Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 19
ERLENT
Reuter
Ljóðalestur í Seoul
KIM Kum-hyok, þriggja ára gam-
all drengur, einn í hópi 17 manns,
sem flýðu nýlega frá Norður-
Kóreu til Suður-Kóreu, er hér að
fara með ljóð á blaðamannafundi,
sem efnt var til í Seoul. Heldur
móðir hans á hljóðnemanum en
að hennar sögn er ljóðið eftir Kim
Il-sung heitinn, fyrrum forseta
N-Kóreu, en hann orti það fyrir
son sinn, Kim Jong-il, og gaf hon-
um í afmælisgjöf.
Ekkert lát á
straumi Hútúa
til Rúanda
Nairobi, Ngara. Reuter.
MIKILL fjöldi rúandískra flótta-
manna úr röðum Hútúa streymdi í
gær frá Tanzaníu til Rúanda. Yfir-
völd í Tanzaníu handtóku menn, sem
þau grunar að hafi reynt að hræða
flóttamenn til að koma í veg fyrir
að þeir sneru aftur til síns heima í
Rúanda, að því er haft var eftir
embættismönnum Sameinuðu þjóð-
anna. Sólarhringsfundi leiðtoga níu
Afríkuríkja um ástandið í Zaire og
nærliggjandi ríkjum lauk í Nairobi
í Kenýa í gær. Var þar ákveðið að
Nelson Mandela, forseti Suður-Afr-
íku, mundi hafa forystu í friðarum-
leitunum á þessu svæði í Mið-Afríku
ásamt forsetum Kamerún, Kenýa
og Zimbabwe.
Stjórnvöld í Zaire sniðgengu leið-
togafundinn í Nairobi og sögðu að
hann væri settur á svið af bandalagi
enskumælandi ríkja, sem vildu grafa
undan þeim.
Segja ástandið versna
Þetta var fyrsta sinni, sem Mand-
ela tók þátt í viðræðum um ástand-
ið í Mið-Afríku í Nairobi. Fulltrúar
á fundinum sögðu að leiðtogarnir
hefðu ræðst við án þess að ráðherr-
ar þeirra hefðu verið viðstaddir.
Aðeins hefði verið rætt um upp-
reisnina í austurhluta Zaire. I loka-
yfirlýsingu, sem gefin var út í gær,
sagði að mjög hefði dregið úr ör-
yggi á svæðinu, sem nær til Zaire,
Rúanda, Búrúndi og hluta af Tanz-
aníu og Úganda, frá því að leiðtög-
arnir hittust síðast á sama stað 5.
nóvember.
Hvatt var til þess að boðað yrði
vopnahlé og skorað á alla, sem hlut
ættu að máli, að leggja niður vopn
og setjast að samningaborði.
Mæður með börn í bandi
Starfsmenn flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna sögðu að 107
þúsund manns hefðu farið yfir landa-
mærin frá Tanzaníu til Rúanda á
mánudag og bjuggust við því að
jafnmargir sneru heim í gær. Um
helgina fóru 30 þúsund flóttamenn
yfir landamærin.
Mikil örtröð er við landamærin.
Rauði krossinn hefur dreift gulu
snæri til mæðra svo þær geti haft
börn sín í bandi. Mörg hundruð börn
hafa týnst í atganginum við landa-
mærin.
Handtaka „æsingamenn"
Búist var við að þeir, sem yfirvöld
í Tanzaníu handtóku og kölluðu
æsingamenn, sem hefðu reynt að
koma í veg fyrir að flóttamenn sneru
heim, yrðu afhentir yfirvöldum í
Rúanda. Hinir handteknu eru úr
röðum Interahamwe, vopnaðra öfga-
samtaka Hútúa, sem stóðu fyrir
fjöldamorðum á Tútsum árið 1994,
og hútúskra hermanna. Hvorir
tveggja neita að snúa aftur og halda
fram að þeim verði stungið í fang-
elsi eða ráðist verði á þá fyrir þátt
þeirra í fjöldamorðunum.
Sex alþjóðlegir hjálparstarfsmenn myrtir í Tsjetsjníju
Mesta áfall Rauða
krossins í áratugi
Moskvu, Novy Atagfi. Ósló. Reuter.
VOPNAÐIR og grímuklædd-
ir menn myrtu sex starfs-
menn Álþjóðaráðs Rauða
krossins í Tsjetsjníju í fyrri-
nótt, er fólkið var í fasta-
svefni. Er þetta mesta áfall
sem Alþjóða Rauði krossinn
hefur orðið fyrir um áratuga
skeið og skýlaust brot á al-
þjóðlegum mannúðarlögum.
Hefur Rauði krossinn hætt
starfsemi í suðurhluta
Tsjetsjníju um stundarsakir
og allir starfsmenn hans ver-
ið fluttir á brott frá svæðinu.
Tveir íslenskir sendifulltrúar,
Sigríður Söebech og Davíð
Lynch, sem starfa á Norður-
Kákasus svæðinu, eru óhult en þau
starfa í nágrannalýðveldinu Kab-
ardino-Balkaria og eru væntanleg
heim á næstu dögum.
Fimm hinna látnu voru konur.
í hópnum voru tveir norskir
hjúkrunarfræðingar, Gunnhild
Myklebust, sem var 55 ára, og
Ingebjorg Foss, 42 ára, spænsk
hjúkrunarkona, kanadískur stjórn-
andi, hollenskur tæknifræðingur
og nýsjálensk hjúkrunarkona.
Svissneskur sendifulltrúi er alvar-
lega særður en fjórtán erlendir
starfsmenn sjúkrahússins sluppu
ómeiddir.
Morðin voru framin í bænum
Novíj Atagi, sem er skammt sunn-
an við Grosníj, en norski Rauði
krossinn reisti sjúkrahús þar í
haust á hlutlausu svæði og er það
eina sjúkrahúsið í Tsjetsjníju.
Hjálparstarfsmennirnir sváfu í
byggingu á lóð sjúkrahússins, sem
var gætt af óvopnuðum vörðum.
Ruddust vopnaðir menn inn í húsið
Gunnhild
Myklebust
Ingebjerg
Foss
HJALPARSTARFSMENN
MYRTIR
Sex starfsmenn Alþjóðaráðs
Rauða krossins, voru myrtir
í Tsjetsjníju aðfararnótt
þriðjudags.
« 'SHTSJETSJNÍJÆ
Novye Atagi
Sex starfsmenn á
sjúkrahúsi sem
Rauði krossinn
reisti í haust,
myrtir
og skutu fólkið þar sem það
lá sofandi í rúmum sínum,
kl. 4 að nóttu að staðartíma.
Notuðu morðingjarnir hljóð-
deyfa. Alþjóðaráð Rauða
krossins hefur fordæmt
morðin, sem eru alvarlegasta
áfall sem hann hefur orðið
fyrir í áratugi.
Atlaga gegn friði
íbúar þorpsins Novíj
Atagi létu þung orð falla í
garð morðingjanna í gær,
sögðu útilokað að þeir hefðu
verið þaðan, enda hefðu allir
þekkt starfsmenn sjúkra-
hússins og verið þakklátir
fyrir það starf sem þar hefði verið
unnið. Töldu þeir fullvíst að rúss-
neska leyniþjónustan tengdist
málinu.
Fréttafulltrúi Borísar Jeltsín
Rússlandsforseta sagðist í gær
vona að morðin yrðu ekki til að
gera friðarumleitanir í Tsjetsjníju
að engu. Tsjetsjenski ráðherrann
Ruslan Kutajev sagði morðin fram-
in af þeim „greinilega ásetningi
að trufla forseta- og þingkosningar
sem fram eiga að fara 27. janúar
á næsta ári“.
Aslan Maskadov, leiðtogi tsjetsj-
enskra aðskilnaðarsinna, fer nú
með völd í landinu. Stjórn hans og
rússnesk stjórnvöld hafa reynt eft-
ir bestu getu að halda friðarsam-
komulagið sem náðist fyrr á árinu
en hópar skæruliða hafa gert fjöl-
margar atlögur að því, rænt rúss-
neskum hermönnum og erlendum
hjálparstarfsmönnum og hafa tveir
þeirra verið myrtir, Bandaríkja-
maður og Finni.
. % jHt
Reuter
Uppreisn-
arafmæli
UPPREISNARINNAR gegn
Nicolae Ceausescu, einræðis-
herra í Rúmeníu, árið 1989 var
minnst í borginni Timisoara í
fyrradag en segja má, að hún
hafi hafist þar. Emil Constant-
inescu, nýkjörinn forseti
Rúmeníu, lofaði fundarmönn-
um, sem voru um 15.000, að
allt yrði gert til að upplýsa að
ýmsu leyti óútskýrðan dauð-
daga hundruða manna, sem létu
lífið á þessari örlagaríku að-
ventu fyrir sjö árum.
Spænskt blað birtir skjöl um „óhreina stríðið“ gegn aðskilnaðarsinnum Baska
Eiga að sýna aðild yfirvalda
Madrid. Reuter^
SPÆNSKA blaðið E1 Mundo birti í
fyrradag skjöl, sem eiga að sýna,
að fyrrverandi ríkisstjórn sósíalista
hafi komið á fót dauðasveitum til
höfuðs aðskilnaðarsinnum Baska á
síðasta áratug. Juan Ortiz Yrculo,
ríkissaksóknari á Spáni, segir, að
hugsanlega hafi gefist tilefni til að
hefja aftur rannsókn á aðild fyrrver-
andi stjórnar að þessu máli.
Samtök innan hersins, GAL,
myrtu 28 manns á árunum 1983 til
’87 og ásakanir um að ríkið hefði
staðið að baki þeim áttu sinn þátt í
ósigri Felipe Gonzalezar og ríkis-
stjórnar hans í þingkosningunum í
mars. í skjölunum, sem E1 Mundo
birti, kemur fram, að leyniþjónusta
hersins, CESID, hafi stofnað GAL
og einnig valið fyrsta fórnarlambið,
aðskiinaðarsinnann Ramon Oned-
erra. Hann var skotinn á krá í
Baskahéraðinu í Suðvestur-Frakk-
landi í desember 1983.
Spænska varnarmálaráðuneytið
sagði í fyrradag, að það væri „alger
þvættingur", að til væru skjöl, sem
sýndu, að CESID hefði valið fórn-
arlömbin fyrir GAL.
Vilja fá ryósnaskýrslur
Dómstólar á Spáni hafa farið fram
á, að leynd verði aflétt af um 20
njósnaskýrslum, sem geta hugsan-
lega varpað ljósi á starfsemi GAL,
en þótt nokkrir embættismenn hafi
verið dæmdir fyrir sinn þátt í þessu
máli, þá hefur rannsókn á því lítið
miðað vegna upplýsingaskorts.
Núverandi ríkisstjórn hægriflokka
neitar að láta umræddar skýrslur
af hendi og segir þær ríkisleyndar-
mál.
Dagblaðið E1 Pais, sem styður
sósíalista, hefur hugsanlega tekið
ómakið af dómstólunum því í gær
birti það umræddar 20 njósnaskýrsl-
ur. Var þó tekið fram, að blaðið
gæti ekki ábyrgst, að þær væru
ekta þar sem um væri að ræða af-
rit, sem fundist hefðu við leit í fanga-
klefa Juan Alberto Perote, fyrrver-
andi starfsmanns leyniþjónustunnar.
Þáttur Condes?
Um er að ræða sömu skjölin og
E1 Mundo er að birta en sagt er, að
fyrir meira en ári hafí Perote selt
þau eða afrit af þeim Mario Conde,
fyrrverandi stjómarformanni Ba-
nesto-bankans. Conde er sakaður um
Qárdrátt, skjalafals og fleira varðandi
glæpsamlegt gjaldþrot Banesto-
bankans og í gær sagði E1 Pais í
leiðara, að E1 Mundo hefði fengið
skjölin frá Conde fyrir ári og birting
þeirra nú sýndi, að Conde væri að
nota blaðið til að kúga ríkisstjómina.
Uday
sýndur í
sjónvarpi
Baghdad. Reuter.
UDAY, elsti sonur Saddams
Husseins Iraksforseta, kom
fram í sjónvarpi í gær.
Uday var sýnt banatilræði
síðastliðinn fímmtudag er
skothríð var gerð á bifreið
hans í al-Mansour hverfinu í
Baghdad. Sýndi sjónvarpið
hann liggjandi í sjúkrarúmi
og við hlið þess stóðu íraskur
sjónvarpsmaður og sendifull-
trúi frá Qatar. Virtist hann
geta rætt við þá án erfiðis-
muna.