Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 68
•UYUNDJII
HÁ TÆKNI TIL FRAMFARA
Bg Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Miðstjórn ASI setur fyrirvara við undirritun samninga
Vilja að ríkið tryggi
jöfnun lífeyrisréttinda
MIÐSTJÓRN ASÍ segir í umsögn
um frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingar á lífeyrisréttindum opin-
berra starfsmanna að ekki verði
hægt að ganga frá kjarasamningum
fyrr en það liggi fyrir hvernig ríkis-
sjóður ætlar að tryggja öllu launa-
fólki sama lífeyrisrétt.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði að miðstjórn ASÍ beindi kröf-
um sínum að ríkisstjórninni en ekki
vinnuveitendum vegna þess að á
síðasta ári hefðu ASÍ og VSÍ geng-
ið frá samkomulagi um að áfram
yrði greitt 10% iðgjald í lífeyrissjóð-
ina. Um þetta hefði verið ágætt
samkomulag í röðum beggja aðila.
Nú hefði ríkisstjórnin markað nýja
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Fjölskyldan heggur jólatré
ÞAÐ er orðið hluti af jólaundir-
búningnum hjá mörgum fjöl-
skyldum að fara upp í sveit til
að velja og höggva eigið jólatré
í skóginum. Hópur starfsfólks
Marels hf. var nýlega á ferð hjá
Skógrækt ríkisins í Hvammi í
Skorradal í þessum erinda-
gjörðum og varð úr því ágæt
ferð.
■ Velja eigið/17
stefnu um að greitt yrði 15,5% ið-
gjald vegna hluta launþega. „Þess
vegna gerum við þá kröfu að stjórn-
völd tryggi okkar fólki þennan mis-
mun sem er á réttindunum. Við
viljum fá svör við því áður en við
göngum frá kjarasamningum
hvernig stjórnvöld ætla sér að
greiða úr þessu máli,“ sagði Grétar.
Umsögn miðstjórnar ASÍ um
frumvarpið er birt í nýjasta tölu-
blaði Vinnunnar. Þar er minnt á
þá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar að jafna lífeyriskjör lands-
manna. Miðstjórnin kveðst líta svo
á að ríkisstjórnin hafi með fram-
lagningu frumvarpsins lýst því yfir
að þau réttindi sem almennu lífeyr-
issjóðirnir bjóða upp á séu óviðun-
andi og nauðsynlegt sé að auka þau.
Mismunun eftir félagsaðild
Miðstjórn ASÍ vekur athygli á
því að 6.000-8.000 félagsmenn ASÍ
eru starfandi hjá hinu opinbera og
flestir þeirra falli undir lögin um
réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna. „Miðað við aðildarákvæði
frumvarpsins er hér verið að stefna
að því að þessir félagsmenn, sem
vinna sömu störf á sambærilegum
kjörum og félagsmenn samtaka
opinberra starfsmanna og greiða
sama iðgjald af sínum launum til
lífeyrissjóða, eigi að njóta ríflega
helmingi verri lífeyriskjara bara
vegna þess að þeir eru félagsmenn
í almennu stéttarfélögunum og af
engri annarri ástæðu. Slíkt gengur
auðvitað ekki upp. Málið snýr í
sjálfu sér alveg nákvæmlega eins
ef horft er til launafólks á almenn-
um vinnumarkaði, sem í krafti
ijölda sins verður að greiða lang-
stærstan hluta af þeim kostnaði
sem af þessu kerfi hlýst með skött-
um sínum en á samt að njóta mun
verri lífeyriskjara. Slíkt gengur ein-
faldiega ekki upp í okkar samfélagi
- um það verður aldrei sátt.“
Morgunblaðið/Ásdís
HAFÞÓR Ingi Magnússon og Jónína Guðjónsdóttir fóru með
flugvél FN áleiðis til Gautaborgar þar sem þau fá ný líffæri.
Tvö til líffæraflutn-
inga í Gautaborg
TVEIR íslendingar gangast vænt-
anlega undir líffæraflutninga á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg í dag. Flogið var með sjúkling-
ana utan í nótt.
. Unglingspiltur á Akureyri er í
meðferð hjá læknum sænska
sjúkrahússins vegna væntanlegra
lifrarskipta. Að sögn Nick Cariglia,
sérfræðings í lyf- og meltingar-
færalækningum við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, eru tvær
og hálf vika síðan pilturinn kom
heim. í gærkvöldi var hringt frá
Svíþjóð og látið vita að lifrin væri
til. Einnig Iunga fyrir konu í Hafn-
arfirði sem beðið hefur í sextán
mánuði eftir nýju líffæri.
Nick segir að ákveðið hafi verið
að slá þessum sjúkraflutningum
saman. Flugfélag Norðuriands sendi
Metro-vél sína strax af stað með
piltinn frá Akureyri og var komið
við á Reykjavíkurfiugvelli til að taka
konuna. Fólkið gengst væntanlega
undir líffæraflutningana í dag.
Héraðsdómur kveður Vífilfelli óheimilt að nýta rekstrartap Nútímans
Fyrirtækinu gert að
greiða 221 milljón króna
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur
úrskurðað að Vífílfelli hf. hafi verið
óheimilt að nýta ónotað rekstrartap,
til frádráttar frá tekjuskatti, frá Fargi
hf. (áður Nútímanum hf.) og gamla
Álafossi hf. á árunum 1989-93. Vífil-
fell keypti fyrirtækin í árslok 1988
og ónýtt rekstrartap þeirra nam sam-
tals 425 milljónum króna á þávirði.
Með þessum dómi hefur héraðsdómur
■ staðfest áður upp kveðna úrskurði
skattstjórans í Reykjavík og Yfir-
skattanefndar um sama mál. Málinu
hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Málið er margþætt og snýst um
álagningu opinberra gjalda á Vífil-
fell á tímabilinu 1989-93. Skattyfir-
völd gerðu athugasemdir í fjölmörg-
um iiðum við skattskil fyrirtækisins
á þessu tímabili og endurákvörðuðu
opinber gjöld á það í árslok 1994.
Sú endurákvörðun var staðfest með
úrskurði skattstjóra um mitt ár 1995
og úrskurði Yfirskattanefndar í októ-
ber síðastliðnum.
310 milljóna króna fjárnám
Hinn 10. nóvember 1995 gerði
sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám
í fasteign Vífilfells hf. að Stuðlahálsi
1, iðnaðarhúsi, vörugeymslum, skrif-
stofubyggingum ásamt vélum og
tækjum fyrir um 310 milljónir króna
auk dráttarvaxta og kostnaðar.
Fjárnámið var gert að kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík í samræmi
við áðurnefndan úrskurð skattstjór-
ans í Reykjavík. Vífilfell skaut þess-
um úrskurði til dómstóla en með
dómi héraðsdóms nú eru nær öll at-
riði hans staðfest. Áður en héraðs-
dómur úrskurðaði í málinu hafði
Yfirskattanefnd þó fallist á að Vífil-
felli hefði verið heimilt að nýta sér
frestunar- og frádráttarheimildir,
sem skattstjórinn hafði ekki tekið til
greina. í samræmi við það var upp-
hæð fjárnámsins lækkuð um 89 millj-
ónir króna og niðurstaðan er því sú
að Vífilfell þarf að greiða ríkissjóði
221 milljón. Héraðsdómur úrskurð-
aði að málskot skyldi ekki fresta
fullnustuaðgerðum en felldi hins veg-
ar niður málskostnað.
Héraðsdómararnir Helgi I. Jóns-
son, Sigurður Hallur Stefánsson og
Stefán Svavarsson dæmdu í málinu.
Stefán skilaði sératkvæði þar sem
fram kemur að hann sé efnislega
sammála meirihluta dómsins um af-
stöðu til nýtingar á yfirfærðu tapi.
Stefán telur hins vegar, með tilvísun
í 2. málsgrein 97. greinar skatta-
laga, að rannsókn skattyfirvalda
hefði átt að vera lokið innan tveggja
ára. Hún hafi hins vegar tekið sex
ár og yrði Gjaldheimtan að bera hall-
ann af aðgerðarleysinu.
Hreinn Loftsson, lögmaður Vífil-
fells, vildi lítt tjá sig um málið í gær
en sagði þó að þegar hefði verið tek-
in ákvörðun um að kæra úrskurð
héraðsdóms til Hæstaréttar. „Niður-
staða meirihluta dómsins er athyglis-
verð, ekki síst vegna þess að álit
minnihlutaaðilans, sem var eini sér-
fróði meðdómandinn í málinu, sýnist
vera í fullu samræmi við nýleg dóma-
fordæmi Hæstaréttar um túlkun 2.
málsgreinar 97. greinar skattalaga.
Hefði niðurstaða dómsins verið í
samræmi við sératkvæðið hefði Vífil-
fell þurft að greiða 40 milljónir í stað
221 milljónar," segir Hreinn.
Fjármálaráðherra
um áfengisverzlun
Einkaaðil-
um verði
heimiluð
smásala
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra telur eðlilegt, að stefnt sé
að því að einkaaðilum verði heimil-
að að sjá um smásölu áfengis, að
uppfylltum almennum en ákveðn-
um skilyrðum. Til að svo megi
verða þurfi hins vegar að breyta
lögum. Þetta kemur fram í svari
ráðherrans við skriflegri fyrirspurn
Viktors B. Kjartanssonar vara-
þingmanns Sjáifstæðisflokksins,
sem dreift var til þingmanna á
þriðjudagskvöld.
í svarinu segir, að það sé stefna
íjármálaráðherra „að fela eigi eign-
arhald og rekstur á einstökum út-
sölustöðum áfengis einkaaðilum í
eins ríkum mæli og lög leyfa.“ Nýja
útsölustaði eigi að bjóða út; engin
gild rök hafi verið færð fyrir því að
áfengisútsölur þurfi, frekar en vín-
veitingahús, að vera í ríkisrekstri.
Hins vegar er tekið fram, að ríkið
hafi mikilvægu eftirlitshlutverki að
gegna gagnvart sölu á áfengi, sem
æskilegt sé að sjálfstæður aðili,
óháður verzlunarhagsmunum, sinni.
Ennfremur kemur fram í svarinu,
að fjármálaráðherra hefur beint
þeim tilmælum til stjórnar ÁTVR
að gera grein fyrir framlegð og
arðsemi einstakra útsölustaða fyrir-
tækisins. Tilgangur þessa sé sá að
sýna fyrirtækinu meira rekstrarað-
hald og undirbúa þann möguleika
að rekstur núverandi útsölustaða,
sem alfarið eru á ábyrgð ÁTVR,
verði boðinn út.