Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 47 annar heilladagur í lífi mínu og sá mesti og um leið örlagarík- asti,“ ... Þessar tilviljanir urðu ekki síður Leikfélagi Reykjavíkur til heilla... Laufey Árnadóttir varð strax heilladís Leikfélagsins og Valur Gíslason varð einn sterkasti máttar- stólpi þess, allt frá því að tilviljunin eins og hann sjálfur segir „kom honum til að reyna að leika“ á því herrans ári 1926, til þess dags að hann gerðist atvinnumaður í listinni og varð Nestor íslenskra leikara í Þjóðleikhúsinu og síðar heiðursfé- lagi í Leikfélagi Reykjavíkur. Hinn 11. janúar á næsta ári verða 100 ár liðin frá þeim heilladegi, er 19 menn og konur stofnuðu Leikfé- lag Reykjavíkur og var faðir Lauf- eyjar, Árni Eiríksson leikari og kaupmaður, í þeim hópi. Hann var einn af fremstu leikurum þess í nær því 20 ár og má því segja að hún hafi verið fædd í leikhúsinu. Frið- finnur Guðjónsson segir að Árni hafi verið, „vandvirkur leikari, lærði hlutverk sín vel. Hann var sjálf- sagður í hlutverk allra drykkjurúta og tókst það prýðilega, en hafði þó aldrei á ævi sinni bragðað áfengi...“!! Ég minnist þess hve leikurunum þótti gott að vita af þeim Val og Laufeyju í salnum á frumsýningum í gömlu Iðnó og heimsókn þeirra í kjallarann á eftir sýningu kórónaði kvöldið. í hugum okkar voru Valur og Laufey samtvinnuð. Við vitum að hún átti stóran þátt í sigrum hans á leiksviðinu. Áður en að frum- sýningu kemur eru margar vöku- nætur í lífi og starfi leikarans. Leik- listin er þannig samofín, að stór hlutverk á leiksviði eru aldrei unnin í einsemd. Á löngum dögum og kvöldum þarf leikarinn aðstoð við að festa í minni erfiðan texta og þá er gott að eiga góðan dómara í eiginkonu sinni við að móta per- sónuleika, stíl og raddblæ. Þó hljótt færi, stóð Laufey eins og klettur að baki Vals og þegar Elli kerling tók að mæða hann, studdi hún hann af mikilli reisn og með glæstum virðuleik. Örfáum dögum áður en Laufey kvaddi þennan heim, áttum við langt samtal í síma. Það vakti athygli mína hversu vel hún mundi liðna daga, nöfn, ártöl og atburðir voru henni í fersku minni. ... Elsk- an mín, ég var bara ársgömul þeg- ar pabbi dó, en auðvitað var leikhús- ið alla tíð samtvinnað okkar lífi. Myndir og frásagnir og svo fólkið úr leikhúsinu, þetta er mér ógleym- anlegt enn í dag. Og svo kom Val- ur, ... þessvegna var leikhúsið alltaf ósköp nærri á heimilinu, nema á mánudögum - þá átti hann frí. En svo gerðist hann frímúrari og þá fuku mánudagarnir! - og léttur hlátur hennar fylgdi þessum orðum. Hún var í senn skemmtileg og virðuleg í fasi og framgöngu, ná- vist hennar veitti öryggiskennd. ... Þeir sem guðirnir elska deyja ungir... er sagt. Kannske var Laufey ekki ung að árum þegar hún kvaddi okkur, ... en samt dó hún ung, því hún var elskuð af guðunum og okkur öllum sem nú syrgjum hana. Fjölskylda mín og allir félagarnir í Leikfélagi Reykjavíkur votta ætt- ingjum hennar dýpstu samúð. Steindór Hjörleifsson. Á heimili Laufeyjar Árnadóttur, föðursystur minnar, sem er jarðsett í dag og eiginmanns hennar, Vals Gíslasonar, leikara, upplifði lítill frændi hennar ævintýri, sem hinir fullorðnu vissu ekkert um. Þótt Laufey hafi misst föður sinn, Árna Eiríksson, leikara, sem var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavík- ur, þegar hún var aðeins 18 mán- aða gömul, var það hennar verk og Vals að tryggja tengsl fjölskyldu hennar við Leikfélagið og raunar íslenzkt leikhús nánast alla öldina. Þess vegna fórum við Valgí, dóttir þeirra, á flestar ef ekki allar svo- nefndar „generalprufur" í Iðnó í barnæsku. Ævintýraheimurinn, sem varð til í mínum huga á heimili Laufeyjar tengdist þessum leiksýningum. Þangað kom nánast allt fólkið, sem sjá mátti á sviðinu í Iðnó. Það var meiriháttar viðburður að sjá Alfreð Andrésson, sem óumdeilanlega er mesti gamanleikari, sem þessi þjóð hefur átt, í eigin persónu. Hann gat komið inn á sviðið í Iðnó á þann veg, að áhorfendur veltust um af hlátri án þess að hann segði orð. Þarna sat hann í stofunni hjá Lau- feyju, að því er virtist alvörugefinn maður, en lítill aðdáandi hélt sig í hæfilegri fjarlægð og starði á hann undrunaraugum. Með honum voru alltaf Inga Þórðardóttir, leikkona, og dóttir þeirra Laila. Indriði Waage, leikstjóri, var einnig eftirminnilegur gestur á heimili Laufeyjar og Vals. Hann var dálítið dularfull persóna í mínum augum en eiginkona hans Elísabet Waage ekki síður minnisstæð vegna sterks persónuleika og einstakrar hlýju, sem frá henni streymdi. Brynjólfur Jóhannesson og Guðný Helgadóttir kona hans voru í hópi þeirra, sem koma reglulega í heim- sókn enda þeir Valur nánir vinir og samstarfsmenn innan og utan leikhússins og ævarandi vinátta á milli þessara hjóna. Loks má nefna Arndísi Bjömsdóttur, sem var mikil kjölfesta í sýningum Leikfélagsins á þessum árum. Þarna var líka talað um merki- legt fólk. Á heimili Laufeyjar og Vals heyrði ég fyrst frásagnir af leikferli Önnu Borg í Kaupmanna- höfn. Það þótti einstakt, að íslenzk leikkona skyldi ná að hasla sér völl úti í hinum stóra heimi. Á milli föð- ur Laufeyjar og móður Önnu Borg hafði ríkt djúp vinátta, sem vel mátti merkja í þessum umræðum en ekki síður u.þ.b. einum og hálf- um áratug síðar við sviplegt fráfall Önnu Borg, þegar flugvél frá Flug- félagi íslands, sem hún var farþegi í fórst í lendingu á Óslóarflugvelli. Ég hlustaði líka vel á umræður um norsku leikkonuna Gerd Grieg, sem var gestur á Reynimel 58. Þau Gerd Grieg og eiginmaður hennar Nordahl Grieg flúðu frá Noregi, þegar Þjóðverjar hertóku landið. Auk þess sem hann var eitt þekkt- asta skáld Norðmanna á sinni tíð var Nordahl Grieg stríðsfréttaritari með liði Norðmanna í London. Hann fór með flugvélum bandamanna í árásarferðir en fórst, þegar flugvél hans var skotin niður yfír Berlín í byijun desember 1943. Gerd Grieg, sem var ein helzta leikkona Norð- manna kom hingað til lands, stjórn- aði leiksýningum og lék sjálf á sviði. Á milli hennar og Laufeyjar og Vals ríkti góð vinátta. Allt var þetta fólk sveipað einhveijum ævintýra- ljóma í huga áhorfanda, sem var ungur að árum en fylgdist með öll- um, sem komu og því, sem sagt var. En þetta var ekki allt líf og leik- ur. Það var þeim leikarahópi, sem stundum kom saman á heimili Laufeyjar og Vals, þungt áfall, þegar ein efnilegasta leikkona landsmanna á þeim tíma, Alda Möller, féll frá langt fyrir aldur fram. Heimili Laufeyjar var öruggur samastaður. Þar var skjól. Ékki bara fýrir Val Gíslason og börn þeirra, Valgerði og Val, heldur líka fýrir mig og fleiri, sem þangað sóttu, eins og Guðmundur H. Garð- arsson, fyrrum alþm., segir frá hér í blaðinu í dag. Þannig var það andrúm, sem Laufey Árnadóttir skapaði í kringum sig. Þau Laufey og Valur urðu fyrir mikilli sorg í lífinu. Á þessum barnsárum horfði ég oft á mynd, sem stóð á náttborðinu hjá frænku minni, hún var af litlu barni. Ég spurði einskis og hún sagði ekkert. Þetta var mynd af Árna, sem þau misstu innan við ársgamlan. í hvert sinn, sem ég kom inn á heimili Laufeyjar leið mér vel. Það var ekki hægt annað en láta sér líða vel í návist hennar. Hún var jákvæð kona og farsæl í öllu sínu lífi. Þó hlýtur spennan innan dyra oft að hafa verið mikil. Vegur Vals Gíslasonar á íslenzku leiksviði varð stöðugt meiri. Það kom ekki af sjálfu sér. Á bak við þá velgengni lá mikil vinna. Hlutverkin, sem hann tókst á við kölluðu á mikla þekkingu leikarans sjálfs, dýpt og skilning á mannlegum tilfinningum. Laufey átti mestan þátt í að skapa það umhverfí, sem gerði honum þetta kleift. Það er stundum sagt, að innan leikhússins ríki bæði samkeppni og afbrýðisemi. Vafalaust er það rétt. En þess gætti ekki á heimili Lauf- eyjar og Vals. Þau lögðu alltaf áherzlu á það, sem betur fór. Starf leiklistargagnrýnanda við Morgunblaðið er vanþakklátt og fæstir endast lengi í því. Fyrir nokkrum árum skrifaði Hávar Sig- uijónsson leikgagnrýni hér í blaðið en því miður í alltof stuttan tíma. Þá hringdi Laufey Árnadóttir í mig í fýrsta og eina skiptið, sem hún tjáði sig um Morgunblaðið og sagði mér, að með honum hefði Morgun- blaðið eignazt einhvern bezta leik- gagnrýnanda, sem skrifað hefði í íslenzkt dagblað. Þetta var merki- legur vitnisburður konu, sem séð hafði nánast hveija einustu sýningu í íslenzku leikhúsi í meira en hálfa öld. Fundum okkar bar síðast saman í byijun nóvember. Þá sat ég heima hjá henni á Reynimel 58 kvöldstund og talaði við hana og Valgí dóttur hennar um Þóru systur Laufeyjar, sem þá var nýlátin. Og varð margs vísari um gamla daga. Ræktarsemi við liðna tíð var þeim systrum að skapi. Nú er það ann- arra að tryggja að sá þráður slitni ekki. Styrmir Gunnarsson. KRISTBERG JÓNSSON + Kristberg Jóns- son fæddist í Kjólvík, Borgarfirði eystra, 15. janúar 1916. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 5. desember síðastliðinn. For- eldrar Kristbergs voru Jón Magnús- son og Sólveig Sigurbjörnsdóttir. Systkini Kristbergs voru Magnús, f. 1917, látinn, Guð- mundur, f 1918, Sig- urbjörg, f. 1920, og Kristborg, f. 1923, látin. Eiginkona Kristbergs var Guðbjörg Bjamadóttir, f. 24.10. 1915, d. 2.1. 1991. Þeirra börn voru Jón og tvíburi hans sem lést í fæðingu og Bjarni Sigur- jón. Fósturbörn Kristbergs eru Viktoría, Snjólfur og Anna. Útför Kristbergs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afí. Við Gauti og Sævar ætlum að senda þér kveðjur fyrir allt sem þú og amma hafíð gert fyrir okkur. Til ykkar var alltaf jafn gott að koma í fallegu íbúðina á Skeljagranda og allt- af áttuð þið eitthvað gott að gefa okkur. Þú varst alltaf svo hjálp- legur og vildir alltaf gera okkur vel. Ef okk- ur vantaði eitthvað í skólann eða eitthvað því um líkt varst þú alltaf tilbúinn að fínna fyrir okkur bækur eða blöð. Við munum sakna þín eins og við söknuðum ömmu. Og ef við göngum meðfram sjónum munum við alltaf hugsa til þín og ömmu. Þú stóðst þig eins og hetja í veikindunum og ert nú kominn til ömmu. Okkur þótti vænt um ykkur og þökkum ykkur fýrir allt. Sævar og Gauti. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Sunnuholti, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 14. desem- ber kl. 14.00. Sigurbergur Sigurðsson, Þorgeir Sigurðsson, Lukka Sigurðardóttir, Sigurbjörn Kristjánsson, Þórunn Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Árni Jón Sigurðsson, Þálína Haraldsdóttir, Gissur Þór Sigurðsson, Guðrún V. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frændi okkar og vinur, SIGURÐUR GUNNARSSON, Kópavogsbraut 1a, sem lést á Landspítalanum miðvikudag- inn 4. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. des- ember kl. 1 5.00. Ásgeir Gunnarsson, Angelika Guðmundsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Greta Björg Erlendsdóttir, Hannes Ingólfsson og fjölskyidur. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför BJARGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir vill fjölskyldan flytja hjúkrunarfræðingum og læknum heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Vilhjálmur Ólafsson, Einar Ingólfsson, Stefnán Daði Ingólfsson, Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Auður ingólfsdóttir, Valgeir Valgeirsson, Pétur Vilhjálmsson, Trausti Óttar Steindórsson, María Jónsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem auösýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför KNÚTS SKEGGJASONAR, Kvisthaga 16. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingeborg G. Skeggjason, Ása Kristín Knútsdóttir, Einar Þorsteinsson og dótturbörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR FARESTVEIT, frá Hvammstanga, til heimilis að Garðatorgi 17, Garðabæ, andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 11. desember. Steinar Farestveit, Arthur Knut Farestveit, Edda Farestveit, Gerða Farestveit, Hákon Einar Farestveit, Cecilia Wenner, Dröfn Farestveit, Gunnsteinn Gíslason, Þórður G. Guðmundsson, Guðrún Farestveit. barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnstukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl(o)centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lcngd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfiiega línulengd — eða 2.200 slög: Höfundar eru. beðnir að. hafa skírnarnöfn sín.en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.