Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 52
NJÓTTU VETRARINS
52 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
s,
19 9 6
9
yEGGERT
feldskeri
Efst á Skólavörðustígnum
sími 5511121
\
Launasamanburður
og launamunur
SAMANBURÐUR
á laurium ólíkra og
óskyldra starfshópa er
fiókið mál. í fyrsta lagi
er hann flókinn vegna
þess hve viðkvæmur
hann er. Við erum líka
sum hver á því að
láunamunur sé fremur
til ills en góðs sérstak-
lega ef hann fer yfir
ákveðið mark. Þá hef-
ur hann tilhneigingu
til að breytast í launa-
mismunun. Flestum
þykir þó ugglaust að
hin kalda reynsla
kenni að nokkur mun-
ur á tekjum fólks eftir
því hvar það skipar sér í starfs-
stétt sé ekki aðeins réttlætanlegur
heldur einnig nauðsynlegur. En við
hvað á að miða?
Úreltur launamunur
Launamunur nú á dögum hvílir
að hluta á aðstæðum er ríktu
snemma á þessari öld þegar þétt-
býli í landinu tók loks á sig raun-
verulegt form. Þá varð atvinnulíf
landsmanna stöðugt flóknara, sér-
hæfing jókst, gamlar stéttir gliðn-
uðu og nýir starfshópar komu
fram. Launamönnum í eiginlegum
skilningi fjölgaði, samkeppni
þeirra óx og launamunur fékk nýtt
gildi. Áður skipti eignamunur
meira máli. Eins og allir vita hafa
stórstígar breytingar átt sér stað
á öllum sviðum atvinnulífsins frá
því um miðja öldina. Þessi þróun
hefur hins vegar ekki alltaf skilað
sér að fullu í leiðréttingu á launa-
hlutföllum. Launamunurinn í sam-
félaginu er því að mörgu leyti úr-
eltur og ósanngjarn.
Sanngjörn viðmið
Á hinn bóginn má benda á fjöl-
marga þætti sem er fyllilega raun-
hæft að taka tillit til við saman-
burð á launum enda þótt þeir séu
svo afstæðir að niðurstaðan verði
seint óumdeilanleg. Þar má nefna
þjóðhagslega þýðingu þess starfs
sem unnið er sem og félagslegt
og menningarlegt gildi þess. Sum-
um kann að virðast
sem hér vegi hin efna-
hagslegi þáttur þyngst
og hljóti því að hafa
forgang umfram hina.
Þar er um furðu
skammsýnt sjónarmið
að ræða. Spakmælið
um að maðurinn þríf-
ist illa á brauðinu einu
er nefnilega enn í fullu
gildi.
Þá eru þættir sem
telja verður ófrávíkj-
anlegt réttlætismál að
tekið sé fullt tillit til
við samanburð á laun-
um. Þar má nefna þá
ábýrgð, frumkvæði og
sjálfstæði sem krafist er af mis-
munandi starfshópum. Hingað til
hefur breið samstaða ríkt um að
fjárhagsleg ábyrgð skuli metin til
launa. Á hitt vantar mikið að eðli-
legt tillit sé tekið faglegrar og sér-
fræðilegrar ábyrgðar á fjölmörgum
sviðum. í tæknisamfélagi nútím-
ans veltur afkoma fyrirtækja og
þjóðarbúsins í heild þó í stöðugt
vaxandi mæli á þekkingu í einni
mynd eða annarri.
Vægi menntunar
Meðal þeirra samanburðaratriða
sem óhjákvæmilegt er að taka til-
lit til í þessu sambandi er loks sú
menntun sem krafist er af hinum
ýmsu starfsstéttum. Sá þáttur hef-
ur þá miklu sérstöðu að hann er
auðvelt að meta til fjár þar sem
námskostnaður er mælanleg og
nokkuð þekkt stærð. Fjölmargir
einstaklingar verða að ráðast í
mikinn kostnað af þessu tagi áður
en þeir verða gjaldgengir á ýmsum
mikilvægum sviðum þjóðlífsins. Þá
hefja langskólamenn störf mun
eldri en þeir sem velja skemmra
nám. Hefur það ekki lítil áhrif á
ijárhagslega stöðu þeirra langt
fram eftir æfi.
Auðvitað hefur lengi verið þörf
á því að meta menntun til launa.
Það er þó brýnna nú á dögum en
nokkru sinni fyrr. Sú kynslóð sem
nú stendur frammi fyrir þeirri
spurningu hvort skynsamlegt sé
Lengi hefur verið
þörf á því, segir Hjalti
Hugason að meta
menntun til launa í
ríkara mæli en gert er.
að ráðast í langt háskólanám gerir
sér fulla grein fyrir að þar með
er hún að sníða sér þröngan stakk
til lífstíðar í fjárhagslegu tilliti.
Fjölmargir sem þessa ákvörðun
taka munu til dæmis vart geta
eignast þak yfir höfuðið - að
minnsta kosti ekki með eins háu
risi og nú þykir við hæfi! Láti ungt
fólk um of stjórnast af skynsem-
inni á næstu árum er æði hætt við
að örðugt reynist að manna ýmsar
þær stöður í framtíðinni sem
mestrar menntunar kreíjast. Þá
eigum við vart nema tveggja kosta
völ: Að flytja inn vinnuafl og
manna framvarðarsveitina með
„útlendingum“ eða sitja eftir með
gamaldags starfshætti og úrelt
vinnutæki. Hætt er við að stoltum
íslendingum þyki hvorugur kostur-
inn góður þótt vissulega sé ólíku
saman að jafna.
Samanburður kennara
og nemenda
Nú skal fúslega viðurkennt að
samanburður á faglegri ábyrgð og
menntun er fráleitt einfaldur.
Hvort skiptir til dæmis meira máli
við gerð Hvalljarðarganga ábyrgð
og þekking jarðfræðinganna sem
kanna jarðlögin sem farið verður
í gegnum eða verkfræðinganna
sem hanna sjálf göngin? Einn
samanburður virðist þó raunhæfur.
Það er samanburðurinn milli kenn-
ara og nemenda. Fyrir því virðast
gild sanngirnisrök að kennarar, til
dæmis á háskólastigi, búi að
minnsta kosti ekki við lakari kjör
en nemendur þeirra um það leyti
sem þeir útskrifast.
Af háskólakennaranum er þess
krafist að hann miðli til nemenda
sinna þekkingu sem stenst alþjóð-
Trúverðugir fjölmiðlar
ÁRIÐ 1876 fæddist
í Mexíkó Emiliano
Zapata. Þótt hann
næði ekki að lifa nema
til 1919 (hann var
myrtur í fyrirsát)
markaði hann eftir-
minnileg spor í sögu
lands síns. Hann er í
minningunni ein
mesta frelsishetja
Mexíkana. Þótt ekki
væri miðað við
menntasnauð var rétt-
lætiskennd hans slík
að jafnvel í nútíman-
um, þar sem menn
hafa efni á samkennd,
finnast ekki hans lík-
ar. Þjóðin var fjölskylda hans.
Hann var svo magnaður að jafnvel
sum Bandarísk blöð fjölluðu á lof-
samlegan hátt um gott skipulag
hans og mannúðlega stefnu. Illa
menntuð, glundroðakennd og
grimmdarfull yfirstéttin notaði aft-
ur á móti alþýðuna eins og bóndinn
búfé sitt.
Þegar litið er yfir íslenskt
samfélag í dag, undrast maður
hina hraðfara afturför þeirra
þátta sem hafa með velferð og
jafnrétti að gera. Meðan slíkt er
hugleitt og lesið er um
Zapata, fer maður
ósjálfrátt að vonast
eftir heiðarlegum al-
þýðuvinum í röðum
stjórnmálamanna. ís-
lenskir stjórnmála-
menn berjast ekki fyr-
ir láglaunafólk, aldr-
aða, öryrkja eða nokk-
ur þau mál sem varða
misrétti ef þeirra eigin
hagsmunum er stefnt
í hina minstu hættu.
Zapata tók áhættu
fyrir fólkið, með lífið
að veði. Óverulega
áhættu á fé og vinn-
utapi taka fáir stjórn-
málamenn nú, fyrir aðra en sig
sjálfa.
Nýlega réðist einn mesti „hags-
munapotari" þjóðarinnar á rit-
stjóra Morgunblaðsins fyrir að
veija eignarrétt þjóðarinnar á
helstu auðlind sinni. Stundum þeg-
ar ég hlusta á Kristján Ragnarsson
veija það að þjóðin sé hlunnfarinn
fyrir takmarkaðan hóp auðvalds-
seggja, held ég að honum geti
ekki verið sjálfrátt.
Einkavæðing er þjóðhagsleg
þangað til hún fer að kúga og arð-
Rekum Ríkisútvarpið
með nefskatti, segir
Albert Jensson, og
leggjum innheimtu-
deildina niður.
ræna eins og farið er að gerast
fyrir opnum tjöldum og án
blygðunar.
Morgunblaðið hefur sannað að
það er fjölmiðill allra landsmanna.
Þar birtist efni andstætt skoðun-
um þess. Það er sjáifu sér sam-
kvæmt.
Eigendur Stöðvar 2. ráku Elínu
Hirst þegar hún mat sjálfstæða
og heiðarlega fréttamennsku um-
fram undarlega útfærða hagsmuni
eigenda. Greinilega tók Elín
ábyrga og óeigingjarna afstöðu í
málinu. Stöð 2 er því frekar ótrú-
verðug og sjálfri sér ósamkvæm.
Vörumst að leggja niður ríkis-
sjónvarp. Rekum það með nef-
skatti og leggjum innheimtudeild-
ina niður.
Höfundur er byggingameistari.
Albert
Jensen