Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 60

Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nýr bæklingur - einfalda bridskerfið Haukur Ingason hefir gefíð út bækl- ing sem hann kallar Einfalda bridskerfið. í bæklingnum er farið í gegnum spila- reglur, sagnir úrspil, vamarreglur, stigagjöf, keppnis- foirn o.fl. I fréttatilkynn- ingu útgefanda segir m.a. að bæklingur- inn geri öllum kleift •z.6 læra brids á ein- um degi fyrir lítinn * EINFALDA BRIDGE KERFIÐ Forsíða bæklingsins pening. Dreifingaraðili er Lyfjadreifing sf., Síðumúla 32. Bæklingurinn mun verða til sölu í bókaverzlunum, hjá Bridssambandinu og dreifíngar- aðila en auk þess aðstoðar höfund- urinn þá er vilja nálgast ritið. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 9. desember sl. var spilaður einskvölds Mitchell tví- menningur, forgefin spil. 34 pör mættu, spiluð voru 30 spil, 2 milli para. Meðalskor 420 stig. Bestu skor í N/S Halldór Svanbergss. - Óli M. Guðmundss. 533 Ámi Magnússon - Eyjólfur Magnússon 501 Leifur Kr. Jóhanness. - Alfreð Kristjánss. 489 GuðlaugurSveinsson-RúnarLárusson 479 Albert Þorsteinsson - Bjöm Ámason 478 Bestu skor í A/V Margrét Margeirsdóttir—Dúa Ólafsdóttir 542 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 502 Sigrún Pétursdóttir - Guðrún Jörgensen 458 Erla Ellertsdóttir - Kristín Jónsdóttir 452 Mánudaginn 16. desember nk. verður aftur spilaður einskvölds tvímenningur Mitchell, forgefin spil. Skráning á spilastað í Þöngla- bakka 1 ef mætt er tímanlega fyrir kl. 19.30. Félag eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitehell-tvímenningur þriðjud. 3.12. sl. 30 pör mættu. Úrslit: NS JónStefánsson-ÞorsteinnLaufdal 513 Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss. 500 Sigurður Gunnlaugs. - Gunnar Sigurbjöms. 472 Kristjana Halldórsd. - Eggert Kristinss. 460 AV EysteinnEinarsson-SævarMagnússon 544 Sigríður Pálsd. - Eyvindur V aldimarsson 487 Ámi Halldórsson - Helgi Vilhjálmsson 486 Jónína Halldórsd. - Hannes Ingibergsson 465 Meðalskor 420 FerðatæU m/geíslaspilara AZ 8052 Uvarpsveklaraklukka RM 5080 Háitlásari 1650 w HP 4362 Supertech-vekiaraklukka AC 2300 HQ 4850 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. AÐSENDAR GREINAR Eílífa lífið OPIÐ bréf til séra Vigfúsar Þórs Árna- sonar vegna greina hans um sama efni. Kæri séra Vigfús. Þökk sé þér fyrir greinarnar þínar um eilífa lífið sem birtar voru hér í blaðinu í lok október sl. Það var sannarlega tími til kominn að einhver opnaði þá umræðu sem þú gerir á þinn heiðar- lega og einlæga hátt. En það lítur ekki út fyrir að mikill áhugi sé fyrir að halda um- ræðunni áfram. Hvernig má það vera, því spurningarnar sem þú vaktir fjalla um grundvallaratriði í túlkun á kenningum kristindómsins og eru jafnframt spurningar sem hin kristna kirkja hefur ætíð notað, og notar enn til að meta skilin milli rétttrúnaðar og villutrúar. Þannig varðar t.d. spurningin um endurholdgun það sem verið er að fjalla um í fjölmörgum af þeim aragrúa af félögum, söfnuðum eða hreyfingum sem sjá má að eru starfandi með því einu að lesa smáauglýsingar frá þessum aðilum hér í blaðinu á sunnudögum. Getur þá verið að enginn þessara fjöl- mörgu aðila telji það við hæfi að rökræða þetta efni við þjóðkirkju- prest eins og þig, sr. Vigfús? Látum gott heita að svo kunni að vera, en hvað með alla kollega þína, hvað með alla þá sem verða fyrir því eins og þú að safnaðarfólkið þeirra er í síauknum mæli farið að svala trúarþörf sinni með þátttöku í alls kyns starfsemi sem getur ekki tal- ist annað en ókristileg út frá hinum viðurkenndu kennisetningum kris- tinnar kirkju? Af hveiju taka þeir ekki undir með þér, sr. Vigfús? Getur verið að staða okkar ríkisre- knu þjóðkirkju sé í raun að verða eins og staða Ríkissjónvarpsins sem hefur skylduáskrift þar sem allir greiða áskriftina eins og hvern annan óvinsælan skatt, en velja sér síðan eitthvað annað til að horfa á. Getur verið að hræðslan sé orðin svona yfirþyrmandi við það sem kynni að gerast ef „skylduáskrift- in“ verður felld niður? Gleymum því ekki að kristin kirkja, kirkja Jesú Krists frelsara vors er hvorki hús né prestar né biskupar né neins konar stofnun. Kristin kirkja er fólkið í landinu, hinn lifandi kristni söfnuður sem er eins og fljót sem rennur eftir farvegi sem myndast hefur í rás aldanna. En þessi far- vegur er ekki til vegna sjálfs sín, hann hefur þann eina tilgang að flytja fljótið sem hefur myndað hann. Meðan fljótið er ungt grefur það sig niður undan fallþunga sín- um og ákafa og myndar þannig djúpan farveg sem fátt getur raskað, en þegar fljótið verður eldra og lygnara og kemur nið- ur á jafnsléttuna og síðan niður á sandana getur margt breyst. Þá er farvegur þess ekki lengur sá sem markað- ur er í klettana í rás tímans og fljótið er orð- ið gamalt og bíður þess eins að sameinast upp- hafi sínu. Þá hefur fljótið skynjað frelsi sitt til að velja sér sjálft farveg og um leið og hinn gamli farvegur hentar því af einhveijum orsökum ekki lengur fyrir vegferðina, þá leitar fljótið sér nýs farvegar því fljótið er lifandi en farvegurinn ekki. Þá stendur gamli farvegurinn eftir, yfirgefinn og holur sem minn- ing um það sem einu sinni var, og sá sem ætlar sér að reyna að tala fljótið yfir í gamla farveginn eftir að það hefur fundið sér nýjan, eða að reyna að sannfæra sig og aðra Fólk, segir Oddur Ein- arsson, lætur ekki leng- ur hræða sig. um að fljótið sé þarna enn, þótt tómur farvegurinn blasi við, hann getur aldrei orðið annað en sem í sporum keisarans sem hélt hann væri í nýjum fötum og hans getur ekki beðið annað en að barnið komi auga á nekt hans og veki athygli á henni. íslendingar eru gömul þjóð og í líkingu fljótsins hefur íslenska þjóð- in, hinn lifandi kristni söfnuður íslendinga fyrir löngu uppgötvað frelsi sitt til að velja sér sjálfur farveg fyrir leit sína að upphafi sínu. Hann lætur ekki lengur hræða sig frá að spyija hvað um hann verður að jarðlífinu loknu, og ef kirkjan hefur ekki nægjanlega skýr svör, þá leitar hann einfaldiega áfram þangað til samviska hans og skynsemi eru sátt við svörin sem hann fær. Það er skylda þeirra sem valist hafa til forystu í hinni kristnu kirkju að horfast í augu við að sá tími er liðinn að unnt sé að halda fljótinu í gamla farveginum með valdi, eina leiðin er að laga farveg- inn til svo hann henti fljótinu, því þá mun það renna um hann áfram en annars ekki. Spurningarnar í greinunum þínum, sr. Vigfús, eru einmitt svo ágætlega fallnar til að opna augu okkar. Þú spurðir: „Hvað veldur því að við íslend- ingar látum ekki duga hina kristnu von, bænina og þá vitneskju að Oddur Einarsson Kono, Hóiogarðl Libio, Mjódd Spes, Höaleifebtoul Hygeo, Kriogiimra Eviio, Krmgiunni Bró,lougavegl Sigriíor Guójóns, Selliarnornesi Sondra, Hofnorfiríi Bylgjon Kópovogi Snyrllöllin, GorBabae Gollery ftkSun, Keflevík Krismo, isolirbi Toro, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.