Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 63
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 19S6 63 4 morgunblaðið i 9 I I ð f f I < I 4 4 4 < 4 i i i i I ( ( I ( ( I I ( ( LEIK- og söngkonan Ma- donna kom fram á hátíðinni, í fyrsta skipti siðan hún ól barn í síðasta mánuði. GÍTARLEIKARINN Carlos Santana hefur staðið Iengur en flestir í framvarðasveit bandarísks rokks. Billboard verð- laun afhent BILLBOARD tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn i Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni. Margir þekktir tónlistar- menn fengu þar verðlaun fyrir framlag sitt til listgreinarinnar á árinu og fyrir ævistarf sitt. SÖNGKONAN vinsæla Toni Braxton sést hér með Rythm & Blues verðlaun sín. Nýjar plötur írsk tónlist í blóðinu írsk tónlist nýtur vinsælda víða um heim og þá ekki síst hér á landi. Hljómsveitar- menn í Pöpum, sem sendu frá sér tónleika- skífu fyrir skemmstu, segja að íslending- um líki írsk tónlist svona vel af því þeir séumeð hana í blóðinu. HLJÓMSVEITIN Papar hefur starfað alllengi með ýmsum mannabreytingum. Fyrir skemmstu kom út frá sveitinni þriðja breiðskífa hennar sem mjög er mörkuð írskum áhrifum og svipar þannig til fyrstu plötu Papanna, em í millitíðinni hefur sveitin leikið ýmiskonar tónlist, þar á meðal diskó. Papar segja að þeir séu að gefa út tónleikaplötu meðal ann- ars til að undirstrika að þeir hafa fært sig enn lengra í að leika írska tónlist, en á plötunni eru lög sem sveitin hefur verið að þróa undanfarin ár, ýmis írsk þjoðlög eða lög sem þeir félagar hafa útsett fyrir írska hljóðfæra- skipan og í írskum anda. Platan er tekin upp á krá í Hafnar- stræti sem kennir sig við írland, heitir reyndar Dyflinarbúinn, eða Dubliner. „Við gerum mikið af því að endurútsetja lög, því þessi þjóð- legu írsku lög eru oft ekki mjög áheyrileg við fyrstu hlustun. Við erum ófeimnir við að henda út hljómum sem okkur finnst óþarf- ir, en bæta við því sem okkur PAPAR, Ingvar Jónsson, Dan Cassidy, Georg Ólafsson, Eysteinn Eysteinsson, Vignir Ólafsson og Páll Eyjólfsson. finnst betur eiga við og stundum er ekkert eftir af upprunalega laginu nema laglínan. Það má því segja að við séum oft að end- ursemja lögin, en við höfum líka fengist við að frumsemja lög í írskum anda þó þau séu ekki á disknum,“ segja þeir. Papar segja að á plötunni sé sýnishorn af tónleikadagskrá þeirra sem hafi verið að mótast og þróast undanfarin hálft annað ár, en sum laganna voru í mótun skömmu áður en platan var tekin upp. Ferill Papanna hefur verið breytilegur og hljómsveitin breytt um svip eftir mannaskipan, en þeir segja að nú sé hún fastmót- aðri en áður og mannskapur sam- hentari. „Það má segja að nýir menn hafi komið með nýjar áherslur, en undanfarin misseri höfum við verið feimnir við að stíga skrefið til fulls í írsku tón- listina, en allt frá því hljómsveit- in varð til höfum við gælt við það að helga okkur þeirri gerð tónlist- ar,“ segja þeir félagar og vísa til þess að nafn sveitarinnar segi sitt, aukinheldur sem írsk áhrif hafi verið sterk á fyrstu plötu sveitarinnar. Aðspurðir um hvað valdi því að írsk tónlist njóti slíkra vin- sælda um heim allan sem raun ber vitni segja Papar að ekki sé vafi á að hin mikla gleði sem einkenni tónlistina hafi mest að segja. „Mörgum fínnst Irar vera þunglyndir og jafnvel daprir, en þegar kemur að tónlistinni er hún full af grípandi gleði _ sem allir finna. Hvað okkur íslendinga varðar þá hlýtur tónlistin að höfða mjög til okkar, því arfleifð- in segir til sín og írsk tónlist hefur verið vinsæl hér á landi í gegnum aldirnar, við erum með hana í blóðinu." Papar eru með hefðbundna írska hljóðfæraskipan með Dan Cassidy á fíðlu og síðan með banjó, gítara, trommur, bassa og harmonikku. Það eina sem vantar er tinflauta og þeir segja að það komi að því að einhver í hljóm- sveitinni taki að sér að blása í slíka flautu. írskum áhrifum Papanna hef- ur verið vel tekið að þeirra sögn og þeir segja að þeir hafí líka fengið fyrirspurnir að utan; þann- ig hafí þýsk umboðsskrifstofa haft samband við þá félaga og boðist til að skipuleggja fyrir þá tónleikaferð á ýmsar tónlistarhá- tíðir helgaðar írskri tónlist, en þar í landi og víðar í Evrópu sé nóg að gera á þeim vettvangi. „Það hafa líka aðilar í fleiri lönd- um haft samband við okkur og sett fram álíka hugmyndir sem við erum að skoða í dag.“ segja þeir og finnst ekkert sérkennilegt við þá tilhugsun að íslensk hljóm- sveit ferðist til að mynda um Þýskaland og leiki írska tónlist. Papar leika helst á krám og knæpum, en halda líka böll og þeir segja að ekki sé gott að leika írska tónlist eingöngu á böllum. „Á böllum þarf annað til en á krám og þá leikum við alhress- ustu írsku lögin og fléttum inn í dagskrána vinsælum popplögum, annað er ekki hægt,“ segja þeir en bæta við að mest gaman hafi þeir af því að leika írsku tónlist- ina eingöngu, hún hafí eitthvað sérstakt við sig og textarnir séu skemmtilega frábrugðnir öðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.