Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 15
LANDIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Hjalti Sigurbjömsson
LIONSMENN og stjórn Félags velunnara Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Aðventuhátíð á vistheimilinu í Arnarholti
Margar nytsamar
gjafir bárust
Kiðafelli, Kjós - AÐVENTUHÁTÍÐ
var haldin í Arnarholti laugardaginn
7. desember sl. Þar voru mættir fé-
lagar úr Lionsklúbbnum Víðarri og
höfðu með sér söngtexta handa vist-
mönnum og starfsfólki.
Eftir að forstöðumaðurinn, Ferd-
inand Ferdinandsson, hafði boðið
fólk velkomið hófst söngur, síðan
talaði sjúkrahúspresturinn, Gunnar
Hallgrímsson, yfir söfnuðinum í til-
efni aðventunnar. Þá tók til máls
formaður Lionsklúbbsins Víðarrs,
Níels Ámi Lund, og sagði frá starfi
klúbbsins undanfarin ár og uppbygg-
ingu og innréttingu á húsnæði fyrir
endurhæfingardeild Amarholts, en
þeir höfðu áður gefíð tæki til endur-
hæfíngar á staðnum.
Síðan fór fram afhending á sjúkra-
lyftara, en með honum er hægt að
lyfta fólki úr hjólastólum og flytja á
milli staða eða stóla og léttir störf
hjúkrunarfólks. Ásgeir Karlsson yfír-
læknir þakkaði fyrir gjöfina. Þá voru
mætt stjórn Vinafélags Sjúkrahúss
Reykjavíkur, þau Egill Skúli Ingi-
bergsson, Ottó Mikkelsen og Jóna
Vilborg Guðmundsdóttir deildarstjóri
og afhentu ýmis tæki svo sem nýj-
ustu gerð af hitamælum, tæki til
blóðsýnatöku vegna sykursýki og
ýmislegt fleira.
Á móti öllum þessum gjöfum tóku
yfírlænir Arnarholts, Ásgeir Karls-
FERDINAND Ferdinandsson,
framkvæmdastjóri Arnarholts
í lyftunni. Niels Árni Lund,
formaður Lionsklúbbins Víð-
arrs, (t.v.) og Ásgeir Karlsson
yfirlæknir fyrir aftan.
son, og Steinunn Agnarsdóttir, deild-
arstjóri Arnarholts. Þarna voru einn-
ig mætt Magnús Skúlason, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Reykjavíkur, og Guðný Anna Arn-
þórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri geðdeildar sjúkrahússins.
Að lokum þáðu gestir góðgerðir
ásamt vistmönnum.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
HURÐASKELLIR og Skyrgámur komu við á Flateyri við mik-
inn fögnuð yngri kynslóðarinnar.
Kveikt á jóla-
trénu á Flateyri
Flateyri - Ljósin voru tendruð á
jólatrénu á Flateyri við mikinn fögn-
uð bæði yngri kynslóðarinnar og
;þeirrar eldri.
Fögnuðurinn varð enn meiri þegar
Tveir galsafengnir jólasveinar,
Hurðaskellir og Glámur, birtust. Þeir
■ kumpánar drifu alla háa sem lága i
hringdans og söng í kringum jólatréð
í og sungu þeir manna hæst öll gömlu
góðu jólalögin. Síðan heilsuðu þeir
; upp á yngri kynslóðina og útdeildu
sælgæti úr pokum sínum. Að því
loknu kvöddu þeir með því að sníkja
sér far til ísafjarðar, en þar biðu
þeirra hefðbundin skylduverk jóla-
sveina.
Foreldrar og börn héldu síðan að
mötuneyti Kambs en þar var haldinn
jólabasar á vegum Kiwanis, Lions,
Kvenfélags Mosvallahrepps og
kvennadeildar Björgunarsveitarinnar
Sæljóss. Þar gat að líta marga eigu-
lega muni, tilvalda í jólagjafir.
Eng-ar reglur til um vatns-
magnið í jólasteikinni
KAUPMENN hafa boðið jólasteik-
ina á allt að 50% afslætti að undan-
fömu og gæðin eru misjöfn. Engir
staðlar eru til um hvert innihald
unninnar kjötvöru á að vera og því
hefur framleiðendum verið í sjálfs-
vald sett hvað í vöruna fer fyrir
utan magurt kjöt, þ.e. magn vatns,
bindiefna og fitu. Hjá Hollustuvernd
ríkisins er nú í smíðum reglugerð
um skýrar nafngiftir á kjötvörum.
Engir opinberir staðlar
„Það hafa engir opinberir staðlar
verið til um kjötvörur fram til þessa,
sem þýðir að framleiðendur hafa
haft sjálfdæmi í nafngiftum á unn-
um kjötvörum," segir Ásmundur
Þorkelsson matvælafræðingur hjá
Hollustuvernd ríkisins.
Ásmundur segir hinsvegar að hjá
Hollustuvernd hafi undanfarna
mánuði verið unnið að sérstakri
reglugerð um skýrar nafngiftir á
kjötvörum. „Reglugerðin sem verð-
ur gefin út á næstu mánuðum tek-
ur á þessum málum, finnur heiti
yfir kjötvörur og setur reglur um
samsetningu þeirra.
Oft er vatn 10-15%
af þyngd kjötsins
„Pækilsprautun er í sjálfu sér
eðlileg aðferð við framleiðslu á kjöt-
vörum. Það sem vantar hérlendis
eru reglur um hvað er eðlilegt magn
vatns í kjötvörum", segir Guðjón
Þorkelsson matvælafræðingur hjá
Rannsóknarstofnun Iandbúnaðar-
ins. „Svokölluð pækilsprautusöltun
er notuð við að fá jafnari söltun
og vinna á móti vatni sem tapast
vegna þurrkunar í reykingu svo og
fá safaríkara kjöt fyrir bragðið. Þá
er verið að tala um að setja pækil
í kjötið sem nemur 10-15% af þyngd
þess.“ Guðjón segir að hinsvegar
sé hægt að ganga lengra og nota
ýmis efni og aðra tækni til að binda
ennþá meira vatn í kjötið. „Ódýrar
kjötvörur innihalda oft meira vatns-
magn en 10-15%.
- En rýrnar kjötið þá ekki við
suðu og sparnaðurinn þar með úr
sögunni?
„Oft er útkoman óskemmtileg
fyrir neytandann og til að kjötið
rýrni ekki við suðu þarf það sér-
staka meðhöndlun, sjóða þarf það
í lengri tima við vægan hita. Það
er algengt að leiðbeiningar fylgi um
hvernig eigi að sjóða kjötið.“
Lítið geymsluþol
„Kjöt með háu vatnsinnihaldi
hefur lítið geymsluþol miðað við
kjöt sem er verkað á annan hátt.
Ef jólasteikin er keypt með löngum
fyrirvara geta neytendur því endað
með skemmda vöru um jólin." Guð-
jón segir alvarlegast að kjötvörur
séu ekki merktar það ítarlega að
neytendur geti áttað sig á vatns-
innihaldi vörunnar.
„Starfsmenn Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins unnu fyrir
fímm árum tillögur fyrir Hollustu-
vernd um merkingar á kjötvörum
en enn er engin niðurstaða komin
í því hversu rækilega á að merkja
kjöt.“
Guðjón segist hinsvegar álíta að
það sé réttur neytenda að vita mjög
nákvæmlega hvað hann sé að
kaupa. „Kaupi neytandinn skinku
getur hann verið að kaupa frá 50%
kjöt og upp i 100%. í skinkunni sem
er 50% kjöt geta síðan verið
sojaprótein, bindiefni og vatn. Slík
skinka er svosem ágætt álegg en
það þarf að segja fólki frá munin-
um. Tvær tegundir af skinku, önnur
með 50% kjötinnihaldi og hin með
100% kjöti eru ekki sambærilegar.
Áfengi er flokkað eftir styrkleika
og í raun ætti það sama að gilda
um kjötvöru."
Hamborgarhryggirnir
misjafnir að gæðum
Þegar Guðjón er spurður hvort
starfsmenn Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins hafi rannsakað jóla-
steikina segir hann það hafa verið
gert í fyrra. Þá kom t.d í ljós að
gæði hamborgarhryggjanna voru
misjöfn. „Þeir voru frá því að vera
mjög góðir og síðan með miklu
vatni ogjafnvel útrunnir á geymslu-
þoli. I bestu hamborgarhryggjunum
var 95-100% magurt kjöt en það
kom fyrir að jólasteikin innihéldi
70% kjöt.“ Guðjón segir að engar
mælingar hafi verið gerðar í ár og
því viti hann Iítið um ástandið núna.
„Mér hefur hinsvegar sýnst að
ákveðin merki skeri sig nú úr sem
gæðamerki og önnur merki séu
komin fyrir ódýra markaðinn."
Hrátt hangikjöt varasamt
Guðjón segist gjarnan vilja benda
þeim lesendum sem hyggjast borða
hrátt hangikjöt á að gæta fyllstu
varúðar. „Það er engin hætta á
matareitrunum ef fólk kaupir sér-
stakt hangikjöt sem er verkað á
réttan hátt, pækilsaltað, þurrsaltað
og þurrkað á eftir í langan tíma.“
Hann segir að hinsvegar haldi
margir að nóg sé að taka hvaða
hangikjöt sem er, frysta það og
skera í sneiðar. „Þetta er mikill
misskilningur og sérstaklega þegar
pækilsprautað kjöt er annarsvegar.
I því kjöti er mikil hætta á örveru-
vexti jafnvel þó kjötið sé fyrst sett
í frysti áður. Umrædd framleiðslu-
aðferð gerir ráð fyrir að kjötið sé
soðið fyrir neyslu.“
- Hvernig geta neytendur áttað
sig á hvort þeir eru að kaupa vatns-
sprautað kjöt eða ekki?
„Yfirleitt er innihaldslýsing á
vörunni og þar kemur fram hvað
notað er i vöruna. Næst á eftir kjöt-
inu á að vera vatn þ.e. ef pækil-
sprautun er beitt í framleiðslunni.
Vissar kröfur fylgja nafni vöru
Þegar Ásmundur hjá Hollustu-
vernd er spurður hvort vatnsmagn
komi fram á kjötvörum í framtíð-
inni segir hann svo ekki vera en
vissar kröfur fylgja nafni vörunnar
og þær verði að uppfylla til að nota
megi viðkomandi heiti. Hann segir
að heilbrigðiseftirlit hvers sveitarfé-
lags muni síðan fylgja því eftir að
farið sé eftir reglugerðinni, bera
uppskriftir saman við innihaldslýs-
ingar og grípa til efnamælinga ef
grunur leikur á að ekki sé rétt að
málum staðið, segir hann.
Þegar Ásmundur er inntur eftir
því hvernig eftirliti með kjötvörum
sé núna háttað segir hann farið
eftir reglugerð um matvælaeftirlit
og hollustuhætti við framleiðslu og
dreifíngu matvæla. „Þar eru gerðar
ítarlegar kröfur til aðbúnaðar við
kjötvinnslu eða matvælavinnslu al-
mennt og hvernig eftirliti skuli hátt-
að.
Bónus
Fisher Price leik-
föng á 40-55%
lægra verði
í BÓNUSI í Holtagörðum fást nú Fisher Price barna-
leikföng. Leikföngin eru að sögn forráðamanna hjá
Bónusi á 40-55% lægra verði en hjá öðrum sem selja
leikföng sömu tegundar. „Við kaupum leikföngin millil-
iðalaust frá Bandaríkjunum og um er að ræða átta
tegundir af leikföngum fyrir krakka frá tveggja til sex
ára. Um verulegt magn er að ræða,“ segir Jón Ásgeir
Jóhannesson hjá Bónusi. Hann segist kaupa í gegnum
stóra verslunarkeðju í Bandaríkjunum og þannig ná
verðinu niður. Ennfremur segist hann halda að milliliða-
kostnaðurinn sé hár hér á landi og skýri verðlagið í
leikfangaverslunum að hluta.
Selja ýmislegt annað á hærra verði
Haukur Backmann framkvæmdastjóri hjá heildversl-
un I. Guðmundssonar, sem flytur inn Fisher Price leik-
föng, segist engar skýringar hafa á verðlagningunni
hjá Bónusi. „Álagning er fíjáls og þar sem ég hef
ekki reikninga né tollskýrslur í höndunum frá Bónusi
hef ég ekki hugmynd um hvort verið er að bjóða vör-
una undir kostnaðarverði eða selja með mjög lágri
álagningu. Þó að Bónus sé að flytja inn eina og eina
vörutegund og selja á lágu verði til að draga að sér
athygli þá selja þeir ýmislegt á hærra verði en aðrir.
Ég er til dæmis að flytja inn hakkavélar frá Moulinex
og þær hafa verið seldar ódýrari hjá raftækjaverslunum
en í Bónusi."