Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kópavogsbúar athugið!
HÖFUÐVERKJARDAGUR
r
I
KÓPAVOGS APÓTEKI
Hamraborg 11,
miðvikudaginn 11. desember
frákl. 13-17.
Komið og fræðist um höfuðverk
og rétta notkun lyfja við honum.
Kópavogs Apótek
„Glaxo-WellconW*
s nnraMimi
HÚSGAGNAVERSLUN
Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
Nýkomin borðstofuhúsgögn
Mikið úrvai - gott verð
Teg. Verona brún eik.
Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum úr
kirsjuberjavið - mahgans - beyki o.fl., o.fl.
Teg. Sinus ljóst beyki.
Byggingaplatan
sem allir hafa beöið eftir
\íHtKÍsXg' byggingaplatan er fyrir \ÍD[ð@(§‘ byggingaplatan er platan
veggi, lcrft og gólf sem verkfræðingurinn getur
\JD®@€ byggingaplatan ereldþolin, fyrirskrifað blint.
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
\^D[9@®' byggingaplatan er hægt
að nota úti sem innl
\íDtð@S byggingaplatan
er umhverfisvæn
ÞÞ
&CO
Leitið frekari upplýsinga
fc>. ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚIA 29 • S: S53 8640 & 568 6100
Jolagjafír fyrír bútasaumskonur:
Bútapakkar, bækur,
sníð, verkfærí,
gjafabréf og fleíra.
Qvirka
. Mörkin 3, sími 568 7477
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Tapað/fundið
Sjal tapaðist
MIÐVIKUDAGINN 27.
nóvember milli kl. 14.30
og 15 tapaðist marglitt
þunnt ullarsjal á Lauga-
veginum. Finnandi vin-
samlega hafi samband
við Ingibjörgu í síma
562-5743.
Gæludýr
Týnd læða
TÆPLEGA eins árs læða
hvarf frá heimili sínu við
kringluna sl. laugardags-
morgun. Hún gr fremur
smávaxin, gul- og svart-
bröndótt með gulan blett
á kollinum og var með
rauða ól með tveimur
bjöllum. Þer sem hafa
orðið hennar varir eru
vinsamlega beðnir að
hringja í síma 581-1229.
Farsi
COSPER
EF ÞÚ ýtir af aðeins meiri krafti
getum við farið fram úr þeim.
skák
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur
og vinnur.
STAÐAN kom upp skák
tveggja rússneskra stór-
meistara í Evrópukeppni
skákfélaga sem fram fór í
Búdapest fyrir mánaðamót-
in. Konstantín Sakaev
(2.600) var með hvítt og
átti leik, en Andrei
Kharlov (2.605) hafði svart
og var að enda við að drepa
riddara á c3
16. Rg5!! - Bb4 (16. -
Bxd4 17. Bh5 var
engu betra) 17.
Bh5 - Kd7 18.
Rxh7 - He8 19.
Bxf7 - He7 20.
Bxe6+! (Vinn-
ingsleikurinn, því
nú má svartur
ekki taka biskup-
inn: 20. — Kxe6
21. Rf8+ - Kf5
22. Dg6 er mát)
20. - Kc6 21.
Bxd5+ — Kxd5
22. Dg3 - Hf7
23. Rf6+ - Hxf6
24. exf6 og hvítur vann
auðveldlega.
Þetta er fjórði þátturinn
í röð þar sem sterkur milli-
leikur hefur ráðið úrslitum.
í öllum tilvikum er það hvít-
ur sem hefur beðið með að
drepa mann, en skotið inn
vinningsleik í staðinn.
Með morgunkaffinu
aö eiga engin
leyndarmál í litlu
simanúmerabókinni.
TM Reg U S Pat Otf. — all rights teserved
(c) 1996 Los Angeies Times Syndœate
ÉG GERI ráð fyrir að
kornið verði hávaxið í ár.
VAR ég ekki búinn að
segja þér að læra nýja
verðlistann utan að?
JÆJA, þar kemur fram-
færslan frá minum fyrr-
verandi.
Víkveiji skrifar...
AÐ VEKUR jafnan forvitni
Víkveija ár hvert, um þetta
leyti, þegar endurskoðun Ríkisend-
urskoðunar á ríkisreikningi fyrir
næsta ár á undan, er gerð opinber,
hvaða breytingum skýrslan hefur
tekið, frá liðnu ári. Raunar sýnist
Víkvetja, sem Ríkisendurskoðun
geri ár eftir ár, svipaðar athuga-
semdir og gagnrýni svipaða hluti í
ríkisreikningi, án þess að á athuga-
semdirnar og gagnrýnina sé hlust-
að. Hér í blaðinu hafa undanfarna
daga verið sagðar fréttir af helstu
gagnrýniatriðum úr skýrslu Ríkis-
endurskoðunar og eftir að fréttir
úr skýrslunni hafa verið birtar, hafa
blaðamenn Morgunblaðsins leitað
svara hjá þeim sem fyrir gagnrýn-
inni hafa orðið og spurst fyrir um
hver viðbrögð einstaklinga og stofn-
ana muni verða.
XXX
UNDARLEGA eru svör þeirra
sem fyrir athugasemdum Rík-
isendurskoðunar eða gagnrýni
verða, á þá leið, að um misskilning
sé að ræða. Til dæmis svaraði toll-
stjórinn í Reykjavík, gagnrýni á
embættið, um að gera sérstaka verk-
takasamninga við lögfræðinga inn-
heimtudeildar, á þann veg að um
misskilning væri að ræða. Ríkisend-
urskoðun benti í athugasemdum sín-
um réttilega á, að mati Víkverja,
að ekki bæri að launa mönnum sér-
staklega, með verktökusamningum
upp á hálfan annan tug milljóna
króna, á ársgrundvelli, fyrir að vinna
vinnuna sína. Svör tollstjóra voru,
auk áðumefnds misskilnings, að lög-
fræðingarnir réðust í fjárnámsað-
gerðir og aðra verktöku fyrir utan
vinnutíma sinn. Þetta telur Víkverji
að séu ekki boðleg svör. Það hlýtur
að vera hægt að koma þessum störf-
um fyrir, innan hefðbundins vinnu-
tíma og ef ekki, þá yæri ugglaust
mun ódýrara fyrir embættið og þar
með skattgreiðendur að borga
ákveðinn yfirvinnustundaijölda, til
þess að sinna innheimtu sem þessari.
XXX
SÖMULEIÐIS finnst Víkveija
það vera fyrir neðan allar hell-
ur, að ekki séu ákveðnar reglur í
gildi um gjafir til forseta íslands.
Það nær að sjálfsögðu engri átt að
forsetinn hafi um það sjálfdæmi
hvort gjafir teljist þjóðareign eða
persónuleg eign hans. Víkvetji er
þess fullviss, að leita þarf til ein-
hvers bananalýðveldisins, til þess
að finna slíkt sjálfdæmi hjá þjóð-
höfðingja landsins. Þá fær Víkveiji
ekki betur séð, en upptaka á fjár-
munum ríkisins eigi sér stað, í
ákveðnum tilvikum, eins og þeim,
þegar sýslumenn láta upboðsand-
virði óskilamuna renna í ákveðna
sjóði, bókaða hjá embættum sínum,
sem lögreglumenn geta svo sótt um
styrki úr. Varla getur slíkt fyrir-
komulag, verið hvetjandi í þá veru,
að lögreglumenn geri það sem í
þeirra valdi stendur til þess að
óskilamunir rati til réttra eigenda
sinna, en séu ekki boðnir upp.
XXX
ENNFREMUR telur Víkveiji að
ríkisskattstjóraembættið, af
öilum embættum, bíti höfuðið af
skömminni, með því að kalla yfir
sig gagnrýni ríkiseiidurskoðanda,
fyrir að sjóður og bankareikningar
í eigu embættisins skuli ekki koma
fram í bókhaldi og að inneignum
þeirra hafi ekki verið skilað reglu-
lega til ríkisféhirðis. Raunar hljóta
landsmenn, eðii málsins samkvæmt,
að gera hvað ströngustu kröfurnar
til ríkisskattstjóra, að þar sé bók-
haldið í lagi.