Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 28

Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Brauðrist -heimilistæki standa undir nafni! Mínútugrill EURO og VISA raðgreiðslur BRÆÐURNIR LágmúIa 8 • Sími 533 2 800 TEFAL -fetiframar Reuter PALESTÍNUMAÐUR á lóð sinni í Ras al-Amoud-hverfinu í Austur-Jerúsalem þar sem ákveðið hefur verið að heimila bygg- ingu 132 íbúða fyrir gyðinga. A Aætlun um gyðingabyggð í A-Jerúsalem Arafat varar Israela við Gaza. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði í gær, að áætlun ísraelsstjórnar um að byggja 132 íbúðir í Austur-Jerúsalem væri brot á samningum hennar við Frelsis- samtök Palestínumanna, PLO. Arafat sagði á blaðamanna- fundi, að samningsbrotið væri mjög alvarlegt en ákveðið hafði verið, að um framtíðarstöðu Aust- ur-Jerúsalem, sem ísraelar lögðu undir sig 1967, yrði rætt í sérstök- um viðræðum. Þær hafa hins veg- ar legið niðri síðan Benjamin Net- anyahu tók við stjórnartaumunum í ísrael í júní sl. Skipulagsnefnd Jerúsalems- borgar samþykkti í fyrradag að leyfa byggingu 132 íbúða í Ras al-Amoud-hverfínu þar sem 11.000 Palestínumenn búa. Þarf einnig ráðherrasamþykki við framkvæmdunum en talið er, að það geti tekið nokkra mánuði. Eins og „tímasprengja“ Faisal al-Husseini, helsti fulltrúi PLO í Jerúsalem, segir áætiunina vera „tímasprengju“, sem sprung- ið geti með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Átti hann þá meðal annars við uppþotin í september þegar Israelar opnuðu forn jarð- göng nálægt helgistöðum músiima en þau kostuðu 60 Palestínumenn og 15 ísraela lífið. Á þeim tæplega 30 árum, sem liðin eru síðan ísraelar tóku Aust- ur-Jerúsalem, hafa þeir umkringt borgina með ísraelskum íbúða- hverfum en nú ætla þeir í fyrsta sinn að hasla sér völl inni í hverf- um araba. PLO vill, að Austur- Jerúsalem verði höfuðborg hins palestínska ríkis en ísraelar líta á hana sem hluta af sinni „eilífu" höfuðborg. ar & glœrur^ Við rýraura til fyrir nýrri vöru og seljum nokkra rafeindavarpa og glærur (sýningartæki) með verulegum afslætti næstu daga. Tækin sem um ræðir eru m.a. eftirtalin: Raleindavarpar Vard áður: TilboAavarð: InfDCUB LP 550 halogen 640 x 480 kr. 650.000 kr. 300.000 Infocua LP 210 metal halide 640 x 480 kr. 570.000 kr. 450.000 3M MP 8020 metal halidB 640 x 480 kr. 980.000 kr. 550.000 Raf eindagl ■ nr Infocus PB 550 640 x 480 video/tölvur kr. 420.000 kr. 260.000 InfocuG PB 3600 640 x 480 kr. 360.000 kr. 160.000 Infocus PB 2600 640 x 480 kr. 220.000 kr. 110.000 InfocuB PB 820V 800 x 600 video/tölvur kr. 510.000 kr. 350.000 3M PB 6450 640 x 480 vidBo/tölvur kr. 510.000 kr. 310.000 <Q> NÝHERJI RADÍÓSTOFAN Skiphalt 37 -105 Reykjavík Sími: 569 7600 - Fax: 569 7629 http://www.nyherji.is fnfbcus' Tækin eru öll i fyrsta flokks ástandi og með 1 árs ábyrgð. Nánari upplýsingar gefa Sveinn og Kolbeinn i sima 5G9 7600 á skrif stof utima. Spánn Aðhaldi mótmælt Madríd. Reuter. TALSMAÐUR hægristjórnarinnar á Spáni fullyrti í gær að aðeins um 15% opinberra starfsmanna hefðu farið að tilmælum leiðtoga sinna og lagt niður vinnu í einn dag til að mótmæla áætlunum um að fella niður vísitöluhækkun launa. Fulltrúar stéttarfélaganna voru á öðru máli, þeir sögðu að allt að 90% þátttaka hefði verið í aðgerðunum og töldu að sjúkrahús, skólar, póst- hús, dómstólar, stöðvar ríkissjón- varpsins og flugvellir myndu lam- ast. Stjórnvöld ákváðu að fella niður hækkunina til að reyna að tryggja að Spánn uppfylli skilyrði Maastricht-samkomulagsins um aðild að efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu, EMU, árið 1999. Tals- maður stjómarinnar sagði í gær að ekki yrði látið undan þrýstingi stétt- arféiaganna. __|L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.