Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 22

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter STÚDENT í Belgrad sést í gegnum gat á þjóðfánanum sem notaður var í Júgóslavíu sem var. Búið er að skera burt kommúnistastjörnuna í miðju fánans. Leiðtogar stéttarfélaga í Serbíu um mótmælin gegn Milosevic Verkamenn óttast hefndaraðgerðir Washington. Reuter. LEIÐTOGAR sambands sjálf- stæðra verkalýðsfélaga í Serbíu sögðu að um 10.000 félagar þeirra hefðu í fyrsta sinn tekið með skipu- legum hætti þátt í mótmælum gegn stjórn Slobodans Milosevic forseta í gær. Báru þeir stéttarfélagsfána í göngunni. Leiðtogamir sögðu að margir verkamenn væru hræddir við hefndaraðgerðir, þeir gætu ver- iö reknir úr starfi og létu því ekki sjá sig í mótmælagöngunum. Þátt- takendur í aðgerðunum undanfarn- ar vikur hafa einkum verið miðstétt- arfólk og stúdentar. „Það er gömul trú meðal komm- únista að þegar verkamenn snúist gegn þeim séu þeir búnir að vera,“ sagði Rade Radovanic, forseti sam- bandsins, í gær. Samtök flokka stjórnarandstöð- unnar, Zajedno, hafa krafist þess að niðurstöður sveitarstjórnar- kosninga nýverið verði látnar standa en samtökin unnu meiri- Andófsleiðtogar segja málamiðlun koma til greina hluta í helstu borgum landsins, þ. á m. Belgrad. Hæstiréttur sam- bandsríkisins Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Zoran Djindjic, einn af helstu leiðtogum andófsins og formaður stærsta flokksins í Zajedno, hvatti á mánudag til að reynt yrði að semja við Milosevic um friðsamlega lausn. Fram til þessa hefur stjórnarandstaðan krafist þess að annaðhvort yrðu kosningaúrslitin virt eða Milosevic segði af sér. Ljubisa Ristic, formaður vinstra- bandalags sem einnig hefur and- mælt þeirri ákvörðun Milosevic að ógilda kosningamar, sagði að hægt væri að finna málamiðlun „hversu erfitt, andstyggilegt og hættulegt sem ástandið kann að virðast vera núna“. Sakaður um „hreinræktað einræði" Bandaríkin og fleiri vestræn ríki hafa fordæmt stefnu Milosevic og hótað honum refsiaðgerðum, sem ekki hafa verið skilgreindar nánar, beiti hann valdi gegn mótmælend- um. Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sakað forsetann um að halda uppi „hreinræktuðu einræði" og Bill Clinton forseti hvatti til þess að hlustað yrði á „rödd fólksins“. Vart kæmi til greina að beita efnahagslegum refsiaðgerðum, eins og áður var gert vegna Bosn- íustríðsins, fyrst og fremst vegna þess að yfirvöld í grannríkjunum láta sem þau taki ekki eftir smygli yfir landamærin enda landslag með þeim hætti að eftirlit er torvelt. Andófsleiðtogarnir Draskovic og Djindjic Báðir dufla við þjóðernisstefnu Belgrad. The Daily Telegraph. VUK Draskovic, þekktasti leiðtogi andófsins gegn forseta Serbíu, hefur undanfarnar vikur notað eins konar stundatöflu. Um klukk- an þtjú eftir hádegi hefur hann stigið um borð í „orrustuvagn" sinn og hvatt mannfjöldann á úti- fundum í Belgrad til að beijast gegn Slobodan Milosevic forseta. „Lýðræðisleg Serbía mótmælir,“ hrópar hann og fólkið tekur fagn- andi undir. Draskovic er rithöfundur og blaðamaður, 50 að aldri og annar af tveim helstu leiðtogum sam- taka flokka stjórnarandstæðinga, Zajedno, hinn er Goran Djindjic. Draskovic er oft skáldlegur í tali og getur hrifið mannfjöldann með mælsku sinni, honum hefur ásamt Djindjic tekist að efna til öflug- ustu mótmæla gegn veldi Mi- losevic í níu ár. Meira er deilt um stjórnmálasnilli hans. Djindjic, sem er um fertugt, virðist honum fremri á því sviði, en er sakaður um að vera mikill tækifærissinni. Stjórnvöld hafa lengi reynt að þagga niður í Draskovic og fyrir nokkrum árum var honum stungið í fangelsi og þar var honum mis- þyrmt. Klofnar stjórnarandstaðan? Margir óttast að hafi andófs- menn sigur í slagnum við Milo- DRASKOVIC (t.v.) og Djindjic á mótmælafundi í Belgrad á dögunum. sevic og nái völdum geti farið svo að þjóðernissinnar fái öll völd í nýrri stjórn eða deilur milli frjáls- lyndra afla og þjóðernissinna innan raða andófsmanna kljúfi samtökin. Hvorugur leiðtoganna tveggja á margt sameiginlegt með leiðtog- um hreyfínganna sem bundu enda á veldi kommúnista í flestum lönd- um Mið- og Austur-Evrópu árið 1989 en þar voru oft fijálslyndir menntamenn í fararbroddi. Þeir Draskovic og Djindjic hafa báðir viðrað ákafa þjóðernisstefnu og boðað stofnun Stór-Serbíu. Djindjic studdi ákaft málstað Bosníu-Serba og veitti flokki Radovans Karadzic fulltingi í kosningunum í héruðum Bosníu- Serba í sumar. Draskovic var í upphafí dyggur liðsmaður Serba í Bosníu í deilum þjóðabrotanna þar en snerist síðar gegn stefnu Milosevic í þeim efnum og einkum stuðningi forsetans við stríðs- rekstur þjóðbræðranna. Djindjic hefur að undanförnu breytt málflutningi sínum og sagt að hann hafí stutt Karadzic til að koma í veg fyrir að Milosevic efldi stöðu sína meðal Bosníu-Serba. Djindjic virðist nú reiðubúinn að kanna málamiðlanir í deilunum við Milosevic og sagði á mánudag að efna yrði til hringborðsumræðna með fulltrúum stjórnvalda. Samið við Norðmenn um veiðiheimildir Santer segir Breta hindra stækkun ESB NOREGUR og Evrópusambandið náðu í gær samkomulagi um gagnkvæm skipti á veiði- heimildum á næsta ári og nýtingu sameigin- legra stofna í Norðursjó. í fréttatilkynningu frá norska sjávarút- vegsráðuneytinu kemur fram að makrílkvóti í Norðursjó verði óbreyttur, 420.000 tonn. Þar af fá Norðmenn 127.450 tonn. Sam- komulag náðist um að byggja upp stofninn með því að ákveða nýja aflareglu í framtíð- inni. Á næsta ári munu ESB og Noregur því hefja viðræður um nýtt stjórnkerfi fyrir makrílstofninn. Norðmenn hafa lýst því yfir að í þeim viðræðum muni þeir krefjast hærri hlutdeildar í makrílkvótanum en til þessa. Kvóti i Norðursjávarsíld var minnkaður um helming á þessu ári að fenginni ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Samkomulag náðist um að takmarka veiðar áfram í svipuðum mæli og á þessu ári. Heildarkvót- inn verður 159.000 tonn og þar af fá Norð- menn 46.000 tonn. Tekið á frákasti afla Farið er að miklu leyti eftir tillögum vís- indamanna varðandi aðra stofna í Norð- ursjó og verður þorsk-, ýsu- og rauð- sprettukvóti minnkaður. Rækjukvóti Norð- manna í lögsögu ESB í Norðursjó verður hins vegar aukinn í 300 tonn. Noregur og ESB munu á næsta ári efna til viðræðna um ýmsar tæknilegar reglur um veiðar í Norðursjó. Meðal annars á að taka sérstaklega á frákasti afla. Þá hyggj- ast aðilar auka samstarf sitt um eftirlit með veiðunum, til dæmis varðandi skipti á upplýs- ingum um landanir og skipti á veiðieftirlits- mönnum. Ufsakvóti ESB í norskri lögsögu norðan 62. breiddargráðu verður minnkaður úr 7.000 tonn- um í 4.000 tonn. Norðmenn fá aukna hlutdeild í kvóta þeim, sem ESB kaupir af Grænlendingum. Grálúðukvótinn er hækkaður í 2.650 tonn og Noregur fær nýjan karfakvóta upp á 2.000 tonn. Þá verður kolmunnakvóti Norð- manna 255.000 tonn. JACQUES Santer, forseti framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins sakar Bretland — að vísu án þess að nefna það á nafn — um að hindra fjölgun aðildarríkja Evrópusam- bandsins með því að leggjast gegn nauðsyn- legum breytingum á stofnunum og ákvarð- anatöku sambandsins. í ræðu, sem hann hélt á Evrópuþinginu í Strassborg í gær, sagði forsetinn að það værí ósamrýmanlegt að hvetja annars vegar til stækkunar ESB til austurs og tala hins vegar gegn því að stofnanir yrðu gerð- ar skilvirkari. „Þeir, sem leggjast ein- dregnast gegn umbótum á stofnunum, eru um leið helztu stuðningsmenn stækkunar," sagði Santer og var öllum Ijóst að hann átti við Bretland. „En þeir, sem eru andsnúnir umbótum, hægja óhjákvæmilega á inntöku fyrstu nýju aðildarríkjanna." Brezka ríkisstjórnin er hlynnt því að Evr- ópusambandið stækki til austurs og hinn hindrunarlausi Evrópumarkaður þar með, en leggst gegn tillögum um að gera ákvarðana- töku skilvirkari með því að fækka málaflokk- um, þar sem einstök aðildarríki hafa neitun- arvald og fjölga í staðinn atkvæðagreiðslum í ráðherraráðinu. ESB ekki óvinur fullveldisins Santer, sem undanfarið hefur orðið æ harð- orðari í garð Bretlands, sagði að fullyrðingar um að „BrusseT' græfí undan fullveldi aðild- arríkja Evrópusambandsins væru rangar. „„Brussel" er aðildarríkin saman á fundi,“ sagði hann. „Með [samvinnu] fáum við tæki til að gæta þjóðarhagsmuna á alþjóðlegum vettvangi ... til að gæta fullveldisins. Ekkert aðildarríki er þess megnugt að standa eitt. Þeir, sem halda að við getum snúið aftur til gamalla hugmynda á borð við einfalt fríverzl- unarsvæði horfa raunveruleikann undarleg- um augum.“ Santer sagði að ESB væri ekki óvinur fullveldis aðildarríkjanna. „Þvert á móti er það svo að þeir, sem vilja styrkja fullveldið í nútíð og framtíð, geta einungis komið því til leiðar með sterku og áhrifamiklu Evrópu- sambandi," sagði hann. EVROPA^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.