Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 57

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR konur störf við bókaútlán á Landsp- ítala. Síðan bættust við sölubúðir og bókasöfn á öllum stóru sjúkrahúsun- um. Bókasafnsþjónustan átti strax miklum vinsældum að fagna og þótti til mikils hagræðis og ánægju fyrir sjúklinga og jafnvel starfsfólk. Sjúkravinir deildarinnar gerðu þó meira en að vinna við sölubúðirnar og bókasöfn sjúkrahúsanna. í anná- lum deildarinnar frá árinu 1970 má lesa um það að sjúkravinir hafi m.a. aðstoðað við útvarp sem starfrækt var innan Borgarspítalans. Árið 1969 átti Reykjavíkurdeildin, ásamt kvennadeildinni frumkvæði að þeirri hugmynd að koma upp tóm- stundaheimili fyrir aldraða. Þessi hugmynd var lögð fyrir Félagsmála- ráð Reykjavíkurborgar og árangur- inn varð sá að fyrsta félagsmiðstöð aldraðra var opnuð í Tónabæ. Sjálf- boðaliðar kvennadeildarinnar að- stoðuðu þar og síðan við aðrar fé- lagsmiðstöðvar sem opnaðar voru í borginni. Heimsending á matar- bökkum fyrir sjúka og aldraða í heimahúsum hófst árið 1974 og sama ár var skipulögð heimsóknar- þjónusta á vegum deildarinnar. Föndurstarf hófst síðan árið 1975. Af þessari upptalningu, sem þó er ekki tæmandi, má sjá að starf kvennadeildarinnar hefur verið blómlegt frá upphafi. Það hefur auk- ist og dafnað og tekið breytingum eftir því sem þörf hefur verið á hveiju sinni. Öflugt sjálfboðastarf En hver eru helstu verkefni kvennadeildarinnar í dag, 30 árum eftir að hún var stofnuð? I dag eru reknar sölubúðir á fjórum sjúkra- stofnunum í Reykjavík, þijár á Sjúkrahúsi Reykjavíkur; Landakoti, Grensásdeild og Borgarspítala og ein á Landspítala. Sölubúðirnar eru stærsta tekjulind deildarinnar og fyrir ágóðann af þeim hafa verið keypt dýr og vönduð lækninga- og rannsóknartæki sem gefin hafa^ ver- ið sjúkrahúsum borgarinnar. Á ári hveiju gefur deildin tæki og gjafir fyrir um 5 milljónir króna. Kvennadeildin rekur bókasafns- þjónustu á öllum stóru sjúkrahúsun- um og á Sjúkrahóteli Rauða kross- ins. Hljóðbókaþjónusta er starfrækt á Landspítala og Borgarspítala. Útl- án bóka svo og hljóðbóka hafa auk- ist jafnt og þétt á síðustu árum. Heimsóknarþjónusta til sjúkra og aldraðra er rekin af deildinni og er markmið hennar að ijúfa einangrun og koma í veg fyrir einmanakennd. Sjúkravinir heimsækja skjólstæð- inga sína einu sinni í viku og dvelja hjá þeim 2-3 tíma í senn. Þeir lesa fyrir þá, fara með þeim í gönguferð- ir, í smásendiferðir eða sitja og spjalla, allt eftir þörfum og óskum hveiju sinni. Hópur kvennadeildarkvenna hitt- ist vikulega og útbýr fallega muni sem seidir eru á basar félagsins í nóvember ár hvert. Ágóðanum af basarnum er varið til kaupa á bókum fyrir sjúklingabókasöfnin. Starfandi sjálfboðaliðar kvennadeildarinnar eru nú tæplega 300 talsins og vinna þeir 2-3 tíma vikulega í þágu Rauða krossins. Góður félagsskapur Innan kvennadeildarinanr er blóm- legt félagsstarf og hittast félagskon- ur þrisvar til íjórum sinnum á ári og fá þá til sín fyrirlesara með fræðslu- eða skemmtiefni. Á hveiju sumri er farið í dagsferð út fyrir bæinn. Sjál- boðaliðum deildarinnar er boðið upp á námskeið um sögu, starf og grund- valiarreglur Rauða krossins, auk þess sem þeim gefst kostur á að sækja námskeið í skyndihjálp. Kvennadeildin er ein virkasta og öflugasta deild Rauða kross hreyfing- arinnar á íslandi og í þau þijátíu ár sem hún hefur starfað hefur hún skilað mikilvægu sjálfboðastarfi. Fjöldi kvenna vinnur að sameiginlegu áhugamáli undir merki Rauða kross- ins og gefur vinnu sína í þágu góðs málefnis. Það verður þörf fyrir starf- semi kvennadeildarinnar um ókomin ár og ég vona að hún megi eflast og dafna og vinna áfram að því markmiði sem hún setti sér í upp- hafí, að bæta hag sjúkra og aldraðra. Höfundur er formaður kvennadeildar Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands. JOLAKJOLAR i/ERÐ FRÁ 1 .990 VÆNTANLEGT Á MORGUN: 5-POCKET STRETCHBUXUR, HOLLY SKYRTUR, ULLARKÁPUR, KJÓLAR O.FL., O.FL. 100% SILKINÁTTFÖT VERÐ FRÁ MIKIÐ URVAL JÓLAGJAFA NÝTT KORTATÍMABIL FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 5 7 iimiitijinimm j / 1 •• • tot a bornm í jólapakkann Úlpur, kápur, jakkar, vesti, skyrtur, kjólar, skokkar, peysur, blússur, joggingföt og joggingpeysur. Opið til kl. 22 laugardaginn 14. desember og frá kl. 13 tii 18 sunnudag. Nýtt kortatímabii 12. desember BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 SKÓLAVÖBÐUSTIG 8 SÍMI 552 1461 Ódýrar hraðsendingar ti! útlanda fyrir jólin r Vinir og ættingjar erlendis þurfa ekki að fara í jólaköttinn, þó forgangspostur jólagjöfin til þeirra sé sein fyrir. EMS Forgangspóstur er á hraðferð um allan heim, nætur og daga, fyrir jólin. Póstur og sími býður sérstakt EMS jólatilboð á pakkasendingum, allt að 5 kg., til útlanda. Tilboðið gildir frá 1.-16. desember, á öllum póst- og símstöðvum og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Allar sendingar komast hratt og örugglega á áfangastað sem EMS Forgangspóstur. Alþjóðlegt N Express Worldwide dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggi og hraða EMS Forgangspósts. Viðtökustaðir EMS hraðsendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Gjaldskrá Opið daglega kl. 8:30-18:00, Evrópa: kr. 3.900,- N-Ameríka og Asía: kr. 4.900,- Önnur lönd: kr. 5.900,- laugardaginn 14/12, kl. 9:00-16:00, laugardaginn 21/12, kl. 9:00-16:00. Sérstakar umbúðir er hægt að fá á öllum póst- og símstöðvum og eru þær innifaldar í verði sendingar. PÓSTUR OG SÍMI HRAÐFLUTNINGSDEILD sími 550 7300 Blað allra landsmanna! -kjarnimálsim!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.