Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nýr lífeyrissjóður útvalinna rí kisstar fsmanna UNDANFARIN ár hefur ríkisstjórnin með viðskiptaráðherra í broddi fylkingar gert hveija atlöguna af ann- arri gegn almenna líf- eyrissjóðakerfinu. Nefnd á vegum rík- isstjórnarinnar hefur lagt fram margskonar hugmyndir sem allar snúast um að að skerða almenna lífeyriskerfíð eða jafnvel leggja það niður og enn eru að berast fréttir af afkára- legum hugmyndum þessarar nefndar. Verkalýðshreyfingin og almenna lífeyriskerfíð hefur setið undir margskonar árásum frá ráð- herrum og þingmönnum. Stjórnir líf- eyrissjóðanna hafa að undanfömu skorið niður réttindi í sjóðunum, margir sjóðir verið sameinaðir, þess- ar aðgerðir hafa tekist og flestir sjóðanna eiga vel fyrir skuldbinding- um og sumir sjóðir hafa reyndar rýmkað reglugerðir sínar og aukið réttindi sjóðfélaga töluvert eins og 't.d. lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna. Hvers vegna eiga sumir að hafa meiri lífeyrisréttindi en aðrir? Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp um nýjan lífeyr- issjóð. Frumvarpið ber þess greini- lega merki að allir sem komu að samningu þess eru að semja um eig- in lífeyrisréttindi. í kaflanum um A-deild sjóðsins eru mörg atriði sem vekja spurningar og reyndar furðu akki síst vegna yfírlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar. Við lagasmíðina hefur ekki verið tekið á einu ein- asta vandamáli eins og gert var í almenna kerf- inu, eldri ríkislífeyris- sjóðurinn er skilinn eftir með hundruða milljarða skuldir sem sendar verða skattgreiðendum. Réttindi eru aukin langt umfram það sem þekk- ist í öðrum lífeyrissjóð- um og umfram það sem sjóðfélagar höfðu. Þar má t.d. benda á atriði er snerta örorku- og makalífeyri. Fleiri þús- undir launþega eru teknir úr lífeyrissjóð þar sem greitt er í 6% og þeir settir í nýja sjóðinn og greitt 11,5% af þeim. Kostnaðar- auki sem sendur er til skatt- og út- svarsgreiðenda skiptir hundruðum ef ekki þúsundum milljóna króna. Að auki eru atriði sem vekja rétt- láta reiði eins og t.d. hvers vegna þarf stjórn sjóðsins ekki að bera ábyrgð á því hvernig tekst til um ávöxtun hans. Hún fær óútfyllt ávís- anahefti frá ríkissjóði og getur skrif- að út það sem henni sýnist og skatt- borgarar verða að borga. Kostnaður vegna örorkutryggingar í nýja lífeyr- issjóðnum mun eftir 3 ár, þegar rétt- indi hafa skapast, vaxa svo að ið- gjald það sem skattgreiðendur verða að greiða vex líklega úr 11,5% í ríf- lega 20%. Hver er raunmismunur á launakjörunum? Því er haldið fram að laun vænt- anlegra sjóðsfélaga í nýja sjóðnum séu lægri en annarra launþega og það réttlæti mismun á lífeyriskjör- um. Vel má vera að einhveijir launataxtar segi svo, en landsmenn muna vel hversu sjúkt það launa- kerfi var sem kjaranefnd og kjara- dómur flettu ofan af síðastliðinn vetur. Það væri fróðlegt að fá að sjá hver hafi verið kaupmáttarauki væntanlegra sjóðsfélaga nýja sjóðsins undanfarin ár, einhverra hluta vegna hafa þær upplýsingar aldrei fengist birtar, heldur er í sífellu slegið fram órökstuddum fullyrðingum. Ég álít að væntan- legir sjóðsfélagar í nýja sjóðnum hafi fengið mun meiri kaupmáttar- aukningu en aðrir launþegar á undanförnum árum. Ég tel að heildarárslaun flestra opinberra starfsmanna í dag séu ekkert lægri en annarra landsmanna í sambæri- legum störfum og þá er ég ekki með mismun lífeyrisréttinda í dæminu, einungis útborguð laun. Ég er ekki að sjá ofsjónum yfir launakjörum opinberra starfs- manna, þau eru jafnóviðunandi og launakjör á almennum markaði. Hvers vegna þarf lífeyrir að verða hærri en launin? Þróunin skýrir reiði okkar og kröfu um að ríkissjóður greiði 5,5% í alla lífeyrissjóði til viðbótar við þau 10% sem nú eru greidd. Að ógleymdu því misrétti sem er í örorku- og makalífeyri. Eins og kemur fram er lífeyrir úr hinum nýja sjóði rúmlega 20% hærri en heildarlaun verða þeg- ar sjóðfélagar hætta störfum. Þetta er nýjung, er hún nauðsynleg? Þessi nýju lífeyrislög munu valda óróá á vinnumarkaði, einhverra hluta Guðmundur Gunnarsson Það virðast ær og kýr þessarar ríkisstjórnar, segir Guðmundur Gunnarsson, að bera eldivið á ófriðarbál vinnumarkaðarins. vegna virðast það vera ær og kýr þessarar ríkisstjórnar að bera eldivið á það ófriðarbál. Hvers vegna fá ekki allir að stofna séreignardeildir? Fyrir þremur árum sótti lífeyris- sjóður rafíðnaðarmanna um heimild til að stofna séreignardeild við sjóð- inn, því var umsvifalaust hafnað, þrátt fyrir að tryggingarfélög og verðbréfasjóðir hefðu fengið heimild til þess að reka séreignarsjóði. Líf- eyrissjóður Samiðnar sótti fyrr á þessu ári um samskonar heimild og hefur enn ekki fengið hana. í reglu- gerð nýja sjóðsins hefur sjóðstjórn heimild til þess að stofna séreignar- deild. Siðblinda þeirra sem sömdu reglugerðina er sú sama og ríkti fyrir ári þegar þeir hinir sömu skömmtuðu sér launahækkanir og skattfríðindi langt umfram aðra landsmenn. í umræðum á hinu háa Alþingi hefur komið fram að alþingismenn ætla sér í kjölfar afgreiðslu laga um hinn nýja lífeyrissjóð að setja ný iög um sinn eigin lífeyrissjóð, þar verður iðgjaldið sem skattgreiðendur verða látnir greiða u.þ.b. 30% á móti 4% framlagi alþingismanna og í kjölfar- ið er svo væntanlega ætlunin að koma fram með reglugerð um lífeyr- issjóð ráðherra þar sem framlag skattgreiðenda verður að öllum lík- indum yfir 80% á móti 4% framlagi ráðherranna sjálfra. Hvers vegna er ekki tekið á vanda almenna tryggingakerfisins? Ríkisstjórnin viðurkennir með framlagningu þessara laga að það sem hún hefur haldið fram um al- menna lífeyriskerfið hafí verið rangt, því fögnum við. Það hefðu verið eðlilegri og heppilegri vinnubrögð að hún hefði tekið höndum saman við aðila vinnumarkaðsins og leyst vanda almenna tryggingakerfísins með því að samræma reglugerðir lífeyrissjóðanna og tryggingakerfís- ins. Ríkisstjórnin hefur lagt fram hvert frumvarpið af öðru í fullri andstöðu við launþega. Allar umsamdar launahækkanir á almennum vinnumarkaði á undan- förnum árum hafa horfið í hækk- andi skatta og álögur og gjöld til sveitarfélaganna og stofnana þeirra. Skuldir heimilanna hrannast upp og neyðin sums staðar er orðin ólýsan- leg. Á sama tíma er unnið að því að tryggja rétt forréttindahópa. Fyr- irtækjunum eru afhentar hundruða milljóna króna gjafír úr ríkissjóði með niðurfellingu skatta og rýmkum á frádráttarliðum eins og t.d. með framlengingu laga um nýtingu upp- safnaðs taps. Frumvarpið um nýjan lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna er brot á jafnræð- isreglu, við því hljótum við að bregð- ast með kröfu um leiðréttingu. Mið- að við núgildandi skattalög jafngild- ir aukið framlag í nýja lífeyrissjóðinn 9,48% launahækkun. Það verður for- vitnilegt að sjá hvaða afstöðu við- skiptaráðherra tekur, einnig bíðum við spennt eftir afstöðu verslun- arráðsgengisins í Sjálfstæðisflokkn- um. Nú eru þingmenn að fjalla um eigin kjör og þá gilda allt önnur rök en um aðra launþega, það sáum við hin svo vel í fyrra þegar siðblindan réð ríkjum á hinu háa Alþingi. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Islands. —r~ - Vnr. 310235 Geimlögregla Vnr. 328630 f Hauskúpuhellirínn Fjársjóðseyja Vnr. 328629 ■ Virki flotaforíngjans Lögreglubíll Vnr. 304848 Virki blástakkanna vnr. 305299 Bílaflutningabíll Vnr. 361961 Skúta flotaforingjans Skemmtileg jólagjöf á hreint út sagt frábæru tilboðsverði! HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.