Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
María mey snýr aftur
BOKMENNTIR
Skáldsaga
ENDURKOMA MARÍU
eftir Bjama Bjamason. Ormstunga,
1996 - 160 síður. Verð kr. 3.190.
HÚN ER guðdómleg mærin sem
sefur svo undur vær undir gullstirnd-
um himni á málverki Kristínar Gunn-
laugsdóttur, sem prýðir kápu Endur-
komu Maríu eftir Bjarna Bjarnason.
Og María þessi, önnur aðalpersóna
bókarinnar, er heldur ekki þessa
heims. Þegar hún verður kynþroska
hættir hún að sjást í spegli. Og um
það bil er hún er að ljúka doktors-
prófi með hæstu einkunnir sem um
getur í samfélagi sögunnar, þá eyð-
ist allt sem hún hefur skrifað sem
og allar opinberar upplýsingar um
hana. María er ólík öllum öðrum,
hún er undurfögur, ofurgóð og ósn-
ertanleg gyðja sem sumt fólk vill
trúa á en aðrir vilja eyða.
Sögusviðið er órætt, gæti verið
eitthvert Mið-Evrópuland, og sagan
er látin gerast í nútímanum, um það
vitnar tölva Maríu, en að flestu öðru
leyti er sögutíminn æði óljós og
gæti allt eins verið fyrir einhverjum
öldum. Þetta er ævintýri og sækir
sitthvað til bókmennta sem hafa
verið í tísku síðustu árin, svo sem
töfraraunsæis og heimildaskáld-
sagna. Allt getur gerst, svo fremi
sem það þjónar frásögninni. Og höf-
undurinn leyfir sér líka að leika með
undarlega atburði þar
sem hann setur ein-
hveija mikilfenglegustu
goðsagnaveru allra
tíma, Maríu mey, hina
óflekkuðu jómfrú og
móður eingetins sonar
Guðs, inn í samtíma
okkar.
Sagan er í hefð-
bundnu minningaformi
og hringlaga; maður
sest niður til að rita
endurminningar sínar
og lok bókarinnar eru
jafnframt upphaf henn-
ar: „Afi var virtur guð-
fræðingur við Kristshá-
skóla þar til hann var
hrakinn frá störfum vegna ásakana
um að boða villutrú. Hann skrifaði
spádómsrit. .. “ Sögumaðurinn
heitir Mikael - ber biblíunafn eins
og margar aðrar persónur - og þetta
spádómsrit Jóhannesar afa hans hét
einmitt Endurkoma Maríu. Spá-
dómsritið hafði vakið mikla athygli
en Jóhannes var hrakinn frá störfum
af æðsta embættismanni kirkjumála,
biskupnum svarteygða, Jean Sebast-
ían.
Mikael hefur alist upp hjá afa sín-
um en við fráfall hans heldur Mika-
el út í heim og starfar við sirkus í
sjö ár - það er hans manndóms-
vígsla. Þegar hann snýr aftur smíðar
hann mikla sirkusvél - hann er
nefniiega uppfmningamaður - og
heldur með hana inn í borg nokkra
í von um að afla sér
tekna. Þar ber fundum
þeirra Maríu saman á
lestarstöð og ævintýrið
hefst; hún er á engan
hátt venjuleg kona,
karlar með líkamlegar
langanir geta ekki
snert hana og Mikael
þarf að kljást við bisk-
upinn Jean Sebastían
sem hyggst kanna
meydóm Maríu með
vélum.
Sagan er skrifuð af
snerpu og ævintýraleg
frásögnin ber lesand-
ann með sér. Hann
fylgir þeim Maríu og
Mikael og upplifanir þeirra eru í
senn eins og úr fornri opinberunar-
bók og James Bond kvikmynd. Per-
sónusköpunin minnir einmitt að
ýmsu leyti á kvikmyndir, persónur
eru týpur, góðar eða illar og eins og
í spennukvikmynd drífur atburða-
rásin söguna áfram, einn atburður
tekur við af öðrum; höfundur dregur
ekki seiminn og sleppir málalenging-
um sem hefðu getað freistað margra
sem væru að skrifa sögu sem býður
upp á jafn fjölbreytilegar vísanir.
Og vissulega er þetta ekki bara
spennusaga byggð á goðsögum,
heldur líka hugljúf saga um ást sem
aldrei getur orðið. Hryllingurinn
skýtur einnig upp kollinum, og
minnir í senn á Særíngarmanninn
með Lindu Blair og Meistarann og
Margarítu, þar sem María ætlar að
gefa Mikael líkama sinn.
Það kemur þó fyrir að höfundi
dveljist að óþörfu og missi marks,
en aldrei eins og í frásögninni af
þegar Mikael smíðar tól sem hann
kallar „kynlífshjálpartæki óendan-
leikans," og lýsir yfir: „ ... Guð
skapaði manninn sem kynlífssælu-
þraut svo að ég ... gæti leyst hana“
(122). Þessi vél bætir engu við skynj-
un lesandans á ást þeirra Maríu,
frekar að það geri hana háðulega.
Þá virðist höfundur ekki treysta le-
sandanum til að sjá í gegnum Jean
Sebastían, þegar hann er sagður
hafa símanúmerið 999-333, en út-
koman úr því dæmi er hið djöfullega
númer 666, einföld klisja og ofnotuð.
I textanum fer höfundurinn
óvenjulega leið þegar hann kýs að
afmarka hugsanir Mikaels og Maríu
með gráðumerkjum; litlum hringj-
um, einhverskonar hugsunarblöð-
rum. Það er sérkennilegt en venst
þegar á líður. Og þá er skrýtið að
skrifa ekki öll nöfn upp á íslensku,
það hefði verið eðlilegt að sjá Salome
og Judith sem Salóme og Júdit, rétt
eins og Gabríel og Samúel.
Bjarni Bjarnason hefur áður sent
frá sér ljóð, smásögur, skáldsögur
og leiktexta sem ekki hafa farið hátt.
Hér hefur hann skrifað ævintýralega
sögu, sem ætti að vekja athygli á
höfundinum, skemmta lesendum og
ekki valda neinum vonbrigðum.
Einar Falur Ingólfsson.
Bjarni
Bjarnason
Nýjar bækur
• BÓK DA VÍÐS. Rit tiJ heiðurs
Da víð Da víðssyni eftir 35 ára
starfsem prófessor við Háskóla
íslands ogyfir-
læknir á Land-
spítalanum.
Bindi I & II. í
þessu tveggja
binda verki eru
yfir 80 greinar
eftir samstarfs-
menn og fyrrver-
andi nemendur
próf. Davíðs. Þar
eru greinar um
frumkvöðla lækningarannsókna á
íslandi, sjúkdómslýsingar úr forn-
bókmenntum, saga miltisbrands
hér á landi, hugleiðingar um ís-
land, orku og alheimsumhverfis-
mál, grein um tengsl beinbrota-
hættu og lifnaðarhátta, svo nokk-
uð sé nefnt. Langt viðtal ervið
Davíð í ritinu. Þar segir hann frá
starfi sínu við Háskóla Islands og
á Landspítala og við Rannsókn-
arstöð Hjartaverndar í Reykjavík.
Formála ritar Ólafur Ólafsson,
landlæknir.
Útgefandi er Háskólaútgáfan,
Háskóla íslands. Ritið er tæplega
1.300 bls. að stærð, prentað í
Gutenberg oginnbundið í Guten-
berg og í Félagsbókbandin u-Bók-
felli; fæst sem pappírskilja eða í
hörðu bandi.
• UÓÐABÓKIN Frá fjöru til
fjalls er eftir Rúnar Kristjánsson
á Skagaströnd. Þetta er þriðja bók
höfundar og hef-
ur hún að geyma
118 Ijóð og all-
margar lausavís-
ur. „Að efni til
fjalla þau um
lífsins mál á
ýmsa vegu, um
trú og von, gleði,
ást og yndi, feg-
urð náttúrunnar
og flug andans,
um sorgir og reynslu, tár og trega.
Nokkur Ijóð eru um einstaklinga
sem hafa orðið höfundi hugstæðir
og önnur um málefni lands og
þjóðar í lengd og bráð,“ segir í
kynningu.
Bókin ergefin út af Skákprenti.
Rúnar
Kristjánsson
Davíð
Davíðsson
Formin í landinu
BÖKMENNTIR
Ljósmyndir
PANORAMA
eftir Pál Stefánsson. Litgreiningar:
Prentmyndastofan hf. Prentað
á ítaliu. Iceland Review, 1996 -
128 síður. Verð kr. 3.900.
í FORMÁLA Panorama, nýjustu
bókar sinnar, segir Páll Stefánsson
að ljósmyndun sé ekki starf heldur
lífsmáti. Og þótt Páll starfi sem ljós-
myndari fyrir Iceland Review útgáf-
una, er þessi bók vitnisburður um
að hann sé vakinn og sofínn að elt-
ast við augnablikin, að reyna að
túlka landið eins og hann skynjar
það. ísland Páls er ekki land blíðviðr-
is, eins og hjá mörgum landslagsljós-
myndaranum, heldur sýnir hann
raunverulegt Iand vinda og veturs,
sólar, skammdegis og þoku.
Bókin er kennd við myndaform-
atið, panórama, en allar myndirnar
eru teknar á myndavél sem hefur
filmustærð sem er 6 sm á hæð og
17 á breidd. Fram að þessu hefur
Páll aðallega notað 35mm vélar og
náð að skapa sérstaka sýn á landið
með þeim miðli, en það var kominn
tími fyrir hann að halda lengra, að
nota filmu sem gæfi honum tæki-
færi til að miðla meiri og nákvæm-
ari upplýsingum innan myndramm-
ans, og það er hann einmitt farinn
að gera í þessi bók. Með stærri vél
er Ijósmyndarinn bundnari niður,
hann verður háðari þrífætinum, er
lengur að athafna sig fyrir hverja
mynd, en Páli auðnast að halda sér-
kennum sínum í nýjum miðlinum.
Hann heldur áfram að horfa í sí-
kvikt ljósið - en líklega er enginn
starfandi ljósmyndari hér í dag
næmari fyrir fínlegustu blæbrigðum
birtunnar - og einbeitir sér að form-
um landsins. Þá auðnast honum
einnig að fanga augnablik sem
snöggur ljósmyndari með litla vél
mætti teljast fullsæmdur af, jafnvel
þjótandi ljósgeisla eins og myndin
Sumarkvöld í Fljótsdal er vitni um,
einhver sterkasta mynd sem Páll
hefur tekið, af nokkrum tijám sem
standa á túni böðuð í óvæntu ljósi
og yfir þeim ólgandi vindaský og á
bakvið sorti yfir landinu.
Panóramaformatið
hefur verið í tísku hér
á landi síðustu misser-
in, en Páll hefur náð
að halda sínum ein-
kennisstíl og þroskað
hann áfram í nýjum
miðli; sterk formtilfinn-
ing er þar í öndvegi og
í bestu myndunum til-
raun til að nýta breidd-
ina sem lifandi einingu,
þar sem eitthvað er að
gerast alls staðar í
myndrammanum og
augað leikur eftir for-
munum. Hann nýtir sér
einnig þann möguleika
hvað stór filman getur
sagt margt, dýptarskerpan er mikil
og sjónum beint að áferð hlutanna,
hvort sem það er lábarið gijót eða
iðandi tún. Rökkur í Reyjavík er ein
athyglisverðustu myndanna, en þar
er horft frá Landakoti, og kirkjan
eins og annars heims, skörp og
grænleit í forgrunni en aðrir tónar
rökkurbleikir; þá er myndin af Kötlu
í Mýrdalsjökli, undir skýjabakka,
tignarleg í einfaldleika sínum, og
sömu sögu má segja um myndir af
dularfullri og hrollkaldri Hvalvík á
Melrakkasléttu, af Grindavík í ljósa-
skiptunum og af Herðubreið á Mý-
vatnsöræfum, en þótt þar séu gráir
sandar allsráðandi þá er það stór
hluti landsins og ægifagur, og furðu-
Iega afskiptur af ljósmyndurum. Þá
eru aðrar myndir enn einfaldari, far-
ið nær formum landins á eftirminni-
legan hátt, eins og í Illagili í Jökuld-
ölum og Markarfljótsgljúfri.
Það kemur líka fyrir að Páli hætti
til að endurtaka sig, eins og í fossa-
myndum, og gera ekki nægilegar
kröfur, eins og í mynd frá Kirkjubæj-
arklaustri. En lökustu myndirnar
verða að teljast þær þar sem fólki
er stillt upp og þá helst börnum, og
ætlað að skapa líf eða vera viðmið.
Þær myndir verða stífar, jafnvel
gamaldags; ólgandi grængresi við
Búðarkirkju hefði notið sín vel hefðu
starandi börn ekki setið í því og eins
ná hjárænuleg ungmenni að eyði-
leggja stemmninguna í annars und-
arlega heillandi mynd frá Núpsstað.
Eins og form ljósmyndanna býður
upp á er bókin Panorama löng og
lág. Farin hefur verið
sú leið að hafa mynd-
irnar í tveimur stærð-
um. Annarsvegar eru
tvær litlar myndir í
opnu, umluktar miklu
hvítu. Lukkast sú pör-
um oft vel, sérstaklega
þar sem form og litir
eru látin kallast á.
Flestar myndir bókar-
innar fylla hinsvegar
upp í stakar opnur.
Gallinn er að þær bijót-
ast þá yfir kjöl en
ávinningurinn af stærð-
inni er mikill og mynd-
irnar njóta sín vel. En
það er sérkennilega
gengið frá myndunum í opnuna, þar
sem undir þeim er rúmlega senti-
metra hár bekkur fyrir myndatext-
ann en á aðra kanta blæðir myndin.
Það getur verið truflandi að skoða
myndirnar ef umhverfi bókarinnar
er órólegt og dregur augað út fyrir
síðurnar, en fær það ekki til að renna
um innan myndarinnar eins og ger-
ist þegar nægilegt hvítt rými er
haft umhverfis. Sérstaklega getur
þetta verið truflandi við bók eins og
þessa, þar sem fegurðin, hrein form-
in og fínleg Ijósbrigði litanna bjóða
upp á viðkvæmt samræmi sem má
lítið við truflun; að láta myndir blæða
út af síðunum á alla jafna betur við
einfaldari eða villtari myndgerð.
Annars er prentunin mjög góð og
vel unnið úr fínlegustu litbrigðum
myndanna.
/ Panorama birtir Páll Stefánsson
þroskaða og persónulega sýn á ís-
land, þetta er heildstæð bók og með-
al athyglisverðustu ljósmyndabóka
sem hafa verið gerðar um þetta land.
Það verður áhugavert að fylgjast með
því hvaða leið Páll fer héðan, hvort
hann fer að nota enn stærri fílmur,
jafnvel 4x5 tommu, en óneitanlega
væri gaman að sjá hann taka samtím-
ann enn frekar inn í myndheiminn;
sýna að landið er ekki lengur ósnert,
allsstaðar eru vegir og önnur um-
merki mannanna, og mikill sjóður
hvað samspil náttúru og þess mann-
gerða varðar sem íslenskir ljósmynd-
arar eiga eftir að ganga í.
Einar Falur Ingólfsson.
Nýjar bækur
• LEITIN að guði, fyrsta skáld-
saga Péturs Guðjónssonar kem-
ur í bókabúðir nú í vikunni, en
gert er ráð fyrir
að hún verði gef-
in út snemma
næsta árs á
þremur öðrum
tungumálum: á
ensku (en bókin
er skrifuð á því
máli), spænsku
og frönsku.
Söguhetja
bókarinnar er
fertugur New York-búi sem „á
ailt en á samt ekkert. Því ákveður
hann að leita tilgangs í tilveru
sinni. Leit hans að einhverri festu
og fyllingu flytur hann heimsálf-
anna á milli þar sem hann kynnist
helstu trúarbrögðum heims, lendir
í margvíslegum ævintýrum og
kynnist mjög sérstökum ferðafé-
lögum. Að lokum finnur hann það
sem hann er að leita að og vel
það,“ segir í kynningu.
Bókin er þýdd af Eyvindi Er-
lendssyni, en hann hefur áður
þýtt bók eftir Pétur, „Að lifa er
list“ sem kom út árið 1991.
Aðrar bækur sem komið hafa
út á íslensku eftir Pétur eru: „Bók-
in um hamingjuna“ (1981 ogend-
urútgefín 1988) og „Erindi við
þig“ (1987). Tvær aðrar bækur
hafa komið út á erlendum tungu-
málum.
Útgefandi er Bókaútgáfan Nex-
us. Prentun og bókband: Steind-
órsprent-Gutenberg. Útlit og
hönnun: Hunang. 240 bls., innb.
• HLJÓÐBÓKAKL ÚBB UR-
/AWhefur gefið út skáldsöguna
Islandsförin eftir Guðmund
Andra Thors-
son í lestri höf-
undar.
íslandsförin er
skáldsaga sem
lögð er í munn
enskum aðals-
manni sem held-
ur til íslands á
seinni hluta 19.
aldar. Ferðin er
ævintýraleg og
ferðafélagarnir ekki síður.
Islandsförin er þriðja skáldsaga
Guðmundar Andra. Hinar eru Mín
káta angist (1988) og íslenski
draumurinn (1991).
Bókin kemur samtímis út í
prentaðri útgáfu hjá Máli og
menningu. Hljóðritun og fjölföldun
annaðist Hljóðbókagerð Blindrafé-
lagsins. Bókarkápu hönnuðu Ingi-
björg Eyþórsdóttir og Þórhildur
Elín. íslandsförin er á fjórum
snældum og tekur um 5lh klukku-
stund í flutningi. Búðarverð er kr.
3.480.
• SÖNGDANSAR-II er síðari
hefti söngva Jóns Múla Árnason-
ar. Með þessu hefti og undanfara
þess, Söngdöns-
um-I, eru píanó-
nótur af öllum
(31) lögum Jóns
Múla úr fjórum
söngvaleikjum
loksins fáanlegar
í heildarútgáfu.
Söngdansar-II
inniheldur sön-
glögJóns Múla
Árnasonar úr
Deleríum Búbónis og Allra meina
bót í píanóútsetningum Carls
Billich og Magnúsar Ingimarsson-
ar. Textar Jónasar Árnasonar
fylgja hveiju lagi og myndir úr
sviðsetningum prýða heftið. „í
heftinu er m.a. hinn óborganlegi
tónbragur Vikivaki, útsettur að
hætti Jóns Múla. Með útgáfunni
opnast áhuga- og fagfólki aðgang-
ur að list Jóns Múla, Carls Billich
og Magnúsar Ingimarssonar í
tveimur vönduðum nótuheftum,"
segir í kynningu.
Útgefandi er Nótuútgáfan. Verð
kr. 1.150.
Jón Múli
Arnason