Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 57

Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 57
i -I < i < < I < I f i I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 57 BREF TIL BLAÐSIIMS Hugleiðing um „gyðingaljós“ Frá Kr. Björgu Kristjánsdóttur: NÚ ER aðventan gengin í garð og líkt og undanfarin ár stíga fróð- ir menn og konur á stokk í fjölmiðl- um og amast út í rafmagnsljós með sjö kertum sem fólk setur gjarnan út í glugga í desember og kallar „aðventuljós". Vísa menn til þess að sjöljósa kertastjaki er tákn í gyðingatrú og er þá gjarnan sagt frá því í leiðinni að útlendingar og heimsborgarar sem heimsækja okkur í jólamánuðinum séu furðu lostnir yfir því að hér búi gyðingar í öðru hveiju húsi. En hvað er það sem veldur þess- um fróðu mönnum og konum hug- arangri? Eru þau hrædd um að við séum að misbjóða trúuðum gyðingum með því að stilla sjö- ljósa rafmagnskertum út í glugga eða mislíkar þeim að útlendingar haldi að hér búi fjölmargir gyðing- ar? Sinn er siðurinn í landi hveiju. Ýmis tákn koma fyrir í ólíkum menningar- og trúarsamfélögum og geta haft sömu eða sitthvora merkinguna. Fyrir utanaðkomandi áhrif hefur brúðarskart íslenskra kvenna breyst úr því að vera stáss- föt þess tíma í það að vera hvítur brúðarkjóll. Lítum við nú á hvítan kjól sem tákn gleði og hamingju. En hjá Kínveijum er hvítt litur sorgarinnar. Dettur þá nokkrum í hug að segja að íslenskar konur eigi ekki að klæðast hvítu á ham- ingjustundum? Er ekki verið að misbjóða árþúsunda gamalli menn- ingu þessarar fjölmennu austrænu þjóðar ? Nei, það held ég varla. Sama gildir um hátíðir sem hald- ið er upp á með ýmsum hætti hjá þjóðum sem standa okkur þó nær en Kínveijar. Hjá Suður-Evrópu- þjóðum eru jól haldin hátíðleg með því að sletta ærlega úr klaufunum á aðfangadagskvöldi, eyða jóladegi í faðmi fjölskyldunnar og fara í búðarráp á annan í jólum. Ekki hafa íslendingar séð ástæðu til að mótmæla þessu athæfi enda er sinn siðurinn í iandi hveiju og gild- ir það hvort sem hann er rótgróinn eður ei. Við þurfum því ekki að líta á það sem siðlaust athæfi eða ein- hvers konar „trúvillu" að vera með sjöljósa kertastjaka eða rafmagns- ljós. Ég held ekki að að baki þess- ari „aðventuljósaútstillingu“ liggi önnur hugsun en sú að lýsa upp skammdegið og undirstrika hátíð- leika jólamánaðarins. Og gildir þá einu hvort ljósin eru sjö, færri eða fleiri. En ef menn þurfa afsökun fyrir því að kveikja á sjö ljósum, má benda á að talan sjö hefur þýðingu í kristindómi ekkert síður en í gyðingdómi. Heimurinn er skapaður á sjö dögum í kristinni trú líkt og í gyðingatrú enda er kristin trú sprottin upp úr gyðinga- trú og Gamla Testamentið hluti af þeim báðum. Við skulum því hætta að ergja okkur á þessum „gyðingaljósum“ og leyfa fólki að lýsa upp skamm- degið og undirstrika sérstöðu og hátíðleika þessa tíma fram að jól- um, hveiju á sinn hátt. Opið bréf til forráðamanna Þjóðar- bókhlöðunnar Frá Sveini Benediktssyni: ÞEGAR líða fer að jólum þreytir margur menntamaðurinn próf. Sumir hafa það fyrir sið að stunda lestur fyrir prófin á Þjóðarbókhlöð- inni. Einhver spekingurinn sagði að best væri að byggja fyrst upp og rífa síðan niður (eða var það öfugt). Því finnst mér sjálfsagt að hrósa starfsfólki og stjórnendum Þjóðar- bókhlöðunnar fyrir að gera svo mörgum nemendum kleift að læra þar þessa prófdaga. Það er mikil og góð viðleitni að hafa hana opna fram eftir kvöldi. En það er galli á gjöf Njarðar. Nú eru mörg hundruð manns á hveijum degi við nám og lestur þar. Öll þurfum við orku og það er aðeins um tvennt að velja. Annars vegar að staldra við á kaffi- stofu staðarins sem sögð er vera með veitingar á hagstæðu verði. Ekki veit ég hvaða hagfræðingur fékk það út en ég er fátækur náms- maður og finnst full dýrt að versla þar. Hinn kosturinn er aldagamall, það er að smyija sér nesti. Þetta hefur sparnað í för með sér og stuðl- ar að sjálfsbjargarviðleitni. En nú spyr ég: Hvar á ég að borða nestið mitt? Eini staðurinn sem virðist ekki vera heilagur í húsi þessu er anddyrið. Mörgum myndi ekki finnast það slæmur kostur en þar sem nú ríkir vetur er hitastigið þar um frostmark. Mér finnst nefnilega óþægilegt og jafnframt leiðinlegt að þurfa að mumla á brauðinu og drekka kókómjólkina með frosnar hendurnar og kalinn rassinn. Bið ég ykkur, stjómendur staðar- ins, að finna bót á máli þessu hið fyrsta. Við höfum ekki öll efni á að skipta við kaffistofu ykkar svo vinsamlegast reynið að koma til móts við alla. f.h. nestiskalla, SVEINN BENEDIKTSSON, Blönduhlíð 20, Reykjavík. KR. BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTiR, Öldugötu 28, Reykjavík. VÖNDUÐ BÓK FRÁ ORMSTUNGU þessi kona svikahrappur, eða heilög Guðsmóðir endurborin? Töfrandi frásögn og óvenjulegt efni gera þessa skemmtilegu og spennandi bók ógleymanlega - allt getur gerst og höfundurinn kemur lesandanum stöðugt á óvart. „Þetta er saga sem vekur áhuga og forvitni frá fyrstu síðu og hér eru margar vel unnar lýsingar...Ég ætla ekki að eyðileggja upplifun væntanlegra lesenda með því að deila með þeim eigin hugleiðingum um boðskap bókar sem er bæði sérstæð og spennandi. Finni hver út fyrir sig. Ég ætla þó að leyfa mér að spá því að fáir verði sviknir af lestrinum.“ RKOM A Sigríður Albertsdóttir, DV ORMSTUNGA VÖNDUÐ BÓK FRA ORMSTUNGU f hverlu . ... _ Líheitlrðu lakofo,, drtu ár Biblíunni? Óliilur Haukur Símomii'soi) með köflum Ólnfur Hntikur S í in o n n r s o n Stórskemmtileg skáldsaga sem segir af dvöl ReykjavíkurpiIts í sveitinni á árunum kringum 1960. Spennandi og Ijúfsár í senn. „... frásögnin er bráðskemmtileg og meinlega fyndin oft á tíðum. Persónur eru bráðlifandi og eiga alla athygli lesandans." Oddgeir Eysteinsson, Helgarpóstinum „Mér finnst textinn hnitmiðaðri og fyilri en áður. Það er eins og dýrara sé hvert orð.“ Skafti Þ. Halldórsson, Morgunblaóinu vffiaj - % mm ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.