Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 68

Morgunblaðið - 12.12.1996, Side 68
>8 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk MERE5THE WORLP UMIFIYIN6 ACE RETURNIN6 TOTME AlRPROME IN MI5 50PUIITH CAMEL.. '— BON 50IR,MON5IEOR FLYIN6 ACE..WMATI5Y0URNAME? Ég er búinn að gleyma því. A5 U5UAL, HE 60ESTO TME 5MALL FRENCM CAFE WHERE ME CAN F0R6ET HI5 TR0UBLE5, TMEWAR..EVERYTMIN6! Hérna snýr flugkapp- Að venju fer hann á litla Gott kvöld, herra flug- inn í fyrri heimsstyij- franska kaffihúsið þar kappi . . . hvað heitir þú? öldinni aftur til flug- sem hann getur gleymt hafnar sinnar í renn- erfiðleikum sínum, stríð- blautu flughylkinu... inu . . . öllu! BREF TDL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Einar Þorsteinn, vatnsvélin og Kólumbus Frá Jóni Brynjólfssyni: NOKKUR blaðaskrif hafa orðið um greinar Einars Þorsteins, og hefur sumum fundist hann liggja vel við höggi eftir greinina um vatnsvélina. Menn geysast fram á ritvöllinn og láta í ljós þekkingu sína á eðlis- fræði í nokkrum línum, þótt meira beri á ritsnilld hjá þeim en gengur og gerist. Það verður nú að teljast af hinu góða, ef vatnsvélin verður til að koma efnilegum mönnum á fram- færi á sama hátt og „Million doll- ara“ seðlilinn kom lífi í tuskurnar í sögunni eftir Mark Twain. Gísli Júlíusson verkfræðingur sagði allt, sem segja þurfti, enda skólaður í 2. lögmáli varmafræðinn- ar og lét stóryrðin eiga sig. Vatns- vélin er ekki í samræmi við Carnot- aðferðina, sem sprengihreyfillinn fellur undir, en það er allt og sumt. Annar greinarhöfundur höfðar til þekkingar sinnar á „grunneðli vís- inda og grundvallarþekkingar nú- tímans“, (hvað sem það nú er), svo dæmi sé tekið. Þar er greinilega kominn fram einn snillingurinn, sem hann sjálfur skilgreinir, því stíll og framsetning leynir sér ekki. Sennilega eru 20 ár liðin frá því haldinn var fundur í Eðlisfræðifé- lagi íslands, þar sem ungur, íslensk- ur vísindamaður starfandi í Dan- mörku flutti erindi um nýjustu rannsóknir sínar og annarra í atóm- eðlisfræði. Einn áheyrenda var Þor- björn heitinn Sigurgeirsson, eðlis- fræðingur og prófessor í þeirri grein við verkfræðideild Háskólans og einn fremsti vísindamaður íslend- inga. Hann var á sínum tíma læri- sveinn og samstarfsmaður Nielsar H. Bohr, þess manns, sem efaðist um eðlisfræði þeirra tíma og sann- aði, að hún hafði sín takmörk. Hún gilti ekki innan atómsins. Bohr upp- götvaði líkan atómsins og fékk fyr- ir það Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1922. Þá var atómkjarninn enn tal- inn minnsti hluti efnisins. Fyrirlesarinn gaf yfirlit yfir ör- eindafræðina og eindir hennar, hina 12 kvarka (fiseindir), sem eru frum- einingar og þær eindir, sem úr þeim eru byggðar, sterkeindir, miðeindir og þungeindir og tilgreindi orku hverrar fyrir sig. Síðan vék hann að tóminu (vacuum) og orku þess. Þá spurði Þorbjörn: „Ertu að segja okkur, að það sé meiri orka í tóm- inu e_n efninu sjálfu. Svarið var: „Já. Ég er að því.“ Ég veit ekki, hvort þetta segir nokkuð um, hvað er þekking og hvað vanþekking eða fáfræði. Sá sem er með það á hreinu, hann er vissulega á rangri hillu, hvort sem hann er bifvélavirki eða pizzu- sendill, að ekki sé nú minnst á eðlis- fræðinema. Framfaraspor verða ekki stigin af þeim, sem ekki kunna að efast um það, sem við köllum „þekk- ingu“, og reyna að finna úrbætur. Svo mikið er víst, að þau verða ekki stigin af þeim, sem vita fyrir- fram, hvar þekkingin endar. Þessi svokallaða „þekking" er aðeins að litlu leyti heimfæranleg undir náttúrulögmálin, heldur svo- kölluð „reynsluþekking“. Eitt dæmið um reynsluþekkingu er staðhæfing- in um, að egg geti ekki staðið upp á endann. Einar minnist einmitt í sömu grein á Kólumbusareggið. Lausn Kólumbusar er ekki upp á marga fiska. Að ekki sé hægt að láta egg standa upp á endann, er lygasaga, og hún er nú orðin minnst 500 ára gömul, því hún var í fullu gildi, þegar Kólumbus kom frá Ameríku árið 1493, og það er alveg nóg. Þessu hafa menn kannski trú- að frá upphafi. Að láta egg standa upp á endann er vandi og annað ekki. Það er vandasamt og seinlegt en ekki ómögulegt að láta venjulegt hænuegg standa upp á endann eitt og sér á sléttum, láréttum, kyrrum fleti, og án þess að bijóta það auð- vitað og án þess að beita neinum brögðum. Þetta er jafnvægislist og þú skalt bara prófa. Þetta getur hver sá maður, sem trúir því, að hann geti það, reynir og vill. Segja má, að hér gildi gamla góða regl- an: „Vilji er allt, sem þarf.“ Ef Einar hefði skrifað þetta, hefðu eflaust ýmsir kallað fram ein- hver náttúrulögmál eða tilvísanir í eðlisfræði, hneyklsast á slíkum skrifum í Mogganum og vinsamlega bent á, að nú væri mælirinn fullur. Það ganga alls konar lygasögur ijöllunum hærra, að hitt og þetta sé ekki hægt, það bijóti gegn eðlis- fræðinni. Svo er vitnað í einhver lögmál, sem menn skilja ekki sjálfir eða kunna ekki að beita. Ein skýr- ingin er: „Ef það væri hægt, þá væri búið að gera það fyrir löngu.“ Svo kemur einhver og gerir það, og þá verður til ný þekking, ný reynsla. Aðrir halda áfram að trúa gömlu lygasögunni og koma í veg fyrir, að þekkingin breiðist út. Það eru þessir menn, sem Einar er það beijast við. A meðan menn trúa því, að það sé ekki hægt, þá reyna þeir það ekki. Ef einhver efast og reynir, þá rennur upp fyrir honum og öðrum nýr sannleikur. Greinar Einars hafa flestir verið um menn, sem efast og trúa ekki hveiju sem flaggað er í nafni vísind- anna, en hafa átt á brattan að sækja við aðra, sem gera það og halda þekkingunni niðri. Þeir telja sig vita, hvar endamörk þekkingar- innar eru, þeim sé náð og ekki verði lengra komist. A sínum tíma héldu menn líka að jörðin væri flöt og takmörk fyr- ir því, hve langt væri hægt að kom- ast án þess að fara sér að voða. JÓN BRYNJÓLFSSON verkfræðingur, Bárugötu 20, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútanji.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.