Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 48

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kasparov fyrstur til að sigra SKÁK 6 manna stórmót á Kanaríeyjum Las Palmas, 9. —20. desember Stígahæsta skákmót allra tíma hófst á mánudag í Las Palmas á Kíuiaríeyjum. MÓTIÐ er langþráður viðburður fyrir skákáhugamenn því þar munu Gary Kasparov, heimsmeistari at- vinnumannasamtakanna PCA, og Anatólí Karpov, heimsmeistari al- þjóðaskáksambandsins FIDE, mæt- ast í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. Þetta er afar mikilvægt mót fyrir þá og hina sex keppendurna. Vegna óviss- unnar í skákheiminum er ekki frá- leitt að líta á sigurvegarann sem öflugasta skákmann heims. Mótið er það fyrsta í sögunni sem nær 21. styrkleikaflokki FIDE, en til þess þurfa meðalstigin að vera hærri en 2.750. Stigareikningur hófst þó ekki fyrr en upp úr 1970 og síðan hefur nokkur stigabólga átt sér stað. Engu síður er hægt að færa dágóð rök fyrir því að aldr- ei áður hafi sex svo öflugir skák- meistarar áður hist á móti. LAS PALMAS XXI. styrkleikafl. stig 1 2 3 4 5 6 VINN: 1 Kasparov, Gary RÚS 2.785 XX 14 1 1’/2 2 Anand, Viswanathan IND 2.735 XX ’/2 /2 1 3 Ivanchuk, Vassily ÚKR 2.730 ’/2 XX ’/2 1 4 Karpov, Anatoly RÚS 2.775 y2 1/2 XX 1 5 Kramnik, Vladimir RÚS 2.765 ’/2 XX 1/2 1 6 jQpaloy. Veselin BÚL 2.750 .íl_ XX_ Tefld verður tvöföld umferð og mætast því allir innbyrðis með bæði hvítu og svörtu. Sex af sjö stigahæstu skákmönnum heims keppa. Sá eini sem er fjarri góðu gamni er Gata Kamsky. Eftir að hann tapaði FIDE- heimsmeistaraeinvíg- inu fyrir Karpov í sum- ar mun hann hafa vent sínu kvæði í kross og farinn að lesa læknis- fræði. Lokið er tveimur umferðum í Las Palm- as. Fimm af sex fyrstu skákunum lauk með jafntefli. Kasparov fékk óskabyijun er hann náði að svíða hróksendatafl af Búlgaranum Top- alov með einkar laglegri tafl- mennsku: Hvítt: Topalov, Búlgaríu Svart: Kasparov, Rússlandi Katalónsk byrjun 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 - Bb4+ 4. Bd2 - Be7 5. Bg2 - d5 6. Rf3 - 0-0 7. 0-0 - c6 8. Dc2 - b6 9. Re5 - Rfd7 10. Rd3 - Bb7 11. Hdl - a5 12. a3 - Ba6 13. cxd5 - cxd5 14. Be3 - Ha7 15. Rc3 - Hc7 16. Bf4 - Hc8 17. Bxb8 - Rxb8 18. Hacl - Rc6 19. e3 - Bc4 20. Bfl - Dd7 21. Rf4 - b5 22. Bxc4 - bxc4 23. e4?! - Bf6! 24. exd5 - Rxd4 25. De4 - e5 26. Rh5 - Bg5 27. f4 - f5! 28. Dg2 - Df7 29. Rxg7 - Dxg7 30. fxg5 - Dxg5 31. Khl - e4 32. g4 - Kh8 33. gxf5 - Dxg2+ 34. Kxg2 - Rxf5 35. Khl - Rd6 36. Hel - Hf4 37. a4 - Hb8 38. Gary Kasparov He2 - Kg7 39. Hcel - Hb4 40. Nb5?! Kasparov hefur náð frumkvæðinu með öflugri taflmennsku í seinni hluta miðtaflsins. Þetta ber óþolin- mæði vitni, en lakara var þó 40. Rxe4 - Rxe4 41. Hxe4 - Hxe4 42. Hxe4 - c3! sem vinnur á svart. Nú kemur upp hróksendatafl sem gæti virst jafnteflislegt, en Kasparov gjörnýtir möguleika sína) 40. - Rxb5 41. axb5 - Kf7 42. d6 - Ke6 43. Hd2 - Kd7 44. Hgl - Hf7 45. Hel - a4 46. He3 - Hg7 47. Hxe4 47. - a3! 48. He7+ - Hxe7 49. dxe7+ - Kxe7 50. bxa3 - Hbl+ 51. Kg2 - c3 52. He2+ - Kd6 53. Kf3 - Kd5 54. a4 - Kd4 55. a5 - Hxb5 56. a6 - Ha5 57. He4+ - Kd5 58. He3 - c2 59. Hc3 - Hc5! og eftir þennan laglega leik gafst hvítur upp. Hann sá fram á að þótt báðir hafí náð að vekja upp drottn- ingu eftir 60. Hxc5+ - Kxd5 61. a7 - cl=D 62. a8=D þá fellur hvíta drottningin eftir 62. - Dhl+. Guðmundar Arasonar mótið Mótið hefst á morgun kl. 17 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Dregið hefur verið í fyrstu umferð og tefla eftirtaldir saman: Raetsky, Rússlandi - Arnar E. Gunnarsson Einar Hjalti Jensson - Dunnington, Englandi Tumer, Englandi - Kristján Eðvarðsson Jón Viktor Gunnarsson - Martin, Englandi Kristensen, Danmörku-Bergsteinn Einarsson Torfi Leósson - Albert Blees, Hollandi Bruno Carlier, Hollandi - Þorvarður F. Ólafsson Stefán Kristjánsson - Engquist, Svíþjóð Jón Garðar Viðarsson - Heimir Ásgeirsson Jóhann H. Ragnarsson - Guðmundur Gíslason Sævar Bjamason - Davíð Kjartansson Björn Þorfinnsson - Björgvin Víglundsson Bragi Halldórsson - Bragi Þorfinnsson Susanne Berg, Svíþjóð - Áskell Öm Kárason Burden, Bandaríkjunum - Einar K. Einarsson Átta stigahæstu keppendurnir á mótinu eru erlendir, svo okkar menn fá verðugt viðfangsefni. Það er þó engin afsökun fyrir erlendum sigri og ekki er vikið hænufet frá kröfu um íslenskan sigurvegara á þessu móti eins og öðrum alþjóðlegum skákmótum hér heima. Margeir Pétursson RAÐAUGí YSÍNGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR ÝMISLEGT TIL SÖLU IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Iðnskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða arkitekt í 1/2 stöðu til teiknikennslu. Ráðning er frá 1. janúar 1997. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir viðkomandi kennslu- stjóri eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til ritara skólameistara í síðasta lagi 27. des. 1996. Öllum umsóknum verður svarað. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða vantar til starfa hið fyrsta. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 552 6222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. MENNTASKÓUNN Í KÓPAVOGl Ferðamólaskólinn • Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn Digranesvegur • IS 200 Kópavogur • ísland Sími /Tel: 544 5530, 544 5510 • Fax: 554 3961 Kennarar Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kenn- urum í eftirtaldar greinar á vorönn 1997: Ensku 18 stundir. Sögu 12 stundir. Félgsfræði 20 stundir. Bakaraiðn 1/2 staða. Launakjör skv. launakerfi Hins íslenska kennarafélags og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. desember. Nánari upplýsingar veitir skólameistari eða aðstoðarskólameistari í síma 544 5510. Skólameistari. Fjárfesting - söluhagnaður Gróið fyrirtæki í iðnaði á kost á tvöföldun í umfangi og leitar eftir auknu rekstrarfé. Leitað er að fjárfesti, sem vill t.d. ráðstafa söluhagnaði, festa fé sitt í fasteignum og fá góðan arð í langan tíma. Um er að ræða 40-60 milljóna króna fjárfestingu. Fyrirtækið er í eigin húsnæði, sem er um 3000 fm. Hugmyndin er að selja hluta þessa hús- næðis og fyrirtækið leigi það aftur með lang- tíma leigusamningi. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Q - 3579“, fyrir þriðjudaginn 17. des. nk. TILBOÐ - ÚTBOÐ Auglýsing um umsóknir um rekstur GSM farsíma- þjónustu á íslandi Ríkiskaup, f.h. samgönguráðuneytisins, óska eftir umsóknum aðila um uppsetn- ingu og rekstur GSM farsímakerfis, sem verður eitt af tveimur starfræktum GSM farsímakerfum á íslandi. Þ.e. veitt verður eitt leyfi til viðbótar, leyfi Pósts og síma. Gögn með upplýsingum, sem viðkoma umsókn fyrir rekstur GSM kerfis á ís- landi, verða afhent frá og með 17. des- ember 1996 hjá Ríkiskaupum, Borgar- túni 7, 125 Reykjavík. Umsóknargögn verða afhent væntan- legum umsækjendum gegn 20.000 kr. greiðslu. Umsækjendur skulu með umsókn greiða 180.000 kr. sem þóknun fyrir yfirferð umsóknar. Ofangreindar upphæðir eru óafturkræfar og verða eingöngu umsókn- ir frá aðilum, sem staðið hafa skil á þess- um greiðslum, teknar til yfirferðar. W RÍKISKAUP Ú t b o b s k i I a á r a n g r i I BOKGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, B r é f o s i m i 562-6739-Netlang: rikiskaup@rikiskoup.is Nýkominn fatnaður fyrir börn og fullorðna á góðu verði. BÚÐIN | Garðatorgi, Garðatorgi, s. 565 6550 Óvenjulegt tækifæri Af sérstökum ástæðum eru til sölu 5 hluta- bréf í svissnesku fyrirtæki, sem á hundruð íbúða í Sviss - Austurríki - Þýzkalandi - Frakklandi - Spáni - Ítalíu - Grikklandi og víðar. íbúðirnar eru bæði á skíðastöðum, bað- ströndum og í borgum. Fyrir utan að vera góð fjárfesting, gefa hluta- bréfin rétt til nærri ókeypis dvalar í íbúðunum. Þeir, sem áhuga hafa á frekari upplýsingum, vinsamlega sendi nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. fyrir 22. desember, merkt: „Sviss - 102“. auglýsingar FÉLAGSÚF I.O.O.F. 5 = 17812128 = jv I.O.O.F. 11 =1781212872=M.A. Landsst. 5996121219 VII Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30: Ljósvaka í umsjá unga fólksins. Söngur, drama, veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. «t«un Pýramídinn - andleg miðstöð Skyggnilýsingarfundur Björgvin Guöjóns- son, miðill, verður með skyggnilýs- ingarfund í kvöld kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Einnig einkatímar. Símar 588 1415 og 588 2526.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.