Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 29
LISTIR
Nýjar bækur
• FIMM ævintýri. Okkar innri
maður, texti og myndir eru eftir
Arnheiði Borg. Þar segir frá tröli-
skessunni Reiði og
norninni Hefnd
sem hafa mikla
ánægju af heim-
sóknum í manna-
byggðir. Ævintýrið
um Ofund og
Hroka fjallar um
ófrýnilegu börnin
þeirra Reiði og
Hefndar. í ævin-
týrinu um ólíku álf-
ana tvo er sagt frá litlum ljósálfi
og svartálfi sem búa í sama húsi
en eru ákaflega ólíkir í útliti og
háttum. Og í síðasta ævintýrinu
segir frá kóngsdótturinni litlu, henni
Gleði, sem skilur ekkert í því að
skugginn hennar skuli stundum
vera afar stór og stundum ósköp
lítill.
Höfundur er sérkennari og hlaut
styrk frá Verkefna- og námsstyrkja-
sjóði Kennarasambands Islands til
að vinna bókina sem er 80 bls. og
er fjórða hver hlaðsíða mynd-
skreytt. Lítil handbók með spurn-
ingum fylgir bókinni. Verð 1.190 kr.
• ER vit í vísindum? - sex rit-
gerðir um vísindahyggju og vís-
indatrú nefnist ritgerðasafn byggt
á samnefndri fyrirlestraröð sem
haldin var í febrúar og mars á þessu
ári.
„Höfundar koma úr ólíkum
fræðigreinum og fjalla um þessa
áleitnu spurningu á aðgengilegan
hátt,“ segir í kynningu.
Höfundar ritgerðanna eru: Atli
Harðarson heimspekingur, Einar
H. Guðmundsson, dósent í stjarn-
eðlisfræði, Sigurður J. Grétarsson,
dósent í sálfræði, Þorsteinn Gylfa-
son, prófessor í heimspeki, Þor-
steinn Vilhjálmsson, prófessor í vís-
indasögu og eðlisfræði, og Þorvald-
ur Sverrisson vísindaheimspeking-
ur.
Háskólaútgáfan gefur bókina út.
Leiðbeinandi verð 2.490 kr.
• SA UTJÁN salernissögur og
ljóð er eftir Ingimar Oddsson.
„Bókin er ætluð til aflestrar á
baðherbergjum heimilanna, fyrir þá
sem þangað leita til að göfga and-
ann. Bókin er búin sérstökum bún-
aði svo unnt er að hengja hana upp
við hlið þvottapoka og handklæða
þar sem auðvelt er að nálgast hana
og lesa sér til yndis og hægðar-
auka,“ segir í kynningu.
Þetta er fyrsta bók höfundar en
hann hefur gefið út nokkur lög á
plötum. Einnig hefur hann samið
og sett upp leikrit, rokksöngleikinn
Lindindin sem var sýndur í Islensku
óperunni sl. sumar.
Amheiður
Borg
Sanibanci^
ora
■
Jólapakkatilboð Póstsins
Póstur og sími býöur viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboö fyrir jólapakkana
innanlands. Skilyröi er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd).
Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins
310 kr. fyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir
frá 1.-23- desember 1996 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands.
Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr.
Umbúðir stærð BJ
(23x31x12 cm.)
+ burðargjald = 310 kr.
Má senda hvert sem er
innanlands.
1 Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst-og
símstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð
Póstsins hefúr þú valið eina fljótlegustu, ömggustu
og ódýrustu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár.
PÓSTUR OG SÍMI