Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
EGILL Stardal og Knútur Bjarnason. BIRNA Sigurðardóttir og Hjörtur Hjartarson.
Morgunblaðið/Ásdís
BRIAN Pilkinton, teiknari mynda í bókinni, ræðir við Olaf E.
Friðriksson og eiginkonu hans, Þórdísi Zoega.
Útgáfuteiti
skotveiði-
bókar
ÚTGÁFUTEITI í tilefni af út-
komu bókarinnar Skotveiðar í ís-
lenskri náttúru eftir Ólaf E. Frið-
riksson var haldið á Hótel Holti
nýlega. Bókinni, sem hefur verið
í vinnslu síðastliðin fimm ár, er
ætlað að vera til fróðleiks og upp-
lýsingar fyrir alla sem stunda
skotveiðar eða hafa áhuga á að
kynna sér þær. Ljósmyndari
Morgunblaðsins fór í teitið.
SNÖRURNAR, Guðrún Gunnarsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir
og Erna Þórarinsdóttir.
Skemmtilegt að
syngja sveitatónlist
Snörurnar hafa gefið út sína fyrstu plötu með
sveitatónlist eftir ýmsa höfunda. Á umslagi disks-
ins er kennt hvernig dansa á svokallaðan línudans
og segjast þær með plötunni vilja breyta dans-
menningu þjóðarinnar.
„ÞAÐ hefur gætt einhvers misskiln-
ings með það að við köllum okkur
stundum ríkisraddirnar en ástæða
nafngiftarinnar er að við höfum
sungið svo mikið fyrir ríkið,“ segja
þær Eva Ásrún Albertsdóttir, Guð-
rún Gunnarsdóttir og Erna Þórarins-
dóttir, sem skipa Snörurnar, en
margir þekkja þær úr bakraddasveit
í Eurovision-keppnum. Þær hafa
einnig komið víða við hver í sínu
lagi. „Við Erna erum búnar að syngja
í hljómsveitum síðastliðin tuttugu
ár,“ segir Eva, „við erum örugglega
búnar að fara 30 hringi í kringum
landið með ýmsum hljómsveitum sem
óþarfi er að teija upp enda þekkir
þjóðin okkur ágætlega."
Engin jólabóla
Þær segjast þó aldrei hafa gert
neitt svipað þessari plötu áður. „Það
er skemmtilegt að syngja sveitatón-
listina. Við erum sannfærðar um að
platan er einungis sú fyrsta af mörg-
um sem frá okkur eiga eftir að koma
og hún er ekki bara jólabóla sem
springur heldur mun hún lifa áfram.
Vinsældir þessarar tegundar tón-
listar hafa farið vaxandi og hug-
myndin að plötunni hefur í raun ver-
ið lengi að fæðast og margt orðið
til að hvetja okkur í gerð hennar.
Smám saman púsluðust hlutirnir
þannig saman að við ákváðum að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd
nú í haust. Við tókum grunnana að
lögunum upp á tveimur dögum og
eftirvinnsla tók stuttan tíma,“ segja
þær og Erna bætir við, „við þurftum
að klára þetta á mettíma því ég var
komin á steypirinn og það var alltaf
mesta spennan þegar við hittumst á
morgnana hvort hægt væri að klára
upptökur eða ekki, það er hvort ég
væri komin upp á fæðingardeild að
eiga barnið.“
Hressileg lög
Þær segja vinsældir sveitatónlist-
arinnar fara vaxandi víða og að í
Bretlandi til dæmis séu tvö lög á
topp tíu en til gamans má geta þess
að Friðrik Karlsson gítarleikari leikur
í þeim báðum.
Auk þess sem Snörumar heimfæra
bandarísk lög og texta upp á íslensk-
una er á plötunni nýtt lag sem Magn-
ús Eiríksson samdi sérstaklega fyrir
þær sem og tvö eldri lög færð í „co-
untry-búning“. Margir færir tónlist-
armenn lögðu þeim lið við gerð plöt-
unnar og tóku Snörurnar sérstaklega
fram að Guðmundur Pétursson gítar-
leikari hefði til dæmis leikið á átta
gítara í einu lagi og að hann hefði
farið á kostum á plötunni.
Textasmiðir plötunnar eru meðal
annarra Friðrik Erlingsson, Valgeir
Skagfjörð og Magnús Eiríksson.
Snörurnar segja íslensku ekki vera
mjög „sveitalegt" mál og því þurfti
að taka ýmsar sveigjur og beygjur
til að forma textana að lögunum.
„Það er ákveðin hrynjandi í þessari
tónlist sem erfitt er að heimfæra á
íslenskuna en við erum mjög ánægð-
ar með útkomuna."
Björgvin sveitasöngvari
Mörgum dettur sjálfsagt Hallbjöm
Hjartarson frá Skagaströnd í hug
þegar sveitatónlist ber á góma. Snör-
umar segjast vera sér meðvitandi um
að þær séu engir frumkvöðlar á þessu
sviði og ekki Hallbjöm heldur því
Björgvin Halldórsson er frægasti
sveitasöngvarinn á íslandi, að þeirra
sögn. „Hann er búinn að syngja
sveitasöngva lengst allra, með Lonely
Blue Boys, Brimkló, og Sléttuúlfunum
og hefur gert það frábærlega vel.“
Þær segja sérstöðu plötunnar
kannski helst vera tengsl hennar við
línudansinn sem er að ryðja sér hér
til rúms en Jóhann Örn Ólafsson
danskennari hefur búið til línudansa
við öll lögin og einn þeirra, við lagið
Óveður, er skýrður út á textablaði
plötunnar. „Jóhann notar plötuna við
danskennslu, bæði í línudansi og í
öðrum dönsum. Okkur finnst þetta
dansinnlegg skemmtilegt. Það væri
gaman ef fólk gerði meira að því að
klæða sig upp á og fara út að dansa
eins og tíðkaðist hér áður fyrr,“ segja
Snörurnar sem munu skemmta á
Hótel íslandi næstu helgar.
Gleðileikurinn
B-I-R-T-i-N-G-U-R “
Hafnarfjarénrleikhúsið Næsta sýning:
HERMÓÐUR Lau. 4. jan.
OG HAÐVOR
Vesturgata 11, Hafnarfirði.
Gíeðifeg jdf
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 61
i# ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Smíðaverkstæðið kl. 20.30:
sími 551 1200
LEITT HUN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford
Fös. 27/12 - lau. 28/12.
Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna.
Bkki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla sviðið kl. 20.30:
í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson
Sun. 29/12.
Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn
eftir að sýning hefst.
••• GJAFAKORTíLEIKHÚS •••
•••SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF •••
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.00—18.00, miðvikudaga til sunnudaga
kl. 13.00—20.00 og til kl. 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. Sími 551 1200.
áB^LmKFÉLAG^Í|á
g^REYKJAVÍKURjg
1897-1997
Stóra svið kl. 20.00:
FAGRA VERÖLD
eftir Karl Ágúst Úlfsson, byggt á Ijóðum
Tómasar Guðmundssonar.
Frumsýning 11. janúar 1997
Stóra svið kl. 14.00:
TRÚÐASKÓLINN
eftir F. K. Waechter og Ken Campbell.
Sun. 29/12.
Litja svið kl. 20.30:
DOMINO eftir Jökul Jakobsson.
Frumsýning 9. janúar 1997.
SVANURINN
eftir Elizabeth Egloff.
Lau. 28/12, örfá sæti laus,
sun. 29/12.
Leynibarinn kl. 20.30
BARPAR eftir Jim Cartwright.
Fös. 27/12, fáein sæti laus,
lau. 28/12.
Fáar sýningar eftir!
Miðasalan er opin daglega frá kl.13.00 til
18.00 og fram að sýningu sýningardaga.
Auk þess er tekið á móti símapöntunum
virka daga frá kl. 10.00 -12.00
GJAFAKORT LEIKFÉLAGSINS
FRÁBÆR JÓLAGJÖF
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sími 568 8000 Fax 568 0383
Höfdaboro'in
ri„/,inrJnísimi r/T%„„& J
■AL IH—
„Gefin fyrir drama
Itessi dama..."
Kl. 20:30: fim. 12.12, nokkur sæli laus. Söosto sýning fyrir jól.
Leikfélag Kópavogs
sýnir barnaleikritið:
t • \
:ui
vm
Kl. 14: sun. 15.12, síðosto sýning fyrir jól. ■
(ra Sýningar teknar upp ettir áramót.
Miöasala í simsvara alla daga s. 551 3633
VINSIELASTA LEIKSÍNING ÁRS!NS
S’ÍNlíBORbARLEIKHúSlltU Sími568 8000
KASMil
BARNALEIKRITIt)
eftir MAíJNUS SCHEVIN&
'"leikstióri, BALTASAR KORMÁKUR
Lau. 28. des. kl. 14,
sun. 29. des. kl. 14, örfó sæti lous.
MIÐASALA I OLLUM HRAÐBONKUM
ÍSLANDSBANKA
„Ekta fin skemmtun." DV
„Ég hvet sem
flesta til að
verða ekki
af þessari
skemmtun."
f Mbl.
Sun. 15. des. kl. 20, örfé sæti Inus,
Sí&asta sýning fyrir jól,
sun. 29. des. kl. 20.
K .
„Sýningin er ný, fersk og
bráðfyndin."
„Sífellt nýjar uppákomur
kitla hláturtaugarnar.“ ^
Inu. 28. des. kl. 20.
Veitingahúsið Cofe Ópera býður rikulego leikhúsmaltið fyrir
eðo eftir sýningar ú oðeins kr. 1.800.
loftkastalinn Seljavegi 2
Mióasala í síma 552 3000. Fax 5626775
Opnunartími miðasölu fró 10 * 20.
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvölds!
- kjarni málsins!
»r íslands I
imtudaginn 12. des. kl. 20.00
Hljómsveitarstjóri og einleikari:
Guillermo Figueroa
t/W
Samuel Scheidt:
Antonio Vivaldi:
Giovanni Gabrieli:
Giovanni Gabrieli:
Hector Berlioz:
George F. HSndel:
In dulce jubilo
Árstíðirnar
Canzon septimi toni nr.
Canzoni nr. 27 & 28
Fióttin frá Egyptalandi
Fiugeldasvítan
Miöasala
á skrifstofu
hljómsveitarinnar
og við innganginn
/5
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ISLANDS .
Háskólabíói við Hagatorg. sími 562 2255