Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTIR Ljóðabók ÚR HNEFA eftir Árna Ibsen. Mál og meiming 1996. Bókin er 79 blaðsíður með efmsyfirliti og athugasemdum höfundar. YRKISEFNI Árna Ibsens í nýj- ustu ljóðabók hans Úr hnefa snú- ast að miklu leyti um tímann og tilvist mannsins „hérna megin þagnar" eins og hann orðar svo vel í síðasta ljóði bókar sinnar. Skáldið veltir nokkuð fyrir sér þýðingu og innihaldi mannlegs lífs andspænis dauðanum og kemst að þeirri niðurstöðu, víða í ljóðum sínum, að leiðin til að uppgötva lífið liggi í gegnum dauðann. I ljóð- inu Helgafell sem ort er í minn- ingu Sóleyjar Eiríksdóttur kemur þessi afstaða glöggt í ljós. Sýn ljóðmælandans til fjallsins helga er háð sama lögmali og minning hans um Sóleyju. Á sama hátt og fjallið hverfur um stund í hríð og þoku en birtist „blautt, gljáfægt á ný undan fönn“ kviknar mynd hennar og minning alltaf á ný í hugskoti hans: E! rissar eyðu á sjónsviðið; einungis kaldur, grár mökkur þar sem áður stóð fjall. Er það sem er horfið hætt að vera til? Eða heldur allt áfram að éljabaki? Heldur íjallið áfram að klæða sig eftir veðri og árstíðum þar? í ljóðabók Árna er að finna þijá- tíu og eitt ljóð sem mynda í senn sannfærandi og nokkuð sterka heild. Öll eru ljóðin ort í „svipuðum anda“ þótt yrkisefnin séu sótt í ýmsar og ólíkar áttir. Ljóðstrengur Árna er öðrum þræði alþjóðlegur enda vitnar hann mikið til og vísar í ýmis erlend skáld sér til halds og trausts, þar á meðal William Carlos Williams (1883-1962) og Thomas Hardy (1840-1928). Ámi er frekar alvörugefíð ljóðskáld sem vinnur „náið“ með tungumálið og ætlar ljóðinu annan og meiri til- gang en að draga upp „hlutlæga“ mynd af veruleikanum. Ljóðmál hans er meitlað: í senn fágað og knappt og hann kallar víða fram sterka hrynjandi með óreglulegri en um leið markvissri ljóðstafa- setningu og notkun endurtekn- inga. Á einum stað í bók sinni, í ljóðinu Við dauða, beitir hann á hinn bóg- inn rími og stuðlasetn- ingu í sonettuformi og hentar það honum miklu síður. Heiti bókarinnar má túlka með tilvísun í tvær ólíkar áttir: ann- arsvegar til þroska höfundarins, að standa úr hnefa og það gerir hann fyllilega, en hins- vegar til stöðu og hlut- skiptis skáldsins: hvemig það skammtar ljóð sín úr hnefa, opnar lófa sinn og deilir sjálfu sér út, í orðsins fyllstu merkingu, með því að gefa lesandanum bút eða flís úr eigin lífi. Til marks um það er ljóðið Býti: Líf mitt býr í öðmm. Það hefur kvamast úr því. Örður þess splundrast inn í vitund annarra. Til lítils að gmfla um afdrif flísanna. Aðrir eiga þær og þær búa í þeim. Þeim er misjafnt atlæti búið. Það segir sig sjálft. Ekkert á mig að varða um það. Ég safna mosa í sárin. í öðru og afar fal- legu ljóði sem ber heit- ið Fuglar himins um vetur lætur skáldið guð rjúfa ískalda vetr- arþögnina með því að „strá fiðruðu korni úr hnefa sínum“. Mynd- mál ljóðsins myndar augljósa hliðstæðu við heiti bókarinnar og gefur færi á því að túlka ljóðabók Árna í heild sem hnefafylli af ljóðum sem skáldið dreifir til les- enda sinna á líkan hátt og korni úr lófa. Þótt umfjöllun um dauðann og hverfulleik tímans myndi megin- þráð þessarar bókar má fullyrða að slík staðhæfing geti leitt til of mikillar einföldunar á annars innihaldsríkri og vandaðri Ijóða- bók. í Ijóðinu Nýtt herrans ár sem er í senn áhrifaríkasta og lengsta ljóð bókarinnar brýnir skáldið sína siðferðislegu raust og afhjúp- ar „tvíræðan skilning“ mann- skepnunnar á vandamálum heimsins: Hvaða guð? Hvaða nýju guðir buðu Bosníu blóð og dauða? Enginn. Enginn guð, engir guðir, hvorki nýir né gamlir, heldur menn. Eins og áður segir beitir Árni þeim vinnubrögðum víða í bók sinni að vísa í og vinna með ljóð annarra skálda. Hér er oft um fijóa og einkar skemmtilega að- ferð að ræða. Má í því sambandi sérstaklega nefna Kyrrahafstil- brigðin sem eru tíu tilbrigði við jafnmörg ljóð eftir bandaríska skáldið Cid Corman (f. 1924), afar orðfá ljóð sem láta lítið yfir sér við fyrstu sýn. Árni brýtur sér einnig skemmtilega leið inn í ís- lenska bókmenntasögu með tilvís- un í Hviids vinstue, samnefnt ljóð eftir Snorra Hjartarson og fræga krá í Kaupmannahöfn sem tengist lífí og dauða Jónasar Hallgríms- sonar. Að endingu verður það sagt, að ljóðabók Árna Ibsens er hnefa- fylli af vönduðum og innihaldsrík- um ljóðum og stendur fyllilega undir þeim væntingum sem gera má til höfundarins. Jón Özur Snorrason ___________LISTIR________ Hnefafylli af ljóðum Árni Ibsen Völsakviða BÆKUR Skáldsaga KVENNAMAÐURDEYR eftir Óttar Guðmundsson. Iðunn 1996.187 bls. KÁRI SÓLBERG „kvennamað- ur“, ævisagnaritari og harmrænt skáld, er á fímmtugsaldri. Hann er kominn til Kaupmannahafnar til að taka á móti norrænum bók- menntaverðlaunum. Hann stendur á krossgötum og þarf að gera upp við sig hvort tveggja fortíð sína og það hvort hann eigi að halda áfram á sömu braut, og taka við verðlaununum, eða fara frá öllu saman, til Hamborgar, á vit gam- allar ástkonu en nýs lífs. Í þessu liggja meint átök sögunnar en bygging hennar felst í sífelldu endurliti, frá Kaupmannahöfn, til þeirrar fortíðar, allt frá barnæsku, sem uppgjörið snýst um. Á milli er staldrað við í „núinu“ og í loka- kafla er svo endanleg ákvörðun tekin. Varla er þó um þroskasögu að ræða því framför söguhetjunn- ar, a.m.k. frá táningsárum, er harla lítil; græn gelgja litverpist í gráan fiðring Það er erfítt að taka Kára Sól- berg alvarlega sem persónu og sem persónusköpun. Hvað síðara atriðið varðar, stendur Kári ekki undir því að vera skáld. Uppskafn- ingin í því sem hann segir, hugsar og skrifar bendir trauðlega til stór- kostlegrar skáldskapargáfu, hvað þá að bókmenntaverðlaun séu verðskulduð. Við fáum að vísu bara sýnishorn af skrifum hans í „Ódysseifsbréfunum“ en í bókinni sjálfri eru þau sögð í „flatneskju- legum vangaveltustíl“. Sennilega er klókt hjá höfundi að láta ekki eitt af verðlauna-harmljóðum Kára fljóta með. Kári lítur á sig sem íslenskan ódysseif (!) og getur varla opnað munninn án þess að ryðja út úr sér hallærislegum og innantómum vísunum í grískan goðsagnaheim. Ein af svikulu, „heimsku“ stúlkun- um sem Kári girnist segir um hann: „Ég gæti gubbað þegar hann byijar á þessu goðafræði- bulli.“ Segjum tvö. Frásögn bókarinnar gerir sig seka um svipaðan yfírdrepsskap en alltof oft skýtur upp máttlausum rembingi til að skrifa leiftrandi gáfu- mannaprósa. Höfundi verður allt að sniðug- um, vita óþörfum, lík- ingum: leigubílar „voma“ t.d. „yfír gest- um eins og innheimtu- lögfræðingar með vörslusviptingarheim- ild“. Þá er nánast eins og höfundur ætli að leggja að fótum sér heimsbókmenntimar allar í einu vetfangi: Tilvitnanir í goða- fræði, heimspeki, listasögu, heims- bókmenntir, o.s.frv. eru yfírþyrm- andi og afar þreytandi. Á bak við þær er engin dýpt, engin alvara; þær duga bara til að koma yfír- borðskenndum sniðugheitum á framfæri. Lágkúrulegur og klúr „húmor“ Kára einkennir líka á stundum frásögnina. „Fyndnin" er oft svo tvíeggjuð að það flögrar að manni að þar glitti í ýmsa fordóma. Allt undir yfirskini víðsýni og fijáls- lyndis (í pólítík, í kynlífí). Dæmi um þetta er t.d. þegar 3. persónu sjónarhom, sem ætíð fylgir Kára, hleypur út undan sjálfu sér og fylgir þjóni, stereótýpískum homma, heim af veitingahúsi, al- gerlega upp úr þurm, til þess eins að koma klénum „hommabrand- ara“ á framfæri. Á öðmm stað er indverskum þjóni ætlað, algerlega að ófyrirsynju, að vilja skjóta, fremur en þjónusta, viðskiptavini sína, eins og landar hans tíðka heima í Kasmír. Kynlífspælingar eru fyrirferðar- miklar í bókinni. Kynfæri karla, sérlega hans eigin, em Kára eink- ar hug- og handleikin. Kynlíf er ofar allri hugmyndafræði: mót- mælin gegn „óvininum á Miðnes- heiði“ vom á sínum tíma ágæt vegna þess að þau auðvelduðu „róttæklingnum" Kára „leið inn í fallegustu konu sem hann hafði augum litið.“ „Þið dóuð ekki til einskis," hugsar hann, í beinu framhaldi, „með hlýju í hjarta til sundursprengdra hrísgijónabænd- anna [víetnamskra]“. Tækifæris- sinninn hefur látið af róttækninni, dýrkar Hitler og Pol Pot og þrífst á nasískum kynómm; kallar „elskuna“ sína „ kommúnistadraslu, “ „pólskjúðska keðjudækju“ og „gyð- ingamellu" í hálfsa- dískum samfömm. Kvenfyrirlitningu Kára er við brugðið. í klámbúllu á Istedgade sér hann draumakonuna sína í uppblásinni kyn- lífsdúkku: slíka „konu“ væri hægt að nota að vild og þegar „hún gerðist leiðinleg og ljót væri hægt að taka tappann úr henni, fleygja plasthræinu í næstu öskutunnu og kaupa sér nýja og fríska“. Konurnar sem hann kemst í tæri við eru annaðhvort vitgrannar blondínur, t.d. Dollý með „heimskulega spyijandi augu“, eða þá dökkhærðar og (Oj!) femín- istar. Flestar svíkja þær hann auðvitað á einhvern hátt en sú sem svíkur hann mest, Jómnn, er gáfukona sem skrifar lærðar greinar, t.d. um „stöðu kvenna í íslenskum nútímabókmenntum". Hæðnin í garð kvenna og femín- ista er, eins og önnur „ádeila“ í bókinni, sannkallað klámhögg. Ef þessi ,örlagasaga um karl- mann í kreppu ástríðna" (eins og segir á bókakápu) á að vera ein- hvers konar satíra, einkum á „rót- tæklinga" 68-kynslóðarinnar, þá gengur hún ekki upp því hvað rekst á annars hom, og óhægt að sjá hvert spjótum er beint. (Obeit á femínistum er þó nokkuð skýr.) Frásagnarröddina skortir hlutleysi og íróníu. Lykilsögulegar þreifíng- ar (um meinta „bókmenntastofn- un“ í bókaforlagslíki) em álíka kák. Þó Óttar skorti augljóslega ekki ritfærni, lætur hann vöntun á sjálfsgagnrýni og aðhaldi, í þess- ari fyrstu skáldsögu sinni, leiða sig í „völsavillu." Þá er illa gert að „hnupla“ titlin- um frá Leonard Cohen (Death of a Lady’s Man): það er ekki meiri innstæða fyrir þessari frekar en öðmm tilvísunum í bókinni. Þar að auki er „kvennamaðurinn" hans Óttars sprelllifandi í bókarlok. Því miður. Geir Svansson Óttar Guðmundsson Á Biblíuslóðum BOKMENNTIR Skáldsaga SYNGJANDI FISKUR eftir Úlfar Þormóðsson. Stubbur, 1996,232 síður. í UPPHAFI skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Syngjandi fiski, missir miðaldra bankastarfsmaður vinnu sína af ótilgreindum ástæð- um. Hann er fráskilinn einfari af óljósum uppmna og ber hið óvenjulega nafn Jó- sef Jósef, þótt hann hafí verið skírður K. eins og söguhetjan í Réttar- höldum Kafka. Sagan lýsir ferðalagi hans til Ámsterdam þar sem himnarnir opnast í ein- hvers konar opinbemn, æðri máttarvöld svipta hann sjálfræði og senda, andstætt vilja hans, til Landsins helga þar sem persónur úr báðum testamentum taka að ráðgast með hann og telja honum trú um að hann sé útvalinn. Að stórum hluta er sagan tilvitnun í minnisbók Jósefs sem skáldsagan þiggur nafn sitt af þótt einnig sé sagt frá í þriðju persónu. Hann færir líf sitt til bókar jafnóðum og það líður hjá; frásögnin sveiflast milli guðdóm- legra ofskynjana og losta, og kannski ekki svo stutt þar á milli í þessari bók. Sögumanninum er í raun illa treystandi og á köflum er maður ekki viss um hvort upplif- un hans á veruleikanum á rætur sínar í áfengisdrykkju eða guð- dómlegri tilvist, hvort heimur sög- unnar er einber sjónhverfíng hug- sýkinnar eða þakinn dásamlegum táknum. í Jerúsalem uppgötvar hann að honum er ætlað æðra hlutverk en venjulegum meðalmanni: að verða einhvers konar nýr Jósef sem getur af sér nýjan frelsara. Sjálfur streit- ist hann á móti í allri sinni meðal- mennsku en verður fyrir rest að láta í minni pokann fyrir máttar- völdum sem leggja undir sig hans gamla sjálf. A einum stað lýsir hann sér á þennan hátt: „Ég er [...] gjörspilltur drykkjubolti sem kvarta ekki einu sinni yfír dauðan- um og trúi fjandakornið ekki á nokkurn skapaðan hlut góðan eða vondan" (142). Smám saman kem- ur í ljós að þessum breyska manni hefur verið falið hlutverk lausnar- ans og um leið vald á lífi og dauða; hann tekur að reisa menn upp frá dauðum og gefa blindum sýn, þótt hann segist ekki hafa „lund til þess að skapa öðmm mönnum örlög“ (197). Sagan er að mörgu leyti ágæt- lega upp byggð og hugmyndin á bak við hana er ekki slæm þótt ekki sé hún nýstárleg. Stærsti galli hennar er hins vegar sá að söguhetjan verður aldrei trúverð- . ug andspænis þeim I atburðum sem hún ratar í. Hin yfirskil- vitlega reynsla nær ekki að setja mark sitt á persónu hennar heldur bregst Jósef við henni með undra- verðu fálæti, líkt og hann sé staddur í annarri sögu. Þótt fáránleikinn, sem er > engu minni en í sög- ■ unni um nafna hans í skáldsögu Kafka, nái að snúa vemleik- anum á hvolf líður Jósef um á mörkum tveggja heima eins og svefngengill; reynslan verð- ur aldrei trúverðug. Höfundur nær sér vissulega á strik á nokkrum t stöðum í bókinni, til að mynda í frásögninni af leit Jósefs að hinum litríka og götótta næturhimni, en þó er erfitt að lesa hana af innlifun eða ákefð. Sambandið á milli sög- unnar sjálfrar og höfuðtexta henn- ar, Biblíunnar, nær einhvern veginn aldrei að gneista eða lyfta henni upp á æðra svið; lesandinn situr uppi með tvo óskylda merkingar- heima sem annars vegar tilheyra hinum lífsleiða og klisjukennda nútímamanni og hins vegar helgi- sögunni. ' Þótt sagan sé að nokkra leyti ágætlega skrifuð eru ósmekklegar setningar allnokkrar og sem dæmi má nefna þessa lýsingu á farsíma: „Hann fletti því í sundur og togaði stöng upp í loftið og var orðið að síma með trekt að tala í og aðra til að hlusta úr“ (209), og á öðrum stað er Jósef „lostinn reiðarslagi ofan í höfuðið" (29). Víst er að vanda hefði mátt betur til yfírlestr- ar því prentvillur em fleiri en góðu J hófí gegnir. 1 Eiríkur Guðmundsson J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.