Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir að bana systur sinni Borgin kaupir eignir Skeljungs í Skerjafirði BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup borgarsjóðs á eignum Skelj- ungs hf. í Skerjafirði fyrir 117 millj- ónir króna. í kaupsamningi er gert ráð fyrir að greitt verði fyrir eignar- lóð fyrirtækisins með lóð fyrir bensínafgreiðslu í Borgarholts- hverfí og dregst lóðarverðið, rúmar 8,9 millj., frá kaupverðinu. Á næstu sex mánuðum mun Skeljungur fjar- lægja alla olíugeyma og olíuleiðslur af lóðinni. Samkvæmt kaupsamningi kaupir borgarsjóður eignarland Skeljungs í Skeijafirði ásamt þeim húseignum sem sarnþykktar hafa verið af byggingarnefnd borgarinnar. Und- anskildar eru þær húseignir sem samþykktar hafa verið af bygging- amefnd með brottflutningakvöð og er fyrirtækinu heimilt að nýta eitt þeirra, bílaverkstæði og smiðju næstu fjögur árin og annað lager- húsnæði næstu tíu ár. Meðan fyrir- tækið hefur afnot af húsunum eru greidd af þeim fasteignagjöld til borgarinnar en ekki lóðarleiga. GESTUR Eiríkur Eggertsson, 57 ára gamall bóndi á Steinsstöðum í Öxna- dalshreppi, var dæmdur í 8 ára fang- elsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir að verða systur sinni, Sigríði Eggertsdóttur, að bana. Atburðurinn varð á hlaðinu við heimili hans laugardaginn 27. apríl síðastliðinn. Gestur var einn til frásagnar um það sem gerðist að Steinsstöðum umræddan dag. í niðurstöðum dóms- ins kemur fram að framburður hans var á reiki um veigamikil atriði, mótsagnakenndur og á köflum frá- leitur. Þótti framburður hans því ótrúverðugur að mati dómsins um samskipti þeirra systkina frá því hún kom að Steinsstöðum síðdegis og þar til hún lést. Mikil óreiða á vettvangi Við vettvangsrannsókn kom í ljós að mikil óreiða var á munum í fram- sæti bifreiðar Sigríðar en þar var m.a. að finna hrossaskít, en allt umhverfis bifreiðina var að finna talsvert af þurrum skít þeirrar teg- undar. Hárspenna fannst við suður- gafl hússins, hluti af eyrnalokk fyrir miðjum húsgafli og hinn hluti hans skammt frá. Ekki langt undan fund- ust hnakkaspenna, lok af astmaönd- unartæki og eyrnalokkur, allt munir í eigu systur mannsins. Sigríður fannst fáklædd í rúmi á neðri hæð hússins. Samkvæmt fram- burði Gests hafði systir hans af- klæðst í risherbergi, að hans skipan. Við höfðagafl í rúmi hans fundust blóðblettir og kám og ýmis önnur ummerki á rúmdýnu. Þá fannst blóðkám á gólflampafæti í herberg- inu. í fötum sem maðurinn var í við handtöku fundust blóðslettur, sem sannað er að voru úr hinni látnu. Föt hennar fundust á víð og dreif, m.a. blóðug og rifin peysa falin í viðbyggingu íbúðarhúss. Margs kon- ar áverkar voru á líkinu, m.a. á handleggjum, olnboga, handarbök- um og vinstra hné. Af ummerkjum á vettvangi að dæma þykir engum vafa undirorpið að Gestur hafi í upphafi veist að Sigríði með líkamlegu ofbeldi við bifreið hennar. Viðurkenndi hann að hafa þvingað systur sína upp í her- bergi sitt á rishæð. Hálsáverkar Með samhljóða niðurstöðum krufningaskýrslu tveggja sérfræð- inga þykir sannað að atlaga ákærða að hálsi systur sinnar hafi leitt til dauða hennar af völdum hjarta- stopps í kjölfar sterkra taugavið- bragða, samfara lamandi áhrifum á starfsemi hjartans. Þykir jafnframt sannað að Sigríður hafi látist innan örskammrar stundar frá því henni voru veittir hinir banvænu háls- áverkar. Einnig er ljóst að ákærði flutti systur sína látna af rishæð og í rúm á neðri hæð hússins í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að ákærði hafi gefið sér góðan tíma til að afmá verksummerki, að minnsta kosti tvær klukkustundir hafi liðið frá andláti systur hann þar til hann tilkynnti um það. Ekki er ljóst hvað ákærða gekk til er hann réðst að systur sinni, en samkvæmt niðurstöðum dómsins virðist sem á hann hafi runnið æði og hafi þar áfengisáhrif átt sinn þátt. Enn fremur kemur fram í dóm- inum að ákærði hafi aldrei sýnt nein merki iðrunar heldur þvert á móti reynt að sverta mannorð systur sinnar. Til frádráttar 8 ára fangelsi koma 25 dagar sem Gestur sat í gæslu- varðhaldi síðastliðið vor. Vísað var frá kröfu ákæruvaldsins um að með verknaði sínum hefði hann fyrirgert rétti til arfs. Þá var ákærða gert að greiða allan_ sakarkostnað. Dóminn kváðu upp Ólafur Ólafsson héraðs- dómari sem dómsformaður og hér- aðsdómararnir Helgi I. Jónsson og Jónas Jóhannsson. Andlát HERDÍS GÍSLADÓTTIR HERDÍS Gísladóttir, fyrrum ljósmóðir, lést á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi mánudaginn 16. desember síðastliðinn, á hundraðasta og öðru aldursári. Herdis fædd- ist 20. október 1895 að Brunnagili í Óspaks- eyrarhreppi í Stranda- sýslu, dóttir hjónanna Helgu Bjargar Þor- steinsdóttur og Gísla Jónssonar. Herdís var ein átta systkina, auk þess sem hún átti einnig hálfsyst- ur. Eftir stopult nám, meðal annars tvo mánuði I farskóla, hélt hún til Reykjavíkur og lærði þar ljósmóður- fræði hjá Þórdísi Carlquist ljósmóður og Guðmundi Björnssyni landlækni. Að námi loknu starfaði hún í Bæjarhreppi, meðal annars á Borð- eyri um skeið auk starfa víða um land, þar á meðal í Vík í Mýrdal. Hún eignaðist ekki börn en tók að sér systurson sinn, Davíð Stefánsson. Hún keypti ásamt hon- um jörðina Saurhól í Dalasýslu og bjó þar um langt skeið, þangað til hún flutti til dvalar á sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi. Herdís var vel ern fram í andlátið og las t.d. gleraugnalaus kafla úr bók fyrir gest, sem heimsótti hana á sunnudaginn. í samtali sem við hana birtist í Morg- unblaðinu í tilefni aldarafmælis hennar, sagði Herdís meðal annars: „Guð hefur gefíð mér góða heilsu og má ég ég þakka fyrir það, Drott- inn hefur aldrei brugðist mér.“ 53 nýir íslendingar ALÞINGI samþykkti í gær að veita fimmtíu og þremur einstaklingum íslenzkan ríkisborgararétt. Nítján þeirra eru upprunnir í A- Asíu; níu á Filippseyjum, fimm í Kína og fimm í Tælandi. Sjö koma frá A-Evrópu og tólf eru upprunnir í löndum Vestur- og Norður-Evrópu. Sex eru fæddir í löndum Mið- og S-Ameríku. Nokkrir þeirra sem nú hlutu rík- isborgararétt hafa búið hér frá fæð- ingu, en haft erlent ríkisfang vegna erlends uppruna foreldris, og enn- fremur er um að ræða nokkur börn íslendinga fædd erlendis. BJÖRN Árnason hjá Sambíóunum í sal 2 í MorgunDlaoio/Juiius Kvikmyndahús Sambíóanna í Kringlunni opnað annan í jólum Níutíu manns vinna að byggingunni ALLT að 90 iðnaðarmenn og aðrir starfsmenn vinna nú að því að gera kvikmyndasali Sambíó- anna í Kringlunni tilbúna fyrir jól. Fyrstu sýningar eiga að vera annan í jólum. Ráðgert er að um það leyti verði Evrópufrumsýn- ing á myndinni Ransom með Mel Gibson í aðalhlutverki. „Ætli við verðum ekki farnir að vinna dag og nótt áður en að þessu kemur,“ segir Björn Árna- son þjá Sambíóunum. „Það er töluverð vinna eftir enn þó ótrú- lega mikið hafi gerst á síðustu viku.“ Það eru ófáir sem unnið hafa að byggingunni. Nokkrir þeirra hafa verið fengnir erlendis frá. „Við erum með stóran vídeóvegg sem bandarískir sérfræðingar hafa sett upp. Aðrir Bandaríkja- menn sjá um hljóðeinangrandi tjöld í bíósölunum, Þjóðveijar sáu um miðasölukerfið og Bretar hönnuðu forstofuna," seeir Björn. Björn segir að bíóið verði með bæði besta hljóðkerfi og bestu sæti sem þekkjast. „Við erum montnastir af hljóðkerfinu. Það verður jafngott í öllum sölunum og fylgir ströngustu kröfum THX. Aður en kerfið verður tek- ið í notkun kemur eftirlitsmaður frá fyrirtækinu og tekur það út. Salirnir verða með meiri halla en tíðkast hefur þannig að um 60 sentímetrar eru að jafnaði niður á næsta mann. Það skiptir því engu þótt heilt körfuboltalið sitji fyrir neðan mann. Milli sæt- anna er einn metri þannig að það ætti að vera nóg pláss fyrir stóra menn.“ Sérstök rými fyrir fatlaða Sérstök rými verða fyrir fatlaða i hjólastólum i öllum sölunum. Þeir munu geta komist beint upp úr bílageymslunni í lyftu og inn í sal hindrunarlaust. Þrír salir eru í kvikmynda- húsinu og taka þeir 400, tæplega 200 og 125 manns í sæti. Samtals geta Sambióin hýst 3.300 manns í einu eftir að nýju salirnir verða teknir í notkun. Björn segir að sælgætissalan og þjónustan verði með svipuðu sniði og í öðrum kvikmyndahúsum Sambióanna, en einnig verður boðið upp á svonefnt „Piek’n’Mix", eða sjálfsafgreiðslu á sælgæti sem selt er eftir vigt. Sælgætissalan verður opin inn í Kringluna þannig að fleiri en bíógestir geta verslað þar. Um svipað leyti og fyrstu sýningar hefjast i kvikmynda- húsinu verður opnað veitingahús með vínveitingaleyfi í sömu hyggingu og krá hefur verið starfrækt þar i nokkur ár. Björn var spurður að því hvort ekki væri hætta á að drukkið fólk færi í bíó og laumaði jafnvel með sér veigunum. „Það var á tímabili töluvert vandamál að unglingar væru að drekka í bíóunum. Nú hefur mikið dregið úr því en við verðum við öllu búnir. Við höfum ráðið mjög hæfa dyraverði til starfa. Eg á ekki við að ætlunin sé að beita ofbeldi, heldur er gott að hafa menn sem geta talað fólk til,“ segir Björn. Samtals verða um þijátíu manns ráðnir til starfa í kvikmyndahúsinu. I : L C L a i i C i I H
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.