Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 67 FRÉTTIR Bifreiðar leitað AÐFARANÓTT þriðjudags- ins 3. desember síðastliðinn hvarf frá Reynimel 82 í Reykjavík bifreið af gerðinni Nissan Cherry, dökkgrá að lit. Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur bifreiðin ekki fundist enn eða þeir sem höfðu hana á brott, en hún er af árgerð 1985 og ber skráningar- númerið R - 63197. Þeir sem kunna að hafa séð til bifreið- arinnar eftir umræddan tíma, eru beðnir um að gera lögregl- unni í Reykjavík viðvart. Opið til kl. 22 VERSLANIR IKEA, Bónus og Rúmfatalagerinn í Holta- görðum verða opnar til kl. 22 frá og með deginum í dag, fimmtudag, öll kvöld til jóla að nk. sunnudegi undanskild- um en þá verður opið til kl. 18. Nýtt kortatímbil hefst í dag. Ymsar uppákomur verða í húsinu í dag og nær daglega allt til jóla. 1 Stekkjar- staur á Þjóð- minjasafni VON er á gömlu íslensku jóla- sveinunum í heimsókn í Þjóð- minjasafn íslands eins og ver- ið hefur undanfarin ár. Stekkjarstaur kemur fyrstur og verður hann í safninu í dag kl. 14. LEIÐRÉTT Rangft föðurnafn GÍSLI Thoroddsen mat- reiðslumeistari var ranglega nefndur Gísli Theódórsson í frétt á bls. 12 í blaðinu í gær. Gísli, sem er fram- kvæmdastjóri matreiðslu- sviðs Perlunnar, heilsaði upp á Clinton Bandaríkjaforseta fyrir nokkru, eins og fram kom í fréttinni. Gísli er beð- inn velvirðingar á þessum mistökum. Ekki opin sýning HEKLA hf. verður með sýn- ingu á nýjum bílum á morg- un, eins og sagt var frá í blað- inu í gær. Af fréttinni mátti skilja að sýningin væri öllum opin sem er þó ekki rétt. Að- eins boðsgestum er boðið að sækja sýninguna að þessu sinni. TEKIÐ á móti framlagi frá Uppeldissjóði Thorvaldsensfélagsins. F.v. Sigríður Halblaub gjaldkeri, Þóra Karitas Árnadóttir formaður og Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Líflegt í miðborg inni í jólaönnum ■ FJÁRSÖFNUN samtakanna Barnaheilla til kaupa á íbúðum fyr- ir foreldra og aðstandendur barna utan af landi, sem vegna veikinda eða slysa þurfa á sjúkrahúsvist eða annarri þjónustu í Reykjavík að halda, hefur gengið vel. Framlög í söfnunina hafa borist frá einstakl- Lúsíuhátíð í Norræna húsinu LÚSÍUHÁTÍÐ verður haldin sam- kvæmt venju í Norræna húsinu föstudaginn 13. desember. Dagskráin verður með hefðbundu sniði; Lúsía og þernur hennar syngja sænsk og íslensk jólalög undir stjórn Mariu Cederborg. Þær munu koma tvisvar fram um kvöldið, í byijun dagskrár kl. 19 og aftur kl. 21.30. Jólasveinar koma í heimsókn og dansa með börnunum í kringum jóla- tréð í fundarsal hússins og deila út smápokum til yngri kynslóðarinnar. I kaffistofu Norræna hússins verður boðið upp á „lúsíketti" og piparkökur auk safa fyrir börnin og kaffi/glögg fyrir fullorðna. Aðgöngumiðar verða seldir í Nor- ræna húsinu dagana fyrir Lúsíu- hátíðina og við innganginn. Miðinn kostar 200 kr. fyrir börn og 500 kr. fyrir fullorðna og eru veitingar inni- faldar í verðinu. ingum, félagasamtökum og fyrir- tækjum, t.d. gaf Uppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík 200.000 kr. til söfnunarinnar og verslunin Hljómco nýtt sjónvarp. Þá hafa einnig verið gefin húsgögn og ýmis heimilisáhöld en allt slíkt er þegið með þökkum. Stofnfundur samtaka um náttúruvernd STOFNFUNDUR samtaka al- mennings um þróun í umhverf- ismálum og náttúruvernd verð- ur haldinn í húsnæði Ferðafé- lags íslands, Mörkinni 6, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Á undirbúningsfundum, sem haldnir voru í desember 1995 og í maí, sl. var íjallað um yfir- vofandi mannvirkjagerð á há- lendi íslands og áhuga þeirra fjölmörgu, sem standa vilja vörð um víðerni landsins, til að mynda samstarfsvettvang. „Það var álit margra að bregðast þyrfti við með því að tengja saman þá fjölmörgu ein- staklinga sem láta sér annt um umhverfi sitt, hafa áhuga á náttúruvernd og þar með skyn- samlegri nýtingu hálendisins og annarra náttúruauðlinda," segir í frétt frá fundarboðendum. SAMTÖK verslana og þjónustufyr- irtækja við Laugaveg, Skólavörðu- stíg og í miðbænum hafa tekið höndum saman um að glæða bæinn lífi í jólaönnunum í desember. Svæðið sem nú sameinast um að auka jólastemmninguna er býsna stórt, nær frá Hlemmi niður á Vest- urgötu og efst upp á Skólavörðu- stíg. Því þurfti að fá marga gleði- gjafa til liðs við jólasveininn. Rúm- lega 30 aðilar svöruðu auglýsingu samtakanna um þátttöku og nú hafa 14 hópar jólasveina ogtónlist- armanna verið ráðnir til að skemmta vegfarendum seinni hluta desembermánaðar, segir í fréttatil- kynningu. Tónlistarhóparnir eru tíu, koma misjafnlega oft fram og sífellt á nýjum stöðum. Þeir eru: Kór Öldu- túnsskóla, Háskólakórinn, Álafoss- kórinn, Kór Grafarvogskirkju, söngkvartettinn Fiskur um hrygg, sem ferðast í hestvagni, tíu manna sönghópurinn Smávinir, Lúðra- sveitin Svanur, fimm blásarar og slagverksleikarar og blásara- og MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Verslunarráði Is- lands: „Verslunarráð íslands hefur sent fjármálaráðherra meðfylgj- andi bréf þar sem fagnað er af- stöðu ráðherra til frelsis í smásölu- verslun áfengis, er kom fram í svari hans við fyrirspurn á Al- þingi. Verslunarráð telur eðlilegt að ráðherra komi þessari stefnu í framkvæmd með því að flytja frumvarp til breytinga á lögum er innleiði frelsi í áfengisverslun á árinu 1998. „Verslunarráð íslands fagnar þeirri afstöðu sem fram kemur í svari þínu við fyrirspurn á Alþingi varðandi frelsi í áfengisverslun. Telja verður eðlilegt, eins og þar kemur fram, að einstaklingum gleðisveitin Stallah-hú. Þessir hópar munu einkum leika og syngja kl. 20-22 á kvöldin fyrir utan verslanir og þjónustufyrirtæki á svæðinu og fara á milli staða. Þessi dagskrá hefst laugardaginn 14. desember, en þá eru verslanir í fyrsta skipti opnar til kl. 22. Kvölddagskráin heldur svo áfram 18., 19., 20., 21., 22. og 23. desem- ber. Alls munu 10 flokkar skemmta sjö kvöld, allt að átta sinnum hvert kvöld. Auk þess hefur Kór Söng- skólans áætlað að vera „syngjandi sjálfsali", þ.e. að syngja í verslun- um fyrir borgun. Fjórtán jólasveinar í fjórum hóp- um eru meira á ferðinni á daginn, frá kl. 14-17 á laugardögum, (14. og 21. des.,) og sunnudögum (15. og 22. des.) og á Þorláksmessu (23. des.). Einn hópur ekur um á rauðum jólasveinapallafjallabíl af Hummer-gerð, annar skröltir um göturnar í forláta hestvagni og tveir hópar jólasveina ferðast fótgang- andi upp á gamla mátann, segir í fréttatilkynningu. verði heimilað að sjá um smásölu áfengis, að_ uppfylltum tilteknum skilyrðum. í nútímaþjóðfélagi eru engin rök fyrir því að ríkið sjái um þessa tegund verslunarrekstrar, ekki frekar en ríkið reki vínveit- ingahús, og verður að ætla að einkaaðilar geti sinnt þessum rekstri á hagkvæmari hátt. Ríkið myndi eftir sem áður fá tekjur af þessari sölustarfsemi í gegnum áfengisskatt. Verslunarráð Islands treystir því að ráðherra fylgi stefnu sinni í framkvæmd með því að leggja fram frumvarp á þessu þingi um frelsi í smásöluverslun áfengis, sem tæki gildi í byrjun ársins 1998. Býður Verslunarráð fram aðstoð sína við samningu og undir- búning slíkrar lagabreytingar." Fagnar afstöðu Góð menntun er lykillinn í UMFJÖLLUN um málþing um raungreinakennslu i Morgunblaðinu í gær var vitnað til ræðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Vegna ónákvæmni í frásögninni af ræðu hans eru þeir kaflar endurbirt- ir í heild hér á eftir: Sjónvarpsþættir I upphafi ræðu sinnar sagði menntamálaráðherra: „Fyrir tæpu ári sat ég alþjóðlegan fund menntamálaráðherra í Jerúsal- em. Þar skiptust menn á skoðunum um markmið þjóðanna í menntamál- um. Minnist ég þess sérstaklega, hve ráðherrar Singapore og ísraels lögðu mikla áherslu á kennslu í vísindum og tækni. í ríkjunum hefði verið gert sérstakt átak til þess að efla fræðslu á þessu sviði. Nýlega var birt niðurstaða úr fjöl- þjóðlegri rannsókn á námsárangri nemenda í stærðfræði og náttúru- fræðigreinum, TIMSS, sem er skammstöfun fyrir Third Internati- onal Mathematics and Science Study. Er þetta viðamesta og senni- lega vandaðasta samanburðarrann- sókn á menntakerfum heimsins. í þessari könnun voru nemendur frá Singapore í fyrsta sæti og ísra- elar urðu ofar en við íslendingar, þótt ekki sé unnt að segja, að þeir séu í fremstu röð. Þegar ég sá þenn- an árangur þessara tveggja þjóða, minntist ég þess, sem ráðherrar þeirra höfðu sagt á Jerúsalem-fund- inum: Þótt við leggjum þessa áherslu Kaflar úr ræðu menntamálaráðherra um „Menntun til framtíðar“ á tækni og vísindi í al- mennu skólanámi, dregur ekki úr áhuga stúdenta á því að leggja stund á gamalgrónar greinar eins og lög- fræði og læknisfræði, ef eitthvað er, hefur ásókn í þessar greinar frekar aukist heldur en hitt. Töldu þeir, að sjón- varpsþættir um lög- fræðinginn Matloek eða spennandi myndir um áhrifamikla lækna, frægð þeirra, frama og góð kjör, hefðu meiri áhrif á námsmenn að lokum en áhersla á námskrá á grunnskóla- árum. Til að auka áhuga á námi í verkfræði, væri því kannski best að gera góða sjónvarpsþætti um ævin- týri við virkjana- eða gangagerð." Lögverndun Þá sagði Björn Bjarnason í ræðu sinni: „Þó að fleiri þættir en námskrá og skipulag skólastarfs hafi áhrif á menntun nemenda er það skylda menntamálayfirvalda hveiju sinni að taka mið af þeim könnunum sem gerðar eru á árangri í skólastarfi. Á þessu stigi er of fljótt að slá því föstu til hvaða aðgerða þarf að grípa til að bæta stærðfræði- og raungreinaþekkingu ís- lenskra nemenda. Eftir- talin atriði eru meðal þeirra sem nefnd hafa verið: ★ Formaður Félags raungreinakennara er í hópi þeirra, sem hafa sagt að það þurfí að endurskoða kennara- menntun. Kennaranám er styttra hér en annars staðar. Fyrir 1998 þarf lögum samkvæmt að taka ákvörðun um, hvort það skuli lengt. Er þá ástæða til að leggja sérstaka áherslu á fag- greinakennslu. Ætti til dæmis að gefa mönnum tækifæri til að velja frekara nám í uppeldis- og kennslu- fræðum, eftir að einstakar faggrein- ar hefðu fengið meira rými en nú á fyrstu þremur skylduárunum? Öllum er okkur ljóst, að góð menntun, einnig sérmenntun, er lyk- ill að mörgum störfum. Hitt er jafn- ljóst, að sum störf verða ekki unnin nema af þeim, sem hlotið hafa til þess sérstaka menntun. Með þetta í huga hefur verið talið, að kennarar þyrftu að læra uppeldis- og kennslu- fræði til að vera hæfir til sinna Björn Bjarnason starfa. Lögverndun kennarastarfsins byggist á kröfu um, að slíku námi hafi verið lokið og búið hefur verið til kerfi til að knýja menn til að fullnægja þeim lagaskilyrðum. Unnt er að færa fyrir því rök, að nauðsynlegt hafi verið að hafa ríka kröfu um kunnáttu í uppeldis- og kennslufræðum i lögum, á meðan verið að festa þessi fræði í sessi og innræta tilvonandi kennurum gildi þeirra. Einnig hafi þröskuldurinn þurft að vera hár í fyrstu til að árétta hina sérstöku, lögvemduðu stöðu kennara. Ég tel, að þessi tími sé lið- inn. Það sé tímabært að auka kunn- áttu kennara í þeim fögum, sem þeir ætla að kenna, á kostnað upp- eldisfræðinnar. Er til dæmis augljóst að auka áhuga kennara á þeim fög- um, sem gera mönnum kleift að ganga í Félag raungreinakennara. ★ I ljósi þessa þarf einnig að huga að því að gera lögverndun kennara- starfsins sveigjanlegri en nú er. Lækka má þröskuldinn fýrir þá, sem hafa mikla sérþekkingu í ákveðnum greinum. ★ Nefnt hefur verið að námsað- greining þurfi að vera ríkari, t.d. með auknu vali nemenda þar sem tekið er tillit til getu. ★ Fyrirkomulag námsbókaútgáfu verði endurmetið. Sérstaklega þarf að kanna námsbækur og athuga hvort þær geri nemendum kleift að stunda sjálfstætt nám og hvort nem- endum gefist kostur á að fara eins langt og þeir hafa forsendur til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.