Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C/D/E 290. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter MOBUTU ásamt eiginkonu sinni við komuna til flugvallarins í Kinshasa í gær. Morð á starfsmönnum Rauða krossins fordæmd Lög gegn undirróðri Bratislava. Reuter. ÞINGIÐ í Slóvakíu samþykkti í gær endurskoðuð drög að lögum um undirróður gegn ríkinu. Evrópusam- bandið, ESB, og Bandaríkin hafa áður lýst yfír, að þessi lög gangi þvert á lýðræðislega stjórnarhætti. í lögunum, sem eru sniðin eftir sams konar lögum á dögum komm- únista, er kveðið á um refsingar fyrir að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum. Jan Slota, formaður Slóvakíska þjóðarflokksins, annars stjórnarflokksins, sagði, að með lögunum væri tryggt, að þeim, sem berðust gegn lýðveldinu, yrði komið fyrir á viðeigandi stað. Sagði hann, að lögunum væri einkum beint gegn aðgerðum ungverska minnihlutans í landinu en hann hefur krafíst sjálf- stæðis í menningarlegum efnum. Varasamt lakkrísát Kaupmannahöfn. Morgnnbladið. LAKKRÍS er ekki aðeins fit- andi og slæmur fyrir tennurn- ar, heldur getur hann í stöku tilfellum verið stórlega viðsjár- verður. Það fékk 38 ára Dani að reyna nýlega. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús með sljó viðbrögð, blóðþrýstinginn upp úr öllu valdi, hálflamaður á höndum og fótum og vart við meðvit- und. Hann var hafður í öndun- arvél og fékk sterameðhöndlun en eftir rúma viku kom í ljós að orsökin var lakkrísát. I tíu vikur áður en hann var lagður inn hafði maðurinn borðað um 200 g af lakkrís daglega og auk þess tekið lyf í tvær vikur til að draga úr vökvasöfnun. Nový' Atagi. Reuter. ALÞJÓÐARÁÐ Rauða krossins hef- ur hætt starfsemi í suðurhluta Tsjetsjníju um stundarsakir, eftir að sex starfsmenn þess voru myrtir á lóð sjúkrahúss Rauða krossins í Novíj Atagi í fyrrinótt. Morðin hafa verið fordæmd um allan heim. Fullyrða talsmenn stjórnar aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju að þau hafí verið atlaga að friði í héraðinu og að þeim hafi verið ætlað að draga úr vægi for- seta- og þingkosninga sem halda á í Tsjetsjníju í janúar. Morðingjarnir voru grímuklæddir og vopnaðir byssum með hljóðdeyf- um. Fóru þeir inn í svefnskála starfsmanna Rauða krossins sem Reuter FÁNI Rauða krossins, með svörtum sorgarborða, í Genf. eru á lóð sjúkrahússins í bænum, og skutu fólkið, sem var í fasta- svefni. Einn sendifulltrúi er mikið slasaður en fjórtán starfsmenn Al- þjóðaráðs Rauða krossins sluppu ómeiddir. Tveir hinna myrtu voru Norðmenn, einn Hollendingur, Spánverji, Nýsjálendingur og Kanadamaður. Ekki er vitað hverjir myrtu fólk- ið, íbúar Novíj Atagi sögðu útilokað að nokkur af svæðinu hefði staðið að baki þvilíku voðaverki. Töldu þeir að rússneska leyniþjónustan tengdist málinu. Rússnesk stjórn- völd hafa fordæmt atburðinn og sagst vona að hann verði ekki til þess að kynda undir ófriðarbálinu í Tsjetsjníju að nýju. ■ Mesta áfall/19 Mobutu fagnað í Zaire MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, sneri aftur til síns heima í gær við mikinn fögnuð eftir fjögurra mánaða dvöl í Evrópu. Talið er að rúmlega 100 þúsund manns hafi beðið komu hans við flugvöllinn í Kinshasa og staðið við veginn, sem honum var ekið eftir inn í höfuðborgina. Forsetinn, sem er talinn einn af spilltustu valdhöfum Afríku, sagðist í stuttu ávarpi ekki geta svikið þjóð sína, það hefði hann aldrei gert og hann þekkti vonir hennar og þrár. „Ég mun helga mig því verkefni að finna skjóta lausn sem gagnast þjóðarhags- munum,“ sagði hann. Mobutu gekkst undir uppskurð í Evrópu og dvaldi þar áfram til að ná sér en sagðist hafa fariðheim gegn ráðum lækna sinna. I fjarveru hans var gerð uppreisn og náðu uppreisnarmenn megninu af austurhluta landsins á sitt vald. Telja stuðningsmenn Mobutus að hann einn geti komið í veg fyrir upplausn Zaire. Mobutu brosti breitt þegar hann gekk óstuddur úr flugvél- inni með útskorinn staf í hendi og stóð keikur með hlébarðahatt á höfði á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Skyttur voru á varð- bergi á húsaþökum og fjöldi her- manna á götunum. Mobutu er 66 ára og hefur verið við völd í þrjá áratugi. Gaetan Kakudji, leiðtogi upp- reisnarmanna í Áustur-Zaire, sagði að koma Mobutus „breytti engu“ og gagnárás yrði svarað af fullri hörku. ■ Straumur Hútúa/19 ísraelar hyggjast efla byggðir sínar á hernumdum svæðum Gagnrýni Clintons forseta vísað á bug Jerúsalem, Washington. Reuter. ÍSRAELAR vísuðu í gær á bug gagnrýni Bills Clintons Bandaríkja- forseta vegna byggða gyðinga á svæðum Palestínumanna. „Það er stefna þessarar ríkisstjórnar að efla þær byggðir sem þegar eru fyrir hendi," sagði Yitzhak Mordechai varnarmálaráðherra er hann sótti heim gyðingabyggðir á Gaza. Clint- on sagði á mánudag að byggðir gyðinganna væru hindranir á leið- inni til friðar. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Clintons en talsmaður ráðherrans, David Bar-Illan, var ómyrkur í máli. Hann sagði samskipt- in við Bandaríkin ávallt vera jafn góð en Bandaríkjastjóm yrði að breyta um stefnu í þessum málum. „Stefna ísraelsstjórnar í málefn- um byggðanna hefur verið sjálfri sér samkvæm . . . Þeir [Banda- ríkjamenn] eru á móti öllum aðgerð- um í tengslum við byggðirnar og við verðum að reyna að telja þeim hughvarf en það hefur okkur ekki tekist." Mordechai sagði að þörf þjóðar- innar fyrir aukið landrými vegna mannfjölgunar hlyti að vera öllum ljós og stefnan í þessum málum hefði verið útskýrð vandlega. Meira en 100.000 gyðingar búa á hernumdu svæðunum, þar af um 400 manns innan um 100.000 Palestínumenn í Hebron sem er jafnt gyðingum sem aröbum heilög borg. I vikunni sem leið ákvað ísraelsstjórn að veita gyð- ingum sem settust að á Vesturbakk- anum fjárstyrki. Palestínumenn gagnrýndu þessa ákvörðun harðlega og sögðu hana geta stefnt friðar- samningunum í hættu. Forveri Clintons á forsetastóli, George Bush, gagnrýndi mjög þá stefnu ísraela að leyfa gyðingum að setjast að á svæðum Palestínu- manna. Gerði hann það að skilyrði fyrir láni upp á 10 milljarða Banda- ríkjadollara, um 660 milljarða króna, árið 1992 að fleiri byggðir yrðu ekki leyfðar. Clinton virðist nú ætla að taka upp sömu stefnu. Enn deilt um Hebron Samkvæmt ákvæðum Óslóar- samninganna ættu ísraelar að vera farnir með her sinn frá Hebron fyr- ir mörgum mánuðum. Bandaríski utanríkisráðherrann, Warren Christopher, sagði í gær að viðræð- ur ísraela og Palestínumanna um borgina gengju verr en búist hefði verið við. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins, Nicholas Burns, taldi að báðir aðilar, ísraelar og Palestínu- menn, ættu sök á því að ekkert hefði þokast. Reuter Nýr framkvæmdastjóri ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna kaus í gærkvöldi með lófataki Ghanamanninn Kofi Ann- an í embætti framkvæmdastjóra samtakanna. I sjónvarpsviðtali við Annan í gær kom fram að hann vill að fjölgað verði í öryggisráð- inu, Þjóðverjar og Japanar fái þar sæti en einnig verði bætt við full- trúum frá Afríku, Asíu og Róm- önsku-Ameríku. Hann sagði enn- fremur að hann vonaði að sér tækist að fá Bandaríkjastjórn til að greiða skuldir iandsins við samtökin, alls 1,3 milljarða doll- ara, um 85 miHjarða króna. Ann- an, sem tekur við embættinu 1. janúar, sést hér með forvera sín- um, Egyptanum Boutros Boutros- Ghali (t.h.), í New York.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.