Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 3

Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 3 sbhi tslðfl f>í uml BDKll) „Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir. Það fær Tómas Tómasson að reyna. Draumur rætist, þótt ekki sé það hans draumur, og hann veldur honum engan veginn - lengi vel. Bráðskemmtileg saga og vel skrifuð, um mann sem þarf að takast á við tvo heima; innri og ytri, heima og erlendis, hjónaband og frelsi." - Súsanna Svavarsdóttir, bókmenntafræðingur „Söguþráðurinn i Lávarði heims er áhugaverður - þetta er samfélagsádeila sett fram á irónískan hátt - bókin hélt mér við efnið allt til enda. Ég fékk þó varla frið til að Ijúka lestrinum fyrir öðrum í fjölskyldunni sem vildu ólmir byrja sjálfir á bókinni! Bók sem óhætt er að mæla með.“ - jón Reykdal, listmálari „Lífleg og skemmtileg frásögn af alvörumálum. Bók sem ég mæli hiklaust með.“ - Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins „Lávarður heims ber okkur mikilvægan boðskaþ. Raunsæjar lýsingar og skemmtilegur söguþráður halda lesandanum fóngnum,- - Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari í knattspyrnu „Lávarður heims er lifleg og snörþ skáldsaga; skemmtilegasta bók Olafs Jóhanns." - Einar Falur Ingólfsson, bókmenntafræðingur og myndstjóri Morgunblaðsins „Ég hef alltaf verið hrifinn af bókum Olafs Jóhanns. Lávarður heims brást ekki væntingum mínum." - Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og símamálastjóri „Ánægjuleg lesning sem kom mér skemmtilega á óvart." - Sigurborg Sigurðardóttir, yfirlyfjafræðingur „Ég skemmti mér mjög vel við lesturinn á Lávarði heims en um leið hefur bókin mikilvægan boðskaþ fram að færa." - Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunnar „Það vantar allan skáldskaþ I þetta verk. Það er ekki vottur af frumleika eða frjórri eða skaþandi hugsun þarna." - Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntagagnrýnandi Dagsljóss „Lávarður heims er ákaflega vel skrifuð bók sem leitar á hugann með áleitnum spurningum löngu eftir að lestrinum er lokið. Ólafur Jóhann er rithöfundur sem vex með hverri bók." - Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur „Góð bók sem er skemmtilega skrifuð. Persónurnar eru minnisstæðar og mæli ég með henni fyrir alla aldurshópa." - Guðiaug Þorsteinsdóttir, læknir og skákkona „Lávarður heims sver sig i ætt við það sem Ólafur Jóhann hefur skrifað áður. Persónurnar eru eftirminnilegar og stíllinn beinskeyttur. - Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands hW VAKA- HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYK|AVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.