Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 53
Jólatón-
leikar í
Fíladelfíu
AÐ VENJU verða jólatónleikar á
aðventunni í Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu, Hátúni 2. Tónieikarnir
verða miðvikudaginn 11. desember
og hefjast kl. 20.30. Að þessu sinni
verður selt inn á tónleikana því verið
er að endurnýja hljóðkerfi kirkjunnar
og er þetta tækifæri m.a. notað til
að safna fyrir þeim kaupum. Á þess-
um tónleikum leikur lofgjörðarhópur
Fíladelfíu, undir stjórn Oskars Ein-
arssonar tónlistarstjóra, mikið hlut-
verk. Lofgjörðarhópurinn hefur ein-
beitt sér að gospelsöng sem er söng-
ur af lífi og sál. Einsöngvarar úr
hópnum syngja með en auk þeira
koma fram Anna Júlíana Þórólfsdótt-
ir sem notar tækifærið og kynnir
nýja plötu sem hún var að senda frá
sér og ber nafnið Söngur til þín, en
Lofgjörðarhópurinn syngur einmitt
með henni á þeirri plötu. Tríó Þóru
Grétu leikur og syngur og unglinga-
hljómsveitin Operation Big Beat hef-
ur af þessu tilefni bætt jólasöngvum
við dagskrána. Á tónleikunum verða
tekin samskot til bágstaddra en árum
saman hefur söfnuðurinn staðið fyrir
jólagjöfum til þeirra sem minna mega
sín.
Húsið er öllum opið svo lengi sem
húsrúm leyfir.
Aðgangseyrir er kr. 500 og miðar
seldir við inngandinn og í versluninni
Jötu, Hátúni 2.
Fabula í
Tjarnarbíói
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Margrétar
Kristínar vegna nýútkominnar plötu
hennar, Fabula, verða í Tjarnarbíói
í kvöld og heljast
kl. 21.
Með henni
munu leika: Einar
Scheving á
trommur, Róbert
Þórhallsson á
bassa, Eðvarð
Lárusson á gítar,
Agnar Már Magn-
ússon á hljómborð
og Szymon Kuran
á fiðlu. Laufey
Geirlaugsdóttir og Alma María
Rögnvaldsóttir syngja bakraddir.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
Gengið á milli
Skeifu og
Kringlu
HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í
miðvikudagsgöngu í dag, 11. des-
ember, og verður slegið á létta
strengi. Gengið verður um og á milli
verslunarsvæða í Sogamýri og
Kringlumýri og kynnst gerð auglýs-
ingaskilta. í ferðinni hittir hópurinn
einn af mönnum mánaðarins á leið
til byggða og í lokin verður boðið
upp á hressingu í veitingagarði.
Mæting er við Hafnarhúsið kl. 20.
Farið verður með SVR inn í Grensás
og gengið um Skeifu, kíkt í búðar-
glugga og skoðaðar útiskreytingar.
Þaðan farið eftir Grensásvegi og upp
að Austurveri og áfram í Kringluna.
Þar verður gengið um sali og skoðað-
ar inniskreytingar. Að því loknu
verður gengið niður að göngubrúnni
við Kringlumýrarbraut, síðan með
ströndinni og um Öskjuhlíð niður í
Miðbæ.
Allir eru velkomnir í ferð með
Hafnargönguhópnum.
Jólafundur hjá
Nýrri dögun
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, hatda sinn árlega
jólafund annað kvöld kl. 20 í Safn-
aðarheimili Digraneskirkju. Nemar
úr Söngskóla Reykjavíkur syngja.
Sr. Gunnar Sigurjónsson í Digranes-
kirkju flytur hugvekju. Ný dögun
hvetur syrgjendur til að koma. Að-
gangur ókeypis.
STEKKJARSTAUR sem kem-
ur fyrstur og ætlar að laum-
ast í fjárhúsin í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum og kikja
á ærnar.
Jóladagskrá
í Húsdýra-
g-arðinum
í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð-
inum verður tekið á móti jólasvein-
unum þrettán frá og með 12. des-
ember til 23. desember kl. 15. Það
er vinur okkar Stekkjarstaur sem
kemur fyrstur og ætlar hann að
laumast í fjárhúsið og kíkja á ærn-
ar. Næstur er Giljagaur sem fer
beinustu leið í fjósið, og koma þeir
bræðurnir síðan einn af öðrum.
Rauðklæddi jólasveinninn er aldrei
langt undan og kemur jafnvel með
þeim gömlú. Gott er að eiga ljúfa
og rólega stund nú í jólaamstrinu
í káffihúsi Fjölskyldu- og húsdýra-
garðsins sem er með jólatilboð á
kakó og piparkökum í desember.
Garðurinn er opinn virka daga
frá kl. 13-17, lokað miðvikudaga,
opið um helgar kl. 10-18.
Aðgangseyrir 0-5 ára ókeypis,
6-16 ára 100 kr., fullorðnir 200
kr. og ellilífeyrisþegar ókeypis.
Félagsmiðstöð
á alnetinu
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn í
Hafnarfirði opnar sérstaka spjallrás
fyrir unglinga, sem hafa aðgang
að Alnetinu, í dag, miðvikudag.
Vitinn hefur verið með heimasíðu
í tæplega ár á slóð http: //www.trek-
net.is/at.vitinn á alnetinu. Heimas-
íðan hefur hlotið góðar viðtökur en
hefur nokkuð takmarkað gildi. Mik-
ill áhugi unglinga á alnetinu varð
kveikjan að stofnun þessa tilrauna-
verkefnis, segir í fréttatilkynningu.
Frá og með miðvikudeginum 11.
desember verður spjallrás opin á
mánudögum og miðvikudögum frá
kl. 19-22 til reynslu. Stefnt er að
því í byijun að kanna viðbrögð og
fá gagnrýni á spjallrás Vitans.
Eitt ákveðið umræðuefni verður
í gangi í hvert skipti, þar sem ungl-
ingum er boðið að ræða málin við
aðra unglinga og starfsmann og
geta þeir verið hvar sem er á land-
inu, eða jafnvel heiminum, einnig
verður hægt að opna einkarás og
ræða sín hjartans mál við reyndan
starfsmann, hvort sem um er að
ræða vandamál eða annað.
Kvöldvaka
Ferðafélagsins
FERÐAFÉLAG íslands heldur
kvöldvöku með suðrænum blæ mið-
vikudagskvöldið 11. desember, í
stóra salnum, Mörkinni 6.
í upphafi leiða þau Laufey Sig-
urðardóttir fiðluleikari og Páll Eyj-
ólfsson gítarleikari ítalska tónlist,
en út er að koma hljómdiskur með
leik þeirra. Þau eru bæði tónlistar-
menn í Reykjavík og hafa víða kom-
ið fram á Islandi og erlendis. Að
því loknu sýnir Haukur Jóhannes-
son jarðfræðingur myndir og segir
frá Hawaii-náttúruparadís í miðju
Kyrrahafi. Aðgangur kr. 500 (kaffi
og meðlæti innifaliðj. Allir velkomn-
ir, félagar sem aðrir. Samkoman
hefst kl. 20.30. Nýja Hengilsritið
verður til sölu á félagsverði, kr.
1.500.
Jólafundur
LAUFS
JÓLAFUNDUR LAUFS verður
haldinn í húsakynnum félagsins á
Laugavegi 26, gengið inn Grettis-
götumegin, fimmtudaginn 12. des-
ember og hefst hann kl. 20.30. Sr.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson flytur
hugvekju og Sigurður Trausti
Kjartansson og söngfélagar flytja
jólalög ásamt gestum. Félagsmenn
og velunnarar eru velkomnir. Veit-
ingar verða heitt súkkulaði með
rjóma, kaffi og öl að ógleymdum
jólasmákökum. Verð kr. 200.
LEIÐRÉTT
Kökubók Hagkaups
HÖFUNDUR Kökubókar Hagkaups
er Jóhannes Felixson en nafnið mis-
ritaðist í Morgunblaðinu í gær. Er
beðist velvirðingar á þessum mistök-
um. Kökubókin er efst á bóksölulista
Félagsvísindastofnunar.
Röng mynd
VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins
birtist í gær frétt um nýja löggjöf á
Evrópska efnahagssvæðinu með alls
óviðkomandi mynd af þýzka kanzlar-
anum og forseta Frakklands. Beðizt
er velvirðingar á mistökunum.
Rangt nafn
ÞAU mistök urðu við birtingu kafla
úr bókinni Ekki dáin - bara flutt
að nafn annars höfunda bókarinnar
misritaðist. Hann heitir Páll Ásgeir
Ásgeirsson, en ekki Pálsson eins og
misritast hafði. Er viðkomandi beð-
inn velvirðingar á þessum mistökum.
UONDUÐ BOK FRA ORMSTUNGU
Kcviru htik
.*W,
• Kitiunlo
.WÍCMt'
aefmum í§7
Verðlaunasaga frá slóðum Vestur-lslendinga
um ævintýri Thors litla við veiðar úti á ísnum
með afa sínum. Besta bók ársins 1994 í
Kanada fyrir börn undir 7 ára aldri.
„Þessi saga er einstaklega vel samin,
spennandi, falleg og bæði vekjandi og
fræðandi.“
Sigrún Klara Hannesdóttir, Morgunblaðinu
„Yndisleg bók ...“
Lóa AIdísardóttir, Degi- Tímanum
Guðrún B. Guðsteinsdóttir íslenskaði
ti
iii
THOR
W.n.VAU, AUIVSO N
VK'í;i
ORMSTUNGA *
bókaútgáfa
Enginn hægindastóll í heimi jafnast
á við Lazy-boy! Með einu handtaki
er skemill dreginn út og maður líður
þægilega aftur -mjög einfalt.
Lazy-boy®er tilvalin jólagjöf fyrir allar
mömmur og ömmur, afa og pabba!
Lazy-boý hægindastóllin fæst í
mörgum gerðum og stærðum.
Einnig er Lazy-boý fáanlegur
í leðri. Lazy-boý kostar frá kr.
34.580,- í áklæoi.
Munið bara að Lazy-boy fæst aðeins
í Húsgagnahöllinni. Verið velkomin.
Góð greiðsiukjör
til margra mánaða.
i V75A
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshöfði 20 -112 Rvík - S:587 1199