknum um starfið, þar sem tilgreina skal
aldur og fyrri störf, skal skila til skóladeildar,
íþrótamiðstöðinni Ásgarði, eða á bæjarskrif-
stofu, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg.
Bæjarritari.
í Tjarnarborg
bráðvantar leikskólakennara eða fólk með
sambærilega uppeldismenntun.
Ef þú ert ábyrgðarfull og skapandi, þá hafðu
samband.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Inga Rósa
Joensen, í síma 551 5798.
Ferðaskrifstofa
Óskum eftir að ráða starfsmann á ferðaskrif-
stofu á Selfossi. Reynsla nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl.,
merktar: „Selfoss - 880", fyrir 17. des. nk.
Framkvæmdastjóri
óskast
til að veita dvalar- og hjúkrunarheimili aldr-
aðra í Víðnesi á Kjalarnesi forstöðu.
Áskilin er menntun á sviði viðskipta- og
rekstrarhagfræði eða á sviði heilbrigðis- og
félagsmála, ásamt haldgóðri þekkingu og
reynslu af stjórnun og rekstri.
Óskað er eftir framkvæmdastjóra með þekk-
ingu á öldrunarmálum, bæði á sviði heilbrigð-
is- og félagslegrar þjónustu, hæfni í mannleg-
um samskiptum, sem og sjálfstæðum vinnu-
brögðum og frumkvæði í starfi.
Skriflegar umsóknir, ásamt meðmælum,
sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu fyrir 18. þessa mánaðar merktar:
„Rekstrarstjórn Víðiness."
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
Ritari
framkvæmdastjóra
Þjónustufyrirtæki í alþjóðaviðskiptum óskar
eftir að ráða ritara sem fyrst.
Starfið felst m.a. í eftirfarandi:
• Almenn ritara- og móttökustörf.
• Bréfaskriftir á íslensku og ensku.
• Símavarsla og skjalavarsla.
Menntun og hæfniskröfur:
• Góð menntun og málakunnátta.
• Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
• Starfsreynsla í ritarastörfum nauðsynleg.
• Hafa góða samskiptahæfileika og þjón-
ustulund.
• Hér er um ábyrgðarstarf að ræða, þar sem
reynir á frumkvæði og að leysa aðkallandi
verkefni í fjarveru framkvæmdastjóra.
Skriflegar umsóknir, er tilgreini menntun og
fyrri störf, óskast sendar til afgreiðslu Mbl.,
merktar: „Ritari - 877", fyrir 14. desember.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
auglýsir lausar stöður
við grunnskóla í Reykjavík:
Laugarnesskóli
Kennara vantar í Laugarnesskóla vegna for-
falla frá 15. janúar til loka skólaárs.
Um er að ræða 1/2 stöðu í 2. bekk og starf
í heilsdagsskóla.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í síma 588 9500.
Selásskóli
Sérkennara vantar eftir áramót vegna barns-
burðarleyfis, 2/3 staða.
Einnig vantar við skólann umsjónarmann
heilsdagsskóla. Starfið felst í umsjón með
gæslu 6-10 ára nemenda.
Uppeldismenntun æskileg. Fullt starf.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í síma 567 2600.
9. desember 1996.
Fræðslustjórinn ÍReykjavik.
Menntaskólinn
á Egilsstöðum
700 Egilsstaðir, sími 471 2500
Laus störf á vorönn 1996:
1. Stærðfræði, 100% staða. Starfið felst í
kennslu stærðfræðiáfanga á eðlisfræði-
braut og náttúrufræðibraut ásamt deild-
arstjórn í stærðfræði.
2. Eðlisfræði, 75% staða. Starfið felst í
kennslu eðlisfræðiáfanga á eðlis- og nátt-
úrufræðibraut.
3. Danska, 75-100% staða. Starfið felst í
forfallakennslu í dönsku vegna fæðingar-
orlofs frá 15. febrúar 1997.
Laun samkvæmt kjarasamningi HÍK/KÍ
og ríkisins.
Starfsemi Menntaskólans fer fram á Egils-
stöðum og Eiðum.
Húsnæðishlunnindi í boði og flutningsstyrkur.
Einnig er auglýst eftir stundakennurum til
að kenna eftirtaldar greinar á vorönn 1997:
Ferðaþjónusta FER103 (6 klst./viku), mark-
aðsfræði MAR102 (4 klst./viku), þjónustu-
samskipti SAM102 (4 klst./viku), verslunar-
reikningur VER102 (4 klst./viku).
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist skólameistara Mennta-
skólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir
nánari upplýsingar í símum 471 2501 og
471 3820.
Umsóknarfrestur er til 17. desember 1996.
Skólameistari.
Skrifstofustarf
Ferðaþjónusta
GCI international, sem er alþjóðlegt ferða-
þjónustufyrirtæki, óskar eftir ungum og
kraftmiklum einstaklingi til þess að sinna
erilsömu starfi á skrifstofu GCI á íslandi.
Hæfniskröfur:
Auðvelt með að vinna undir álagi.
Góð tölvukunnátta.
Mjög góð enskukunnátta.
Drífandi og opinn persónuleiki.
Geta unnið óreglulegan vinnutíma.
Geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Terry Bissell hjá
GCI á íslandi í síma 511 1850 milli
kl. 10.00 og 13.00.
Sölufulltrúi
GCI international óskar eftir sölufulltrúa.
Við bjóðum upp á:
Mjög góða frama- og ferðamöguleika fyrir
rétt fólk.
Við óskum eftir:
Umsækjendum á aldrinum 21-40 ára.
Kraftmiklum og opnum persónuleika.
Góðri enskukunnáttu.
Reynsla í sölumennsku er ekki áskilin, því
viðkomandi aðilar fá fulla þjálfun.
Nánari upplýsingar veitir Terry Bissell hjá
GCI á íslandi, sími 511 1850, milli
kl. 10.00 og 13.00.
Starfsmann
í móttöku
Starfsmann vantar í móttöku GCI á íslandi.
Hæfniskröfur:
Góð framkoma.
Mjög góð enskukunnátta.
Sjálfstæði.
Glaðlyndi.
Vinnutími:
Kvöld og helgar.
Nánari upplýsingar gefur Gregg Collins hjá
GCI á íslandi í síma 511 1350 milli
kl. 10.00 og 12.00.