Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
VÆNTANLEGUR tveggja punda peningur var í fyrsta skipti sýnd-
ur opinberlega í Bretlandi í gær, en hann á að taka í notkun í
nóvember á næsta ári.
EMU mun kosta banka
heims 7 milljarða dala á ári
Zíirich. Reuter.
Lopez ákærður,
en VW ekki sak-
að um samstarf
Darmstadt. Reuter.
Duisen-
berg for-
seti EMI
Dyflinni. Reuter.
HOLLENZKI seðlabankastjórinn
Wim Duisenberg, arkitekt mikillar
grósku í efnahagsmálum Hollands,
hefur verið kjörinn næsti yfirmaður
Peningastofnunar Evrópu (EMI) frá
1. júlí 1997.
EMI er forveri Seðlabanka Evr-
ópu, sem mun stjóma peningamála-
stefnu 15 aðildarlanda Evrópusam-
bandsins frá 1. janúar 1999 innan
ramma fyrirhugaðs efnahags- og
myntbandalags (EMU).
ESB-leiðtogar samþykktu form-
lega á fundi sínum í Dyflinni að
Duisenberg tæki við af Belganum
Alexandre Lamfalussy, sem verður
leiðtogi EMI fram á næsta sumar.
Enginn evrópskur seðlabanka-
stjóri hefur gegnt starfi sínu eins
lengi og Duisenberg, sem er sextug-
ur. Undir hans stjórn hafa Hollend-
ingar orðið öðrum þjóðum til fyrir-
myndar vegna stöðugleika og festu
í peningamálum. Gjaldmiðill þeirra
er sterkur, verðbólga er lítil, fáir
eru atvinnulausir og aðhalds er
gætt í fjármálum.
----------------
Frakkar selja
Thomson í
tvennu lagi
París. Reuter.
FRANSKA stjómin hefur tilkynnt
þá ætlun sína að einkavæða her-
gagna- og rafeindafyrirtækið
Thomson SAin í tvennu lagi og
verður byrjað á hergagnaarminum
Thomson-CSF snemma á næsta ári.
Samkæmt tilkynningu frá
franska fjármálaráðuneytinu verð-
ur að endurfjármagna rafeindaarm-
inn Thomson Multimedia áður en
hann verður seldur.
UNION-bankinn í Sviss (UBS)
segir að bankakerfi heimsins
muni glata um 7 milljarða dollara
tekjum á ári þegar sameiginlegur
gjaldmiðill Evrópu verði tekinn
upp.
UBS segir að sameiginlegur
gjaldmiðill muni skerða tekjur af
gjaldeyrisviðskiptum og einnig
tekjur á peninga- og skuldabréfa-
mörkuðum vegna minni og stöð-
ugri vaxta. Áhrifanna muni gæta
mest hjá umsvifamiklum bönkum.
Bankinn segir að þegar evró-
gjaldmiðillinn verði tekinn upp
1999 muni hann einnig valda
auknum kostnaði, þar sem bankar
verði að fást við tveggja gjald-
miðla kerfi á umþóttunartíma þar
til komið verði á fót Efnahags-
og myntbandalagi Evrópu.
(EMU).
FJÓRIR fyrrverandi starfsmenn
General Motors voru fyrir helgi
ákærðir fyrir að hafa stolið leyni-
skjölum þegar þeir hættu störfum
hjá GM og voru ráðnir til starfa hjá
Volkswagen 1993.
Ákærendur í málinu segja hins
vegar að í rannsókn þeirra, sem
staðið hefur í þijú og hálft ár, hafí
ekkert komið fram sem sýni að yfir-
menn VW hafi átt þátt í því að
leyndarmálunum var stolið - gagn-
stætt því sem GM og Þýzkalands-
deildin Adam Opel AG halda fram
og þótt Jose Ignacio Lopez de Arri-
ortua fyrrum framleiðslustjóri hafi
notað upplýsingarnar þegar hann
gerði stjórnendum VW grein fyrir
áætlunum sínum.
Auk Lopezar voru þrír aðrir fyrr-
verandi starfsmenn GM ákærðir,
þeir Jose Manuel Gutierrez, Rosario
Piazza og Jorge Alavarez, sem
fylgdu Lopez til VW í marz 1993.
Lopez og hinir eiga yfir höfði sér
fimm ára fangelsi eða sekt, en bent
er á að venjulega séu ekki kveðnir
upp fangelsisdómar fyrir fyrsta
brot.
Sækjendurnir vilja ekki segja
hvenær réttarhöid heijist í málinu.
Lopez, sem mun búa á Spáni, og
hinir sakborningarnir ganga lausir
þar til réttarhöld fara fram.
VW vill viðræður
Volkswagen sagði að ákærurnar
gæfu ástæðu til nýrra viðræðna við
GM um að hætt verði málaferlum
gegn VW í Bandaríkjunum, því að
GM kæmi ekki við sögu rannsóknar-
innar í Þýzkalandi.
Blaðið Die Welt hermir að æðstu
menn VW og GM kunni að ræðast
við í New York.
Talsmaður GM vísaði ummælum
VW á bug og sagði að engar leynivið-
ræður færu fram eða væru fyrirhug-
aðar og lögsóknin í Bandaríkjunum
kæmi þýzku rannsókninni ekki við.
Volkswagen hefur sagt að ásak-
anir General Motors um glæpsam-
legt samsæri séu tilhæfulausar og
að árásir fyrirtækisins hafi “hrunið
eins og spilaborg."
Talsmaður VW, Klaus Kocks,
sagði Reuter að framlagðar ákærur
sönnuðu ótvírætt að ekkert samsæri
um að nota leyndarmál GM hefði
átt sér staðeins eins og haldið væri
fram.
„VW hefur hvorki beðið um né
notað nokkur leyndarmál í eigu ut-
anaðkomandi aðila,“ sagði Kocks.
Lánardrottnar
BCCI fá 2,65
milljarða dala
. Reuter.
viðbótar með tíð og tíma samkvæmt
samkomulagi sem náðist fyrr á
þessu ári.
Bandarískt og arabískt fé
Þetta framlag og tilraunir banda-
rískra aðila, sem leiddu til þess að
rúmlega 500 milljónir dollara feng-
ust frá Bandaríkjastjórn, ruddu
veginn fyrir fyrstu greiðsluna.
Milljarðamæringur í Saudi Arab-
íu, sjeik Khalid bin Mahfouz, greiddi
245 milljónir dollara, en skiptaráð-
endur héldu því fram að hann hefði
verið viðriðinn yfirhylmingu
hneykslisins. Samkvæmt úrskurði
dómstóls í Lúxemborg 1995 sam-
þykkti Mahfouz að borga án þess
að viðurkenna ábyrgð gegn þvi' að
málið yrði fellt niður.
Skiptastjórar eiga útistandandi
kröfur gegn Englandsbanka, Instit-
ut Monetaire Luxembourgeois
(rekstri BCCI var stjórnað frá Lúx-
emborg) og endurskoðendum bank-
ans , endurskoðendafyrirtækjunum
Price Waterhouse og Ernst &
Whinney, sem nú er hluti Ernst &
Young eftir samruna.
EFTIR fimm ára baráttu munu
lánardrottnar BCCI, hins kunna
gjaldþrota alþjóðabanka, fá greiðslu
að upphæð 2,65 milljarðar dollarar
sem samsvarar 24,5% af kröfum
þeirra að sögn skiptastjóra.
Bank of Credit & Commerce Int-
ernational, BCCI, var stofnaður
1972. Seðlabankar lokuðu honum
og hann varð gjaldþrota vegna
skuida upp á rúmlega 12 milljarða
dollara þegar upp komst um víðtæk
fjársvik og peningaþvætti er leiddi
til flókinna málaferla sem ekkert
lát virðist á.
Eigið fé BCCI nam 24 milljörðum
dollara og bankinn starfaði í 71
landi þegar hann varð gjaldþrota.
Að sögn skiptaráðenda verður
önnur greiðsla innt af hendi á næstu
12-16 mánuðum og mun hún nema
10% af um 10,5 milljarða dollara
kröfum í þrotabúið sem teknar voru
til greina.
Skiptaráðendur náðu inn um 4,0
milljörðum dollurum, þar af 1,5
milljörðum frá stærsta hluthafa
BCCI, ríkisstjórn Abu Dhabi, sem
mun greiða 250 milljónir dollara til
^GjöJin hennar
Kringlunm, 1. hæð
sími 553 7355
ÍNTINö
Glæsilegur
undirfatnaður
og náttfatnaður. ■
Innpökkun
innifalin.
Munið gjafa
kortin vinsœlu.
ESBgegnsölu
BA/AA á
lendingartíma
Briissel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Efna-
hagssambandsins er enn í „alvarleg-
um vafa“ um hvort samþykkja skuli
bandalag flugfélaganna American
Airlines og British Airways og bend-
ir á að hugmyndir um sölu á skömmt-
uðum lendingartíma geri illt verra.
Þessum hugmyndum segja heim-
ildir í ESB „sé ekki hægt að ganga
að“, auk þess sem þær séu „ekki
löglegar." Bent er á yfirlýsingu
brezku stjórnarinnar um að hún
muni samþykkja bandalagið, ef fé-
lögin gangi að vissum skilyrðum,
og eitt þeirra sé að þau afsali sér
skömmtuðum tíma til 168 lendinga
á Heathrow flugvélli Lundúna.
British Airways segir að félagið
selji skammtaða lendingartíma „ein-
göngu á grundvelli sanngjarns
markaðsverðgildis.“
Búnadarbankinn myndavélavœðist
WKKKB Securitas og Búnaðarbankinn gerðu nýlega samning um að
myndavélavæða útibú bankans.
Securitas býður mjög öruggar lausnir á viðráðanlegu verði.
Öryggi í viðskiptum í Búnaðarbankanum hefur verið aukið
til muna með myndavélaeftirliti
Veldu öryggi í stað áhættn ■
veldu Securitas
Síðumúla 23'108 Rcykjavík
Sími: 533 5000
Unnar Jónsson frá Búnaðarbankanum
og Sigurður Erlingsson frá Securitas handsala samninginn.