Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lýsing barnabóka TEIKNING eftir Ib Spang Olsen. Kristinn í Töfra- flautunni í Flórens KRISTINN Sig- mundsson söngvari syngur þessa dagana í Töfraflautunni eftir Mozart í Flórens á Ítalíu. Þetta er sýning sem hefur verið tekin upp aftur eftir þriggja ára hlé. í samtali við Morg- unblaðið sagði Krist- inn að viðtökur hefðu verið ágætar á frum- sýningunni í síðustu viku. „Það var svo sem . . engin stórkostleg _. Knstinn hrifning enda fer óp- , Sigmundsson eran fram á þýsku sem ítalirnir verður skilja illa. Það hefur samt alltaf verið fullt hús hjá okkur.“ Siðasta sýning Kristins í Flórens verður á sunnudaginn en eftir áramót mun hann halda til Parísar þar sem hann mun syngja í Parcifal eftir Wagner í Bastilluó- perunni og síðan í Lohengrin eftir sama höfund á sama stað. „Þetta eru stórverk- efni sem gaman verð- ur að glíma við,“ sagði Kristinn, sem París fram á sumar. Diddú á jóla- tónleikum í Vest- mannaeyjum LIST OG HÖNNUN Gcrðubcrg MYNDSKREYTINGAR í NORRÆNUM BARNABÓKUM Myndlýsingar 16 norrænna lista- manna. Opið mánudagatil fimmtu- daga kl. 10 til 21, föstudaga til sunnu- daga 12-17. Til 20. desember. Að- gangur ókeypis. í TILEFNI 50 ára afmælis nor- ræna myndlistarbandalagsins var efnt til norræns myndlistarárs á sl. ári og bar hér á landi hæst sýninguna Brunnar í og við Nor- ræna húsið sl. sumar. Fleiri og smærri sýningar voru í gangi víðs vegar um Norðurlönd, en hins veg- ar fór afar lítið fyrir því að saga bandalagsins væri krufin og farið í saumana á þróuninni. Ein af þessum smásýningum var farandsýning á myndlýsingum nor- rænna barnabóka, sem nú gistir Gerðuberg, og taka tveir listamenn frá hveiju landanna þátt í henni. Einnig Samar og Grænlendingar, en þá saknar maður ósjálfrátt Álendinga. í formála stendur, að hér sé kynnt nokkuð af því helsta sem á döfinni sé í myndskreyting- um barnabókmennta á Norður- löndum, sem kannski er ástæðu- laust að rengja. Hins vegar er afar hæpið að jafnlítil og takmörkuð sýning geti staðið undir þeim stefnumörkum og sá þarf ekki að vera ýkja vel að sér á sviðinu til að efast um .réttmæti þessa fram- sláttar. Sýningin er afar almenns eðlis og fátt vakti sérstaka athygli rýnisins, einkum vegna þess að hann hefur séð svo margt frábært á sviðinu. Hinn snjalli teiknari, Ib Spang Oisen, segir í ágætri grein, er fjallar um myndskreytingar í norrænum barnabókum: „Mikillar grósku gætir í allri myndsköpun, Menn prófa sig áfram eins og mögulegt er; nýsköpunin á sér engin takmörk. Gríðarlegt framboð er á frummyndum og eftirprentun- um á stórsýningum í Bologna, Frankfurt og Bratislava. Og viður- kenningar eru veittar; verðlaunum rignir einnig yfir myndskreytinga- menn, en ekki aðeins rithöfunda eins og áður var.“ Þetta er alveg rétt, og þessarar grósku gætir einmitt í myndum hans sjálfs, en þessi langelsti þátt- takandi er sýnu ferskastur og líf- rænastur, án þess að reyna að vera frumlegur. Hann er af kyn- slóð framúrskarandi teiknara er komu úr skóla Axels Jörgensens og Holgers J. Jensens á grafíska verkstæði listakademíunnar í Kaupmannahöfn, og er viðburður að fá frumteikningar hans hingað. Einnig mjög framarlega í hópi þeirra listamanna sem mynd- skreyttu bækur og bókakápur og forsíður aukaútgáfa sunnudags- blaða Kaupmannahafnar lengi vel, auk þess sem þeir voru með þeim fremstu í heiminum í gerð vegg- spjalda. Það sem þessi sýning segir rýninum helst eftir vandlega skoð- un og margar yfirferðir, er að víst hefur orðið framför í tæknilegri vinnslu þessa þáttar myndlýsinga, en hins vegar eru strikin ekki jafn- þróuð, létt og lifandi og áður gerð- ist. Hún virkar einhvern veginn svo slétt, felld og átakalaus, kannski eins og bókaútgefendur neyslu- þjóðfélagsins vilja helst hafa það nú um stundir. Sýningarskrá sem liggur frammi er afar vönduð og skilvirk hönnun, einkum innri síðurnar, prýdd mörgum litmyndum og stuttum ritgerðum. Bragi Ásgerisson. KÓR Landakirkju heldur hina ár- legu jólatónleika sína í Landakirkju í Vestmannaeyjum sunnudaginn 15. desember kl. 20.30. Á efnis- skránni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, svo sem Sigvalda Kaldalóns, Ingibjörgu Þorbergs, V. Bellini, J.S. Bach, G.F. Handel, G. Verdi, S. Adams og L. Luzzi. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn og kosta 800 kr. Einsöngvari á tónleikunum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir og mun hún bæði koma fram með Kór Landakirkju og einnig syngja ein við undirleik Guðmundar H. Guðjónssonar á orgel kirkjunnar. Þá munu þær Eva Lind Ingadóttir, Rannveig Rós Ólafsdóttir og Védís Guðmundsdóttir, sem allar eru nemendur í Tónlistarskólanum í Vestmannaeyjum, aðstoða með hljóðfæraleik. í tilefni af þessum tónleikum hefur kórinn einnig fengið liðstyrk frá áhugasömu söngfólki og eru samtals nálægt 50 félagar og gestir sem taka þátt í flutningi þessara verka. Organleikari og söngstjóri kórs- ins er Guðmundur H. Guðjónsson. Kosturinn við að eiga hvergi heima Kristiana Gunnarsdóttir hef- ur í áratug reikað um bóka- hillur Kanadamanna, eins og hún segir sjálf. Lítið hef- ur birst eftir hana á íslensku o g Þórunn Þórsdóttir spurði undan og ofan af skrifum og lestri þessa óþekkta hermanns. „ Kristjana ____± ............ (TiinnDrcnnii „ALLIR halda að maður sé eitt- hvað annað. Útlendingur í heima- löndunum báðum.“ Kristjana Gunn- arsdóttir er rithöfundur í Kanada og íslendingur í hjartanu. Hún kennir ritlist við háskólann í Edm- onton í Albertafylki og hefur núna sextándu bókina í smíðum. Angistin hefur ekki látið þessa konu í friði, frekar en svo marga, sprottin af rótleysi og leit að öryggum sama- stað. Samt veit Kristjana að ræt- urnar liggja mjúklega út um allt, mótaðar af tímanum og henni sjálfri, eins og hún af þeim. Starfsbræður Kristjönu og systur eru sú þjóð sem hún segist í raun og veru tilheyra. „Rithöfundar hvar sem er geta skilið hver annan. Kannski er þetta meira og meira að verða svona: þjóðir blandast, húðlitir og siðir, en starfið sem fólk velur sér býr því það umhverfi sem er nauðsynlegt. Að minnsta kosti ef það er á einhvem hátt ástríða og partur af manneskjunni. Þá líkj- ast spurningar og vandamál og ánægjuefni." Kristjana segir það hlutverk rit- höfunda og listamanna að fá fólk til að opna augun. Þeir sem vinni skapandi starf þurfi að vera misk- unnarlausir, þeir eigi að sýna að það sé óþarfi að vera hræddur við breytingar. Til dæmis ættu menn ekki að óttast innflytjendur og sam- runa þjóða. Rithöfundar sem skrifi um uppruna sinn geri gagn því þeir sýni að þarna fari hugsandi fólk, ekkert mjög ólíkt þeim sem fyrir voru. „Það er miklu betra að takast á við raunveruleikann, heldur en loka sig sinni,“ útskýrir Kristjana. „Menning vill oft lokast inni í hug- arfari fólks og mér stendur nærri að taka dæmi um Kanada og segja að þar skipti Shakespeare og enska konungsfjölskyldan fjarska litlu máli. Áhrifin koma annars staðar frá núna og upplagt að taka þeim fagnandi. Uppgötva að undir niðri erum við öll mjög sniðug." Mús í rigningu Kristjana er fædd og uppalin í Reykjavík til unglingsaldurs. Henni fannst ísland vera óskaplega langt í burtu frá öllu því sem hlyti að vera að gerast. Ekkert nema rign- ing. En þarna átti hún heima og þarna voru vinir hennar og kærast- inn og áform fyrir kvöldið, næstu helgi, næsta sumar. Svona hefur ófáum 16 ára íslendingum liðið og Kristjana minnist til viðbótar anda kalda stríðsins. „Ég var eins og aðrir landsmenn lítil mús milli Sov- ét og Ameríku, umkringd hættuleg- um kafbátum með kjarnorkuvopn. Á sjötta áratugnum var enn verið að byggja og leggja vegi, ísland var afar mikið í smíðum. Þegar fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna út af vinnu pabba fannst mér öllu lokið. Þrátt fyrir allt vildi ég vera í rokinu á litla, skrítna landinu. Eða þurfti þess eins og maður þarf án þess að vilja. Það var allt of mikið verkefni að læra allt upp á nýtt. Mér fannst fólkið í nýja landinu haga sér einkennilega og líta hallærislega út. Til dæmis leist mér illa á stefnumót eða „dat- ing“ sem enn eru eitthvað tíðkuð og enskan eða skorturinn á henni varð til þess að ég hrapaði illilega í skóla. Náttúrlega kláraði ég samt menntó og gifti mig síðan til að komast burt. Fór til Kanada, ákvað að læra tungumálið svo vel að hvergi yrði aumur blettur eftir, lagði í háskólanámið, eignaðist bam og byijaði að skrifa. Á ensku. Nú treysti ég mér ekki í íslenskuna lengur." Kristjana er þekktur höfundur í Kanada og þar gengur henni vel. Á tíu ára ferli hafa nokkrar bækur hennar verið gefnar út í Frakklandi en engin á Islandi. Einungis ljóð og smásögur í tímaritum. Kristjana sér ekkert eftir þessu, svona hafi hlutirnir gerst og hún myndi líklega engu breyta þótt hún gæti. „Auðvit- að væri gaman að fá íslenskar þýð- ingar á því sem ég skrifa, ég hef ekkert á móti því. En svo sem ekki áhyggjur af því heldur, það væri þýðingarlaust." Æskan á íslandi hefur skilað sér bærilega í skrifum Kristjönu. Hún samdi minningabókina The Prowler 1989 og segist þar reyna að draga fram hið sérstaka í upplifun ís- lenskrar stelpu í höfuðborginni fyr- ir þremur áratugum. David Steines, prófessor við Ottawa-háskóla, er meðal þeirra sem telja söguna marka mikilvægt upphaf í Kanada: stórstreymi alenskra bóka Atwoods, Findleys og Davies hafi vikið fyrir innflytjendasögu. Margar uppruna- sögur aðfluttra hafi fylgt á eftir. Asíufólk hefur þar verið öflugt og meðal uppáhaldshöfunda Kristj- önu eru Michael Ondatie frá Sri Lanka, Rohinton Mistry frá Ind- landi, Joy Kogawa og Hiromi Goto frá Japan og kanadísku höfundarn- ir Sky Lee og Fred Wah. Hún nefnir líka Carol Shields, sem margir þekkja á íslandi og segist lesa mest af kanadískum skáldsögum út af kennslunni. En nýjar íslenskar bækur veki auðvitað forvitni og almennt skrif norrænna kvenna. Ekki síst ljóðskálda. Áður hafi hún laðast að bókum franskra kvenna út af persónulegri frásögn þeirra. Duras, Collette og Nin hafi gert sér lífið léttara. Líka hafi ein- hverntíma heillað hana stórkarlar eins og Borges, Laxness, Marque og Barthes. Höfundahollusta Gyðingarnir Singer og Malamud höfðu áhrif á Kristjönu og kannski hefur löngun til að segja frá garðin- um heima kviknað með þeim. „Sum- ar bækur eru sérstaklega hollar fyrir rithöfunda. Mér fannst gott að heyra fólk segja um Prowler að þetta væri spennandi, nokkuð sem það gæti gert. Minningar eru svo sérstakar af því þær eru óhlutlæg- ar. Maður velur úr og útkoman sveigist að reynslunni." Kristjana byijaði á því að yrkja og ljóðin „bara birtust" í tímaritum og blöðum í Kanada. Svo skrifaði hún smásögur upp úr dagbókum Vestur-íslendinga og smátt og smátt lengdust sögurnar og urðu persónulegri. Minnst hefur verið á bernskusöguna, en seinna komu Klukkutími núll, Zero Hour, sem var kveðja til látins föður Kristjönu og Substance of Forgetting árið 1992. Nú er Kristjana komin svolít- ið frá sjálfri sér og skrifaði í fyrra Rósagarðinn, sem fjallar um lestur. Þar segir frá konu sem heldur til lands og ver þar einu sumri í að lesa Proust, frekar en að vera með manni sem hún fór til að finna. í háskólanum spyr Kristjana nemendur um merkingu orða og setninga og biður þá að hugsa um muninn á ímyndun og veruleika. Hún vill bijóta hefðir, bijóta til mergjar, hugsa upp á nýtt, hugsa um framtíðina. Islendingur í Kanada, kanadískur höfundur á íslandi, framtíðarinnar enn og aftur að skera úr. Kannski kynnast ís- lendingar Kristjönu betur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.