Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 33

Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 33 GUILLERMO Figueroa er tón- listarmaður fram í fingurgóma. Hann starfar jöfnum höndum sem fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, svo sem hann hefur dreymt um frá blautu barnsbeini, og flakkar heimshoma á milli í því augnamiði að svala listrænum þorsta sínum. Eins og það sé hægt, getur blaða- maður hins vegar ekki stillt sig um að hugsa, svo mikill er áhug- inn, lífsgleðin og þrótturinn í þess- um glaðbeitta manni, sem verður í forgranni á jólatónleikum Sinf- óníuhljómsveitar íslands í Lang- holtskirkju í kvöld kl. 20.00. „Þegar ég stend á sviðinu fyrir framan hljómsveitina, hvort sem er með fiðlu eða tónsprota í hönd, skil ég hvaða tilgangi líf mitt þjón- ar,“ segir Figueroa, sem er borinn og barnfæddur á Puerto Rieo en gekk menntaveginn í New York, þar sem hann býr í dag. Tónlistin er honum í blóð borin og hafa fleiri fjölskyldumeðlimir getið sér gott orð á því sviði. Þannig stjórnaði hann um árið flutningi á Þríleiks- konsert Beethovens á tónleikum í New York þar sem einleikarar voru Yvonne Figueroa á píanó, Narcisco Figueroa á fiðlu og Rafael Figu- eroa á selló. Guillermo Figueroa er nú aðalgestastjórnandi Sinfó- níuhljómsveitar Puerto Rico, auk þess sem hann hefur um árabil verið konsertmeistari og stjórnandi kammersveitarinnar ORPHEUS, sem hlotið hefur mikið lof fyrir leik á tónleikum og plötum. Undrun New York-búa Figueroa lætur vel af samstarf- inu við Sinfóníuhljómsveit Islands, sem hann stjórnar nú í annað sinn. Hún sé fljót upp á lagið og bersýni- lega skipuð fagmönnum. „Þrátt fyrir að efnisskrá tónleikanna samanstandi af afar ólíkum tón- smíðum hefði hljómsveitin verið klár í slaginn eftir tvær æfingar." Um miðjan áttunda áratuginn Umdeilt verk van Goghs selt París. Reuter. EKKI tókst að selja eitt síð- asta verk hollenska málarans Vincents van Goghs á uppboði á þriðjudag, en búist hafði verið við því að það yrði selt franska ríkinu fyrir brot af þeirri upphæð sem verkið er metið á. Ástæðan er sú að árið 1989 úrskurðaði franska menningarmálaráðuneytið að verkið „Jardin a Áuvers“ (Garður í Auvers) flokkaðist sem þjóðargersemi og mætti ekki selja úr landi. Verkið málaði van Gogh í júlí 1890, skömmu áður en hann stytti sér aldur. Var búist við að um 50 milljónir franka, um 630 milljónir ísl. króna, fengjust fyrir mynd- ina, en það er um fjórðungur þess sem hún er metin á. Hæsta boð í hana var þó aðeins um 32 milljónir franka. í dagblaðinu Liberation segir að „bölvun" hvíli á myndinni vegna deilnanna um úrskurð menningarmálaráðu- neytisins fyrir sjö árum, svo og efasemda um að van Gogh hafi málað hana. Fyrrverandi eigandi myndarinnar fór í mál við franska ríkið vegna banns- ins við sölu verksins úr landi. Hafði hann betur fyrir frönsk- um dómstóinum og var ríkið dæmt til að greiða honum 145 milljónir franka, um 1,8 millj- arða ísl. króna í bætur. Hefur þessi dómur orðið til þess að mjög hefur dregið úr tilraun- um ríkisins til að hindra að listaverk séu seld úr landi. LISTIR Tilgangur lífsins Morgunblaðið/Golli GUILLERMO Figueroa verður einleikari í Árstíðunum eftir Vivaldi: „íslendingar verða án efa ekki í vandræðum með að skilja Veturinn en það verður þrautin þyngri að koma Sumr- inu skammlaust til skila við þessi veðurskilyrði.“ Hljómsveitarstjórinn og fíðluleikarinn Guillermo Figueroa frá Puerto Rico verður í aðalhlutverki ájólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Langholts- kirkju í kvöld. Orri Páll Ormarsson hitti hann að máli af því tilefni. bjó Figueroa um skeið á íslandi og lék þá sem lausamaður með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hefur hann fylgst með hljómsveitinni all- ar götur síðan og sá hana meðal annars leika á tónleikum í Carnegie Hall í New York í febr- úar á þessu ári. „Dómarnir sem hljómsveitin fékk fyrir þá tónleika voru frábærir og vöktu nokkra athygli í New York. Ég held að fólk hafi almennt ekki gert ráð fyrir því að Island ætti sinfóníu- hljómsveit, hvað þá að hún væri svona góð.“ Að áliti Figueroas er mikilvægt fyrir sinfóníuhljómsveitir, ekki síst þær sem eru landfræðilega ein- angraðar, að kanna nýjar lendur, svo sem SÍ gerði í Vesturheimi. „Fyrir það fyrsta vaxa hljóðfæra- leikarar yfirleitt af slíkum ferðum, auk þess sem þær geta haft jákvæð áhrif á ímynd landsins. Listamenn sem láta til sín taka erlendis hljóta að hafa jákvæð áhrif á utanríkis- viðskipti." Sjálfur kveðst Figueroa alltaf hafa jafn mikið yndi af því að ferð- ast — kynnast nýjum löndum, tón- listarmönnum og áhorfendum. Svo ekki sé talað um að hitta gamla vini, svo sem Guðnýju Guðmunds- dóttur konsertmeistara SÍ, en þau störfuðu meðal annars saman í kammersveitinni ISAMER þegar Figueroa bjó hér á landi. „Það hefur verið virkilega ánægjulegt að vinna á ný með Guðnýju en hún var í leyfi þegar ég stjórnaði hljómsveitinni fyrir tveimur árum.“ Samstarfi Guðnýjar og Figueroa á þessum vetri lýkur reyndar ekki í kvöld því í apríl næstkomandi heldur sú fyrmefnda til Puerto Rico þar sem hún mun flytja Fiðlukon- sert Benjamins Brittens með sinfón- íuhljómsveit landsins. Mun Figu- eroa vitaskuld stjóma flutningnum. „Ég hlakka mikið til þeirra tónleika og vonandi á Guðný eftir að hljóta jafn höfðinglegar viðtökur og ég hef hlotið hér á landi.“ Sumar í desember Á tónleikunum í kvöld verður Figueroa einleikari í einu nafntog- aðasta tónverki allra tíma, Árstíð- unum eftir Antonio Vivaldi. „Árs- tíðirnar eru ákaflega hátíðlegt verk, sem virðist alltaf falla tón- leikgestum jafn vel í geð, og það er sérstaklega spennandi fyrir mann eins og mig, sem alinn er upp í hitanum á Puerto Rico, að fá tækifæri til að flytja það á ís- landi. íslendingar verða án efa ekki í vandræðum með að skilja Veturinn en það verður þrautin þyngri að koma Sumrinu skamm- laust til skila við þessi veðurskii- yrði,“ segir Figueroa og gjóir aug- unum kankbrosandi út um glugg- ann. „Við munum þó reyna okkar besta.“ Figueroa segir að efnisskrá kvöldsins sé afar áhugaverð og allir ættu að geta fundið þar eitt- hvað við sitt hæfi. Tónleikarnir hefjast á jólasálminum In dulce jubilo eftir Samuel Scheidt og verð- ur hann leikinn af málmblásara- sveit sinfóníuhljómsveitarinnar sem kemur mikið við sögu í kvöld. í kjölfarið koma Árstíðirnar en því næst verða leikin tvö verk eftir Giovanni Gabrieli (1553-1612), sem starfaði sem organisti við Markúsarkirkjuna í Feneyjum, Canzone septimi toni nr.2 og Canz- oni nr. 28 & 27. Jafnframt eru á efnisskrá for- spil að öðram þætti óratoríunnar Bernsku Krists, Flóttinn til Egyptalands, sem Hector Berlioz samdi 1850, og Flugeldasvíta Ge- orgs Fr. Hándels, sem samin var að ósk Georgs 2. Englandskonungs en með þeim hætti fagnaði hann lokum styijaldar Englendinga og Austurríkismanna 1784. Tónlistin hlaut hina bestu dóma en sama verður ekki sagt um flugeldasýn- inguna, sem henni fylgdi við há- tíðahöldin, því röð af mistökum í framkvæmd hennar skaut gestum og gangandi skelk í bringu — ýmist sprungu flugeldarnir of snemma eða alls ekki og endaði sýningin með því að eldur kviknaði í skotpallinum. Morgunblaðið/Atli Steinarsson HER er eitt af fimm verkum Jóhanns Eyfells, sem unnið er úr gúmmíkvoðu. Það er 5X5 metrar að stærð. Það var sýnt á gólfi í Orlando en verður væntanlega sýnt á vegg á Akureyri á næsta ári. Verkin eru eingöngu fyrir augun og hugann Flórída. Morgunblaðið. NÝLEGA lauk sýningu á mjög nýstárlegum verkum Jóhanns Eyfells í Orlando. Á sýningunni voru fimm stór verk, þar af voru fjórar veggmyndir og eitt gólflistaverk. Að sögn Jóhanns eru þetta mjög nýstárleg verk, sem hann hefur unnið að af og til sl. þrjú ár. Oll eru verk Jóhanns gríðar- stór, það stærsta var 5X5 metr- ar. Verkin nefnast „Rubber collations" á enskri tungu sem mætti þýða á íslensku sem „Gúmmí samfellur“. „Verk þessi eru eingöngu fyrir augað og hugann,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. „Maður hefur þessi element en tilviljunin ræður lokagerðinni. Stundum fer ég allt að þrjátíu yfirferðir yfir verki, verkið byggist á því að hella gúmmíinu á verkið aftur og aftur,“ sagði Jóhann. Jóhann Eyfells hefur lengi starfað sem kennari í listum við háskólann í Mið-Flórída. Hann nýtur mikillar virðingar fyrir starf sitt. Utan vinnutíma vinnur hann að listverkasköpun við heimili sitt í Ovideo á Orlando- svæðinu og hefur þar skapað listaverk með mörgum áður óþekktum aðferðum. Hann hef- ur haldið fjölda sýninga í Or- lando en á Islandi sýndi hann síðast árið 1992.1 ráði er að hann sýni á Akureyri næsta sumar. Þá hefur honum verið boðið að taka þátt í sýningu í Litháen í vor. Jólatón- leikar í Borgar- firði TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar heldur röð jólatónleika, þar sem hljóðfæranemendur leika bæði jólalög og ýmis önnur verk, en. tónleikar söngdeildar munu byggj- ast að mestu leyti upp á aríum, dúettum og kórum úr þekktum óperum. Næstu tónleikar verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 12. desmber kl. 18 og föstudaginn 13. desember kl. 18. Laugardaginn 14. desember kl. 14 verða jólatónleikar í Logalandi og sama dag verða Söngdeildartónleikarnir í Borgar- neskirkju kl. 18. Skólinn var stofnaður haustið 1967. í byijun skólaárs í haust voru nemendur um 200 og kennar- ar 11. Skólastjóri er Theodóra Þorsteinsdóttir. í tilefni þess að skólinn er að helja sitt þrítugasta starfsár mun hann standa fyrir ýmsum uppá- komum í vetur. í byijun nóvember komu Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Delana Thomsen píanóleikari og héldu tónleika í Borgarneskirkju á vegum skólans og Tónlistarfélags Borgarfjarðar. í febrúar mun skólinn halda sérstaka afmælistónleika og þar munu koma fram nemendur og kennarar við skólann, bæði núver- andi og fyrrverandi. í mars mun skólinn taka á móti gestum frá öllum tónlistarskólum á Vestur- landi. Einnig munu nemendur Tónlistarskóla Borgat'fjarðar koma fram við ýmis tækifæri í héraðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.