Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 49 Glæsimeyjar og gamlir bændur í UPPHAFI var Framsóknar- flokkurinn stofnaður sem sérstakur málsvari bænda og sveitafólks. Myndun flokksins var að segja má verk eins manns, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hann haslaði sér síðan hinn pólitíska vígvöll innan vébanda flokksins þótt rétt um sama leyti stæði hann að stofnun annars stjórn- málafls, Alþýðuflokksins. Þannig varð hann, ef svo mætti segja, helsti höfuðsmiður hins pólitíska landslags sem við lýði hefur verið hér á landi lengst af þeim tíma er við höfum Guðmundur Gunnarsson notið fullveldis. Meginhugmynd hans var að þessir tveir flokkar væru mótvægi við vald kaupmanna og konunglegra embættismanna sem hann taldi á þeim tíma áþján og böl fyrir alþýðu manna til sjávar og sveita. Alþýðuflokkurinn skyldi vera málsvari verkafólks og sjómanna þeirra sem búsetu áttu í sjávarþorp- um þeim og kaupstöðum er voru sem óðast vaxa upp á þeim tíma. Fram- sóknarflokkurinn gegndi sama hlut- verki fyrir sveitafólk. Kjörfylgi flokksins var í samræmi við það sem áður segir að yfirgnæf- andi meirihluta í sveitum landsins. Hann var hinn dæmigerði bænda- flokkur, stefnumál hans vörðuðu fyrst og fremst hag sveitanna og andstæðingarnir lýstu honum sem ijandsamlegum gagnvart þéttbýl- isbúum. Á sama hátt og hagaði til í sveitum landsins var svo innan flokksins, að húsbóndavald karl- mannanna var óskorað og áhrif kvenna voru minni og komu seinna til innan hans en annarra flokka. Ef litið hefði verið yfir flokksþing hefði stærstur hluti þingheims verið bændur, mismunandi veðurbarðir og vinnulúnir eftir aldri. Einnig hefðu sést allmargir ábúðarmiklir kaupfé- lagsstjórar og einhver hópur rykfall- inna skrifstofumanna úr því stjórn- kerfi ríkisins sem flokkurinn átti drjúgan hlut í að byggja upp. Konur hefðu tæplega verið þar sýnilegar. Þannig hagaði til fram um 1960. Þá hófst valdatímabil Viðreisnar- stjórnarinnar og hlutskipti Fram- sóknarflokksins varð að una í stjórn- arandstöðu þrjú kjörtímabil í röð. Það var mikil breyting fyrir flokk sem hafði setið í ríkisstjórnum lengst af í rúma þijá áratugi. Flokkurinn naut að ýmsu leyti góðs af breyttum aðstæðum. Kjörfylgi hans var með meira móti og sérstaklega jókst styrkur hans í þéttbýli. Við sveitar- stjórnarkosningar 1970 náði flokk- urinn því að verða stærstur andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Ekki var konum þó hossað sér- staklega hátt hjá flokknum enn sem komið var. Við Alþingiskosningar á næsta ári var hlutur þeirra lakastur á framboðslistum hans, rétt rúmlega 10%. Ekki svo að skilja að aðrir flokkar hefðu af miklu meira að státa í því efni, „kvenhollast" var Alþýðubandalagið með rúmlega 19% kvenna meðal frambjóðenda. Ekki hefur sá sem þetta ritar skoðað þró- un í þessu efni einstök kosningaár allt hins síðasta 1995. Þá er staða kvenna í þessu efni orðin æði mikið breytt. Hjá fjórflokkunum er vegur þeirra enn serri fyrr fhestuf hjá Al- þýðubandalagi, hlutfall meðal fram- bjóðenda næstum 46%. Framsóknar- flokkurinn gengur nú næstur með rúmlega 41% en lakastur er hlutur Sjálfstæðisflokksins, tæplega 35%. í ljósi þess eru skiljanlegar óánægju- raddir kvenna er fram komu á nýaf- stöðnum Landsfundi sjálfstæðis- manna. Eins og áður segir hefur ritari þessara orða ekki kannað þróun í þessu efni við kosningar milli 1971 og 1995. Ætla má þó að einhver vatnaskil hafi orðið eftir árangur Umbreytinffar innan Framsóknarflokksins, segir Guðmundur Gunnarsson, ganga yfirleitt fyrir sig með minni hávaða og látum en hjá öðrum. Kvennalistans í kosningum 1982 og 1983. Hvað Framsóknarflokkinn varðar nær ein kona kjöri á vegum hans 1987. Slíkt hafði ekki áður skeð ef undan er skilinn kosninga- sigur Rannveigar Þorsteinsdóttur í Reykjavík 1949. 1991 bættist önnur kona við í þingflokk framsóknar- manna og eftir kosningar síðasta árs eru þingkonur flokksins þtjár. Segja má því að vegur kvenna innan flokksins fari hægt en örugglega vaxandi. Er það raunar í samræmi við það einkenni flokksins að um- breytingar allar innan hans ganga yfirleitt fyrir sig með minni hávaða og látum en oft gerist hjá öðrum flokkum. Ekki fór það fram hjá þeim sem fylgdist með nýafstöðnu flokks- þingi framsóknarmanna að konur settu mikinn svip á það. Þær fengu sína hlutdeild meðal embættismanna þingsins og þótt þær flyttu ekki eins margar ræður og karlarnir vakti málflutningur þeirra ekki minni at- hygli. Má þar sérstaklega nefna harða gagnrýni ungrar konu frá Akranesi á aðstöðu ungs fjölskyldu- fólks innan núverandi skattkerfis. Með miklum rétti verður sagt að hún hafi verið dæmigerður fulltrúa þeirra kvenna er létu til sín taka á þing- inu. Þar bar mest á ungum konum, ötulum og áhugasömum. Enn má benda á hlut kvenna í æðstu embætt- um flokksins, formaður og varafor- maður eru karlmenn en ritari og gjaldkeri og varamenn þeirra eru konur. Bændur áttu vissulega sína full- trúa á þessu þingi hins áður svo dæmigerða bændaflokks en ræður þeirra stóðu ekki upp úr í þeim málflutningi er þar fór fram og margir aðrir málaflokkar voru mönnum þar ofar í huga en landbún- aðarmál. Því má með miklum sanni segja að þau umskipti hafi orðið á ímynd flokksins að þar séu glæsi- meyjar komnar í staðinn fyrir gamla bændur. Höfundur er eftirlaunaþegi á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.