Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 51

Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 51 BRIPS U m s j 6 n A r n « r G . Ragnarsson Strýta vann firmakeppnina MAGNÚS E. Magnússon og Stef- án Stefánsson sigruðu í firma- keppni Bridssambandsins, sem fram fór um síðustu helgi, en þeir spiluðu fyrir Strýtu hf. á Akur- eyri. Magnús og Stefán tóku for- ystuna í upphafi móts og héldu til loka. Hlutu þeir 76 stig yfir meðal- skor en röð næstu firma varð þessi: Ríkisspítalar 40 Sigurður B. Þorsteinss. - Gylfi Baldursson Mjólkurbú Flóamanna 38 Ólafur Steinason - Guðjón Einarsson Morgunblaðið 37 Hjördís Siguijónsd. - Guðmundur Sv. Hermannss. Búnaðarbankinn 31 Anna ívarsdóttir - Kristján Snorrason Sautján fyrirtæki tóku þátt í mótinu. Keppnisstjóri og reikni- meistari var Sveinn R: Eiríksson. Bridsfélag Hreyfils Nú er aðeins einni umferð ólok- ið í aðalsveitakeppninni og staða Oskars Sigurðssonar og félaga hans vænleg en þeir hafa 289 stig. Helztu keppinautarnir, sveit Sig- urðar Ólafssonar, hefir 281 stig, sveit Birgis Sigurðssonar hefir 273 stig og sveit Onnu G. Nielsen 262 stig. Lokaumferðin verður spiluð nk. mánudagskvöld. Bridsfélag Suðurnesja Gísli Torfason og Jóhannes Sig- urðsson sigruðu í minningarmótinu um Guðmund Ingólfsson, sem lauk sl. mánudagskvöld. Spilaður var 18 para barometer með 6 spilum milli para. Lokaumferðin var mjög spenn- andi en þá mættust tvö efstu pör- in í mótinu. Feðgarnir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason leiddu mótið en keppnisformið gaf Gísla og Jóhannesi góða mögu- leika sem þeir nýttu og á meðan þeir fengu 15 yfir meðalskor fengu feðgarnir mínus 15 og loka- staðan varð þessi: Gísli - Jóhannes 120 ÓliÞór-Kjartan 109 Pétur Júlíusson - Kristján Kristjánsson 103 Garðar Garðarsson - Bjarni Kristjánsson 82 Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu Gunnar Siguijónsson og Þröstur Þorláksson, þá Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson og þriðju hæstu skorina fengu Pétur Júlíusson og Kristján Krist- jánsson. Næsta mánudagskvöld verður eins kvölds jólatvímenningur. Spil- að er í félagsheimilinu og hefst spilamennskan kl. 19.45. Keppnis- stjóri er ísleifur Gíslason. Morgunblaðið/Arnór ÞAÐ var fjölmennt við borðið hjá topppörunum þegar síðasta spilið var spilað. Jóhannes Sigurðsson og Gísli Torfason spila við feðgana Óla Þór Kjartansson og Kjartan Ólason. Toyota Carina E GLi 2000 STW árg. ‘96, vmrauður, sjálfsk., samlæsingar, rafm. í riíSum, ek. 43 þús. km. Verð 1.950.000. Skipti. Ford Explorer Ltd. árg. ‘96, svartu. Einn með ollum hugsanlegum aukabúnaði, ek. 5 þús. km. Verð4.550.000. Skipti. Mazda 323 4H D árg. ‘92, grásans., álfelgur, ek. 75 þiís. km. Verð 1.050.000. Skipti. Toyota Corolla 1300 XLi árg. ‘96, hlásans., sjálfsk., ek. 11 þús. km. Verð 1.250.000. Nissan Micra árg. ‘94, grásans., sjálfsk., ekinn 36 þús. km. Verð 930.000. Mazda 626 GLX árg. ‘92, hvitur, sjálfsk., álfelgm; ek. 75 þús. km. Verð 1.360.000. **S£5sr UTVEGUM BÍLALÁN - VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ BÍLATORG FUNAHÖFÐA 1 S. 587-7777 Ragnar Lövdal, lögg. bifreiðasali SVÆÐISSKRIFSSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVIK Lokað vegna flutnings Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík verður lokuð föstudaginn 13. og mánudaginn 16. desember nk. vegna flutnings. Opnun aftur á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 17. desember kl. 10.00 Ath.: Nýtt símanúmer er 533 1388 og fax 533 1399. I V SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Jólateiti sjálfstæðis- félaganna f Reykjavík Laugardaginn 14. desember næstkomandi efnir Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til hins árlega jólateitis í Valhöll frá kl. 17.00 til 19.00. Stutta hugvekju flytur Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, auk þess sem „Ismolarnir" spila nokkur jólalög. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík að líta við í Valhöll, t.d. að loknum verslunarerindum, og verma sig í góðra vina hópi á góðum veitingum, sem að venju verða á boðstólum. Stjórnin. Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 6.-9. janúar næstkomandi sem hér segir: Enska mán. 6. jan. kl. 18 Spænska og þýska þri. 7. jan. kl. 18 Franska, ítalska og stærðfræði mið. 8. jan. kl. 18 Danska, norska, sænska, tölvufræði fim. 9. jan. kl. 18 Stöðuprófin eru opin nemendum úr ölium framhaldsskólum. Nemendur, sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum, eiga rétt á að ganga undir stöðupróf: - Þeir, sem hafa að baki samfellt skólanám erlendis frá vegna langvarandi búsetu. - Skiptinenrjar og aðrir, sem hafa verið leng- ur en 4 mánuði í námi erlendis. - Þeir, sem hafa aflað sér þekkingar umfram það sem best gerist í tiltekinni námsgrein í íslenskum grunnskólum. Tilkynna skal þátttöku símleiðis til skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síðasta lagi 20. desember í síma 568 5140 eða 568 5155. Prófgjald er kr. 1.500 og greiðist á prófdegi. Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna i Hafnarfirði boðar til fundar með bæjar- fulltrúunum Magn- úsi Gunnarssyni og Valgerði Sigurðar- dóttur um fjárhags- áætlun Hafnarfjarð- arbæjar árið 1997. Fundurinn verður haldinn annað kvöld, fimmtudaginn 12. desember, í Sjálfstæðishús- inu Strandgötu 29 og hefst stundvíslega kl. 20.15. Stjórnin. SltlQ auglýsingar I.O.O.F. 9= 1781211872 = 9.0. I.O.O.F. 7 = 17812118'A = □ Helgafell 5996121119 VI 2 Frl. □ Glitnir 5996121119 III - 1 Frl. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Lækningasamkoma í kvöld kl. 20.00 Jódís Konráðsdóttir prédikar og biður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. ®SAMBAND ÍSLENZKRA ____f KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Sr. Ólafur Jóhannsson. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 11. des. kl. 20.30. Kvöldvaka Havaii/ítölsk tónlist Á þessari samkomu í stóra saln- um, Mörkinni 6, veröur bryddað upp á nýstárlegum dagskráratr- iðum. Þetta verður kvöldvaka með léttum suðrænum blæ, til- valin upplyfting í skammdeginu. I upphafi munu þau Laufey Sig- urðardóttir, fiðluleikari, og Páll Eyjólfsson, gítasrleikari, flytja Ijúfa ítalska tónlist, en út er að koma hljómdiskur með leik þeirra. Þau eru bæði tónlistar- menn í Reykjavík og hafa víða komið fram á islandi og erlend- is. Að því loknu mun Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, sýna myndir og segja frá Hawaii - náttúruparadís í miðju Kyrra- hafi. Aðgangur aðeins 500 kr. (kaffi og meðlaeti innifalið). Allir velkomir, félagar sem aðrir. Samkoman í Mörkinni 6 (miðju) hefst kl. 20.30. Nýja Hengilsritið verður til sölu á félagsverði kr. 1.500. Ferðafélag (slands. Pýramídinn - andleg miðstöð Sigurveig Buch, spámiðill, les í bolla, tarotspil, víkingakort, dul- skyggnispil og rúnir. Kemiheima- hús og tek einnig hópa í Pýramídan- um. Kvöld- og helgarþjónusta. Símar 588 1415 og 588 2526. CB B Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Árlegir aðventutónleikar Fila- delfíukirkjunnar eru í kvöld kl. 20.30. Lofgjörðarhópur Ffladelf- íu undir stjórn Óskars Einars- sonar, tónlistarstjóra, leikur mik- ið hlutverk. Einsöngvarar innan hópsins syngja með, en auk þeirra koma fram Anna Júlíana Þórólfsdóttir frá Akureyri, Tríó Þóru Grétu og hljómsveitin „Op- eration Big Beat". Að venju verð- ur tekin fórn til þeirra sem minna mega sín, en undanfarin ár hefur söfnuðurinn staðið fyrir jóla- sendingum til þeirra. Húsið er öllum opið meðan, hús- rúm leyfir, en þar sem verið er að safna fyrir nýju hljóðkerfi í húsið er aðgangseyrir 500 krón- ur, en frítt fyrir 12 ára og yngri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.