Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 12.12.1996, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 59 AÐSENDAR GREINAR Staðreyndir um rekstur leikskóla Reykjavíkurborgar I BLAÐAGREIN í Morgunblaðinu 4. des- ember sl. eftir Sigur- jón Haraldsson, Akur- eyri, er farið allfrjáls- lega með rekstrartölur leikskóla Reykjavíkur- borgar, að því er virð- ist í þeim tilgangi að sýna fram á að rekstr- arkostnaður leikskóla Reykjavíkur hafi farið úr böndunum og hækkað langt umfram framfærsluvísitölu. Staðreyndir eru þær að þessu er öfugt far- Bergur 'ð. Felixson Heildarkostnaður við leikskólarekstur borgarinnar var 1.471.437 kr. árið 1994 og 1.547.318 kr. árið 1995 og hækk- aði því um 5,2%. Nokkur aukning var á þjónustu milli þessara ára, en dvalarstundir barna í leikskólum borgarinnar voru um 28.147 í desember 1994 í dag rekur Dagvist barna 62 leikskóla, segir Bergur Felixson og starfsmenn eru á 14. hundrað. en um 30.300 í desember 1995 eða 6,9% hækkun. Kostnaður við heilsdagsrými (8,5 st.) var 412.210 kr. og greið- ir sambúðarfólk um helming þess kostnaðar, en einstæðir foreldrar og námsmenn nokkru minna. Þessar upplýsingar er að finna í ársskýrslu Dagvistar barna árið 1995. Markvisst er unnið að því að bæta rekstur leikskóla Reykja- víkurborgar með útboðum og samningum. Hefur starfsmönnum orðið nokkuð ágengt og kostnaður á einingu hefur hækkað. Breyting á þjónustu við börnin og foreldra þeirra undanfarin ár er og veruleg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað bæði með nýjum skólum og viðbyggingum við eldri leikskóla. Nær allir leikskólarnir bjóða nú fulla þjónustu, þ.e. heils- dagspláss með fæði, og hafa for- eldrar tekið þeim breytingum vel enda hefur tekist að halda verði á mat og hressingu, sem börnin fá, í hófi. Þegar borinn er saman barna- fjöldi í leikskólum milli ára segir það ekki alla söguna heldur verður að reikna með tímalengd þjón- ustunnar. Til skýringar er hér tafla sem birt var í starfsáætlun fyrir árið 1997. Þar kemur fram að heilsdagsrýmum hefur fjölgað um 784 pláss en hálfsdagsrýmum fækkað um 481 eða 240,5 samtím- is. Fjöldi barna í leikskólum Reykjavíkurborgar var: Heilsd. Hálfsd. (8-9 st.) (4-6 st.) Alls í des. '94 1.513 b. 3.397 b. 4.910 b. í des. ’95 1.912 b. 3.123 b. 5.053 b. í okt. ’96 2.297 b. 2.916 b. 5.213 b. Pjölgun barna á tímabilinu er 6,2%, en fjölgun starfs'stunda barna á leikskóla er 16%. í samanburði milli einstakra leik- skóla þarf og að gæta sanngirni og bera saman sambærilega hluti. Nokkrir leikskólar eru með sérþjón- ustu fyrir mikið fötluð börn og einn- ig eru skólar, sem nær eingöngu eru með mjög ung börn og þurfa fleiri starfsmenn þess vegna. Þá er fært í rekstrarreikningum leik- skóla meiri háttar viðhaldskostnað- ur, sem getur verið mjög mismun- andi milli ára og haft áhrif á stöðu einstakra leikskóla. Auðvitað er alltaf einhver munur á rekstri milli ieikskóla, en ekkert í líkingu við það sem fram er sett í grein S.H., þegar sam- bærilegir skólar eru bornir saman. Þess má geta í áætlun fyrir árið 1997 er unnið með lyk- iltölur í rekstri Ieik- skóla, svokallaða rammaáætlun og hefur ábyrgð leikskólastjóra og starfsfólks verið aukin með því. Starfsfólk Dagvistar barna er stolt yfir starfseminni og þeirri vinnu, sem er stöðugt unnin til að viðhalda gæðum starfsins í leikskólunum og hagkvæmni í rekstri. í dag rekur Dagvist barna 62 leikskóla og starfsmenn eru á 14. hundrað. Vegna stærðar höfum við oft gerst brautryðjendur í að betrumbæta leikskóla landsins og þá þjónustu sem þar er boðin. Við höfum ávallt verið með okkar spil á borðinu og gefin hefur verið út ársskýrsla um leikskóla Reykjavík- ur allar götur frá árinu 1934. Nú eru til umfjöllunar í stjórn Dagvistar barna tillögur starfs- manna um stefnumótun, sem unnið hefur verið að í ár og lýkur á næsta ári. Það er okkur mikil ánægja að kynna fyrir öðrum hvað hér fer fram og sýna starfsemina, sem við teljum að Reykjavíkurborg geti verið hreykin af, og útskýra rekstrarreikninga fyrir áhuga- sama. En við biðjumst undan því að vera afflutt á neikvæðan hátt með talnaleik, sem ekki á skylt við rekstrarfræði og fullyrðingar um vanhæfni, sem eiga ekkert skylt við sannleikann. Höfundur er framkvæmdastjóri Dagvistar barna. ■ Paris e cence Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! •A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.