Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ' ■56 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 ‘68 kynslóðarinnar 1. janúar 1997 í Súlnasal Halldór Gunnarsson úr Þokkabót tekur á móti gestum með klassískri '68 tónlist. Veislustjóri kvöldsins kemur frá Húsavík: Sigurjón Benediktsson tannlæknir og bæjarstjórnarmaður. Birna Þórðardóttir ritstjóri og baráttukona flytur hátíðarræðuna tæpitungulaust. Fjölbreytt söngatriði verða í höndum sönghópsins Voces Thulis og Bubba Morthens sem syngur jafnt fyrir farandverkamanninn sem forsetann. Hljómsveitin Pops leikur fyrir dansi til a.m.k. kl. 4, 68 lög frá '68. Þríréttuð glæsileg máltíð að hætti matreiðslumeistara hótelsins. Húsið opnar kl. 19.30 fyrir matargesti. Klukkan 23.00 verður húsið opnað fyrir dansgestum. Miðaverð 5200 kr. Gestir á nýársgleði 1996 hafa forgang að miðakaupum til 17. des. Miðar afgreiddir í söludeild. -þín nýárssaga! AÐSENDAR GREINAR Kvennadeild Reykja- víkurdeildar Rauða kross Islands 30 ára í DAG, 12. desem- ber, eru liðin 30 ár frá því að kvennadeild Reykj avíkurdeildar Rauða kross íslands var stofnuð. Á stofnfundinn mættu hátt á annað hundrað konur og þar með var hafið hið mikla starf sem kvennadeildin hefur síðan unnið. Það var Ragnheiður Guð- mundsdóttir augnlækn- ir sem átti hugmyndina að stofnun deildarinn- ar. Hún hafði kynnst sj álfboðastörfum kvenna í Rauða kross starfi í Bandaríkjunum og víðar og vissi að mikil þörf var fyrir slíka starfsemi hérlendis. Ymiss konar verkefni biðu úrlausnar og það hafði sýnt sig að félagssamtök kvenna höfðu átt frumkvæði að margs konar framfara- málum. Konur voru öt- ular og framtakssamar á mörgum sviðum, ekki síst í sambandi við starfsemi til hjálpar og líknar öðrum. í þágu sjúkra og aldraðra Tilgangur starfsemi kvennadeildarinnar var frá upphafi að auka og efla Rauða kross starf, sérstaklega í þágu sjúkra og aldraðra. Sjálfboðaliðar deildar- innar völdu sér heitið sjúkravinir. Fyrstu árin lögðu félagskonur áherslu á íjáröfl- un. Til að afla tekna stóðu þær m.a. fyrir hljómleikum með Eyvind Brems á íslandi og héldu hlutaveltu í Lista- mannaskálanum. Mestum hluta Markmið kvennadeildar Rauða krossins er, segir Signrveig H. Sigurð- ardóttir, að bæta hag sjúkra og aldraðra. ágóðans var varið til kaupa á 25 nýjum sjúkrarúmum og sjúkratækj- um sem lánuð voru sjúkum og öldr- uðum endurgjaldslaust. Á þessum fyrstu árum unnu kvennadeildarkon- ur einnig mikið starf til eflingar Hjálparsjóði Rauða kross Islands, bæði með öflun styrktarfélaga og beinni fjársöfnun. Árið 1967 var fyrsta sölubúð deildarinnar opnuð á St. Jósepsspít- ala, Landakoti og var það nýmæli hér á landi. Það sama ár hófu félags- Sigurveig H. Sigurðardóttir Þögii R-listans um um- ferðaröryggi á Kirkjusandi Umferðarnefnd Reykjavíkur sam- þykkti samhljóða á síð- asta fundi sínum, sem haldinn var 4. nóvem- ber sl., ályktun um umferðaröryggi á Sæ- braut í tengslum við þær framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á lóðinni Kirkjusandi 1-5. í ályktuninni lýsir nefndin áhyggjum vegna fyrirætlana um að reisa sex metra háan hljóðvarnarmúr í fjögurra metra fjar- lægð frá Sæbraut og færir rök fyrir því, að þetta geti dregið úr umferðaröryggi á svæðinu. Rökin eru m.a. þau, að hljóðvarnarmúr þessi nær út fyrir lóðarmörk fyrirhugaðrar byggingar og nær inn á helgunarsvæði Sæ- brautar. Samkvæmt sænskum stöðlum um umferðaröryggi þyrfti öryggissvæði án fastrar hindrunar meðfram stofnbraut að vera 6-9 metrar miðað við 50-90 km aksturs- hraða. í ályktun umferðar- nefndar er þeim til- mælum beint til borg- aryfirvalda að fyllsta umferðaröryggis verði gætt í tengslum við fyrirhugaðar fram- kvæmdir á Kirkjus- andi. Viðbrögð meiri- hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hafa hins vegar verið þau, að ræða málið alls ekki, þrátt fyrir ítrekuð til- mæli. Á fundi borgar- stjómar 17. október sl. hvatti undirritaður fulltrúa R-list- ans ítrekað til þess að ræða þetta mikilvæga málefni, en þeir viku sér undan því. Þegar samhljóða sam- þykkt umferðarnefndar kom til umræðu á fundi borgarstjórnar 21. nóvember sl. viku borgarfulltrúar R-listans sér enn á ný undan þeirri skyldu gagnvart umferðarnefnd og Borgarfulltrúar R-Iist- ans hafa vikið sér undan þeirri skyldu, segir * Olafur F. Magnússon, að ræða þetta hags- munamál borgarbúa. almenningi í borginni að ræða þetta hagsmunamál borgarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur undir- ritaður átt sæti sem fulltrúi sjálf- stæðismanna í umferðarnefnd Reykjavíkur og flutt þar margar til- lögur um umferðaröryggismál. Und- irrituðum finnst það athyglisvert, að þær tillögur hans, sem hafa falið í sér gagnrýni á aðra aðila en meiri- hlutann í borgarstjórn Reykjavíkur hafa fengið aðra meðhöndlun en til- laga hans um umferðaröryggi á Kirkjusandi, en sú tillaga felur auð- vitað í sér gagnrýni á borgarsjórnar- meirihlutann. Þannig fékk tillaga undirritaðs um umferðaröryggi í Ártúnsbrekku víðtæka umfjöllun í borgarstjórn Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Sú tillaga fól í sér gagn- rýni á ríkisvaldið og vinnubrögð Alþingis. Að mati undirritaðs hafa borgarfulltrúar R-listans með þögn sinni um umferðaröryggi á Kirkjus- andi sýnt umferðarnefnd Reykjavík- ur lítil.svirðingu og verið ósamkvæm sjálfum sér. Með þessu framferði hafa þeir ekki heldur sýnt lýðræðinu og borgarbúum nægilega virðingu. Höfundur er læknir og vunihorgnrfiilltrúi í Reykjnvik. ÓlafurF. Magnússon ÞÁ SKALTU NÝTA ÞÉR JÓLATILBOÐIP Á VIBON OC KRÆKJA ÞÉR í ELDSTEIKTAN VÍBONBORCARA Á AÐEINS150 KR. ALLA VIRKA DACA í DESEMBERÁMILLI KL. 11OC17. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.